Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019 Það er alveg ljóst að vasa- og höfuðljósin frá Fenix standast ströngustu kröfur útivistarfólks um gæði, endingu og styrkleika. Þau gera þér kleift að sjá lengra og létta þér leit við krefjandi aðstæður. Ljósstyrkur: 3200 lumens Drægni: 408 m Lengd: 266,2 mm Þvermál: 28,6 mm Þyngd: 365 g (fyrir utan rafhlöður) Vatnshelt: IP68 Fenix UC35 V2 Létt og sterklegt vasaljós með 1000 lúmena hámarksljósstyrkleika og allt að 266 m drægni. Sannkallað ofurvasaljós hannað með öryggis- og löggæslu í huga. 3200 lúmena ljósgeisli, yfir 400 metra drægni og góð rafhlöðuending. Vasaljósið er einnig útbúið fjölnota afturljósi með fjórum stillingum, m.a. rauðu ljósi til merkjasendinga. FENIX HL60R Lipurt og létt höfuðljós með góða rafhlöðu- endingu. Ljósgeislinn getur náð allt að 950 lúmenum og allt að 116 m drægni. SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS Fenix TK47UE Hægt að hlaða um USB snúru. Hægt að hlaða um USB snúru. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er best að þú vinnir í hljóði og bak við tjöldin. Samræður við vini eru hlýlegar og innilegar. Reyndu að forðast árekstra. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú getur ekki skipað fyrir nema þú kunnir að hlýða skipunum. Fyrir vikið gætirðu haft áhrif aðra, en mundu að þeir verða að átta sig sjálfir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur verið á mikilli hraðferð síð- ustu dagana, en ættir nú að hægja á þér og líta yfir farinn veg. Vertu á varðbergi gagnvart orkusugum og hleyptu þeim ekki nálægt þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú er rétti tíminn fyrir þig til að setja þér langtímamarkmið. Klappaðu sjálfum þér á bakið fyrir að leggja svo mikið á þig til að verða víðsýnni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sköpunarmáttur þinn er mikill þessa dagana og ímyndunaraflið á flugi. Bjóddu vin- um að slást í för með þér er þú spáir í duttl- ungafullar hugmyndir þínar og áætlanir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert með svo mörg járn í eldinum að þér gefst enginn tími til þess að staldra við og meta stöðuna. Dreifðu áhættunni þannig að þú þurfir ekki að sitja eftir með sárt ennið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vertu jákvæður gagnvart mönnum og málefnum og hugsaðu vel þinn gang. Þetta er góður dagur til að átta sig á hvar þú ert í lífinu. Nú skal leggja höfuðið í bleyti. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert handviss um að það sem þú ætlar þér að gera sé gerlegt. Mikil áhrif þín mæta andspyrnu, en það mun líða hjá. Fólk mun að öllum líkindum sýna skilning og sam- starfsvilja á endanum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Gefstu ekki upp því þolinmæði þrautir vinnur allar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér finnst einhvern veginn eins og þú sért að missa tökin á hlutunum. Haltu þínu striki og hlustaðu ekki á raddir þeirra sem eru á annarri bylgjulengd en þú. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt þú hafir lagt þig allan fram um að koma máli þínu til skila er einhver sem vill ekki hlusta. Leggðu áherslu á jákvæð sam- skipti við fólk því það auðveldar allt samstarf. 