Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019 ✝ RagnhildurKristjánsdóttir fæddist á Höfn í Hornafirði 24. mars 1934. Hún lést 21. desember 2018. Foreldrar Ragn- hildar voru hjónin Aðalbjörg Guð- mundsdóttir, f. 25.11. 1908, d. 1.3. 1999, og Óli Krist- ján Guðbrandsson skólastjóri, f. 5.4. 1899, d. 27.7. 1970. Aðal- björg og Óli voru bæði fædd og uppalin í Breiðdal í Suður- Múlasýslu. Önnur börn þeirra eru Ásrún Guðlaug Odsby, f. 28.9. 1935, Vésteinn, f. 14.2. 1939, Guðgeir, f. 14.4. 1941, og Rannveig, f. 26.1. 1951. Ragnhildur giftist eftirlif- andi eiginmanni sínum, Árna Halldórssyni frá Eskifirði, f. 3.10. 1933, árið 1954. For- eldrar Árna voru hjónin Hall- um og ömmu. Afkomendur þeirra Ragnhildar og Árna eru 28 talsins. Ragnhildur var athafnakona og lét sig málefni líðandi stundar alla tíð miklu varða. Að loknu stúdentsprófi, áður en þau hjón fluttu til Eski- fjarðar, starfaði Ragnhildur á Innflutningsskrifstofu ríkisins í Reykjavík. Á Eskifirði tók hún virkan þátt í félagsstörfum og stjórnmálum, kenndi tíma- bundið við Grunnskóla Eski- fjarðar, söng og starfaði með kirkjukór Eskifjarðar í ára- tugi, var um tíma í stjórn Kirkjumiðstöðvar Austurlands, í stjórn Slysavarnafélagsins, var formaður sóknarnefndar, sat í bæjarstjórn fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og átti sæti í Útvegsmannafélagi Austur- lands. Ragnhildi var annt um hag lands og þjóðar, fylgdist með þjóðmálaumræðu og þró- un heimsmála, skrifaði greinar og ræður, vann ötullega að góðgerðarmálum og var unn- andi góðra bókmennta og tón- listar. Útför Ragnhildar fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag, 4. janúar 2019, klukkan 14. dór Árnason, út- gerðarmaður á Eskifirði, f. 11.4. 1887, d. 16.3. 1953, og Solveig Þor- leifsdóttir frá Svínhólum í Lóni, f. 13.11. 1901, d. 8.3. 1945. Ragnhildur og Árni eignuðust sex börn, fyrstan and- vana son 13. júní 1955. Börn þeirra eru Kristín Aðalbjörg sendiherra, f. 18.3. 1957, m. Eric Banthien, Hall- dór framkvæmdastjóri, f. 20.4. 1958, m. Sólveig Magnúsdóttir, Björn framkvæmdastjóri, f. 21.5. 1959, m. Gunnhildur Loftsdóttir, Sigrún fram- kvæmdastjóri, f. 27.10. 1960, m. Michael Schulz, Guðmundur ráðuneytisstjóri, f. 20.9. 1963, m. Sólveig Berg. Auk þess ólst Auður dótturdóttir þeirra að verulegu leyti upp hjá afa sín- Ragnhildur tengdamóðir mín tók mér vel frá fyrstu kynnum. Tvisvar hafði hún hitt mig á vor- mánuðum 1985, þegar hún útveg- aði mér sumarvinnu á pósthúsinu á Eskifirði og þau Árni tóku mig inn á heimili sitt með Bjössa. Sambýlið gekk vel og samskiptin voru með ágætum æ síðan. Didda var „ungamamma“ af bestu gerð, alltaf vildi hún vita um ferðir og gerðir barna sinna og seinna af- komenda allra. Hún lá ekki á skoðunum sínum um málefni þjóðfélagsins og var t.d. gallharð- ur stuðningsmaður hálendisvega milli landshluta. Ferðir þeirra hjóna suður voru þéttskipaðar heimsóknardagskrám til barna, ættingja og vina. Þegar þau eign- uðust sumarhúsið á Flúðum 1996, tóku þau á móti fjölmörg- um gestum þar og Didda dekraði við alla sem heimsóttu þau, ekki bara þar heldur líka á Eskifirði. Alltaf var fallegt í kringum Diddu, smekklegt