Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019 ✝ HalldóraSnorradóttir var fædd á Akur- eyri 10. apríl 1929. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Hlíð 20. desem- ber 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þór- laug Þorfinnsdóttir, 1894-1946, og Snorri Þórðarson, 1885-1972, er bjuggu á Syðri- Bægisá í Öxnadal. Hún var yngst af börnum þeirra. Elst var Guð- laug, 1914-2009, þá Finnlaugur Pétur, 1916-2002, Hulda, 1920- 2010, Steinn Dalmar, 1925-1999, drengur fæddur andvana 1927. Halldóra ólst upp á Syðri- Bægisá. Þrettán ára fór hún í Gagnfræðaskóla Akureyrar og dórsson, f. 6. maí 1949. 2) Sigrún, f. 26. júní 1952, maki Jóhannes Axelsson, f. 30. ágúst 1951. 3) Árni, f. 15. maí 1954, maki Borg- hildur Freysdóttir, f. 24. maí 1962. 4) Drengur, f. 3. apríl 1957, d. 4. apríl 1957. 5) Hulda Stein- unn, f. 17. júlí 1959. 6) Guðlaug Ingibjörg, f. 14. desember 1960, maki Þórður Ragnar Þórðarson, f. 22. nóvember 1959. 7) Unnur, f. 13. febrúar 1964, maki Friðrik Sæmundur Sigfússon, f. 13. maí 1965. 8) Heiðrún, f. 3. júní 1969, maki Friðjón Ásgeir Daníelsson, f. 1. ágúst 1967. Barnabörnin eru 25 talsins og barnabarnabörnin 48. Halldóra og Arnsteinn áttu mannmargt heimili og sá Hall- dóra um heimilið.. Halldóra var alla tíð virk í félagsstörfum og ber þar starf með Kvenfélagi Hörgdæla hæst. Ferðalög voru Halldóru hugleikin og naut hún þess að ferðast innanlands og utan. Útför Halldóru fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 4. janúar 2019, og hefst athöfnin kl. 10.30. var þar í þrjá vetur. Einn vetur var hún í Húsmæðraskóla Reykjavíkur, annan heima á Bægisá og vann þar að búinu. 30. október 1949 giftist hún Arnsteini Stefánssyni frá Stóra-Dunhaga, f. 7. desember 1923, d. 6. september 2013, og flutti þangað. Þar bjuggu þau í rúmlega hálfa öld en fluttu þá á Holtateig 46 á Akureyri. Eftir andlát Arnsteins flutti Halldóra í Víðilund 20 og bjó þar um tíma þar til hún flutti á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hlíð. Börn Halldóru og Arnsteins eru 1) Þórlaug, f. 2. október 1950, maki Jóhann Þór Hall- „Mamma, ertu að kalla mig barn og ég er 35 ára?“ Þú leist á mig, sagðir brosandi: „Já, þú verður nú alltaf litla barnið mitt.“ Og þannig var það, elsku mamma mín, ég fékk að vera litla barnið þitt, sama hvort ég var 7, 35 eða 49 ára. Þú kenndir mér margt í líf- inu, vandvirkni, þakklæti og að bera virðingu fyrir sjálfri mér og öðrum. Þú varst mjög ljúf og það var hlýleiki í kringum þig en þú vildir ekki láta á þér bera. Þú varst alin upp við að halda gott heimili, það var þér mik- ilvægt. Þú kenndir mér að sauma, varst í essinu þínu þeg- ar þéttsetið var í kringum eld- húsborðið og þú gafst fólkinu þínu og gestum nóg af mat og tertum að ógleymdum ísnum sem var alltaf nóg til af. Þú vild- ir líka hafa heimilið fallegt og ég lærði það af þér að betra er að kaupa vandað þó að það sé dýrara. Þér fannst gaman að vera vel klædd og oft fórum við saman í búðir þegar þú komst hingað til okkar. Það var gaman þegar þú komst til okkar eða við komum norður, þá áttum við meiri tíma saman. Þó að við byggjum ekki á sama svæðinu þá voru tengsl- in á milli okkar alltaf sterk. Í raun vil ég trúa að það hafi styrkt tengslin okkar og gert okkur nánari þegar ég var lítil og þú mikið á sjúkrahúsinu. Við skrifuðumst á og geymdir þú öll sendibréfin sem ég sendi þér. Einhvern daginn manna ég mig upp í að lesa þau en í dag get ég ímyndað