Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 39
» Útgáfu nýrrar skáldsögu hins þekkta dansk-norska rithöfundar KimsLeine var fagnað í Lækjargötuhúsinu í Árbæjarsafni í gær. Bókin nefnist Rauður maður/Svartur maður, er þýdd af Jóni Halli Stefánssyni, og er annar hluti í þríleik höfundarins um sögu Dana á Grænlandi en fyrir þá fyrstu, Spá- mennina í Botnleysufirði, hlaut Leine Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Leine las upp úr bók sinni í gær, ræddi við gesti og áritaði fyrir þá bækur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Spjall Kim Leine las upp úr bók sinni og spjallaði við gesti í notalegu umhverfi Lækjargötuhússins. MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2019 Íupphafi þriðju ljóðabókar EvuRúnar Snorradóttur, Fræsem frjóvga myrkrið, segir afgrísku gyðjunni Baubó sem var látin gleymast. „Hún kom á sorglegustu augnablikunum í helgi- athöfnum og harmleikjum og sýndi á sér píkuna til að létta stemninguna. Hún táknar gamansamt og leikandi kynfrelsi kvenna. Hún hegðar sér ósæmilega. Hún er áminning um að allt mun breytast, líða hjá. Ekkert varir, gott eða slæmt. Við mun- um frjósa, þiðna, blómstra og fölna, best að reyna að mæta því með ótta- leysi.“ Það sem Baubó er áminn- ing um er kjarni þessarar athyglisverðu bókar. Og píkur eru vissulega sýndar hér, til að mynda í prósanum „Píkan á þorra- blótinu“ þar sem ljóðmælandi stígur á svið á þorrablóti til að segja við- stöddum „í smáatriðum frá því hvernig kynfæri mín fóru frá því að vera karlkyns yfir í að vera kven- kyns, með skurðaðgerð“. Og það líð- ur yfir tvær konur í salnum við að sjá loðinn þríhyrning ljóðmælandans sem segir: „Tilfinningin sem kom yf- ir mig þarna á sviðinu með nærbux- urnar niðri, píkuna starandi framan í allt bæjarfélagið, var ólýsanleg. Ég fann áþreifanlega fyrir þriðja aug- anu í píkunni, titraði af mætti og sælu …“ Gyðjan Baubó átti að létta stemn- ingu með því að sýna á sér píkuna og líka sýna kynfrelsi kvenna, og frelsi kvenna er lykilþáttur í þessu fína verki, þar sem meðal annars er glaðst yfir hversdagsleikanum og fallegu samlífi fólks en hér má líka sjá sorg, trega og eftirsjá. Þá er bæði fjallað um ofbeldi í kynlífi og fallegar ástir; hér ríkir líka óttaleysi og birtist markvisst í textum og ljóð- máli sem er oftast vel mótað og áhrifaríkt, ekki síst í fyrri hlutanum. Fyrri hluti bókarinnar, „Far til að sýna öllum heima – Föst flétta ofin úr gömlum skuggum“, er settur upp sem einskonar leikþáttur með nokkrum röddum. Eva Rún er sviðs- listakona auk þess að vera ljóðskáld og hér nýtist sú reynsla vel í mark- vissu og sláandi verki í 13 stuttum þáttum þar sem fullorðnar konur „í partíi sem er löngu liðið“ tala saman um ömurlega reynslu vinkvenna sinna eða skólasystra af útskriftar- eða skólaferð á sólarströnd þar sem átti að fá far eftir sólina og lenda í ævintýrum. Þetta er saga um mis- skilda gleði, hópþrýsting, ömurlegt kynlíf og þá tilfinningu sem vaknar löngu seinna að það hafi ekki verið neitt annað en ofbeldi. Eins og kem- ur fram í öðrum þætti verksins þar sem ung kona hringir í áfallamiðstöð Landspítalans og segist þurfa að panta áfallahjálp: „Ég er bara að fatta núna fyrst að það er áfall. Eða áföll. Ég vissi það bara ekki. Halló?“ Í seinni hluta bókarinnar eru 24 ljóð og prósar. Í einum segir af konu sem fékk tækifæri til að segja ókunnugu fólki leyndarmál og greindi frá svefnklæðnaði sínum, sem hún sér eftir. Hún hefði viljað opinbera tilgreind og djarfari ævin- týri sem hefðu gert hana „að sannri fyrirmynd, sterkri og spennandi konu sem hefur lifað og er ekki öll þar sem hún er séð“. Í öðru ljóði var- ar kreddufullur ljóðmælandi við stjórnlausum lýð, villingum sem hafa engin uppbyggileg áhugamál heldur hanga bara heima og stunda kynlíf, en það gætir afbrýðisemi í rómnum; svo er frásögn um lesbíur sem fara spenntar á sveitahótel með nýtt kynlífsleikfang sem hljómar „eins og hrossagaukur. Nákvæm eftirlíking af lífsglöðu og sperrtu hneggi hrossagauksins. Við gefumst upp“ segir þar og lokamyndin er af þeim liggjandi hljóðar „í rúminu inn- an um allt plastdraslið, endalausar