Fréttablaðið - 15.05.2019, Page 14

Fréttablaðið - 15.05.2019, Page 14
18 milljarðar króna var eigið fé Stoða í ársbyrjun 2019. GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg, Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Breski vogunarsjóðurinn Att­estor Capital seldi fyrr í mán­uðinum tæplega eins og hálfs prósents hlut í Arion banka að virði ríflega tveggja milljarða króna. Eftir söluna fer sjóðurinn með um 5,6 pró­ senta hlut í bankanum, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hans. Bréfin keyptu breiður hópur fjár­ festa en sem dæmi jók Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hlut sinn í bankanum úr 1,2 prósentum í ríf­ lega 1,7 prósent. Vogunarsjóðurinn, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Arion banka í mars árið 2017, hefur markvisst unnið að því að minnka hlut sinn í bankanum undanfarin misserin en sjóðurinn hefur selt hátt í sjö pró­ sent af hlutafé bankans á síðustu tólf mánuðum. Þar af seldi hann þriggja prósenta hlut í hlutafjár útboði bankans í júní í fyrra. Samkvæmt heimildum Markaðar­ ins varð breyting á fjárfestingarstefnu vogunarsjóðsins eftir að sjóðsstjórinn Pierre Bour, sem var meðeigandi Att­ estor Capital, lét af störfum á síðasta ári. Var þá ákveðið að draga úr vægi Arion banka í eignasafni sjóðsins. Attestor Capital er enn sem áður fjórði stærsti hluthafi Arion banka en 5,6 prósenta hlutur sjóðsins er metinn á um 8,2 milljarða króna miðað við núverandi gengi hluta­ bréfa í bankanum. Kaupþing, sem seldi nýverið fimmtán prósenta hlut í bank­ anum, er áfram stærsti hluthafinn með tuttugu prósenta hlut og þá er bandaríski vogunarsjóðurinn Tac­ onic Capital sá næststærsti með ríf­ lega sextán prósenta hlut. Hlutabréfaverð í Arion banka stóð í 79,4 krónum á hlut við lokun mark­ aða í gær og hefur hækkað um 12,6 prósent það sem af er ári. – kij Seldi í Arion banka fyrir tvo milljarða 8,2 milljarðar króna er mark- aðsvirði 5,6 prósenta hlutar Attestor Capital í Arion banka. Fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sig­urðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann, og Trygginga­ miðstöðvarinnar (TM), hyggst auka hlutafé sitt um allt að fjóra milljarða króna til að styrkja enn frekar fjár­ festingargetu félagsins. Stoðir, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, hefur á síðustu vikum fjár­ fest í Arion banka og Símanum fyrir samanlagt um níu milljarða króna. Hlutaf járaukningin fer fram með forgangsréttarútboði til hlut­ hafa félagsins og lýkur skráningu á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ólíklegt þykir að samtals fjórir milljarðar eigi eftir að safnast í útboðinu held­ ur er talið, að sögn kunnugra, að niðurstaðan verði sú að hluthafar muni leggja félaginu til nærri þrjá milljarða króna í nýtt hlutafé. Eigið fé Stoða var um 18 milljarðar króna í ársbyrjun 2019. Stærstu hluthafar Stoða, sem lauk sölu á tæplega níu prósenta hlut sínum í evrópska drykkjarvöru­ framleiðandanum Refresco Garber fyrir 144 milljónir evra, jafnvirði um 19 milljarða króna, fyrir um ári eru eignarhaldsfélagið S121 með 62 prósenta hlut, Arion banki, sem á rúmlega 18 prósent, og þá fer Lands­ bankinn með 15 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Markað­ arins eiga sér nú stað þreifingar við hóp fjárfesta, meðal annars sjóða­ stýringarfyrirtækið Stefni, sem hafa lýst áhuga á að kaupa hlut Arion banka í Stoðum. Miðað við eigið fé fjárfestingafélagsins má gróf­ lega áætla að sá hlutur sé metinn á um þrjá milljarða króna. Hlutur Arion banka í Stoðum er á meðal eigna í félögum í óskyldum rekstri sem er auglýstur til sölu á vefsíðu bankans. Samkvæmt heimildum Markaðarins er bankinn hins vegar ekki sagður vera undir tímapressu af hálfu Fjármálaeftirlitsins um að selja hlutinn, eins og sakir standa. Í by r jun apríl urðu Stoðir umsvifamesti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka. Félag­ ið margfaldaði þá eignarhlut sinn í bankanum þegar það keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti einstaki hluthafi Arion banka, seldi