mér að ekki hafi verið létt að fá bréf frá lítilli dóttur sem bað mömmu sína að koma heim. Þér þótti sérlega vænt um fólkið þitt. Þegar við töluðum saman var þér ofarlega í huga hvað stelpurnar okkar væru að gera og hvernig þeim gengi í leik og starfi. Þú fylgdist með þeim fram á síðasta dag, varst mjög stolt af þeim, sagðir mér oft að við mættum aldrei gleyma hvað við ættum vel gerðar og fallegar stelpur. Þú varst alltaf boðin og búin að koma og passa þær þegar þær voru litlar eða að þær kæmu til ykkar pabba. Ég er líka einstaklega þakk- lát fyrir það hvað þér þótti vænt um Friðjón og hvað ykkar sam- band var fallegt. Þér fannst fal- legt að Valdís var skírð á af- mælisdegi litla drengsins ykkar sem dó og glöð varstu en ekki hissa þegar Magnea fæddist sama mánaðardag þremur ár- um seinna. Þú varst viss um að þar hefði hann ráðið för. Það var gott að sjá og finna hvað þú naust þess að búa á Holtateignum, þér þótti gaman að vera þar og þar eignuðust þið pabbi góða vini. Ykkar sam- band varð nánara og var fallegt fyrir okkur að sjá ykkur eldast svona vel saman. Síðan varstu líka svo þakklát þegar þú fluttir á Hlíð, þú fannst að þú þarfn- aðist meiri aðstoðar og vildir ekki vera upp á börnin þín kom- in með alla skapaða hluti. Að eiga mömmu sem sýnir barni sínu skilyrðislausa ást allt lífið er ómetanlegt. Þú baðst mig, elsku mamma, um að vera ekki sorgmædd þegar þú færir af því að þú værir búin að eiga þitt líf og værir orðin södd líf- daga. Ég reyni, mamma, en sökn- uðurinn er sár, hins vegar veit ég að þér líður betur núna og við það og allar góðu minning- arnar hugga ég mig. Ég kveð þig með sömu orðum og þú kvaddir mig alltaf á kvöldin: Guð gefi þér alltaf góða nótt. Þín Heiðrún (Heiða). Elsku mamma mín. Núna ertu farin og þótt ég sakni þín sárt þá er ég samt svo ánægð með að þú fékkst hvíld, því þú varst orðin lúin, þreytt og tilbúin til að fara. Við mun- um, allur hópurinn þinn, halda áfram að passa hvert annað eins og ég sagði við þig í vor og sum- ar þegar þú varst að undirbúa okkur börnin þín undir það að þú færir að fara frá okkur. Þannig varstu alltaf, hugsað- ir fyrst um okkur öll og síðast um þig. Þú fylgdist alltaf vel með öllum hópnum þínum sem telur núna rúmlega 100 manns, vildir vita hvað hver væri að gera og hvernig allt gengi. Mundir alla afmælisdaga, heim- sóttir og síðar hringdir til að óska okkur til hamingju með af- mælin. Ömmubörnin og lang- ömmubörnin heimsóttir þú líka eins lengi og heilsan leyfði og laumaðir þá gjarna peningi í litla lófa. Þú varst ekki mikið fyrir það að trana þér fram, hélst þig frekar til hlés en við sem þekktum þig vitum hvað þú varst stórbrotin, hlý og æðru- laus kona. Sagðir ekki alltaf margt en hafðir samt þínar skoðanir og ef þér fannst þurfa komst þú þeim á framfæri á fal- legan og nærgætinn hátt. Ég hef alltaf verið mikil mömmustelpa og þú verið klett- urinn minn sem ég hef alltaf getað leitað til með allt. Börnin mín eru heppin að hafa átt þig sem ömmu sem hafði alltaf nóg- an tíma fyrir þau, alltaf tíma til að spila og ömmu sem alltaf átti ís. Ég gæti skrifað svo margt og mikið um þig en það hefðir þú ekki viljað mamma mín og því mun ég geyma allar minning- arnar okkar með sjálfri mér. Ég vil trúa því að pabbi hafi beðið eftir þér með litla dreng- inn ykkar sem þið misstuð og þú saknaðir alltaf svo sárt. Ég hugsa um ykkur pabba glöð og frísk að spila marías, kýta smá af og til, pabba að halda bók- haldið svo það sé nú örugglega rétt gert og svo fyrir háttinn fá- ið þið ykkur ísblóm. