Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
mér starf á Hvíta húsinu. Það
reyndist gæfuspor.
Nú urðu samskipti mín og Hall-
dórs mikil og dagleg í gegnum
starf okkar beggja. Sem yfir-
maður var Dóri sanngjarn og
ákveðinn en um leið hvetjandi og
umhyggjusamur. Hann lét sér
annt um fólkið sitt og vinnustað-
inn. Hvíta húsið hefur þótt eftir-
sóttur vinnustaður enda starfs-
fólki liðið vel og hefur starfs-
mannavelta ávallt verið lítil. Að
öðrum ólöstuðum á Halldór
stærstan þátt í að skapa þennan
einstaka anda sem alltaf hefur
einkennt stofuna.
Við héldum um árabil til veiða í
Straumfjarðará á Snæfellsnesi.
Ég var stundum svo lánsamur að
vera með Halldóri á stöng. Hann
var klókur en ekki mjög ákafur
veiðimaður og fannst yfirleitt
betra að hafa mig meira á stöng-
inni. Það var gott fyrirkomulag
fyrir báða, eins og Halldór orðaði
það. Uppáhaldsveiðistaður hans
var Svartibakki, veiðistaður sem
alla jafna gaf ekki mikinn fisk.
Halldór átti það til oftar en ekki að
reisa lax við þennan fallega stað.
Svo var drjúgum tíma gjarnan
varið í gott og innihaldsríkt spjall í
rólegheitum við árbakkann. Þetta
voru gæðastundir.
Starf Halldórs við auglýsinga-
fagið spannar næstum fimm ára-
tugi og verður að teljast nánast
einsdæmi, sérstaklega í þessum
bransa sem er svo margþættur og
miklum breytingum háður. Þegar
kynslóðaskiptin urðu og Halldór
lét öðrum eftir stjórnartaumana
var sem fyrr fullt traust, hvatning
og skilyrðislaus stuðningur. Og
þótt ekki væri um daglega viðveru
að ræða sem stjórnarformaður
var Dóri alltaf nálægur, vel tengd-
ur og boðinn og búinn til aðstoðar.
Það var ómetanlegt að eiga slíkan
bakhjarl, félaga og vin. Meira að
segja í erfiðum veikindum sínum
hafði hann reglulega samband,
fylgdist með, spurði frétta, hvern-
ig gengi, hvort ekki væri allt í
góðu lagi hjá okkur öllum. Hvíta
húsið átti svo veigamikinn þátt í
hans lífi.
Eins og í lífinu sjálfu mætti
Halldór veikindum sínum af
æðruleysi og auðmýkt. Og mitt í
þeim stormi, vitandi vel hvert
stefndi, nutum við áfram hand-
leiðslu hans og góðvildar allt til
hinsta dags.
Ég er þakklátur langri sam-
fylgd, vináttu og vissulega ríkari
fyrir vikið.
Elsku Anna, Kristinn, Arnald-
ur og fjölskylda, ég sendi ykkur
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Kristinn R. Árnason.
Kynni okkar Halldórs má rekja
til þess að við unnum báðir í sömu
atvinnugrein og vorum strangt til
tekið keppinautar alla tíð en ég
minnist hans með vinsemd, hlýju
og þakklæti í huga.
Halldór var mikill heiðurs-
maður og átti langan og farsælan
feril í starfi sínu sem auglýsinga-
maður bæði sem stjórnandi eigin
fyrirtækis og virkur þátttakandi í
hagsmunabaráttu fyrir atvinnu-
greinina.
Halldór var þeim kostum búinn
að ekki var hægt að hugsa sér
betri mann til að takast á við um
hin ýmsu hagsmunamál. Engu
skipti hversu hart var gengið
fram, ávallt stóðu allir sáttir upp
frá borði ef Halldór sat við borðs-
endann. Var stundum grínast með
það að ef menn þyrftu að rífast
væri bara best að rífast við Hall-
dór þar sem það endaði ávallt far-
sællega.
Halldór var mikill ljúflingur og
góður vinur alla tíð. Ég mun sakna
þess að geta ekki leitað ráða hjá
honum í dagsins önn.
