Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019
Spáð og spekúlerað Víða kemur sauðkindin við sögu, hér á barnapeysu meðal krakka sem voru á jólaballi Íslendinga sem búa í Uppsölum í Svíþóð, með hugann við annað en dans.
Eggert
Hinn 19. ágúst á
þessu sumri verða liðin
200 ár frá fæðingu Jóns
Árnasonar, þjóðsagna-
safnara og bókavarðar
við stiptsbókasafnið.
Það embætti heitir nú
landsbókavörður. Hann
var jafnframt fyrsti for-
stöðumaður Forn-
gripasafnsins, þess er
síðar varð Þjóðminja-
safnið. Vert er að minn-
ast verka hans á þessu ári.
Segja má að þjóðsagnasöfnunin
hafi þó aðeins verið hluti af stærri
heild, sjálfstæðisbaráttu og hreyf-
ingu sem miðaði að því að skapa
grundvöll þjóðmenningar og end-
urspeglast meðal annars í baráttu
Jóns, vinar hans, Sigurðar Guð-
mundssonar málara og fleiri ungra
manna fyrir stofnun þjóðleikhúss,
þjóðminjasafns og tilurð þjóðbún-
ings.
Enda þótt öld upplýsingarinnar sé
talin fyrir daga Jóns Árnasonar, þá
er lífsstarf Jóns um margt afsprengi
upplýsingaaldarinnar. Auðvitað er
flokkunarkerfi Deweys á bókum í
bókasöfnum náskylt flokkunarkerfi
Carls von Linnés á plöntum og flokk-
un geðsjúkdóma. Nútímahagfræði á
sér grunn í upplýsingaöldinni.
Vísindi greina og flokka viðfangs-
efni sitt að þeim þörfum sem við-
fangsefnið krefst.
Hvað eru þjóðsögur?
Með því að styðjast við íslenska
bókmenntasögu þá eru þjóðsögur
skilgreindar þannig: „Þjóðsögur eru
frásagnir sem lifað hafa í munn-
mælum mann fram af manni. Við
notum hugtakið þjóðsaga þó aðallega
um sögur sem menntamenn tóku að
safna af vörum alþýðu á 19. öld og
skrá á bækur, inn-
blásnir af rómantískum
hugmyndum sem lögðu
áherslu á forn fræði og
listræna sköpun al-
þýðu.“ Þjóðsagan á sér
engan höfund og hún
kann að vera til í nokkr-
um minnum. Þjóðsagan
er alþýðuskemmtan.
Söguefnið er oftar en
ekki úr lífi alþýðunnar,
um þrá hennar eftir
betra lífi í höllu kóngs
og drottningar. Með
rómantík og þjóðernis-
hyggju fékk þjóðsagan viðurkenn-
ingu og síðan hugmyndafræðilegan
grundvöll þannig að þjóðsögur eða
munnmælasögur urðu viðurkenndar
menntir á prentaðri bók.
Hugvekja Jóns Árnasonar
Í grein í tímaritinu Íslendingi birt-
ist „Hugvekja um alþýðleg forn-
fræði“ eftir Jón Árnason. Að stofni til
er er þessi hugvekja svipuð þeirri
sem hann sendi skólabræðrum sín-
um. Þar segir:
„En eins er það á hinn bóginn von-
andi, að þetta fyrirtæki bókmennta-
fjelagsins örfi aðgætna fróðleiks-
menn, sem þegar hafa látið sjer
skiljast nauðsyn þessa, til að safna í
eina heild, hver í sínu hjeraði, öllum
slíkum athugasemdum og skýr-
ingum, sem auðið er að fá um hvert
byggðarlag fyrir sig, sem fornsög-
urnar fara orðum um, og þar með öll-
um sögnum og munnmælum, sem
þar að lúta; því slíkt mundi verða
ekki leysi fróðleikur, ef það kæmi allt
saman á einn stað, þar sem því væri
haldið til haga. Þessi hugsun hefur
vakað fyrir mjer býsna-lengi, að oss
vantaði mikið og margt í þessa
stefnu, og því samdi jeg 1858 grein-
arkorn, sem jeg kallaði »Hugvekju
um alþýðleg fornfræði«, og sendi af-
skriptir af henni flestum skólabræðr-
um mínum og ekki allfáum leik-
mönnum hjer á landi, sem jeg þekkti
að fræðimönnum og fróðleiksvinum,
og bað þá um, að senda mjer sögur
um það og lýsingar á því, sem til var
tekið í hugvekjunni. Af því jeg þóttist
hafa tekið eptir því, að það væri ekki
einhlítt, að skora opinberlega á menn
í blöðunum, ef ekki væri jafnframt að
hafzt í kyrrþey, valdi jeg heldur
þessa aðferð, þó hún væri margfalt
erfiðari, en ef jeg hefði látið prenta
hugvekjuna, og sent hana svo.“
Sumir þeir er hann sendi hugvekj-
una skráðu sjálfir sögur en aðrir
fengu fólk til að skrá fyrir sig. Stund-
um er sögufólkið nafngreint en
stundum ekki.