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera dóttir þín og fengið að eiga 58 ár með þér. Ég er stolt af því að geta kallað þig móður mína. Takk fyrir alla ástina, hlýjuna og hjálpina sem þú alltaf gafst mér og síðar allri fjölskyldunni minni. Elska þig alltaf. Ingibjörg (Inga). Halldóra Snorradóttir ✝ Björn Pálssonfæddist á Hauksstöðum í Vopnafirði 24. maí 1931. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Sundabúð 23. desember 2018. Foreldrar hans voru Svava Víg- lundsdóttir, f. 25. september 1906, d. 13. janúar 1935, og Páll Methúsalemsson, f. 24. ágúst 1899, d. 11. júní 1975. Seinni eiginkona Páls var Sig- ríður Þórðardóttir frá Ljósa- landi, f. 19. apríl 1908, d. 8. maí 1997. Systkini Björns eru: Víg- lundur, f. 25. maí 1930, d. 29. f. 3. maí 1965, eiginkona hans er Steinunn Birna Aðalsteins- dóttir, þau eiga tvö börn. 3) Þröstur, f. 6. desember 1976, eiginkona hans er Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir, þau eiga þrjú börn. Björn ólst upp á Vindfelli og Refstað í sömu sveit. Hann lauk búfræðinámi frá Hólum í Hjalta- dal og starfaði lengst af sem járnsmiður, fyrst í Bílasmiðj- unni í Reykjavík og síðar hjá Vélaverkstæði Tanga hf. á Vopnafirði og Bílum og vélum. Síðari árin vann hann við ýmsar járnsmíðar í Reykjavík. Á efri árum flutti hann aftur til Vopna- fjarðar og dvaldi á Sundabúð, þar sem hann lést að morgni Þorláksmessu. Útför Björns fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag, 4. janúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. maí 2018. Guðlaug, f. 27. apríl 1932, d. 11. júlí 2012. Er- lingur, f. 3. júlí 1933, d. 13. desem- ber 2018. Svava Svanborg, f. 25. mars 1941. Þórður Albert, f. 14. janúar 1943. Ásgerður, f. 3. febrúar 1946. og Gunnar, f. 7. júní 1948, d. 9. júní 2016. Björn kvæntist Katrínu Maríu Valsdóttur árið 1965, þau skildu árið 1983. Synir þeirra eru: 1) Páll Valur, f. 9. júlí 1962, eigin- kona hans er Hulda Jóhanns- dóttir, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. 2) Þórður Sigurður, Veröld sem var. Ég sit og hugsa til baka um sextíu ár til æskuheimilis míns. Við vorum þar átta systkinin, fjögur af fyrra hjónabandi pabba og fjögur af því seinna. Nú eru þau öll látin eldri systkinin og einnig yngsti bróð- irinn Gunnar sem lést langt um aldur fram árið 2016. Björn sem lést á Þorláksmessu var sá síðasti af eldri systkinahópnum. Guð- laug lést 2012 og þeir Víglundur og Erlingur einnig á árinu 2018. Nú eru kaflaskil og við erum þrjú systkinin eftir sem deilum minn- ingunum um veröldina sem var, góðar stundir æskuáranna þar sem ýmislegt var brallað og húmorinn var í fyrsta sæti. Æskuheimilið okkar Refstað- ur var eitt af þessum gömlu, stóru sveitaheimilum, þar sem heimilið var heilt samfélag. Þegar ég var barn voru eldri systkinin enn heima. Eftir að þau fóru burt til vinnu voru þau oft heima á sumrin. Minningarnar frá þessum góða og glaða tíma eru margar og dýrmætar, það var alltaf eitthvað um að vera, fullt af fólki, kaupafólk, vinnu- menn, krakkar í sveit og það var talað og hlegið. Við yngstu krakkarnir vorum einkum sólgin í að hlusta á þegar „stóru“ syst- kinin voru að segja sögur úr Reykjavík þegar þau komu heim á sumrin. Við földum okkur undir borðum og bekkjum svo að við fyndumst ekki og yrðum rekin í rúmið, þegar þau fóru að segja frá. Sögurnar hans Bjössa með hans litríku og