Blessuð sé minning Halldórs
Guðmundssonar.
Önnu og fjölskyldu sendi ég
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hallur A. Baldursson.
Árið er 1977, ég hafði verið boð-
aður á fund með honum og var
soldið spenntur. Ég þekkti mann-
inn eiginlega ekki neitt en man
samt vel að það þótti einhver ára
yfir þessum náunga. Hann var
sagður fyrrverandi baráttunagli
úr iðnnemasamtökunum, með
sveinsréttindi í trésmíði, droppát
úr MR og meintur kommi. All-
svakaleg staða og fylgdi með að
slíkt væri nú eiginlega alveg á
mörkunum í samhenginu, hann
framlínumaður á stórri auglýs-
ingastofu sem átti allt sitt undir
við að þjónusta viðskiptaelítu,
auðvald og íhald. En samt, eitt-
hvað var það. Ég var semsagt
þarna að ráða mig á auglýsinga-
stofuna eftir útskrift úr auglýs-
ingadeild Myndlista- og handíða-
skóla Íslands. Fundurinn fór vel
og við áttum framundan 18 ára
þétt og gott samstarf.
Málið er að Halldór Guðmunds-
son, sá mikli öðlingur sem hér er
kvaddur, trésmiðurinn og komm-
inn áður nefndur svo, var einhver
alfærasti og gleggsti markaðs- og
auglýsingamaður landsins. Sköp-
unargáfa hans var ómæld, orðfæri
og ritsnilld sömuleiðis. Og ekki
síst hafði hann til að bera eigin-
leikann sem allir vilja hafa, sumir
þykjast hafa en er bara ekki öllum
gefinn og er algjört lausnarorð í
þessum bransa: Læsi. Dóri var
ótrúlega vel læs á samfélag, mark-
aðsumhverfi og markhópa. Hann
þótti lausnamiðaður og sá ekki að-
eins fyrir næsta leik heldur líka
þann þarnæsta. Það var ofboðs-
lega gaman og algjör unun að
vinna með honum þegar verið var
að undirbúa, greina og skipu-
leggja viðfangsefnin. Mikil sköp-
un, mikil gleði, – svokölluð sköp-
unargleði.
Sumir vildu endilega uppnefna
okkur komma sem var bara fínt, í
því birtist óttablandin virðing og
æskileg fjarlægð, sögðum við.
Hefði samt verið betra að vita ná-
kvæmlega hvað það þýddi en þó
ekki. Óteljandi áttum við gæða-
stundirnar í spjalli og pælingum
um bransann, þá var óspart vitnað
í David Ogilvy og alla þessa frasa-
kalla.
Halldór Guðmundsson var um
margt forgöngumaður í skipu-
lögðum markaðsmálum hérlendis,
hann var meðal stofnenda SÍA,
samtaka auglýsingastofa, og for-
maður þar oft og lengi. Viðfangs-
efnin okkar á auglýsingastofunni
áður fyrr voru fjölbreytt hönn-
unarverkefni, heilmikil flóra í aug-
lýsingagerð, einfaldar útvarps-,
sjónvarps- eða Moggaauglýsingar
sem heilu stórherferðirnar fyrir
alls konar starfsemi; skipafélög,
flugfélög, olíufélög, tryggingar-
félög, sjónvarpsstöð, meðferðar-
stöð fyrir alkóhólista, framboð
fyrir forseta og framboð fyrir
stjórnmálaflokka en þeir voru
jafnan í biðröðum. Það gefur
augaleið að þetta voru fínir tímar.
Og hugsa sér veganestið sem
græningi í auglýsingabransanum
hlýtur við svona viðkynni. En það
hallaði undan og yndislegt var að
hitta okkar mann sl. haust á gamla
vinnustaðnum og margt um að
spjalla. Hann að vísu orðinn veik-
ur en að öðru leyti óbreyttur, allt-
af sama hlýjan og ljúfa brosið.