og vel um hugsað. Hún sinnti mannmörgu heimili, kennslu um tíma, bók- haldinu hjá Friðþjófi hf. og var umhugað um að alltaf væri hreint og snyrtilegt á heimilinu í leið- inni. Hún var snör í hreyfingum, léttstíg og kvik. Ég lærði heil- margt bara með því að horfa á hana vinna, meðal annars í eld- húsinu. Ekki var Didda mikið fyrir óþarfa hluti í kringum sig og notaði sem fæsta hluti við vinnu sína, til dæmis þótti henni óþarfi að vera með fleiri eldhús- hnífa en þá tvo sem hún notaði: „Ef mann vantar það ekki, þá þarf maður ekki að kaupa það,“ sagði hún þegar við hvöttum hana til að eignast hnífasett með alls konar hnífum til mismunandi nota. Það var erfitt að fylgjast með veikindum Diddu og vera svona langt í burtu. Börnin þeirra Árna önnuðust foreldra sína vel, ásamt afkomendum öllum, og fóru með skipulegum hætti austur til þeirra og gerðu þeim kleift að vera heima. Árni sinnti heimilinu af natni, undir stjórn Diddu, milli þeirra heimsókna. Elsku Árni. Nú er skarð fyrir skildi, engin léttstíg, kvik kona á ferli um húsið, en minning henn- ar mun alltaf lifa í hugum okkar, myndum og frásögnum. Gunnhildur Loftsdóttir. Elsku amma Didda er fallin frá. Við eigum allar fjölda minn- inga um góða og hlýja ömmu sem söng fyrir okkur þegar við vorum börn, bakaði bestu pönnukökurn- ar og var jafnframt ráðagóð, kröftug og fyrirmynd fyrir okkur afkomendur hennar. Heimsóknir til Eskifjarðar að sumarlagi höfðu mótandi áhrif á okkur sem börn og styrktu teng- inguna við Austfirðina. Síðar keyptu amma og afi sumarbú- staðinn á Flúðum sem hefur ver- ið einn helsti samkomustaður okkar fjölskyldunnar og nú síð- ustu ár höfum við farið með litlu stelpurnar, þær Bryndísi Aðal- björgu, Örnu og Þórhildi, oftar en einu sinni að heimsækja ömmu og afa á Eskifirði. Þær tala allar oft um langömmu, lang- afa, Eskifjörð og Hólmatind. Fræg er sagan að Kristín Líf hafi sagt sem barn að „við erum öll að austan“, en sú setning lýsir nokkuð vel tilfinningu okkar allra gagnvart Austfjörðunum. Amma Didda var sannkölluð ættmóðir og hafði ávallt góða yfirsýn hvað varðar fjölskyldu og afkomendur. Búandi á Eskifirði lét hún fjarlægðina ekki aftra sér og var fljót að tileinka sér nýja tækni til að hafa samskipti við sitt fólk og í raun grínuðumst við með það systurnar að hún væri með hálfgerða stjórnstöð á Eski- firði þar sem hún var alltaf með á hreinu hvað væri í gangi hjá öll- um afkomendum sínum. Þrátt fyrir að vera 84 ára var amma virk á gmail, sendi SMS, var með Facebook og Skype. Amma hringdi reglulega í okkur til að fá hnitmiðaðar upplýsingar um fréttir af okkar fólki, til að biðja um tækniaðstoð eða til að veita ráð, sem voru oft óumbeðin en kærkomin engu að síður. Stundum var tilgangur símtal- anna þó einungis að segja okkur skemmtilegar sögur og brand- ara, en amma var svo glaðlynd og þannig minnumst við hennar; brosandi og stutt í hláturinn. Hvíl í friði, elsku amma, og takk fyrir allt. Sigrún, Þórdís og Kristín Líf. Amma mín, amma Didda, hefur kvatt okkur. Þegar ég hugsa um ömmu mína og mannkosti hennar renn- ur margt í gegn um hugann. Fyrst og fremst hversu traust hún var, sterk og jákvæð. Til ömmu var alltaf