Fréttablaðið - 15.05.2019, Page 34
ÞETTA ER MJÖG GOTT
TÆKIFÆRI FYRIR
HÓPANA ÞRJÁ TIL AÐ KOMA SÉR
OG LIST SINNI Á FRAMFÆRI.
Í maí bjóðum við fjölskyldufólk
sérstaklega velkomið og veitum
25% afslátt af hefðbundnum ferðum
Ævintýraleg
fjölskylduferð
Í Raufarhólshelli
Komið og njótið þessa stórkostlega nátturufyrirbæris
í öruggu umhverfi með leiðsögn. Til að nýta sér þetta
tækifæri þarf að bóka á netinu og nota afsláttarkóðann
hér að neðan.
Börn 11 ára og yngri fá frítt inn!
Kóði: Fjolskylda19
Bókanir og nánari upplýsingar
www.thelavatunnel.is
Aðeins 35 mín.
frá Reykjavík
Þrjár íslenskar sýningar munu taka þátt í Brighton Fringe sem er ein stærsta jaðarlistahátíð Bretlands. Sýningarnar voru allar á Reykjavík
Fringe Festival síðastliðið sumar og
voru valdar af Nordic Fringe Net
work til að taka þátt í Nordic Season
sem fer fram í fyrsta sinn í ár á Brig
hton Fringe hátíðinni. Þessar sýn
ingar eru kabarettsýningin Ladies
and a Gentleman með Dömum
og herra, uppistandssýningin I
Wouldn’t Date Me Either með
Jono Duffy og sýndarveruleikhús
sýningin A Box in the Desert eftir
Huldufugl.
Fulltrúar jaðarlista
Brynhildur Björnsdóttir er hluti af
hópnum Dömur og herra. „Hópur
inn varð til á námskeiði í Kram
húsinu hjá Margréti Erlu Maack
sem er nú ein af hópnum og þar er
einn herra og þess vegna heitum
við Dömur og (einn) herra. Sýning
okkar samanstendur af stuttum
atriðum með ákveðna vísun í
kabarettformið og tónlist og dans
eru áberandi. Við leggjum áherslu
á að fagna líkamanum á jákvæðan
og munúðarfullan hátt án þess
að ganga yfir mörk eða ögra. Við
verðum með tvær sýningar í stóru
og f lottu leikhúsi, The Old Market
Theatre, þar sem allar íslensku
sýningarnar verða. Jonatahan
Duffy verður með uppistand á
sama stað. Hann er Íslendingum
að góðu kunnur og það má segja að
hann hafi runnið saman við land
og þjóð. Svo er mjög áhugaverð
stafræn sýning, A Box in the Desert
eftir Huldufugl. Þar er einungis einn
áhorfandi sem fer inn í eins konar
kassa sem er þó ekki til nema í höfð
inu á honum. Síðan er hann leiddur
í gegnum ákveðnar þrautir þar sem
hann þarf að horfast í augu við
sjálfan sig. Það er mjög sérstök og
spennandi sýning enda seldist upp
á hana fyrsta daginn.“
Norræna hátíðin á Brighton
Fringe hófst síðastliðinn mánudag
og lýkur laugardaginn 18. maí. „Hún
er afrakstur samstarfs norrænna
jaðarlistahátíða sem Reykjavík
Fringe Festival er hluti af. Reykjavík
Fringe Festival var haldin í fyrsta
skipti í fyrra og tókst gríðarlega vel
og verður haldin aftur í byrjun júlí.
Það er mikilvægt og skemmtilegt
fyrir Norðurlöndin að mæta með
fulltrúa sína í jaðarlistum á þessa
risastóru hátíð, Brighton Fringe. Þar
fá listamenn tækifæri til að kynna
sig, sýna sig og sjá aðra og skapa
tengsl,“ segir Brynhildur.
Hátíðarbragur og stemning
Fringehátíðir eru þekkt fyrirbæri
víða um heim og draga að fjölda
ferðamanna, listamanna, bókara,
framleiðenda, leikstjóra, blaða
manna og gesta alls staðar að, svo
þetta er mjög gott tækifæri fyrir
hópana þrjá til að koma sér og list
sinni á framfæri. „Þetta er óskap
lega góð og skemmtileg reynsla,“
segir Brynhildur. „Fyrir mörgum
árum var ég þátttakandi á Edin
borgar Fringehátíðinni og fór
þangað í fyrra í nostalgíuferð. Þar
er mikill hátíðarbragur og stemn
ing og áhersla á uppistand, drag,
burl esque, kabarett, sirkusatriði
og spuna, þessar svo kölluðu jaðar
listgreinar sem smellpassa kannski
ekki inn í þau form sem fyrir eru
í leikhúsinu heldur eru oft meira
list augnabliksins. Og með slíkar
listgreinar eins og aðrar er mikil
vægt að fá að fara með list sína út
fyrir landsteinana og prófa hana á
öðrum.“
Mikilvægt að fara með list
sína út fyrir landsteinana
Þrjár íslenskar sýningar taka þátt í einni stærstu jaðarlista-
hátíð Bretlands. Mikilvægt og skemmtilegt fyrir Norðurlöndin
að mæta með fulltrúa sína, segir Brynhildur Björnsdóttir.
„Listamenn fá tækifæri til að kynna sig, sýna sig og sjá aðra og skapa tengsl,“ segir Brynhildur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Box in the Desert. Það seldist upp á sýninguna fyrsta daginn.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
LÍFIÐ ER Á
FRETTABLADID.IS
Ekki missa af neinu, fylgdu
Fréttablaðinu á Facebook
Líð á frettabladid.is
allar um fólk, tísku
menningu, heilsu og
margt eira.
Fylgstu með á
frettabladid.is/lid
1 5 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R18 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
1
5
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
F
F
-5
8
3
0
2
2
F
F
-5
6
F
4
2
2
F
F
-5
5
B
8
2
2
F
F
-5
4
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K