Við leiðarlok er mér efst í huga
hin mannlega útgeislun, virðing
og hvatning sem Dóri gaf sam-
ferðafólki sínu alla tíð. Björt minn-
ingin um hinn góða dreng mun
fylgja mér áfram og bæta. Ég er
þakklátur fyrir kynnin.
Hugheilar samúðarkveðjur.
Haukur Haraldsson.
Í dag kveð ég vin minn og sam-
starfsfélaga Halldór Guðmunds-
son. Ég kynntist Halldóri þegar
ég hóf störf á Hvíta húsinu árið
2004.
Það var strax áberandi hversu
mikil virðing var borin fyrir þess-
um framkvæmdastjóra stofunnar.
Hann var góður stjórnandi, sterk-
ur rekstrarmaður með skýra sýn.
Á sama tíma var hann hlýr og
áhugasamur um líf og líðan fólks
innan og utan vinnu. Vinnustaða-
menningin á Hvíta húsinu var ólík
því sem ég hafði upplifað áður. Í
bland við spriklandi hugmynda-
auðgi var ákveðin jarðtenging á
stofunni. Sumt fannst mér undar-
lega gamaldags miðað við starf-
semi fyrirtækisins. Snemma
ræddi ég við Halldór um kaffið og
sagði honum að á öllum nútíma-
vinnustöðum væri kaffivél þar
sem baunir væru malaðar í hvern
bolla. Mér þótti þetta mikilvægt
mál þar sem kaffið á stofunni, sem
varla var hægt að kalla kaffi, var
ódrekkandi. Halldóri fannst þetta
helst til róttæk ábending og var
klárlega ekki sammála mér, en
hlustaði á rök mín, og stuttu
seinna var komin ný kaffivél. Hin
vélin fékk þó að standa líka í nokk-
ur ár í viðbót.
Halldór nálgaðist málin af jafn-
vægi og yfirvegun, hann var jarð-
tenging Hvíta hússins og það er
einkenni, sem við sem leiðum
fyrirtækið í dag, höfum lagt mikið
upp úr að viðhalda. Sumum getur
þótt við of öguð og gamaldags fyr-
ir vikið. Við erum stolt af því.
Það voru mikil forréttindi að fá
að vinna með manni sem hafði þá
reynslu af auglýsingageiranum
sem Halldór hafði. Hann var ótrú-
lega úrræðagóður, og það var
nánast sama á hvaða sviði það var.
Halldór var einn af stofnendum
SÍA, Sambands íslenskra auglýs-
ingastofa, og þrisvar kjörinn for-
maður fyrir utan að vera stjórn-
armaður og sitja í nefndum fyrir
SÍA í mörg ár. Hann var ákveðinn
en sanngjarn og naut virðingar
meðal auglýsingafólks og annarra
hagsmunaaðila. Síðustu ár hitt-
umst við reglulega, bæði í vinnu,
þar sem hann var stjórnarformað-
ur Hvíta hússins, og á golfvellin-
um. Hann hvatti mig til þess að
taka þátt í SÍA, bjóða mig fram í
stjórn og síðar sem formann.
Hann fylgdist áfram vel með því
sem var að gerast í bransanum og
við skiptumst á skoðunum um hin
ýmsu mál.
Það skipti engu þótt neytenda-
hegðun eða notkun fjölmiðla hafi
breyst frá því hann var virkur
þátttakandi í auglýsingabransan-
um, hann gat alltaf veitt gagnleg
ráð, því hann hafði svo djúpan
skilning á grunnstefi auglýsinga-
og markaðsmála.
Fyrir hönd SÍA vil ég þakka
Halldóri fyrir ötult starf hans í
þágu auglýsingageirans á Íslandi.
Ég kveð Halldór með þakklæti
í huga. Fyrir stuttu áttum við gott
spjall þar sem hann hvatti mig til
þess að láta lífið ekki snúast ein-
göngu um vinnuna, heldur að lifa
lífinu, njóta stundarinnar, ferðast
og hafa gaman. Ég ætla að lifa eft-
ir því eins og mörgu öðru sem
Halldór kenndi mér.
Ég votta Önnu, Arnaldi,
Kristni og fjölskyldu mína dýpstu
samúð.
