Fréttablaðið - 15.05.2019, Síða 26

Fréttablaðið - 15.05.2019, Síða 26
Skotsilfur Slæm byrjun hjá Uber Hlutabréf í leigubílaþjónustunni Uber lækkuðu um tæplega átta prósent í verði á fyrsta degi viðskipta með bréfin í kauphöllinni í New York síðasta föstudag. Hlutafjárútboðið, sem var það stærsta í Bandaríkjunum síðan Alibaba var f leytt á markað árið 2014, olli miklum vonbrigðum en forstjórinn Dara Khosrowshahi kenndi óróleika vegna viðskiptadeilna Bandaríkjanna og Kína um gengislækkunina. NORDICPHOTOS/GETTY Eftir fádæma ládeyðu á hluta-bréfamarkaðinum síðustu ár – sem birtist meðal annars í minnkandi veltu, lækkandi hluta- bréfaverði og almennu áhugaleysi fjárfesta – er markaðurinn aftur kominn á skrið svo eftir er tekið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur rokið upp um meira en þrjá- tíu prósent það sem af er ári og hefur aldrei verið hærri, veltan hefur aukist og það sem meira er um vert er að einkafjárfestar eru loks farnir að láta til sín taka í skráðum félögum. Nokkrar stærstu fréttir síðustu mánaða eru af stórfjárfestingum einkafjárfesta í Kauphallarfélögum og má í því sambandi meðal ann- ars nefna fjárfestingar Stoða í Arion banka og Símanum, 365 miðla í Skeljungi og PAR Capital Manage- ment í Icelandair Group. Skemmst er svo að minnast kaupa Útgerðar- félags Reykjavíkur á ríf lega þriðj- ungshlut í HB Granda og Samherja á fjórðungshlut í Eimskip í fyrra en þær fjárfestingar eru líkast til þær stærstu af hálfu einkafjárfesta í skráðum félögum frá því að hluta- bréfamarkaðurinn var endurreist- ur í kjölfar hrunsins haustið 2008. Skjótt skipast veður í lofti. Í mörg ár hefur verið kallað eftir því að aðrir fjárfestar en lífeyrissjóðir, sem hafa verið alltumlykjandi á hlutabréfamarkaðinum, geri sig þar meira gildandi. Í f lestum félögum hefur skort forystu í hluthafahópn- um – virka eigendur með skýra sýn á framtíðina. Eigendur sem veita stjórnendum aðhald og eiga sjálfir undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna. Þessi skortur á einka- fjárfestum hefur meðal annars sýnt sig í samsetningu stjórna skráðra félaga þar sem aðeins lágt hlutfall – innan við fjórðungur – stjórnar- manna á yfir eins prósents hlut í því félagi sem þeir sitja í stjórn hjá. Því verður ekki neitað að lífeyr- issjóðirnir léku lykilhlutverk við endurreisn hlutabréfamarkaðarins og gegna þar enn mikilvægu hlut- verki sem eigendur að um fjöru- tíu prósentum af öllum skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni. Hins vegar fer það vart á milli mála að sjóðirnir eru ekki vel til þess fallnir að leiða rekstur þeirra félaga sem þeir fjárfesta í, sérstaklega ekki við núverandi aðstæður, þegar kólnun í hagkerfinu kallar á erfiðar en nauð- synlegar breytingar til endurskipu- lagningar og hagræðingar hjá fyrir- tækjum landsins. Öf lugur hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé á milli einkafjárfesta og stofnanafjárfesta þannig að hvorugur hópurinn gnæfi yfir hinn. Lengi hefur skort á að hinir fyrrnefndu láti að sér kveða og því gefa fregnir síðustu vikna og mánaða góð fyrirheit. Vonandi verður framhald þar á. Ekki veitir af. Einkafjárfestar gera sig gildandi Kristinn Ingi Jónsson SKOÐUN Tekur við Nathan & Olsen Ari Fenger, einn eigenda Nathan & Olsen, er hættur sem framkvæmda- stjóri heild- verslunarinnar og tekur Lísa Björk Óskars- dóttir, áður framkvæmdastjóri Provision og rekstrarstjóri hjá ÍSAM, við starfinu í hans stað. Ari verður áfram forstjóri móðurfélagsins 1912. Móðurfélagið er ein stærsta heildverslun landsins en það velti um sjö milljörðum árið 2017. Stýrir Alvotech Mark Levick, sem hefur starfað í lyfjageiranum í tvo áratugi, síðast sem yfirmaður þróunar hjá lyfja- risanum Sandoz, hefur verið ráðinn forstjóri líftæknifyrirtækisins Alvotech. Hann tekur við starfinu í ágúst af Rasmus Rojkjaer sem hefur gegnt forstjórastarfinu síðustu tvö ár. Alvotech, sem er að stærstum hluta í eigu fjárfestingasjóðs undir forystu Róberts Wessman, hóf nýverið klínískar rannsóknir á sínu fyrsta lyfi. Davíð hélt boð fyrir King Heimsókn Mervyn Kings, fyrrver- andi bankastjóra Englandsbanka, til Íslands í liðinni viku vakti athygli en í erindi sem hann flutti hrósaði hann stjórnvöldum fyrir aðgerðir sínar eftir fall bankanna. King var heiðursgestur í boði sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hélt á miðvikudag í gestahúsnæði Seðlabankans við Ægisíðu en aðrir gestir voru meðal annars tengdir bankanum og peningastefnunefnd- inni ásamt Ásgeiri Jónssyni, einum umsækjenda um embætti seðla- bankastjóra. Það sama gerði einnig Davíð Oddsson, fyrrverandi seðla- bankastjóri, sem