þá til innlendra og erlendra fjárfesta. Eftir kaupin eru Stoðir fimmti stærsti hluthafi bankans með 4,65 prósenta hlut sem er metinn á um 6,7 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa Arion. Þá hóf félagið að fjárfesta í Sím­ anum í liðnum mánuði og í lok síðustu viku kom fram í f löggun til Kauphallarinnar um að Stoðir væru komnar með rúmlega átta prósenta hlut í fjarskiptafélaginu. Markaðsvirði þess eignarhlutur, sem er meðal annars fjármagnaður í gegnum framvirka samninga hjá Kviku banka, er rúmlega 3,3 millj­ arðar króna. Stoðir eru eftir þau kaup langsamlega stærstu einka­ fjárfestarnir í hluthafahópi Símans. Sá hópur fjárfesta sem er með tögl og hagldir í Stoðum í gegnum S121 samanstendur meðal annars af félögum tengdum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnar­ manni í TM, Magnúsi Ármann, fjár­ festi og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, Örvari Kjærnested, fjár­ festi og stjórnarmanni í TM, og Þor­ steini M. Jónssyni, áður aðaleiganda Vífilfells og fyrrverandi stjórnar­ manni í Glitni og FL Group. Fjárfestahópurinn, ásamt trygg­ ingafélaginu TM, eignaðist meiri­ hluta í Stoðum þegar hópurinn keypti í ársbyrjun 2017 rúmlega fimmtíu prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og erlendum fjár­ málastofnunum. hordur@frettabladid.is Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða  Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hlut- hafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjár- festa, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum.   Jón Sigurðsson, stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Stoða. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Um næstkomandi mánaða­mót kemur út bók um g ja ldþrot f lug félagsins WOW air. Höfundur bókarinnar er Stefán Einar Stefánsson, frétta­ stjóri viðskipta á Morgunblaðinu, en í henni er farið yfir aðdragand­ ann að stofnun f lugfélagsins, upp­ gang þess og fall. Nýjar upplýs­ ingar er að finna í bókinni, sem er gefin út af Forlaginu, er varða fall félagsins og eru þær sagðar varpa áður óþekktu ljósi á þær ítrekuðu tilraunir sem gerðar voru til að forða því frá gjaldþroti. Vinna v ið bók ina hófst fyrst þegar ljóst varð að félagið heyrði sögunni til í lok mars­ mánaðar og byggir hún á opinberum heimildum en einn­ ig áðu r óbir t u m skjölum. Þá hefur b ó k a r h ö f u n d a r rætt við tugi ein­ staklinga sem tengst hafa WOW air með einum eða öðrum hætti í þau rúmlega sjö ár sem f lugfélagið starfaði. Vinnutitill bókarinnar, sem er ríf lega 300 síður að lengd, er Með himinskautum, ris og fall f lug­ félagsins WOW air, en ekki liggur fyrir hver verður endanlegur titill bókarinnar. Höfundur leitaði eftir samstarfi við Skúla Mogensen, stof na nda og forstjóra f lug­ félagsins, um ritun bókar­ innar en hann gaf ekki kost á því. – hae Gefur út bók um gjaldþrot WOW air   Nýlega var gengið frá stofnun nýs fjárfestingafélags, sem er með vel á annan milljarð króna í hlutafé og heitir Incrementum, en hluthafa­ hópurinn samanstendur af fjár­ sterkum einkafjárfestum og Kviku banka, samkvæmt heimildum Markaðarins. Félagið mun fjárfesta í skráðum félögum í Kauphöllinni en fjárfest­ ingastarfsemi Incrementum hófst fyrir fáum vikum. Fjárfestinga­ félagið á í samstarfi við Kviku en eignarhlutur bankans í Increment­ um nemur tæplega tíu prósentum. Stofnendur félagsins, sem jafn­ framt stýra starfseminni, eru þeir Ívar Guðjónsson, Baldvin Valtýsson og Smári Rúnar Þorvaldsson, sem eru meðal annars eigendur að ráð­ gjafarfyrirtækinu Akrar Consult. Störfuðu þeir allir saman á sínum tíma hjá Landsbankanum á árunum fyrir fall fjármálakerfisins. – hae Nýtt fjárfestingafélag með yfir milljarð í hlutafé  Félagið mun fjárfesta í skráðum íslenskum félögum í Kauphöllinni. Skúli Mogensen. Stefán Einar Stefánsson. 1 5 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN 1 5 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F F -4 E 5 0 2 2 F F -4 D 1 4 2 2 F F -4 B D 8 2 2 F F -4 A 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.