19. feb. - 20. mars Fiskar Að þurfa að standa við allt sem þú sagðir í gær og í síðustu viku jafngildir því að vera lokaður inni. Varastu flókinn málatilbúnað því einfaldleikinn er oft áhrifamestur. Eftir áramótaskaupið orti HelgiR. Einarsson: Landinn stundum lýgur, lítt í vitið stígur, sig hleypur á, sem ekki má og upp í vindinn mígur. Og síðan: Gott ráð (í upphafi árs) Þegar í flest skjól fýkur, frystir og upp hann rýkur best er að bíða, brosa og hlýða þar til limrunni lýkur. Á gamlársdag velti Ármann Þor- grímsson því upp á Leirnum að tíminn héldi áfram: Að ósi rennur ævifljót ég aldurs kvótann fylli enn samt koma áramót en orðið stutt á milli. Þórir Jónsson brást skjótt við og sagði: „Margar góðar ævikvöldsvísur áttu, Ármann. Dalvíski hagyrðing- urinn snjalli, Haraldur Zophonías- son, hefur líklega heyrt feigðina kalla síðasta haustið í hérvistinni og lýsti svo: Bráðum verður ráðin rún, rúnin allra mála. Fer að styttast fram á brún feigðarstapans hála. Gömlum aðeins gefst nú stundar- frestur. Glymur brátt í eyrum dauðans kall. Ævisólin sigin langt í vestur. Senn hún gengur undir Heljarfjall.“ Sigurlín Hermannsdóttir kveðst ekki vita, hvaðan þessi vísa kom, – kannski sé hún búin að lesa of margar spennu-, glæpa- og drauga- sögur í fríinu? Við myrkri allir mega stugga ef magnast draugarnir og flæma burtu skrítinn skugga úr skoti’ er þrumar kyrr. En vart þó bátnum viljum rugga því veit ei nú né fyrr hvað leynist bak við byrgða glugga, á bak við luktar dyr. Jón Arnljótsson lýsir áramóta- haldi: Með brennivínsflöskum og búningum skotheldum, ég borgaði tuttugu gerðir af einingum og kolefnisjafnaði kaupin á flugeldum, það kostaði þónokkuð mikið af peningum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Bak við luktar dyr og sitt af hverju „bjartsýni getur bætt árum viÐ lífiÐ – eÐA í þínu tilviki vikum.” „búinn aÐ bíÐa lengi?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sleppa aldrei. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞAÐ MÁ VERA AÐ ÉG LÍTI ÚT EINS OG FROSKUR, EN Í RAUN ER ÉG PRINS Í ÁLÖGUM HANN VILL LÍKLEGA KOSS FRÁ PRINSESSUNNI ÞÚ GETUR RIFT ÁLÖGUNUM MEÐ ÞVÍ AÐ GEFA MÉR GREIÐSLU- KORTA UPPLÝSINGARNAR ÞÍNAR BARA SMÁSTUND Í VIÐBÓT! ÞETTA SÁ ÉG EKKI FYRIR BÍDDU AÐEINS GERÐU ÞAÐ, SLÖKKTU LJÓSIÐ! Enginn sykur, ekkert bruðl, heil-brigt líferni, lifa í núinu og vera besta útgáfan af sjálfum sér – eru það ekki kunnugleg áramótaheit? x x x Víkverji setti sér ekki áramótaheitenda er hann svo mörgum kost- um búinn að hann þarf þess ekki. Víkverji veit svo sem ekki hvað hann ætti að betrumbæta, svo skipulagður og þroskaður sem hann er. x x x Áður en lesendur leggja frá sérblaðið vegna sjálfumgleði Vík- verja er rétt að taka fram að Vík- verji er á léttu nótunum í byrjun árs og þarf að sjálfsögðu að bæta sig um áramót eins og alla aðra daga ársins. x x x Svo lengi lærir sem lifir segir mál-tækið og það hefur Víkverji til- einkað sér. Hann hefur í gegnum ár- in orðið meðvitaðri um kosti sína og galla. Víkverji hefur markvisst reynt að bæta úr göllum sínum og aukið við kosti á móti. Ef fram held- ur sem horfir verður Víkverji uppi- skroppa með það sem hann getur lagfært í eigin fari. Eða hvað? Að sjálfsögðu ekki. Víkverji er breysk- ur eins og aðrir menn og sífellt mæta honum ný viðfangsefni á hverjum degi. Viðfangsefni sem reyna á styrk og þol, hvort heldur sem um er að ræða líkamlegan eða andlegan og ekki síst siðferðislegan styrk. x x x Víkverji ætlar ekki að segja öðrumhvernig þeir eigi að lifa sínu lífi. Það er ekki í hans verkahring. Vík- verja bíður það verkefni á hverjum degi að koma fram við samferða- menn sína af virðingu. Láta gott af sér leiða og skila til komandi kyn- slóða lífvænlegu umhverfi. x x x Víkverji lauk síðasta ári þar sembæði kostir hans og lestir komu berlega í ljós. Hann keypti græðling til að styrkja Landsbjörg en freist- aðist á sama tíma til þess að kaupa blys og bombu þrátt fyrir mengun af völdum þeirra. vikverji@mbl.is Víkverji Þess vegna skulum við, meðan tími er til, gera öllum gott og einkum trúsyst- kinum okkar. (Galatabréfið 6.10)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.