Fréttablaðið - 15.05.2019, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 1 1 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 5 . M A Í 2 0 1 9
Fréttablaðið í dag
SKOÐUN Ásmundur Einar
Daðason skrifar um alþjóðadag
fjölskyldunnar. 10
SPORT Yfirburðir Mercedes Benz
eru algjörir í Formúlu 1. 13
MENNING Mikilvægt að fara með
list sína út fyrir landsteinana,
segir Brynhildur Björnsdóttir. 18
LÍFIÐ Barþjónar landsins taka
þátt í keppninni um besta bar-
þjón Íslands. 22
PLÚS 2 SÉRBLÖÐ l FÓLK
l MARKAÐURINN
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Faxafeni 11 • Sími 534 0534
Eurovisionskraut
og búningar
Finndu okkur á
Nautaborgarar
4x90 gr m/brauði
699KR/PK
ÁÐUR: 998 KR/PK
FRÁBÆRIR Í
EUROVISION
VEISLUNA!
-30%
HVALVEIÐAR Af þeim sem tóku
afstöðu eru 38,2 prósent fylgjandi
banni við hvalveiðum en 36,3 pró-
sent eru því andvíg. Um fjórðungur
er hvorki fylgjandi né andvígur.
Þetta eru niðurstöður könnunar
sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir
Fréttablaðið og fréttablaðið.is.
Kristján Þór Júlíusson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
undirritaði í febrúar síðastliðnum
reglugerð sem heimilar veiðar á
hrefnu og langreyði til ársins 2023.
„Mér f innst þetta vera mjög
áhugaverðar niðurstöður. Við sjáum
þarna ákveðinn kynslóðamun en
þetta er í takt við það sem maður
hefur fundið,“ segir Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, formaður
Viðreisnar.
Þorgerður Katrín hefur lagt fram
tillögu á Alþingi um að gerð verði
könnun á viðhorfi almennings í
helstu viðskiptalöndum Íslands til
áframhaldandi hvalveiða.
„Ég vona að þessi vanhugsaða
ákvörðun Kristjáns Þórs undir for-
ystu ríkisstjórnar Vinstri grænna
verði ekki til þess að það verði
varanlegur orðsporsskaði af þessu,“
segir Þorgerður Katrín.
Langmestur stuðningur við að
hvalveiðar verði bannaðar mælist
í yngsta aldurshópnum, 69 prósent
þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára
eru fylgjandi banni en aðeins tíu
prósent því andvíg. Þá styðja tölu-
vert f leiri í aldurshópnum 25-34
ára bann við hvalveiðum en eru
því andvíg.
Í öllum öðrum aldurshópum eru
andstæðingar banns við hvalveið-
um hins vegar f leiri en stuðnings-
menn. Mesta andstaðan við bannið
mælist í elstu aldurshópunum. Um
helmingur þeirra sem eru eldri en
55 ára er andvígur banni en 28 pró-
sent fylgjandi.
„Unga fólkið skynjar þetta. Það
skynjar hjartslátt samtímans og vill
ekki þessar dýrapíningar sem ríkis-
stjórnin er að standa fyrir. Það hefði
þurft að segja mér þetta tvisvar og
þrisvar að hvalveiðar myndu hefjast
aftur undir forystu Vinstri grænna,“
segir Þorgerður Katrín.
Konur eru mun líklegri til að
styðja bann við hvalveiðum en karl-
ar. 45 prósent kvenna eru hlynnt
banni við hvalveiðum en 22 prósent
andvíg. Um þriðjungur kvenna er
hins vegar hvorki hlynntur né and-
vígur banninu. Helmingur karla er
andvígur banni við hvalveiðum,
tæpur þriðjungur er fylgjandi banni
og tæpur fimmtungur er hvorki
hlynntur né andvígur.
Þá er stuðningur við hvalveiði-
bann talsvert meiri á höfuðborgar-
svæðinu en á landsbyggðinni.
Könnun Zenter rannsókna var
netkönnun framkvæmd 10. til
13. maí síðastliðinn. Alls voru tvö
þúsund manns í úrtakinu og var
svarhlutfall 50 prósent. Af þeim
sem svöruðu tóku tæp 96 prósent
afstöðu til spurningarinnar. – sar
Unga fólkið
vill banna
hvalveiðar
Íslendingar eru klofnir í afstöðu sinni til þess hvort
banna eigi hvalveiðar. Yfirgnæfandi meirihluti
ungs fólks er hlynntur banni. Formaður Viðreisnar
vonar að veiðarnar skaði ekki orðspor Íslands.
FERÐAÞJÓNUSTA Ferðaþjónustan
finnur fyrir áhrifunum af falli WOW
air. Framkvæmdastjóri Kynnisferða
segir samdráttinn í apríl nema 34
prósentum milli ára. Apríl hafi ekki
verið jafn þungur fyrir rútufyrir-
tæki í um átta ár. Framkvæmda-
stjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar
segir að ferðaþjónustan sé orðin
kaupendamarkaður. Stjórnendur
fyrirtækja í greininni séu tilbúnir
að ræða samvinnu og samruna.
Þá var aðsókn í ísgöngin Into the
Glacier í Langjökli um sextíu pró-
sentum minni á fyrsta fjórðungi
ársins en áætlanir Into the Glacier
höfðu gert ráð fyrir samkvæmt
heimildum Markaðarins. Óvíst er
hvort kaup Arctic Adventures á Into
the Glacier muni ganga eftir.
– þfh / sjá Markaðinn
Róðurinn þyngri
í ferðaþjónustu
n Hlynnt/ur
38,2%
n Andvíg/ur
36,3%
n Hvorki né
25,5%
✿ Könnun
Hversu hlynnt/ur eða andvíg/ur
ert þú því að hvalveiðar verði
bannaðar við Ísland?
Halldór
Fjöllistahópurinn Hatari, hinir andkapítalísku fulltrúar Íslands í Eurovision, buðu upp á mikla f lugeldasýn-
ingu á sviðinu í Tel Avív í gær. Þeir komust áfram á lokakvöldið og er það í fyrsta skipti í fjögur ár sem Ísland
tekur þátt í úrslitum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Allt samkvæmt áætlun. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
1
5
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
F
F
-2
B
C
0
2
2
F
F
-2
A
8
4
2
2
F
F
-2
9
4
8
2
2
F
F
-2
8
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K