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir,
framkvæmdastjóri á Hvíta
húsinu og formaður SÍA.
Halldór Guðmundsson var ein-
stakur sómamaður. Við félagarnir
á Íslensku auglýsingastofunni
höfum þekkt hann og átt hann að
sem faglegan samherja, við-
skiptafélaga og keppinaut í yfir 30
ár.
Þar hefur aldrei borið skugga
á, þótt að sjálfsögðu hafi hags-
munir okkar ekki alltaf farið sam-
an og stundum verið tekist hressi-
lega á.
Réttsýni, áreiðanleiki og mýkt í
mannlegum samskiptum eru orð
sem nota mætti til þess að lýsa
þessum góða dreng auk þess sem
hann var afar viðræðugóður,
skemmtilegur og orðheppinn á
sinn yfirvegaða máta – það er
bitamunur en ekki fjár.
Hafðu þökk fyrir samfylgdina
og ekki síður samkeppnina, en
betri keppinaut hefði ekki verið
hægt að hugsa sér.
Við sendum Önnu og fjölskyld-
unni okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Jónas Ólafsson,
Ólafur Ingi Ólafsson.
Fleiri minningargreinar
um Halldór Guðmunds-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Kristján Guð-mundsson
fæddist í Hafnar-
firði 2. júlí 1927.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 19.
desember 2018.
Foreldrar hans
voru hjónin Fil-
ippía Ingibjörg Ei-
ríksdóttir, f. 3.2.
1888, d. 12.1. 1967,
og Guðmundur Kristjánsson, f.
28.4. 1881, d. 9.7. 1950. Systkini
Kristjáns voru fjögur, Nikulás,
f. 28.9. 1919, d. 3.3. 2002, Guðni,
f. 16.2. 1921, d. 22.11. 1974,
Laufey, f. 3.3. 1923, d. 20.12.
1981, og Steinunn, f. 7.3. 1929,
d. 27.8. 2002.
Kristján kvæntist 15. mars
1952 Halleyju Sveinbjarnar-
mundsdóttir, sonur þeirra er
Benedikt Júlíus, f. 2017. 3)
Sveinbjörn, f. 1957, kvæntur
Kristínu Leifsdóttur, f. 1966.
Sonur hans er Þórbergur, f.
1985. Synir Sveinbjörns og
Kristínar eru Kristján Júlían, f.
2000, og Jóhann Haukur, f.
2004; 4) Björgvin, f. 1964.
Dóttir hans er Júlía, f. 1987,
sambýlismaður hennar er
Christian Frederik Weise, börn
þeirra eru Emma Halley, f.
2015, og Kjartan Richard, f.
2017.
Kristján ólst upp í Hafnar-
firði og síðar á Vatnsleysu-
strönd. Á sínum yngri árum
vann hann við vöru- og leigu-
bílaakstur, en aðalstarf hans frá
35 ára aldri var sem slökkviliðs-
maður á Reykjavíkurflugvelli.
Kristján og Halley bjuggu
lengst af í Hólmgarði en fluttu í
Eiðismýri á Seltjarnarnesi fyrir
um tuttugu árum.
Útför Kristjáns fer fram frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 4.
janúar 2019, og hefst hún
klukkan 15.
dóttur, f. 15.3.
1932, d. 11.6. 2010,
húsmóður og síðast
móttökuritara á
Heilsugæslustöð-
inni í Fossvogi.
Börn þeirra eru: 1)
Kristín, f. 1952,
hún er gift Ívari
Guðmundssyni, f.
1952. Synir þeirra
eru Ívar Kristján, f.
1980, sambýliskona
hans er Gerður Erla Tómas-
dóttir, sonur þeirra er Tristan
Stígur, f. 2015; Aron, f. 1986. 2)
Guðmundur, f. 1955, kvæntur
Sonju B. Jónsdóttur, f. 1952.
Dóttir hennar er Harpa Rut, f.