ótrúlegu orð- kynngi voru engu líkar en öll voru þau systkini mín miklir sögumenn og húmoristar. En Bjössi var alveg sér á parti. Hann var einn af þeim mönnum sem gátu sagt einföldustu hluti þann- ig að viðstaddir grétu af hlátri og sá spaugilegar hliðar á flestu. Hann hafði ótrúlega mikla og frjóa kímnigáfu og glaða lund og hélt þeim eiginleika alla ævi. Hann var sá eini þeirra bræðra minna sem reyndi ekki fyrir sér við búskapinn, þótt hann færi í Hólaskóla með Erlingi þegar þeir voru ungir menn. Hafði eng- an áhuga á búskap þótt hann kynni vel til allra starfa þar og væri heljarmenni til allra átaka. Hann var mjög flinkur við vélar og járnsmíði og vann alla ævi störf sem tengdust þeim atvinnu- greinum, og var eftirsóttur í vinnu. Hann var framúrskarandi verkmaður og hann var líka fá- dæma vinsæll af sínum vinnu- félögum með sína léttu lund og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann var. Hann og Katý bjuggu á Vopnafirði og byggðu sér þar hús og þar fæddust synirnir Páll Val- ur, Þórður Sigurður og Þröstur. Þau Katý slitu samvistum og nokkru síðar flutti hann til Reykjavíkur og bjó þar í nokkur ár en flutti svo aftur til Vopna- fjarðar og bjó mörg síðustu árin í Sundabúð. Björn bróðir minn safnaði ekki sjóðum um ævina og var einhver sá minnsti efnishyggjumaður sem ég hef þekkt. Hans auðæfi voru synir hans og barnabörn, en af þeim var hann mjög stoltur. Hann kvartaði aldrei yfir kjörum sínum eftir að hann varð gamall og heilsubilaður, en hélt glað- værð sinni og húmor allt til enda. Hann hallar sér nú til hvílu rótt í Hofskirkjugarði við hlið Svan- borgar ömmu sinnar og Möggu móðursystur sinnar sem voru honum svo kærar. Ásgerður Pálsdóttir. Björn Pálsson ✝ Sunneva Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 2. febr- úar 1930 og ólst upp í Skerjafirði og Laugarnesi. Hún lést á heimili sínu, Melalind 12, 15. des- ember 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Sigurfinnur Ólafs- son, f. 11. október 1893 á Hvítárvöllum í Andakíl í Borgarfirði, d. 1969, og Fríða María Soffía Danielsen Ólafsson, f. 8. mars 1908 í Færeyjum, d. 1983. Sunneva var ein fimm syst- kina, hin eru: Turid Fredrika, f. 9. júlí 1927, maki Ástvaldur Gunnlaugsson, f. 1924, d. 2007; Sesselja, f. 5. október 1934, d. 2012; Ólafur, f. 7. febrúar 1938, d. 2009; Bryndís, f. 24. ágúst 1939, maki Raymond Bjelf, og Johan D., f. 17. desember 1945, maki Magnea Þorsteinsdóttir, f. 1956. Sunneva var gift Guðmundi Ragnari Lauritzson, f. 23. nóv- ember 1925 á Eyrarbakka, d. 2010. Móðir hans var Guðný Guð- björg Bergþórsdóttir, f. 24. sept- ember 1902, d. 1976. En Guð- mund fóstruðu afi hans og amma, Bergþór Jónsson og Sig- ríður Guðmundsdóttir. Guð- mundur starfaði hjá Pósti og síma sem línumaður, bílstjóri og loks innkaupastjóri í Reykjavík. Hann var kunnur afreksmaður í frjálsum íþróttum og heiðraður fyrir framlag sitt á því sviði. Sunneva og Guðmundur gengu í hjónaband 1948 og hófu búskap í Reykjavík, bjuggu um tíma í Sigtúni 20 við íþróttavöll Ármanns, fluttu að Tunguvegi 66 tvö; a) Sunneva Guðrún, f. 1974, maki Eyjólfur Andrés Björnsson, þau eiga tvö börn, b) Gísli Ferd- inand, f. 1975. 