Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 4. J A N Ú A R 2 0 1 9
Stofnað 1913 3. tölublað 107. árgangur
FRELSI KVENNA
ER LYKILÞÁTTUR
Í BÓK EVU RÚNAR
LÆTUR ÞÚ
DRAUMINN
RÆTAST 2019?
ALDREI HAFA VERIÐ
FLEIRI KONUR Í
FULLTRÚADEILDINNI
SÉRBLAÐ UM SKÓLA NÝIR TÍMAR Á CAPITOLHÆÐ 12FRÆ SEM FRJÓVGA MYRKRIÐ 39
Morgunblaðið/Sigurður
Ævintýraferðir Viðræður standa yfir um
samruna fimm fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Viðræður um samruna ferðaþjón-
ustufyrirtækisins Arctic Advent-
ures og fimm félaga í eigu Icelandic
Tourism Fund eru á lokastigi. Með
samrunanum gæti orðið til eitt
stærsta afþreyingarfyrirtækið í ís-
lenskri ferðaþjónustu. Að því er
heimildir Morgunblaðsins herma
eru félögin Into the Glacier, sem
rekur ísgöngin í Langjökli, og The
Lava Tunnel, sem skipuleggur
ferðir í Raufarhólshelli í Leita-
hrauni í Ölfusi, meðal þeirra sem
sameina á Arctic Adventures.
Forsvarsmenn Landsbréfa, sem
rekur Icelandic Tourism Fund, og
Arctic Adventures, vörðust frétta
af samrunanum í gær. »16
Yrði eitt stærsta af-
þreyingarfyrirtækið
í ferðaþjónustu
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vinnumálastofnun (VMST) áætlar
að 2.500 störf verði til í ár. Gangi það
eftir munu yfir 33 þúsund störf hafa
orðið til í þessari uppsveiflu. Það er
Íslandsmet í sköpun starfa.
Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá
VMST, segir að þrátt fyrir þessa
fjölgun starfa í ár muni atvinnuleysi
á árinu aukast. Fjölgun sé enda
minni en fyrirsjáanleg fjölgun fólks á
vinnumarkaðsaldri. Útlit sé fyrir að
meðaltali 2,8% atvinnuleysi í ár, en
það var 2,3% í fyrra.
Vinnumálastofnun áætlaði í upp-
hafi síðasta árs að 2.500 störf yrðu til
á árinu 2018. Nú áætlar stofnunin að
4.000 störf hafi orðið til í fyrra sem
er mikið í sögulegu samhengi.
Byggingargeirinn leiðandi
Karl segir aðspurður að störfum
muni jafnvel fækka í ferðaþjónustu í
ár. Til dæmis hafi töluvert verið um
uppsagnir hjá WOW air undanfarið.
„Við gerum hins vegar ráð fyrir
frekari fjölgun starfa í byggingar-
iðnaði. Það eru ýmsar framkvæmdir
í gangi, á borð við byggingu nýs
Landspítala. Við höfum jafnframt
áætlað að þjónustuþörfin hjá hinu
opinbera muni aukast. Þá meðal
annars vegna öldrunar og aðhalds
síðustu ár hjá sveitarfélögunum.“
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði
við Háskóla Íslands, segir meiri að-
flutning erlendra ríkisborgara en
nokkru sinni fyrr eiga mikinn þátt í
svo mikilli fjölgun starfa. Útlit sé
fyrir hægari fjölgun starfa næstu ár.
Mörg íslensk fyrirtæki hugi nú að
hagræðingu og fækkun starfsfólks.
Á þátt í íbúafjölgun
Ferðaþjónustan hefur verið leið-
andi í starfasköpun síðustu ár.
Greinin hefur laðað að þúsundir er-
lendra starfsmanna og á mikinn þátt
í að landsmönnum hefur fjölgað um
36 þúsund í uppsveiflunni.
MÁfram fjölgar störfunum »6
Spá 2.500 nýjum störfum
Vinnumálastofnun spáir því að störfum muni fjölga á Íslandi áttunda árið í röð
Störfum geti þó jafnvel fækkað í ferðaþjónustu Aðflutningur á þátt í fjölgun
Þúsundir starfa
’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18* ’19*
1,9
5,6
2,8
3,4
4,0
2,5
6,0
6,9
33.100Fjölgun starfa 2012 til 2019:
Áætlun um fjölgun
starfandi 2012-2019*
*Áætlun fyrir 2018 og spá Vinnumálastofnunar fyrir
2019. Heimild: Hagstofan og Vinnumálastofnun.
Þótt þjóðfélagið sé í nokkrum hægagangi í byrj-
un nýs árs vegna eftirkasta hátíðanna og starfs-
daga í skólum láta gluggaþvottamenn í Reykja-
víkurborg ekki deigan síga. Þeir voru meðal
annars að störfum á Laugaveginum, við verslun
Nordic Store. Ekki veitir af því víða eru komnar
slettur á útstillingarglugga og aðra glugga eftir
rigningar og hlýindi í austanáttum sem ríktu í
desember.
Morgunblaðið/Eggert
Útstillingargluggarnir á Laugavegi pússaðir
Algengt verð fyrir íslensk debet-
og kreditkortanúmer er á bilinu
850 til 6.000 krónur. Upplýsing-
arnar ganga nú kaupum og sölum á
djúpvefnum, en í sumum tilfellum
er einnig hægt að kaupa PIN-
númer kortanna og kennitölur eig-
enda þeirra. Hermann Þ. Snorra-
son, sérfræðingur hjá Landsbank-
anum, segir öll met hafa verið
slegin í fjölda fyrirmælafalsana og
netveiða árið 2018. „Þannig kom
aldrei sú vika það ár að við værum
laus við þessi svik,“ segir hann í
samtali við Morgunblaðið. »4
Kortaupplýsingar
Íslendinga til sölu
Ráðgjafar-
nefnd heilbrigð-
isráðherra fer yf-
ir það hvort
endurskoða skuli
reglur um blóð-
gjöf karlmanna
sem hafa haft
samfarir við
sama kyn.
Nefndin er ráð-
gefandi fyrir ráðherra, Landspítala
og Blóðbankann en fagleg ákvörð-
un um endurskoðun reglnanna
liggur hjá yfirlækni bankans, að
sögn Más Kristjánssonar, yfir-
læknis smitsjúkdómalækninga á
LSH, en hann er formaður nefndar-
innar. Ráðgjafarnefndin fundar um
miðjan mánuðinn um málefnið.
Karlmenn sem hafa haft samfarir
við sama kyn eru skilgreindur
áhættuhópur við blóðgjöf en
áhættuhóparnir eru fleiri, að sögn
Más. »18
Kanna endurskoðun
reglna um blóðgjöf
Már Kristjánsson