hægt að leita, í gleði og sorg, hún reyndist mér alltaf klettur í gegnum súrt og sætt. Amma var einnig skemmtileg kona. Hún var húmoristi og það var gaman að vera þar sem hún var, nærvera hennar var fullkom- in. Amma var víðlesin og eftir hana liggur bókasafn á fjölmörg- um tungumálum sem hún hafði lært og ef ekki kennt sér sjálf. Amma elskaði góða tónlist frá öllum heimshornum og það eru til ófáar plötur á Steinholtsveg- inum sem hafa verið spilaðar í ár- anna rás. Minningarnar hafa leitað á mig síðustu daga og allar eiga þær það sammerkt að vera yndislegar. Ég bjó hjá ömmu og afa á Eskifirði frá sjö ára aldri þar til grunnskóla lauk og þau ár voru mér gæfutími, nándin og tengslin við ömmu og afa ómet- anleg og órjúfanleg. Langamma bjó nálægt og þar var líka gott að eiga athvarf. Ég var alsæl hjá ömmu og afa í nágrenni við fjörð- inn og náttúruna, góða vini og ættingja. Við barnabörnin eigum öll góðar minningar frá Steinholts- veginum, þar gerðust ævintýrin, stutt var niður í fjöru og upp í fjall. Enn styttra var í faðm ömmu og afa. Amma var þeim kosti gædd að vera raunsæ á lífið. Hún sagði ósjaldan við mig að ég ætti ekki að hafa óþarfa áhyggjur, það færi allt einhvern veginn og að stund- um stjórnist hlutirnir af ein- hverju öðru en því sem við endi- lega viljum eða ætlum okkur. Það er rétt, og það tek ég með mér. Ég er þakklát fyrir að hafa verið hjá ömmu og afa nýlega, síðustu helgi ömmu minnar. Þrátt fyrir þrekleysi var amma jákvæð, glöð og bjartsýn á allt sem lífið hefur upp á að bjóða. Við ræddum um allt milli himins og jarðar, litum yfir liðinn veg, töluðum um fjölskylduna, bækur, tónlist og mat. Ég gekk brosandi burt og hlakkaði til að koma aftur austur eftir nokkrar vikur. Nú hefur amma kvatt og missirinn er sár, en minningarn- ar eru sterkar og lifa. Lífsspeki, jákvæðni og gleði ömmu tek ég með mér áfram út í lífið. Takk fyrir allt, heimsins besta amma. Auður. Elsku systir mín! Nú stöndum við auglitis við ævilokin og erum báðar orðnar háaldraðar, má segja, því margir fara löngu fyrr. Við höfum margt að vera þakklátar fyrir, fyrst og fremst æskuminningarnar sem eru foreldrum okkar að þakka og að við fengum að alast upp á Höfn, í því góða samfélagi sem þar var. Við höfum líka lifað ótrúlega þróun í samfélaginu og ég er glöð yfir að hafa upplifað allt sem við ólumst upp við, og með. Allir voru fátækir, miðað við samfélagið í dag, en við lærðum auðvitað mikið á því. Í stríðinu var ekkert hægt að kaupa og föt- in okkar voru saumuð upp úr gömlu, t.d. áttum við pils sem voru saumuð úr peysufata- svuntunum hennar langömmu. Ég erfði þín föt og þú sumarkjól- inn hennar Þórunnar í Tungu, sem var þveginn á kvöldin og þurrkaður yfir nóttina. Manstu þegar við vorum boðnar í af- mælisveislu og spurðum hvort við mættum fara í dökkbláu pils- unum og bleiku blússunum sem föðursystur okkar saumuðu handa okkur? Mamma var þá bú- in að gefa þetta í Finnlandshjálp- ina og lét okkur vita að við ættum ekki að sýna neina óánægju út af því, það var stríð þar og aum- ingja finnsku börnunum var miklu meiri vorkunn en okkur sem ekki þurftum að upplifa stríð. Við byrjuðum ekki í skólanum fyrr en