Fréttablaðið - 15.05.2019, Side 16
NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 564 2488 OG
skarpur@simnet.is
Veslun ásamt skerpingarverkstæði, sem þjónustað
hefur byggingariðnaðinn í 36 ár, er nú til sölu
Reksturinn er tvískiptur, Innflutningur, sala á sagarblöðum,
fræsitönnum og öðrum verkfærum fyrir tré- og málmiðnaðinn
annars vegar og hins vegar skerping á sagarblöðum og ýmsum
bitverkfærum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Fyrirtækið hefur ávallt verið leiðandi á sínu sviði og hefur
yfir að ráða fullkomnum tölvustýrðum skerpingarvélum
fyrir flestar gerðir sagarblaða og verkfæra.
Velta fyrirtækisins var um 40 miljónir á síðasta ári og
felast talsverðir stækkunarmöguleikar í auknum innflutningi.
Allur núverandi rekstur er til sölu ásamt vélum, vörubirgðum
og viðskiptasamböndum. Í dag starfa tveir starfsmenn
hjá fyrirtækinu.
VEGNA SÉRSTAKRA
AÐSTÆÐNA ER NÚ
TIL SÖLU
VERSLUNAR- OG
ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI
Forsætisráðuneytið og f jár-mála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að
lengja skipunartíma seðlabanka-
stjóra og varaseðlabankastjóra úr
fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og
Seðlabankinn hefur lagt til. Ráðu-
neytin benda á að skipunartíminn
hafi verið styttur með lagabreyt-
ingu árið 2009 með það að mark-
miði að samræma skipunartíma
embættismanna innan Seðlabank-
ans annars vegar og skipunartíma
annarra embættismanna ríkisins
hins vegar.
Í umsögn Seðlabankans við frum-
varp um sameiningu bankans og
Fjármálaeftirlitsins, sem nú liggur
fyrir Alþingi, er bent á að í ljósi
f jölgunar varaseðlabankastjóra
– en frumvarpið gerir ráð fyrir að
ráðherra skipi seðlabankastjóra og
þrjá varaseðlabankastjóra til fimm
ára í senn – geti takmarkaður skip-
unartími leitt til þess að erfitt verði
að skipa í stöðurnar, enda sé þörf á
ákveðinni hæfni til að gegna emb-
ættunum.
„Tíðni breytinga á því hverjir sitji
í stólum seðlabankastjóra og vara-
seðlabankastjóra eykst eftir því sem
skipunartíminn er styttri og hópur
hæfra einstaklinga til að skipa þær
þarf að vera stærri,“ segir Seðla-
bankinn.
Í þessu sambandi verði jafnframt
að hafa í huga að skipunartími
seðlabankastjóra sé almennt lengri
í þeim ríkjum sem við berum okkur
gjarnan saman við.
Í nýlegu minnisblaði sem for-
sætisráðuneytið og fjármála- og
efnahagsráðuneytið tóku saman
er þessu sjónarmiði Seðlabankans
hins vegar hafnað, eins og áður
sagði. – kij
Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að
lengja skipunartíma seðlabankastjóra
Hluthafar LBI, eignarhalds-félags sem heldur utan um eignir gamla Landsbank-
ans, munu á föstudag kjósa um
hvort félagið eigi að höfða mál á
hendur fyrrverandi bankastjórum
gamla Landsbankans og vátryggj-
endum til heimtu skaðabóta vegna
milljarða lánveitingar bankans
til Straums-Burðaráss fáeinum
dögum fyrir hrun bankakerfisins
haustið 2008.
Stjórn LBI hefur boðað til hlut-
hafafundar næsta föstudag þar sem
hluthafar eignarhaldsfélagsins,
sem eru að mestu erlendir fjárfest-
ingasjóðir, munu greiða atkvæði
um málshöfðunina en hún beinist
að fyrrverandi bankastjórunum
Sigurjóni Þ. Árnasyni og Halldóri
J. Kristjánssyni ásamt erlendum
vátryggjendum sem selt höfðu
gamla Landsbankanum ábyrgðar-
tryggingu.
Hér að s dómu r Reyk jav í k u r
vísaði í lok síðasta árs frá dómi
tveimur málum sem LBI hafði
höfðað gegn fyrrverandi stjórn-
endum og vátryggjendum gamla
Landsbankans en annað málið
varðaði einmitt umrædda 19 millj-
arða króna lánveitingu bankans til
Straums-Burðaráss.
Í því máli krafðist eignarhalds-
félagið þess að Sigurjón og Hall-
dór yrðu dæmdir til að greiða sér
sameiginlega ríf lega 5,3 milljarða
króna, QBE International Insur-
ance jafnvirði 2,8 milljarða króna
og QBE Corporate 775 milljónir
króna. Var það niðurstaða dóms-
ins að verulega hefði skort á að LBI
hefði gert fullnægjandi grein fyrir
endanlegu tjóni sínu vegna ráð-
stafana Halldórs og Sigurjóns. – kij
Hluthafar LBI kjósa um málshöfðun
gegn fyrrverandi bankastjórum
LBI heldur utan um eignir gamla
Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Sigurjón Þ.
Árnason, fyrr-
verandi banka-
stjóri gamla
Landsbankans
Már
Guðmundsson,
seðlabankastjóri
Mikill samdráttur í aðsókn ferða-manna í ísgöng-in Into the Gla-cier í Langjökli u n d a n f a r n a
mánuði, mun meiri en gert hafði
verið ráð fyrir, hefur sett strik í
reikninginn í viðræðum eigenda
Arctic Adventures og Into the Gla-
cier um kaup fyrrnefnda félagsins
á því síðarnefnda og er óvíst hvort
kaupin muni ganga eftir.