pakkningarnar“. Ljóðin í seinni hlutanum eru mis- sterk en í þeim betri eru hnyttnar og áhrifaríkar sviðsetningar, sann- leikur sem opinberast og oft óvænt- ar myndir sem lýsa og takast á við samlíf fólks. Milli ljóða seinni hluta bókarinar eru birtar sex svarthvítar ljós- myndir í anda hversdagsraunsæis, hnyttnar myndir sem kallast skemmtilega á við ljóðheiminn. Í einu er æfingahjólið komið út á sval- ir, önnur sýnir kápur bóka sem nefn- ast „Betri helmingurinn“ og fjalla allar um sambönd karls og konu – engar samkynhneigðar ástir þar, þá er nærmynd af platta sem á stendur: „Konur og súpur á ekki að láta bíða, þá kólna þær;“ setning sem kallast á við karlrembukúltúr sem er svo réttilega skotið á hér víða. Ein ljós- myndanna er í lit á kápu, af lúnum inniskóm konu við fyrirtækjalega fataskápa, mynd sem líka kallast á við hversdagsraunsæi ljóðheimsins en innan spjalda bókarinnar er sama mynd svarthvít og ekki eins áhrifa- rík. Raunsæið er betra í lit. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eva Rún „… frelsi kvenna er lykil- þáttur í þessu fína verki.“ Er bara að fatta núna fyrst að það er áfall Ljóð Fræ sem frjóvga myrkrið bbbbn Eftir Evu Rún Snorradóttur. Benedikt, 2018. Kilja, 80 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Elly (Stóra sviðið) Fös 4/1 kl. 20:00 186. s Fös 18/1 kl. 20:00 190. s Fös 25/1 kl. 20:00 194. s Lau 5/1 kl. 20:00 187. s Lau 19/1 kl. 20:00 191. s Lau 26/1 kl. 20:00 195. s Lau 12/1 kl. 20:00 188. s Sun 20/1 kl. 20:00 192. s Sun 13/1 kl. 20:00 189. s Fim 24/1 kl. 20:00 193. s Stjarna er fædd. Ríkharður III (Stóra sviðið) Sun 6/1 kl. 20:00 3. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s Sun 27/1 kl. 20:00 9. s Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Fim 17/1 kl. 20:00 7. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s Mið 23/1 kl. 20:00 8. s 5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 4/1 kl. 20:00 26. s Fös 18/1 kl. 20:00 27. s Fim 24/1 kl. 20:00 28. s Gleðileikur um depurð. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 4/1 kl. 20:00 aukas. Fös 18/1 kl. 20:00 aukas. Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Lau 19/1 kl. 20:00 20. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Fös 1/2 kl. 20:00 26. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Núna 2019 (Litla sviðið) Fös 11/1 kl. 20:00 Frums. Lau 12/1 kl. 17:00 2. s Sun 13/1 kl. 17:00 3. s Núna er ekki á morgun, það er NÚNA Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 5/1 kl. 20:00 1. s Fim 17/1 kl. 20:00 3. s Fös 25/1 kl. 20:00 5. s Sun 6/1 kl. 20:00 2. s Lau 19/1 kl. 20:00 4. s Lau 26/1 kl. 20:00 6. s Sannar en lygilegar sögur! Ég dey (Nýja sviðið) Fim 10/1 kl. 20:00 Frums. Mið 16/1 kl. 20:00 3. s Fim 24/1 kl. 20:00 5. s Sun 13/1 kl. 20:00 2. s Fim 17/1 kl. 20:00 4. s Sun 27/1 kl. 20:00 6. s Trúir þú á líf fyrir dauðann? Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Lífið er ekki nógu ávanabindandi BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 1/2 kl. 19:30 Auka Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Fös 22/2 kl. 19:30 Frums Fös 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 28/2 kl. 19:30 2.sýn Fim 7/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 6.sýn Fyndinn og erótískur gamanleikur Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Lau 26/1 kl. 19:30 24.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 16/3 kl. 15:00 15.sýn Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Velkomin heim (Kassinn) Fös 1/2 kl. 19:30 Lau 9/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 19:30 Lau 2/2 kl. 19:30 Sun 10/2 kl. 19:30 Insomnia (Kassinn) Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Sun 6/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00 Mið 16/1 kl. 20:00 Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 11/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00 Fös 11/1 kl. 22:30 Fös 18/1 kl. 22:30 Fös 25/1 kl. 22:30 Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00 Lau 12/1 kl. 22:30 Lau 19/1 kl. 22:30 Lau 26/1 kl. 22:30 Fim 17/1 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.