Félagabréfið - 11.09.1971, Blaðsíða 9
legra gæða, koma þeir ekki fram sem einangraðir og hverir öðrum
óháðir einstaklingar, heldur vinna þeir þetta sameiginlega, í flokk-
um, í félagshópum. Þess vegna er framleiðslan ætíð og ævinlega
félagslegs eðlis. I starfi sínu að framleiðslunni skapa menn sér sín
á milli”ýmiss konar víxlvirkar afstæður, ýmiss konar framleiðsluaf-
stæður. Þetta geta verið afstæður samstarfs og gagnkvæmrar hjálpar
manna, sem frjálsir eru af öllu arðráni, það geta verið afstæður
drottnunar og undirokunar eða þá tímamótaafstæður, samfara því er
eitt framleiðsluskipulag breytist í annað. En hver sem sérkenni
þessara framleiðsluafstæðna kiinna að vera, hljóta þær ávallt og í
sérhverju þjóðskipulagi að vera jafnófrávíkjanlegur þáttur fram-
leiðslunnar og framleiðsluöflin sjálf." (bls. 207-208).
c) Þróun framleiðslunnar - breyting þjóðfélagsskipunar.
"Bitt sérkenni framleiðslunnar er það, að hún stendur aldrei í stað
til lengdar, heldur tekur sífelldum breytingum og þróun, og hafa þá
breytingar framleiðsluhátta óhjákvæmilega i för með sér breytingar
á allri þjóðfélagsskipuninni, breytingar á félagslegum hugmyndum,
pólitískum skoðunum og stofnunum, umbyltingu hins félagslega og pól-
itiska skipulagskerfis i heild." (bls. 209).
"Annað sérkenni framleiðslunnar er það, að breytingar hennar og
þróun hefjast jafnan sem breytingar og þróun framleiðsluaflanna,
einkum sjálfra framleiðslutólanna. Framleiðsluöflin eru þvi breyti-
legasti og byltingarsamasti þáttur framleiðslunnar. Það eru fram-
leiðsluöfl þjóðfélagsins, sem fyrst taka þróun og breytingum, og
siðan gerast, þeim háðar og i samræmi við þær, breytingarnar á
framleiðsluafstæðum mannanna, hagfræðilegum afstæðum þeirra."
(bls. 210-211 ).
"Þegar náð er ákveðnu þróunarstigi hinna efnislegu framleiðsluafla,
komast þau i mótsögn við framleiðsluafstæður þær, sem fyrir eru,
eða, - svo að þetta sé orðað á lögfræðilegan hátt - , þau komast i
mótsögn við þær eignarréttalegu afstæöur, er þau höfðu þangað til
orðið að hlita. Afstæður þessar, er verið höfðu framleiðsluöflunum
vaxtarskilyrði, gerast nú fjötur á þróun þeirra. Og nú tekur við
timabil þjóðfélagsbyltingar." (bls. 227, tilvitnun i formála Marx
að "Drögum að gagnrýni á þjóðhagfræði", einnig til i Drvalsrit I,
bls. 240, önnur þýð.).
d) Fjórar af fimm megintegundum framleiðsluafstæðna.
1 sögu mannkynsins koma fyrir fimm megintegundir framleiðsluafstæðna
framleiðsluafstæður frumaldarþjóðfélagsins, þrælahaldsins, aðalsveld
isins, auðvaldsins og sósialismans.
1 frumaldarþjóðfélaginu voru ekki til neinar stéttir. "Grundvöllur
framleiðsluafstæðnanna i frumaldarþjóðfélaginu var sameignarréttur
manna á framleiðslutækjunum." (bls. 214), störfin voru unnin sam-
eiginlega, menn höfðu jafna aðstöðu til allra hluta.
7