hélt boð King til heiðurs á laugardagskvöld en þeir áttu sem kunnugt er í talsverðum samskiptum, meðal annars vegna Icesave-reikninganna alræmdu, í að- draganda fjármálakreppunnar. Jóhannes Þ. Skúlason frambjóðandi til stjórnlagaþings Árlega skal fjármálaáætlun til næstu fimm ára samþykkt á Alþingi. Áætlunin er mikil- vægt stefnumótandi plagg í fjár- málum ríkisins og færa má rök fyrir því að sú stefna sem þar birtist liggi til grundvallar öðrum stefnumark- andi ákvörðunum ríkisstjórnar sem leggur hana fram. Síðustu mánuði hafa orðið vend- ingar í efnahagsmálum þjóðarinnar og þar skipta mestu gjaldþrot flug- félagsins WOW Air, loðnubrestur, kjarasamningagerð með aðkomu ríkisstjórnarinnar ásamt meiri óvissu og verri horfum í efnahags- málum og stjórnmálum erlendis. Forsendur fjármálaáætlunar eins og þær voru þegar hún kom fram eru því brostnar. Í þessu samhengi byggir fjármála- áætlun á greiningu og stöðu um þróun efnahagsmála samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá því í febrúar 2019 en þar er gert ráð fyrir 1,7% hagvexti í ár. Þegar tekið er mið af forsendum um líklega fjölgun flugferða til landsins í stað ferða WOW air gerir spá Samtaka ferðaþjónustunnar ráð fyrir um 14% fækkun ferðamanna á þessu ári miðað við árið 2018. Það þýðir að útflutningstekjur frá ferðaþjónustu munu dragast saman um rúma 100 milljarða króna á árinu. Til að setja hlutina í samhengi er það á við fimmfaldan loðnubrest. Hagstofa Íslands gaf nýverið út nýja þjóðhagsspá þar sem fram kemur að áður áætlaður hagvöxtur á árinu 2019 þurrkast út og þess í stað er búist við 0,2% samdrætti, aðallega vegna 2,5% minnkunar á útflutningi. Þessi viðsnúningur sýnir svart á hvítu hvað áföll í ferðaþjónustu hafa mikil áhrif á þjóðarbúskapinn. Í slíku árferði er nauðsynlegt að ríkisvaldið sýni röggsamt viðbragð og taki stefnumótandi ákvarðanir sem byggja undir útf lutningsat- vinnugreinar sem aukið geta verð- mætasköpun hratt ef vel er að staðið. Í slíku árferði er óskynsamlegt að draga úr útgjöldum til málefnasviðs ferðaþjónustu og veikja þannig stoð- kerfi greinarinnar þegar nauðsyn- legt er að styrkja það. Útgjöld til málefnasviðs ferða- þjónustu eru nú áætluð 0,3% af heildarútgjöldum í fjármálaáætlun atvinnugreina en eiga svo að lækka í 0,2% af heildarútgjöldum í lok gildis- tíma áætlunarinnar (alls lækkun um 523 milljónir króna). Þessi stað- reynd lýsir ekki neins konar áherslu á uppbyggingu ferðaþjónustu eða viðbragði við breyttri stöðu í stefnu- mótandi áætlun ríkisfjármálanna. Hún lýsir ekki framsýnni stefnu- mótun um grundvallaratvinnugrein sem snúið getur erfiðri stöðu í unnið tafl, heldur aðeins áreynslulausu sta- tus quo. SAF hafa bent á það á ýmsum vettvangi undanfarin ár að brýn nauðsyn sé til þess að framlög til stoðkerfis ferðaþjónustunnar hækki umtalsvert. Í fyrsta lagi hefur vöxtur greinarinnar undan- farin ár kallað á stóraukin framlög til gagnaöflunar og rannsókna til að undirbyggja stefnumótandi ákvarð- anir um ferðaþjónustu til framtíðar. Það mun auka verðmætasköpun í greininni sem byggir undir bætt lífskjör í landinu. Í öðru lagi er eðli- legt að ríkisvaldið aðlagi fjárfram- lög til stoðkerfis greinarinnar að gjörbreyttu hlutfallslegu mikilvægi hennar í efnahagslífinu, enda ljóst að slíkt er skynsamleg endurfjár- festing í atvinnugrein sem árið 2017 nam 8,6% af VLF, stóð undir 39% af gjaldeyristekjum landsins árið 2018 og hefur skapað stóran hluta nýrra starfa um allt land síðustu ár. Í þriðja lagi kallar staða greinarinnar og rekstrarumhverfi fyrirtækja í kjölfar efnahagssviptinga síðustu mánaða á að aukinn kraftur sé lagður í mark- vissa markaðssetningu Íslands sem ferðaþjónustulands á gildistíma áætlunarinnar í samræmi við stefnu- mótun sem nú stendur yfir í ráðu- neyti ferðamála. Sóknarfæri í ferðaþjónustunni felast helst í nýsköpun, vöruþróun, auknum gæðum og bættum inn- viðum. Stjórnvöld hafa nú tækifæri til að ýta sérstaklega undir þessa þætti í stefnumarkandi áætlana- gerð til framtíðar og auka þannig endurfjárfestingu ríkisins í stoðkerfi mikilvægustu útf lutningsgreinar þjóðarinnar, sem reynslan sýnir að skilar ávinningi fyrir alla með aukinni verðmætasköpun, auknum tekjum ríkis og sveitarfélaga og bættum lífskjörum í landinu. Þessa er sérstök þörf eins og staðan er núna – þar fara hagsmunir atvinnugreinarinnar og þjóðarhags- munir saman. Tækifæri til að rétta kúrsinn 1 5 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN 1 5 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 F F -5 D 2 0 2 2 F F -5 B E 4 2 2 F F -5 A A 8 2 2 F F -5 9 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.