1970, d. 1989. Sonur Guð-
mundar og Sonju er Birkir
Kristján, f. 1991, sambýliskona
hans er Rannveig Anna Guð-
Við Kristján, tengdafaðir
minn, vorum ekki stödd á alveg
sömu blaðsíðunni þegar við
kynntumst fyrir röskum þrjátíu
árum. Þóttist ég vart hafa kynnst
annarri eins karlrembu og held
ég að honum hafi fundist við-
brögð mín algjörlega úr takti við
það sem hann meinti. Þrátt fyrir
þennan ágreining gekk ekki
hnífurinn á milli okkar þegar
kom að stjórnmálunum almennt.
Við gátum býsnast yfir nokkurn
veginn því sama þegar við horfð-
um á fréttir eða ræddum það sem
efst var á baugi í þjóðmálunum.
Við vorum sjaldnast ánægð með
ákvarðanir og aðgerðir þing-
manna og ráðherra enda virðist
þeim aldrei ætla að takast að
koma hér á réttlátu þjóðfélagi
þótt sumir lofi því upp í ermarnar
á sér rétt fyrir kosningar.
Kristján var róttækur, hafði
verið félagi í Æskulýðsfylking-
unni á yngri árum og ætíð kosið
eins langt til vinstri og í boði var.
Hann tók þátt í mótmælunum
gegn inngöngu Íslands í Nató 30.
mars 1949 og var í kjölfarið hand-
tekinn og dæmdur fyrir árás á
Alþingi. Hann var síðan sýknað-
ur og þeir allir sem dæmdir voru.
Ekki voru allir jafn ánægðir með
þátttöku hans í mótmælunum og
mátti hann þola talsvert mótlæti
af þeim sökum. Kristján mat því
mikils að Samtök herstöðvaand-
stæðinga heiðruðu hann fyrir
baráttu sína fimmtíu árum síðar.
Þeir voru þá aðeins tveir eftirlif-
andi af þeim sem dæmdir voru,
Jón Múli og Kristján, sem er sá
síðasti þeirra sem fellur frá.
Kristján var afar handlaginn
og listrænn og þegar starfsferli
hans hjá Slökkviliðinu á Reykja-
víkurflugvelli lauk sneri hann sér
að málverkinu. Eftir hann liggur
talsverður fjöldi málverka og var
haldin sýning á verkum hans í
Gallerí Gróttu í tilefni níræðis-
afmælis hans sumarið 2017.
Hann sagði mér stundum frá því
þegar hann, ungur drengur á
Vatnsleysuströnd, fór fótgang-
andi langar leiðir til að komast í
teiknitíma, sem enginn skyldaði
hann til, heldur lagði hann þetta á
sig af einskærum áhuga. Ég held
að það sé ekki nokkur vafi á því
að ef Kristján væri ungur maður í
dag myndi hann leggja stund á
einhvers konar listnám.
Kristján var ljóðelskur og
kunni fjölda kvæða sem hann fór
með þegar við átti. Hann var hag-
mæltur og talandi rímnaskáld því
aldrei festi hann neitt á blað.
Kristján skemmti okkur oft með
frumsömdum vísum sem hann
skellti fram fyrirvaralaust, oft
sem innleggi í samræður okkar
fjölskyldunnar. Það er því ekki að
undra að tvö af barnabörnum
hans séu rapparar.
Kristján hafði gaman af því að
ferðast og fór víða bæði innan-
lands og utan. Eftir að Halley
kona hans veiktist fóru börn
þeirra með þeim til sólarlanda og
eftir að hún lést höfum við hjónin
farið með honum árlega til Tene-
rife, sem hann kallaði Paradísar-
eyjuna sína. Þótt honum þætti
ágætt að fara með okkur þótti
honum þó skemmtilegra þegar
sonur okkar og tengdadóttir
komu með og enn skemmtilegra
eftir að barnabarnið bættist í
hópinn. Þótt níutíu ár væru á
milli þeirra myndaðist einstak-
lega fallegt samband milli lang-
afa og drengsins sem alltaf breið-
ir út faðminn þegar langafi er
nefndur.
Ég er þakklát tengdaföður
mínum fyrir góðar samveru-
stundir.
Sonja B. Jónsdóttir.
