Fréttablaðið - 15.05.2019, Side 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Það eru takmark-
aðir fjármunir í
boði og ekki skilniongu á
því að þetta þurfi uppfærslu
Ólafur Reykdal,
sérfræðingur hjá
Matís
HEILSA Mælingar á innihaldsefnum
íslenskra matvæla hafa ekki verið
framkvæmdar í áratug. Í nágranna-
löndum okkar eru slíkar mælingar
framkvæmdar á hverju ári. „Í grann-
löndum okkar er verið að uppfæra
þessa gagnagrunna alltaf eitthvað á
hverju ári. Teknar eru fyrir ákveðn-
ar fæðutegundir árlega og til þess
eru veittar ákveðnar fjárveitingar,“
segir Ólafur Reykdal, sérfræðingur
hjá Matís.
Ólafur segir nauðsynlegt að
mæla innihaldsefni matvæla svo að
almenningur fái réttar upplýsingar
um það hvað er í matnum sem hann
borðar. Slíkar upplýsingar séu mikil-
vægar öllum en sér í lagi þeim sem
hafa sérþarfir í mataræði. „Það eru
ýmsar sérþarfir sem fólk hefur út af
sjúkdómum til dæmis og þá þarf að
vera hægt að átta sig á hvað mismun-
andi matvæli innihalda af efnum
sem þarf annaðhvort að takmarka
eða fólk þarf nauðsynlega á að halda
í vissu magni,“ segir Ólafur og bætir
við að upplýsingarnar séu einnig
mikilvægar þegar framkvæmdar
séu ýmsar kannanir á matarvenjum
Íslendinga.
Gagnagrunnur um innihaldsefni
íslenskra matvæla, ÍSGEM, er til en
hann hefur ekki verið uppfærður
síðan árið 2009. Ólafur segir mikil-
vægt að uppfæra gagnagrunninn
þar sem innihaldsefni matvæla geti
breyst af ýmsum ástæðum. „Inni-
hald í unnum matvörum getur
breyst við það að uppskrift sé breytt,
það geta verið umhverfisáhrif og
fóðuráhrif svo eitthvað sé nefnt. Ef
fóðrun er breytt þá geta innihalds-
efni matvæla breyst. Joð og fitusýrur
eru góð dæmi um þetta.“
Aðspurður um hvað hamli því
að gagnagrunnurinn sé uppfærður
segir Ólafur ástæðuna vera skort á
fjármagni. „Það hefur verið sótt um
fjármagn í þetta á hverju ári en það
eru bara takmarkaðir fjármunir
í boði og ekki skilningur á því að
þetta þurfi uppfærslu.“ – bdj
Almenningur fær ekki réttar upplýsingar um innihald matvæla
Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá
árinu 1972. Fyrirmynd hans er Jarlsberg, frægasti
ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með örlítinn
möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna. Frábær á
morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða bara einn
og sér.
www.odalsostar.is
ÓÐALSOSTUR
TIGNARLEGUR
DÓMSMÁL Þjóðkirkjan neitar að
upplýsa um fjárhæð dómsáttar sem
náðist við Pál Ágúst Ólafsson, fyrr-
verandi sóknarprest á Staðastað.
Framkvæmdastjóri kirkjuráðs segir
lögmenn kirkjunnar telja sáttina
undanþegna upplýsingalögum.
Á fundi kirkjuráðs í síðasta mán-
uði var lagt fram bréf frá Mörkinni
lögmannsstofu til embættis biskups
Íslands varðandi sáttaumleitanir við
Pál Ágúst. Kirkjuráð samþykkti að
ganga að gagnborðinu, eins og það
er orðað í fundargerð, og gera þann-
ig dómsátt í málinu. Frá því hafði
verið greint í ársbyrjun að Páll Ágúst
krefði kirkjuna um alls 28 milljónir
króna, meðal annars vegna leigu-
greiðslna, hlunnindatekna vegna
dúntöku og veiðiréttar sem hann
hafi orðið af, sjúkrakostnað fjöl-
skyldunnar og skemmda á innbúi
sem tengjast myglu í prestsbústaðn-
um á Staðastað.
Fréttablaðið óskaði eftir afriti af
bréfinu sem og dómsáttinni en því
hafnaði kirkjuráð. Oddur Einarsson,
framkvæmdastjóri kirkjuráðs, vill af
þeim sökum ekki upplýsa hversu há
sáttagreiðslan er.