Samkvæmt heimildum Markað-
arins var aðsókn í ísgöngin, sem eru
stærstu manngerðu ísgöng í heimi,
um sextíu prósent minni á fyrsta
fjórðungi ársins en áætlanir Into the
Glacier höfðu gert ráð fyrir. Eigend-
ur Arctic Adventures, stærsta ferða-
þjónustufyrirtækis landsins á sviði
afþreyingar, eru sagðir vilja bíða og
sjá hvernig sumarmánuðirnir muni
ganga en ekki er loku fyrir það
skotið að hætt verði við samrunann.
Sa m keppn isef t i rl it ið lagði
blessun sína yfir kaupin í síðasta
mánuði en þau eru hins vegar ekki
frágengin og eru viðræðurnar um
þau á viðkvæmu stigi, eftir því sem
Markaðurinn kemst næst. Ljóst er
að verðið sem upphaflega var samið
um þegar samkomulag náðist um
samrunann í janúar síðastliðnum
var byggt á áætlunum sem munu
nú ekki ganga eftir.
Sigurður Skarphéðinsson, fram-
kvæmdastjóri Into the Glacier,
segir árið hafa reynst félaginu erfitt
hingað til. Veðrið hafi sett stórt strik
í reikninginn á fyrstu mánuðum árs-
ins og þá hafi breytt landslag í ferða-
þjónustunni, í kjölfar meðal annars
falls WOW air, sitt að segja. Erfitt sé
hins vegar að segja til um áhrif sam-
dráttarins á fyrirhugaðan samruna
við Arctic Adventures.
„Við erum í samningaferli sem
tekur tíma en við erum að vonast til
þess að þetta klárist síðla sumars,“
segir Sigurður í samtali við Markað-
inn.
Fjögur félög til viðbótar
Samkomulagið sem forsvarsmenn
Arctic Adventures og Into the Gla-
cier gerðu með sér í janúar fól í sér
að fyrrnefnda félagið keypti allt
hlutafé í því síðarnefnda af fram-
takssjóðnum Icelandic Tourism
Fund, sem er í rekstri Landsbréfa og
fer með 94 prósenta hlut í rekstrar-
félagi ísganganna, og Sigurði sem
heldur á tæplega sex prósenta hlut
í félaginu.
Til viðbótar stóð til að Arctic
Adventures keypti eignarhluti
framtakssjóðsins í fjórum afþrey-
ingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu,
Óbyggðasetrinu í Fljótsdal, Raufar-
hólshelli, Borea Adventures á Ísa-
firði og leiksýningunni Icelandic
Sagas – The greatest hits, sem sýnd
er í Hörpu.
Framtakssjóðurinn er í eigu Ice-
landair Group, Landsbankans og sjö
lífeyrissjóða.
Ýktar sveiflur
Alls heimsóttu 63 þúsund manns
ísgöngin í fyrra en talsvert hefur
dregið úr aðsókn í ár, eins og áður
sagði. Sigurður segir að sveiflurnar í
aðsókninni hafi verið nokkuð ýktar.
„Janúar og febrúar voru slæmir hjá
okkur annað árið í röð, mars var
aðeins undir væntingum og síðan
var höggið mikið í apríl. Hins vegar
líta maí, júní, júlí og ágúst mjög vel
út. Staðan fyrir júní er til dæmis
sterkari en í fyrra. Þetta eru ekki
bara slæm tíðindi. Sveiflurnar eru
bara ýktari,“ útskýrir Sigurður.
Þrátt fyrir tugprósenta fækkun
ferðamanna í kjölfar falls WOW air
og kyrrsetningar 737 MAX 8 véla
Icelandair segir Sigurður forsvars-
menn Into the Glacier bratta fyrir
sumarið. „Það þýðir ekkert annað.
Sem dæmi er aukning í komum
skemmtiferðaskipa til Íslands á milli
ára. Það er ekki allt neikvætt.“
Sam an lögð velta Arctic Advent-
ur es og Into the Glacier var tæp lega
sjö millj arðar króna í fyrra en hjá
félögunum tveimur starfa saman-
lagt um 300 manns. Ísgöngin voru
metin á um 1.565 milljónir króna
í bókum Icelandic Tourism Fund í
lok árs 2017 en bókfært virði þeirra
jókst um ríflega 55 prósent á árinu.
hordur@frettabladid.is,
kristinningi@frettabladid.is
Óvíst með risasamruna í ferðaþjónustu
63 þúsund manns heimsóttu ísgöngin í Langjökli í fyrra en talsvert hefur dregið úr aðsókn í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ekki er víst að kaup
Arctic Adventures á
rekstrarfélagi ísgang-
anna í Langjökli verði
að veruleika. Sextíu
prósenta samdráttur á
fyrstu mánuðum ársins
setur strik í reikning-
inn. Framkvæmdastjóri
Into the Glacier segist
bjartsýnn fyrir sumarið.
Sigurður Skarp-
héðinsson,
framkvæmda-
stjóri Into the
Glacier
1 5 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN
1
5
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
F
-6
2
1
0
2
2
F
F
-6
0
D
4
2
2
F
F
-5
F
9
8
2
2
F
F
-5
E
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K