Fréttablaðið - 15.05.2019, Side 20

Fréttablaðið - 15.05.2019, Side 20
Eurovision-keppnin í ár fer fram í Expo-höllinni í Tel Avív sem hér í Ísrael er kölluð Ganei HaTaarucha. Hún rúmar um 7.300 manns. Höllin er í norður- hluta borgarinnar og er íslenski hópurinn um 25 mínútur að keyra þangað frá hótelinu. Leiðin er ákaf- lega falleg, liggur meðfram strand- lengjunni og í gegnum Yarkon Park. Það tekur aðeins um 35 mínútur að hjóla þangað, en hjólreiðar eru mjög vinsælar hér í Tel Avív. Borgin hefur gert 70 kílómetra af hjólastígum og þeim fjölgar stöðugt. Þá er hægt að leigja sér rafmagnshlaupahjól sem er nánast vinsælla en fjölmargir þeysa um göturnar á þessum hjólum. 2,5 milljónir gesta koma í höllina á hverju ári. 8 risasalir eru í höllinni. 25 þúsund fermetrar er höllin að stærð. Keppnishöllin er hönnuð af Aryeh Elhanani og var hún vígð árið 2015. Árið 2010 var gamla höllin, sem var byggð árið 1959, rifin og hafist handa við að reisa nýja. Hér hafa engar smástjörnur stigið á svið: Iggy Pop, Nine Inch Nails, Thirty Seconds to Mars, Lady Gaga, Pitbull, David Guetta, Avicii, Megadeth, Moby, Suede og síðust en ekki síst Roxette. Í lok apríl var Evrópumótið í júdó haldið í höllinni og nánast um leið og Eurovision-hurðinni verður skellt aftur hefst ráðstefnan Security Israel sem er, miðað við kynningarmyndir hér í höllinni, engin grínhátíð. Þar eru byssur og tölvur og fingraför í forgrunni og fátt um grín. Sviðið er hannað af Florian Wieder en hann kom einnig nálægt sviðshönnun söngvakeppninnar árin 2011, 2012, 2015, 2017 og 2018. Þetta er einhvers konar demantur með áhorfendasvæði fyrir framan. Í höllinni eru átta salir og 20 ráð- stefnusalir. Blaðamannaherbergið er gríðarlega stórt og þar er fínasta stemning og stuð. Veðrið í Tel Avív hefur verið með besta móti. Um 25 gráður mæla snjallsímarnir en það er eins og hitinn sé um 50 gráður þegar sólin hellir geislum sínum yfir okkur. Loftkælingin í höllinni er keyrð á fullu og kvarta blaðamenn sáran yfir kulda – sem er hálf öfugsnúið. Vinnuaðstaða fyrir fjölmiðla- menn er til fyrirmyndar. Hér er góð nettenging og margir metrar af framlengingarsnúrum sem er mikilvægt. Hér er hægt að fá vatn ókeypis en fyrir bjór og mat þarf að borga sem flestir gera með glöðu geði enda er maturinn hérna í Tel Avív algjörlega til fyrirmyndar. Ingólfur Grétarsson, sérlegur út- sendari Frétta- blaðsins, tyllir sér á trébekk í höllinni með einn ískaldan ísraelskan bjór sem slekkur allan þorsta í hitanum í Tel Avív. FRÉTTA- BLAÐIÐ/BENEDIKT Þjónustuborðið þar sem sjálfboðaliðar eru hjálpsamir við gesti og gangandi. Ingólfur mætir til vinnu. Á skjánum sést Hatari á sviðinu í keppnishöllinni. Tel Avív hefur tekið gestum opnum örmum og er borgin í sannkölluðu sól- skinsskapi. Heimamenn rétta vitlausum blaðamönnum hjálparhönd. SKRIFA FRÁ TEL AVIV EUROVISION Benedikt Bóas benediktboas@frettabladid.is Ingólfur Grétarsson ingolfurg@frettabladid.is SJÁVARBARINN FAGNAR 12 ÁRA AFMÆLI Í tilefni afmælisins er nú tilboð á hádegishlaðborðinu og býðst það á sama verði og við opnunina fyrir tólf árum. Innifalið er: Sjávarréttasúpa dagsins, heitir og kaldir fiskréttir, kjötréttur, salat- bar, smáréttir, kaffi og kökur. Sjávarbarinn | Grandagarði 9 | sjavarbarinn.is AÐEIN S 1690 .- 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . M A Í 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R 1 5 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F F -4 9 6 0 2 2 F F -4 8 2 4 2 2 F F -4 6 E 8 2 2 F F -4 5 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.