Í þessari hugvekju birtist hin ná-
kvæma „vísindalega“ flokkun þjóð-
sagna og auðvitað byggðist þetta á
margra ára vinnu því söfnun Jóns
Árnasonar hófst þá er hann var enn
í Bessastaðaskóla, en þar varð hann
heimiliskennari og aðstoðaði Svein-
björn Egilsson við ritstörf.
Hvenær hóf Jón Árnason
að safna þjóðsögum?
Í grein eftir Rósu Þorsteinsdóttur
á Vísindavefnum segir: „Jón Árna-
son (1819-1888) þjóðsagnasafnari
segir frá því í endurminningum sín-
um að hann hafi snemma haft áhuga
á að heyra sögur og enginn sem gisti
á Hofi, æskuheimili hans, slapp við
að segja honum þær, jafnvel þó að
drengurinn yrði svo lafhræddur að
hann varð að biðja móður sína að
halda utan um sig í rúminu.
Áhuginn hefur greinlega fylgt
Jóni því árið 1845 tóku þeir Jón og
Magnús Grímsson (1825-1860), sem
þá var skólapiltur við Bessastaða-
skóla, sig saman um að safna því
sem þeir kölluðu alþýðleg fornfræði.
Magnús átti að safna sögum en Jón
hjátrú, leikum, þulum, gátum og
kvæðum.“
Jón og Magnús höfðu fyrirmyndir
því svipuð hreyfing hafði orðið til í
Þýskalandi; bræðurnir Jakob og
Wilhelm Grimm, sem söfnuðu ævin-
týrum sem við þá eru kennd.
Útgáfur á þjóðsögum
Jóns Árnasonar
Fyrsti árangur af starfi þeirra
Jóns Árnasonar og Magnúsar
Grímssonar sá dagsins ljós í litlu
safni sem gefið var út árið 1852 og
bar heitið „Íslenzk ævintýri“. Við-
tökur voru ekki góðar, og áhuga-
leysi og fjárskortur dró kjark úr
þeim félögum.
Þýski prófessorinn Konrad Maur-
er kom til landsins árið 1858. Hann
kynntist verki þeirra Magnúsar og
Jóns. Hóf hann einnig söfnun þjóð-
sagna á Íslandi. Safn Maurers birt-
ist á þýsku, „Isländische Volkssagen
der Gegenwart“ árið 1860.
Að Magnúsi Grímssyni látnum
kom það í hlut Jóns Árnasonar að
ljúka söfnun, að því marki sem unnt
er að ljúka söfnun þjóðsagna. Full-
vissa Jóns um að hans safn yrði gefið
út varð honum hvatning til að ljúka
söfnuninni.
Prentsmiðjuhandrit að safni sínu
sendi Jón til Guðbrands Vigfússonar,
sem þá var fræðimaður í Kaup-
mannahöfn. Hann sendi svo safnið til
Konrads Maurers sem kom því í
hendur þýskra setjara. Verkið kom
svo út í tveim bindum í Leipzig árin
1862 og 1864. Líklegt er að Jón Sig-
urðsson hafi einnig átt nokkurn þátt í
að af útgáfunni varð. Þjóðsagnasafn-
ið er ávallt kennt við Jón Árnason.
Heildarútgáfa verksins birtist að lok-
um á prenti á árunum 1954 til 1961.
Ráðstefnur á árinu
Þess er vænst að Jóns Árnasonar
og verka hans verði minnst síðar á
árinu. Hans verður minnst á Skaga-
strönd, sem er nærri fæðingarstað
hans. Landsbókasafn Íslands, Há-
skólabókasafn mun minnast bóka-
varðarins og þjóðsagnasafnarans í
september og að lokum mun Stofnun
Árna Magnússonar á Íslandi halda
ráðstefnu um íslenskar þjóðsögur í
alþjóðlegu samhengi.
Á þennan hátt er söfnun og útgáfu
íslenskra þjóðsagna verðugur sómi
sýndur enda hluti af sjálfstæðis-
baráttu íslenskrar þjóðar.
Írskur fræðimaður dæmir
Einn merkasti þjóðsagnafræð-
ingur Evrópu á síðustu öld, írski
fræðimaðurinn Séamus Ó. Duile-
arga, hefur látið þau ummæli falla að
þjóðsögur Jóns Árnasonar væri þjóð-
sagnasafn, sem ætti engan sinn líka í
víðri veröld.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason
» Þjóðsagan á sér eng-
an höfund og hún
kann að vera til í nokkr-
um minnum. Þjóðsagan
er alþýðuskemmtan.
Vilhjálmur
Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Ár Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara
Jón Árnason, þjóðsagnasafnari og
landsbókavörður.