Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Íslensk rannsókn sem kannar
möguleg tengsl mataræðis við geð-
raskanir barna er nú í burðarliðn-
um, en þverfaglegt teymi vísinda-
manna við
Háskóla Íslands
vinnur að undir-
búningi hennar
um þessar mund-
ir. Bryndís Eva
Birgisdóttir, pró-
fessor í næring-
arfræði við HÍ, er
ein þeirra sem í
hópnum eru, en
hún segir að
rannsóknir á
áhrifum mataræðis á andlega líðan
séu almennt séð að mörgu leyti
ótroðin slóð. „Rannsóknir á
tengslum mataræðis við andlega
heilsu eru tiltölulega stutt komnar
miðað við rannsóknir á tengslum
mataræðis við hjarta- og æðasjúk-
dóma, sykursýki og jafnvel krabba-
mein,“ segir hún. „Á meðan þessum
rannsóknum fleygir ekki fram, þá
gætum við t.d. verið að nota lyf
meira en við þurfum,“ segir Bryndís
Eva sem flytur erindi um málefnið á
líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnu
Háskóla Íslands í dag.
Í rannsókninni verður mataræði
barna með geðraskanir á Íslandi
kortlagt sem og tengdir lífstílsþætt-
ir. Þá verður örveruflóra þarma
skoðuð sérstaklega auk bólguþátta
o.fl.
Rannsaka gangverk líkamans
Bryndís Eva segir að vísbending-
ar séu fyrirliggjandi um að vel nærð
börn séu einkennaminni en börn
sem ekki eru jafn vel nærð.
„Sjúkdómarnir gera það svo
stundum að verkum að fæði er mjög
einhæft, til dæmis hjá börnum með
einhverfu og stundum líka ADHD.
Þetta er allt eitthvað sem þurfum að
vinna með,“ segir Bryndís Eva og
bendir á að klínískar leiðbeiningar
erlendis um meðhöndlun barna með
ADHD segi til um að meta eigi nær-
ingarástand í upphafi og hvort þau
séu viðkvæm fyrir ákveðnum mat-
vælum, en ákveðnar kenningar eru
uppi um það að sögn Bryndísar.
„Þær rannsóknir eru samt dálítið
misvísandi. Það þarf frekari rann-
sóknir og helst þarf að vinna þær
hratt til að við komumst til botns í
þessu, hvað virkar fyrir hvern og
hvort þetta skiptir máli yfirhöfuð.
Það sem rannsóknir í dag sýna er að
þetta er mjög einstaklingsbundið,
t.d. í tilviki einhverfu og ADHD.
Það sem við viljum gera er að finna
mekanismann, þ.e. hvaða ferlar eru
hugsanlega í gangi í líkamanum,
hvers vegna og síðan hvort það geti
gagnast að taka einhverjar fæðuteg-
undir út,“ segir hún.
Örveruflóran í forgrunni
Bryndís Eva segir að rannsóknir
á örveruflóru þarma séu nú í mikl-
um blóma og sjónum verði sérstak-
lega beint að þeim þætti.
„Það er í forgrunni hjá okkur að
skoða þetta því samsetning örveru-
flóru þarmanna virðist geta haft
áhrif á líðan og hegðun, ekki bara
hjá börnum heldur almennt. Það
þarf að rannsaka þetta betur, t.d.
hvort flóran hafi áhrif á það sem
mann langar í og hvort maturinn
móti örveruflóru þarmanna o.s.frv.,“
segir hún.
„Börn eru auðvitað viðkvæmur
hópur og ef það er hægt að finna
næringarmeðferð sem hentar þess-
um hópi, sem hefði þá ekki læknandi
áhrif en drægi mögulega úr ein-
kennum, þá er til mikils að vinna,“
segir Bryndís Eva.
Kanna tengsl
mataræðis og
geðraskana
Hópur vísindamanna við Háskóla
Íslands kannar áhrifin á geðheilsu barna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fæða Mataræði gæti haft áhrif á
einkenni geðraskana barna.
Bryndís Eva
Birgisdóttir
Ráðstefna
» Líf- og heilbrigðisráðstefna
stendur yfir í Háskóla Íslands
3. og 4. janúar á Háskólatorgi.
» Vísindamenn kynna yfir 240
rannsóknir á ráðstefnunni sem
fram fer annað hvert ár, en
rannsóknarefnin varða hin
ýmsu svið heilbrigðis- og lífvís-
inda.
» Vísindamenn standa að fjöl-
mörgum erindum og boðið er
upp á opna fyrirlestra fyrir al-
menning, gestafyrirlestra og
málstofur.
Hæstiréttur Íslands hafnaði í des-
ember málskotsbeiðni sem var
byggð á því að ekki hefði verið rétt
staðið að skipun dómara við Lands-
rétt. Leyfisbeiðandi var í Landsrétti
dæmdur í fangelsi í tvö og hálft ár
fyrir nauðgun en taldi að rangt hefði
verið staðið að skipun dómara við
Landsrétt og dómari væri ekki með
réttu handhafi dómsvalds.
Þá var málskotsbeiðni um áfrýj-
unarleyfi hafnað 20. júní á síðasta
ári en hún var reist á sömu rökum
og beiðnin sem tekin var fyrir í des-
ember: Að einn dómari í málunum
fyrir Landsrétti hefði ekki verið
með réttu handhafi dómsvalds með
því að ekki hefði verið farið að lög-
um við skipun í viðkomandi emb-
ætti.
Í apríl í fyrra barst Hæstarétti
fyrsta málskotsbeiðnin sem byggð
var á þessum rökum. Hún var sam-
þykkt og mælti Ríkissaksóknari
með því að Hæstiréttur myndi taka
málið fyrir. Hæstiréttur taldi að
þrátt fyrir annmarka á skipun dóm-
ara við Landsrétt væri ekki næg
ástæða til að ómerkja dóm Lands-
réttar eða sýkna ákærða. Sá dómur
virðist nú vera notaður sem fordæmi
vegna annarra málskotsbeiðna sem
byggjast á sömu málsatvikum.
Málskotsbeiðni enn hafnað
Landsréttur Hæstiréttur taldi dóm-
ara ekki vanhæfan í máli.
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Misty
Dekraðu
við línurnar
BH 7.990 kr.
Buxur 2.990 kr.
Stærðir
30-38 F-G
Deco Wilder
frá Freya
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk.
s: 781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18
fös: 12-16
ÚTSALA!
20-50%
AFSLÁTTUR
Söfnum í neyðarmatar-
sjóð fyrir jólin til matarkaupa
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
fyrir jólin
Guð blessi ykkur öll