átta ára. Þá vorum við búnar að vera læsar lengi. Stund- um fengum við að fara með pabba í skólann og fannst það mjög gaman. Svo kom að því að þú byrjaðir og ég fékk ekki að byrja. Annað eins óréttlæti hafði ég aldrei upplifað. Ég grét heilan dag – fannst mér – og enginn vor- kenndi mér. Svo komu blessuð jólin með jólatré og jólagjafir. Þó þröngt væri í Holti tókst okkur að ganga í kringum jólatréð litla – puntað með fánum og nokkru jólaskrauti fyrir utan kertin, og syngja fal- legu jólasálmana okkar. Raf- magn var ekki komið – en það logaði alltaf lampi alla nóttina, þessa einu nótt á árinu. Ég hugsa oft um þetta þegar jólaskreyting- arnar yfirgnæfa nú á dögum. Við vorum svo ánægð og hamingju- söm börn samt sem áður og pabbi og mamma sáu um að við upplifðum alltaf sanna jólagleði. Minningarnar sækja að mér. Við héldumst alltaf í hendur fyrstu árin. Svo kom að því að við fluttum frá Höfn haustið 1948. Manstu þegar við fórum með bát út á flugvöll, sem var þá á Mel- unum? Fjörðurinn var sléttur eins og spegill. Jöklarnir spegl- uðust í vatninu, eyjarnar og hólmarnir og bæirnir á Mýrun- um flutu í hillingunum. Það var eins og ævintýraheimur. Þá héld- umst við í hendur og tárin runnu. Þú varst í rauðu fermingar- kápunni þinni. Ég sé þetta allt fyrir mér, eins og það hafi gerst í gær. Svo byrjaði nýr áfangi í lífi okkar og nokkrum árum seinna skild vegi þegar við fórum í gagn- fræðaskóla, en við hittumst alltaf heima á sumrin, og eftir að ég flutti hingað höfum við skrifað óteljandi bréf, og seinna meir voru það símtöl. Nú verðum við að sætta okkur við þau örlög og endalok sem guð okkur gefur. Ég er honum þakklát fyrir lífið og sérlega fyrir að leyfa okkur að eiga þessa góðu daga saman í sumar. Eins og þú segir: það var okkar kveðjustund. (Úr bréfi frá Ásrúnu 12.12. 2018.) Þín systir, Ásrún (Ása). Allir sem þekktu Ragnhildi systur mína vissu að hún hafði brennandi áhuga á sínu nánasta umhverfi og að hún hikaði ekki við að koma skoðunum sínum á framfæri þegar henni lá mikið á hjarta, hvort sem um var að ræða t.d. framkvæmdir Ofanflóðasjóðs við Hlíðarendaá eða einstaka ákvarðanir bæjarstjórnarmanna í Fjarðabyggð. Málefni líðandi dags voru Diddu hugleikin og undanfarna mánuði hafði hún þungar áhyggj- ur af framferði okkar mannfólks- ins sem erum vel á veg komin með eyðileggja möguleika kom- andi kynslóða á farsælli framtíð hér á jörð. Minntist hún oft á þetta í okkar mörgu og góðu sím- tölum nú á haustdögum og er mér fullljóst að hún, sem alla tíð var vakin og sofin yfir velferð sinnar stóru fjölskyldu og alls skylduliðs, átti erfitt með að yf- irgefa okkur öll sem eftir lifum með svo uggvænlega framtíðar- sýn. Eins og hennar var von og vísa vildi hún gera eitthvað til að vekja fólk til umhugsunar. Hún skrifaði fjölmiðlafólki og bað það um að taka málefnið til umfjöll- unar. Í október sendi hún blaða- manni bréf sem hófst á þessum orðum: „Sæl og blessuð. Í nótt lá ég andvaka og hugsaði um til hvers ég gæti snúið mér út af máli sem mér liggur þungt á hjarta. Það þyrfti að vera beittur penni sem tekið væri mark á.