5) Lárus Þór, f. 1961, maki Ásgerður Baldurs- dóttir, f. 1963. Börn þeirra eru tvö; a) Linda Björk, f. 1986, maki Daði Kristjánsson, þau eiga tvö börn, b) Guðmundur Ragnar, f. 1989, í sambúð með Völu Karen Gunnarsdóttur. Framan af sinnti Sunneva, ætíð nefnd Sunna, heimili og uppeldi barna sinna en í kringum 1960 fór hún að vinna við fram- reiðslustörf á matsölustað í mið- borg Reykjavíkur og síðan ýmis tilfallandi störf með heimilinu þar til hún hóf störf á Kleppsspít- ala. Eftir að hafa starfað þar um nokkurt skeið ákvað hún að fara í sjúkraliðanám meðfram starfi við spítalann og starfaði síðan á heilbrigðissviði bæði á Klepps- spítala og Borgarspítala fram til 1973. Um þetta leyti fékk hún mikinn áhuga á svæðanuddi/ acupuncture, sótti námskeið og viðaði að sér miklu efni og þekk- ingu varðandi þessi fræði. Þetta leiddi af sér að svæðanudd og meðferð fólks með ýmsa kvilla varð verkefni hennar til æviloka. Sunna var mjög virk í félags- starfi, sat í stjórn blakdeildar Víkings um árabil sem og í aðal- stjórn félagsins. Hún var einn af frumkvöðlum öldungablaks á Ís- landi og stundaði sjálf íþróttina langt fram eftir aldri, einnig skíði, sund og tennis. Hún var virkur golfari og fór með Gísla, barnbarni sínu, að spila hvenær sem viðraði til síðasta dags, sótti starf eldri borgara í Kópavogi af mikilli elju og aðra þá viðburði sem henni buðust. Sunneva var jarðsungin frá Bústaðakirkju í gær, 3. janúar 2019. Niðjatal Sunnevu féll niður í æviágripi hennar í gær. Morgun- blaðið biður alla hlutaðeigandi innilega afsökunar á mistök- unum. og bjuggu þar lengst af og síðan í Melalind 12 í Kópa- vogi. Börn Sunnevu og Guðmundar eru fimm: 1) Ragnar, f. 1947, d. 2017, maki Elín B. Björgvins- dóttir, f. 1948. Börn þeirra eru þrjú; a) Björgvin, f. 1966, í sambúð með Gerði Gestsdóttur, samtals eiga þau fimm börn, b) Steinunn Björk, f. 1973, maki Árni Sigurðsson, þau eiga tvö börn, c) Hrafnhildur, f. 1979, maki Valur Heiðar Sævars- son, þau eiga tvö börn. 2) Sigþór, f. 1949, maki Lilja Hafsteins- dóttir, f. 1950. Börn þeirra eru þrjú; a) Eva Lilja, f. 1970 og á hún þrjú börn, b) Ragnar Steinn, f. 1972, maki Edda Björg Þórð- ardóttir, þau eiga samtals fjögur börn, c) Ívar Þór, f. 1973, maki Kristjana Guðný Rúnarsdóttir, þau eiga þrjú börn. 3) Hannes Freyr, f. 1951, maki Hanna Sig- ríður, f. 1951 Börn þeirra eru sjö; a) Ólöf Þóranna, f. 1972, maki Njáll Ingvason, samtals eiga þau fjórar dætur og fjögur barna- börn, b) Guðmundur Ragnar, f. 1974, í sambúð með Sóleyju Björk Gunnlaugsdóttur, samtals eiga þau átta börn og tvö barna- börn, c) Sigurbjörg Guðdís, f. 1976, maki Sigurður Villi Stef- ánsson. Þau eignuðust fjögur börn en eitt er látið, d) Pétur, f. 1978, hann á tvö börn, e) Þórey, f. 1979, í sambúð með Hrannari Má Sigrúnarsyni, samtals eiga þau fjögur börn, f) Sigríður Ósk, f. 1987, í sambúð með Jóni Hjalta Brynjólfssyni, þau eiga eitt barn, g) Sunneva Ósk f. 1987. 4) Sigur- borg, f. 1953. Börn hennar eru Hún elsku mamma mín er látin 88 ára að aldri. Mikil er sorgin við að missa hana, hún var lífið og sálin alls staðar og ef henni var boðið út með stuttum fyrirvara þá var hún tilbúin aftir 10 mín- útur, en ég hefði komið daginn eftir. Sama var með pönnukökur og annan mat, alltaf tilbúinn með engum fyrirvara. Hún elskaði að fá börn og ömmubörn og lang- ömmubörn til sín. Spilaði á spil með eldri borgurum, fór í bingó á föstudögum, í matarboð á laug- ardögum og svo önnur boð sem upp komu um helgar. Hún eldaði mat alla daga vikunnar og nú er erfitt að fá ekki lengur besta mömmumat í heimi. Elsku mamma mín, þín er sárt saknað og sorgin er mikil yfir missinum. Þín elskandi dóttir, Sigurborg. Sunneva Jónsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.