Páll Ágúst, sem lagt hefur kirkj-
una í þeim málaferlum sem hann
hefur sótt undanfarin misseri,
kveðst sömuleiðis ekki geta tjáð sig
um sáttina. „Það er mín trú að allir
aðilar málsins séu reynslunni ríkari
og muni læra af. Við horfum bara
björtum augum til framtíðar.“ – smj
Leynd ríkir yfir
sáttagreiðslu
þjóðkirkjunnar
DÓMSMÁL „Ég hef hitt Erlu og ég hef
óskað eftir því við dómsmálaráðu-
neytið að það skoði hennar mál sér-
staklega,“ segir Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra. Störf sáttanefndar
um Guðmundar- og Geirfinnsmál
voru rædd í ríkisstjórn í gær.
Erla Bolladóttir er sú eina hinna
dómfelldu sem ekki fékk mál sitt
endurupptekið síðastliðið haust.
Hún var sakfelld fyrir rangar sakar-
giftir með því að hafa sammælst um
það með Kristjáni Viðari Júlíussyni
og Sævari Marínó Ciesielski að ef
spjótin færu að beinast að þeim
vegna hvarfs Geirfinns myndu
þau bera sakir á svokallaða Klúbb-
menn. Dómur þeirra þriggja fyrir
rangar sakargiftir stendur enn þótt
sýknað hafi verið af aðild að hvarfi
Geirfinns.
Erla átti ellefu vikna dóttur þegar
hún var handtekin í desember 1975.
Hún sat í gæsluvarðhaldi í 239 daga
vegna málsins, henni voru gefnar
sannleikssprautur til að hjálpa
henni við að rifja upp atburði og
gerð var tilraun til að dáleiða hana.
Gæsluvarðhaldsvistin og langar
yfirheyrslur fóru illa með Erlu og
útilokuðu að mark væri takandi
á framburði hennar, að mati Gísla
Guðjónssonar réttarsálfræðings,
eins og fjallað er um í skýrslu starfs-
hóps dómsmálaráðherra um málið.
Erla játaði á sig ýmis af brot
meðan á gæsluvarðhaldinu stóð,
meðal annars að hafa skotið Geir-
finn með riff li. Þá nefndi hún fjöl-
marga mögulega vitorðsmenn,
þeirra á meðal þáverandi dóms-
málaráðherra Ólaf Jóhannesson.
„Ég lýsti því á fundi mínum með
forsætisráðherra eftir að sýknu-
dómur féll í Hæstarétti að ég vildi að
yfirvöld lýstu því yfir með afgerandi
hætti að við sem sakfelld vorum á
sínum tíma ættum enga sök á því
sem gerðist. Ekkert okkar,“ segir Erla.
Hún segist ekki hafa heyrt um að
málið sé til skoðunar í dómsmála-
ráðuneytinu en veltir því fyrir sér.
„Vill fólk ljúka þessu máli með
því að innsigla að tvítug stúlka
með nýfætt barn hafi borið ábyrgð á
þeim darraðardansi sem upphófst í
dómsmálakerfinu í desember 1975?
Að hún beri ekki aðeins þá sök að
aðrir menn voru sviptir frelsi heldur
einnig þær sakir sem lögreglu- og
dómsvald landsins varð uppvíst að
í þessu máli,“ segir Erla og bætir við:
„Því staðan er sú að eina mann-
eskjan í heiminum sem er sek fund-
in um Guðmundar- og Geirfinns-
mál í dag er ég. Aðrir sem sakfelldir
voru hafa verið sýknaðir og þeir sem
sviptu okkur frelsi, pyntuðu árum
saman og sakfelldu okkur á end-
anum hafa aldrei verið spurðir út í
hegðun sína í þessu máli, með einni
undantekningu sem þó opinberaði
óheiðarleika þeirra,“ segir Erla.
„Mér svíður sú framkoma gagn-
vart íslensku samfélagi ef stjórnvöld
vilja skilja svona við málið. Ef ein-
hverjir eiga að sitja á sakamanna-
bekk vegna þessa máls, þá eru það
aðrir en við.“ adalheidur@frettabladid.is
Dómsmálaráðuneyti með mál
Erlu Bolladóttur til skoðunar
Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að mál Erlu Bolladóttur verði tekið til
sérstakrar skoðunar. Erla var sú eina af dómfelldum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem fékk mál sitt
ekki endurupptekið. Það eru ekki góð örlög málsins að hún sitji ein á sakamannabekk að mati Erlu.
Erla á leið úr dómsal eftir sýknudóma í Hæstarétti síðastliðið haust. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Ef einhverjir eiga að
sitja á sakamanna-
bekk vegna þessa máls, þá
eru það aðrir en við.
Erla Bolladóttir
1 5 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
5
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
F
-4
4
7
0
2
2
F
F
-4
3
3
4
2
2
F
F
-4
1
F
8
2
2
F
F
-4
0
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K