“ Ég greini frá þessu hér af því að ég veit ekki hvort systir mín náði að tala um þetta við öll sín dug- legu barnabörn og barnabarna- börn (sem sum eru vissulega komin til vits og ára) og mér finnst mikilvægt að þau viti að amma Didda vildi að umhverfis- vandinn yrði tekinn föstum tök- um og gripið til róttækra aðgerða loftslaginu, jörðinni og okkur öll- um til bjargar. Að leiðarlokum er mér efst í huga ómælt þakklæti fyrir að hafa alla tíð átt Ragnhildi stóru systur mína að; orð fá því ekki lýst og hennar er sárt saknað. Kæri Árni mágur. Við Rúnar vottum þér og allri fjölskyldu ykkar innilega samúð. Rannveig. Í dag er yndisleg frænka mín, Ragnhildur Kristjánsdóttir, bor- in til grafar, ég get því miður ekki verið viðstödd en mig langar að minnast hennar hér með nokkrum orðum. Við hittumst allt of sjaldan en stundum heyrðumst við í síma og ef ég hringdi í hana þá passaði hún alltaf upp á að við töluðum ekki lengi svo það myndi ekki kosta mig mikið, en ef hún hringdi í mig þá var hún ekki að flýta sér og við áttum oft gott spjall. Það var líka gaman að fá tölvupóst frá henni, hún skrifaði ekki mikið en kom sér beint að efninu og kvittaði undir, kveðja R. Ég hef ósjaldan fengið að heyra að ég sé lík Ragnhildi, þá er það yfirleitt þegar ég er búin að skipuleggja eitthvað en ein- hverra hluta vegna er talað um stjórnsemi í því samhengi. Ég segi alltaf að við Ragnhildur séum ekki stjórnsamar heldur séum við gæddar óendalega miklum skipulagshæfileikum. Ég sagði alltaf að það væri ekki leið- um að líkjast. Ragnhildur hugsaði vel um allt og alla og fór létt með það. Sér- staklega hugsaði hún vel um ömmu mína og nöfnu á meðan hún lifði. Elsku Ragnhildur, þú varst búin að vera svo veik þannig að þetta var kannski það besta sem gat gerst þó að maður eigi nú erf- itt með að sætta sig við að þú sért farin. Nú hefur enn einn engillinn bæst í hópinn sem vakir yfir okk- ur sem enn erum hér. Elsku frænka, ég kveð þig með sárum söknuði, hvíldu í friði. Elsku Árni, Kristín Aðalbjörg, Sigrún, Gummi, Bjössi, Halldór og fjölskyldur. Ég bið Guð að gefa ykkur styrk, ljós og frið á erfiðum stundum. Aðalbjörg Guðgeirsdóttir. Við komum í fyrsta skipti sam- an í heimsókn til Ragnhildar á Eskifirði sumarið 1962. Hún var þá með fjögur börn hvert á sínu árinu, Kristín elst fimm ára, Halldór og Björn fjögurra og þriggja, en Sigrún að verða tveggja. Guðmundur bættist ekki í hópinn fyrr en ári síðar. Árni maður hennar var á síld. Ekki var þó annað að sjá en þessi unga móðir hefði fulla stjórn á heim- ilinu og fjörugum barnaskaran- um og gæti tekið á móti gestum með sama myndarskap og hlýju og ævinlega síðan. Þetta kom bróður hennar svo sem ekki á óvart. Hann var vanur því að stóra systir sýndi ábyrgð og skörungsskap. Það brást heldur ekki síðan, og enn var gott að heimsækja hana á Eskifirði síð- asta haust. Þá hafði sjúkdómur- inn sem hrjáði hana dregið úr lík- amlegri orku, en andlegur skýrleiki og fjör, ásamt velvilj- uðum lifandi áhuga á lífi annarra, var allt eins og fyrr. Nú var Árni löngu kominn í land og stóð þétt við hlið hennar, eins og verið hafði í áratugi, og börnin, sem voru flogin að heiman til margs konar ábyrgðarstarfa, tíðir gestir til að aðstoða foreldra sína og njóta