Ég kynntist tengdaföður mín-
um í barnæsku. Ég fékk oft að
fara með föður mínum í vinnuna,
en hann var slökkviliðsstjóri á
Reykjavíkurflugvelli. Þar kynnt-
ist ég öllum slökkviliðsmönnun-
um og þar á meðal honum Stjána.
Stjáni var mikill handverksmað-
ur og listmálari af guðs náð. Ég
man hve pabbi var ánægður með
hvernig Kristján hafði merkt alla
slökkvibílana með skrautskrift.
Þegar ég var kominn með bílpróf
varð ég liðtækur í slökkviliðið og
starfaði þar sem sumarafleys-
ingamaður í nokkur ár, þ. á m. á
vakt með Kristjáni.
Ég var tvítugur þegar ég
kynntist gullfallegri stúlku og
varð ástfanginn við fyrstu sýn.
Kristín heitir hún og er konan
mín. Ekki hafði ég hugmynd um
að hún væri dóttir Kristjáns þeg-
ar ég kynntist henni fyrst. Krist-
ján og Halley, tengdamóðir mín,
tóku mér fagnandi og hafa verið
sem foreldrar mínir alla tíð síðan.
Fyrstu árin okkar Kristínar
fögnuðum við jólum og áramót-
um með Kristjáni og Halleyju, en
þegar tímar liðu snerist þetta við
og hefð skapaðist um jólahald og
áramótaveislur með þeim á okkar
heimili.
Sumarbústaðaferðir með þeim
voru tíðar á fyrri árum, enda átti
Kristján greiðan aðgang að Mun-
aðarnesi í gegnum stéttarfélög
flugvallarstarfsmanna og Lands-
samband slökkviliðsmanna.
Einnig dvöldum við í Grímsnes-
inu í boði stéttarfélags Halleyjar,
BSRB. Á fertugsafmæli Kristín-
ar fórum við saman til Portúgals
og var hápunktur þeirrar ferðar
heimssýningin í Sevilla í 40 stiga
hita.
Kristján var lánsamur maður.
Hann átti yndislega konu og fjög-
ur börn sem öll önnuðust hann
vel í ellinni. Björgvin, yngsti
sonurinn, var honum stoð og
stytta eftir fráfall Halleyjar. Hin
börnin heimsóttu hann reglulega
og hjálpuðu honum á ýmsa vegu.
Það var umtalað í Eiðismýri 30
hve dugleg börnin hans voru að
heimsækja hann og vakti það að-
dáun margra íbúa þar.
Kristján stundaði knattspyrnu
á sínum yngri árum og keppti í
unglingadeild með Fram.
Íþróttaiðkunin tók þó enda vegna
lömunarveiki sem hrjáði hann
ungan.
Ég verð að segja ykkur
skondna sögu af Kristjáni þegar
við hjónin báðum hann að fylgja
yngri syni okkar á Framvöllinn
þar sem hann átti að spila með
ungliðaflokki KR. Dóttir hans
bað hann um að hvetja barna-
barnið sitt á leiknum og hrópa
„Áfram KR“. Þegar Kristján
skilaði barninu heim baðst hann
afsökunar á því að hafa ekki get-
að hrópað „Áfram KR“, því á
Framvellinum gat hann aðeins
hrópað „Áfram“.
Það er með miklum söknuði
sem við kveðjum þennan yndis-
lega mann. Hann var ekki mikill
trúmaður, en kristilegri manni
hef ég ekki kynnst. Lífsskoðanir
hans voru eins og fengnar úr guð-
spjöllum Nýja testamentisins.
Hann hallaðist til vinstri og stóð
alltaf með lítilmagnanum. Kapít-
alismi var eitur í hans beinum.
Hann studdi verkalýðshreyf-
inguna dyggilega og tók þátt í að-
gerðum hennar fyrir bættum lífs-
kjörum.
Kristján minn, þú ert farinn
frá okkur, en minningin um þig
mun lifa með okkur áfram.
Tengdasonur þinn kveður þig
með tárum.
Ívar Guðmundsson.
Kristján
Guðmundsson