Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 10

Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019 Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Það er allt tilbúið í tunnunum. Nú er bara beðið,“ segir Jóhannes Stefánsson, þekktur sem Jói í Múlakaffi, óopinber konungur þorrans, þegar blaðamaður nær af honum tali og spyr hvernig undirbúningur fyrir komandi þorravertíð gangi. Samkvæmt venju hóf Jói vinnu við þorra- undirbúning í byrjun september. „Þá byrj- um við að leggja í; punga, sultu og lunda- bagga,“ segir Jói og bætir við að undir- búningur og eldun „nýmetisins“, eins og hangikjöts og saltkjöts, sé „að hefjast núna“. Pungarnir langbestir Jói segist aðspurður hafa alist upp og lif- að í návígi við þorramat allt sitt líf og þyki alltaf súrmetið best. „Pungarnir þykja mér langbestir.“ Hann segir að miðað við stöðu pantana núna stefni í metár, enda verði þorraveislur æ vinsælli. „Það skemmtilega við þetta er að það breytist eiginlega ekki neitt,“ segir Jói spurður hvort eitthvað við þorramatinn þró- ist með tíð og tíma. Hann nefnir þó að á stærri þorrablótum bjóði hann yfirleitt upp á fleira en einungis hefðbundinn þorramat, svosem lambalæri og ýmiss konar salöt. „Við erum meira að segja með græn- metisrétti í þessum stóru veislum,“ bætir hann við. Snýst auðvitað um þorramatinn Í þessu samhengi minnist Jói á auknar vinsældir stórra þorrablóta og segir að á slíkum hátíðum sé lögð áhersla á margt annað en bara þorramat en bætir við: „Þar er mikil fjölbreytni í mat en auðvitað snýst þetta um þorramatinn. Þetta er mikil gleðihátíð.“ Hann segir að í seinni tíð hafi þorrablótin í vissum skilningi „komið aftur“ eftir að íþróttafélög og bæjarfélög víða um land fóru að halda slík „risa-blót“. Þau segir hann vera alveg „gríðarlegar hátíðir“. Bóndadag, fyrsta dag þorra, ber í ár upp á 25. janúar. Jói ætlar þó eins og undan- farin ár að taka forskot á sæluna og hefur sölu á þorramat viku fyrr. Auk þess að sjá um stærri þorrablót býður hann til sölu „hjónakassa“ og „þorratrog“ sem henta fyr- ir tíu manns eða fleiri. Hefur beðið þorrans síðan í september  Stefnir í metár í sölu á þorramat hjá Jóa í Múlakaffi  Ekkert breytist í matnum  Býður líka upp á lambalæri og grænmetisrétti  Tekur forskot á sæluna og hefur sölu viku fyrir bóndadaginn Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorraþrællinn Jói er enginn nýgræðingur í því að súrsa punga og sultu. Ein öld er liðin frá því að reglulegt stúkustarf frímúrarareglunnar hófst á Íslandi. Það gerðist þegar Jóhannesarstúkan Edda var vígð 6. janúar 1919. Ald- arafmælisins verður minnst með ýmsum hætti á þessu ári, að sögn Eiríks Finns Greips- sonar, erindreka reglunnar. „Við viljum minnast þessara tímamóta í mannræktar- og velgjörðarstarfi frímúrararegl- unnar. Gagnvart almenningi er einna merkilegast að það verður opið hús í Regluheimilinu í Reykja- vík á menningarnótt, 24. ágúst 2019. Einnig verða opin hús í stúku- húsum okkar úti á landi og verður það auglýst nánar á hverjum stað,“ sagði Eiríkur. Afmælisins verður minnst marg- víslega innan frímúrarareglunnar. Þannig verður hundrað ára frímúr- arastarf á Íslandi meginstef Regluhátíðar 12. janúar og 9. mars verður hátíðarstúka sett í Jóhann- esarstúkunni Eddu og 100 ára af- mælis hennar minnst. Hátíðar- samkoma frímúrarareglunnar verður í Eldborgarsal Hörpu 7. apr- íl og aldarafmælisins minnst í tali og tónum. Hátíðin er ætluð reglu- bræðrum og systrum, það er eigin- konum reglubræðra. Í frímúrarareglunni á Íslandi eru nú um 3.500 reglubræður og er sá fjöldi líklega einstakur á heimsvísu miðað við höfðatölu þjóðarinnar, að sögn Eiríks. „Nýliðun hefur gengið ágætlega en því er ekki að leyna að meðalaldur þeirra sem ganga í regluna hefur aðeins hækkað. Þeir sem ganga í regluna nú eru að með- altali rúmlega fertugir þó svo að aldurstakmarkið sé 24 ár,“ sagði Eiríkur. „Þetta endurspeglar þjóð- félagsbreytingar sem orðið hafa. Karlar sinna almennt meira barna- uppeldi og fjölskyldustörfum en þeir gerðu áður, sem er mjög ánægjuleg þróun. Þeir ganga því síðar á ævinni í regluna en venjan var. Gera það þegar hægist um eft- ir barnauppeldi. Þeir hafa þá betri tíma til að skoða sjálfa sig og stunda þá mannrækt og velgjörðar- starf sem þarna fer fram.“ gudni@mbl.is Frímúrarastarf á Íslandi í 100 ár  Opið hús á menningarnótt 2019 Eiríkur Finnur Greipsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.