samvista við þau. Ragnhildur fylgdist auðvitað vel með hinum stóra og stækk- andi hópi afkomenda sinna, en hún fylgdist líka vel með lífi systkina sinna og þeirra afkom- endum. Áhugi hennar á lífinu ut- an veggja heimilisins var þó sannarlega ekki bundinn við fjöl- skyldumálin. Hún las alltaf mik- ið, einkum skáldsögur á íslensku og erlendum málum, hafði lifandi áhuga á menningarmálum margs konar og þjóðmálum, gat fyllst vandlætingu yfir ýmsu, en vand- lætingin var oft gamni blandin, henni fannst vitleysan spaugileg, hvort sem var í tungutaki eða pólitík. Ragnhildur lifði ekki í neinni einangrun á Eskifirði. Hún tók þátt í lífi samfélagsins, skólamál- um og atvinnumálum, og rekstri þeirra eigin sjávarútvegsfyrir- tækis. Nánir ættingjar Árna voru og eru margir á staðnum og bundust henni vináttuböndum eins og fleiri Eskfirðingar. Um 1960 fluttust foreldrar hennar til Eskifjarðar og lögðu auðvitað gott til uppeldis barnanna. Móðir hennar var þar ekkja í nærri þrjá áratugi og naut þess þá að hafa sína góðu dóttur í næsta ná- grenni og kveðja að lokum í faðmi hennar níræð að aldri. Síðustu áratugi hafa Ragn- hildur og Árni átt gott sumarhús á Flúðum, þar sem þau hafa oft dvalist nokkrar vikur á hverju ári, og hafa þá gestakomur verið tíðar enda móttökurnar ævinlega hlýjar og í léttum anda. Þegar þau komu til Reykjavíkur stóðu þau yfirleitt stutt við, en þurftu að líta inn hjá mörgum. Ragn- hildur skipulagði það allt, og þótti heimafólki hún þá stundum fullfljót að kveðja og leggja af stað til næsta áfanga. Okkur þótti hún líka fullfljót að kveðja núna og hefðum viljað hafa hana lengur hjá okkur. En meðal þess sem við höfum lært af samskiptum við Ragnhildi er að ekki tjáir að fást um það sem ekki verður haggað. Nú ríkir söknuður í stóra hópnum hennar Ragnhildar. Við sendum þeim samúðarkveðjur, einkum honum Árna sem horfir á bak sínum lífsförunaut eftir langt og farsælt ferðalag. Unnur og Vésteinn. Við andlát Diddu hans Árna frænda koma upp í hugann minn- ingar um áratuga frænd- og ræktarsemi þeirra hjóna í minn garð og fjölskyldu minnar. Missir Árna er mikill og djúpstæður. Sambúð þeirra, sem varði í yfir 60 ár, var alla tíð einstaklega ná- in og oftast var talað um Diddu og Árna eins og um eina persónu væri að ræða. Það var mjög nota- legt að heimsækja þau enda fann maður glöggt hve velkominn maður var. Ragnhildur var afar vel gerð kona, hæfileikarík og metnaðar- full fyrir sitt heimili og sína nán- ustu. Börn þeirra Árna bera með sér það góða atlæti sem foreldr- arnir veittu þeim í bernsku. Hún var einnig félagslynd og viðræðu- góð og lét sér annt um hag bæj- arfélagsins. Hún hafði margt gott til málanna að leggja. Ég fann fljótt hve uppeldis- og menntamál voru henni ofarlega í huga sem og jafnrétti kynjanna, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Eskfirska frændræknin er svo rík og rótgróin og auðvelt að finna sig heima þegar þangað er komið. Þannig var heimili Diddu og Árna. Eitt sinn endur fyrir löngu var ég á ferð um Austfirði með vini mínum. Ferðinni var heitið frá Höfn til Eiða. Vegna misskilnings var Ragnhildur Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.