Morgunblaðið - 11.01.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Bamix töfrasproti
Verð 33.900 kr.
Vegagerðin afhendi hann rekstrar-
félaginu í framhaldinu og skipið
komi til landsins tveimur vikum síð-
ar.
Þurfa skipið til þjálfunar
Guðbjartur segir að fyrirtækið
þurfi einhvern tíma til að þjálfa ann-
að starfsfólk og sigla því til Land-
eyjahafnar og Þorlákshafnar til að fá
reynslu af aðstæðum í öllum höfn-
um.
Ef ekkert kemur upp á og skipið
verður afhent í lok febrúar ætti það
að koma til landsins um miðjan
mars. Þá hefur rekstrarfélagið hálf-
an mánuð til að sinna þessum und-
irbúningi.
Ekki er búið að ráða allt starfs-
fólk. Guðbjartur Ellert reiknar með
að gengið verði frá því á næstu vik-
um. Tekur hann fram að ráðningar
ráðist af því hvenær fólkið geti hafið
vinnu við þau verkefni sem það er
ráðið til. helgi@mbl.is
ingar frá skipasmíðastöðinni að
Herjólfur verði afhentur úti í Pól-
landi í febrúar. Gert er ráð fyrir að
Starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar
Crist í Gdynia í Póllandi vinna við
frágang á nýja Herjólfi. Stefnt er að
því að skipið verði afhent Vegagerð-
inni í næsta mánuði og allar áætlanir
rekstraraðilans miða að því að hann
hefji siglingar 30. mars.
Guðbjartur Ellert Jónsson, fram-
kvæmdastjóri rekstrarfélags Herj-
ólfs sem Vestmannaeyjabær stend-
ur á bak við, segir að undirbúningur
fyrir reksturinn gangi samkvæmt
áætlun. Skipstjórnarmaður og vél-
stjóri eru úti í Póllandi til að fylgjast
með smíði skipsins og skipstjóri er
hér heima í vinnu við annan undir-
búning.
Segir Guðbjartur að prófa eigi
skipið úti á sjó í fjórðu viku janúar.
Þá verði allur búnaður skipsins próf-
aður. Það fari eftir niðurstöðu þess
hvort ráðast þurfi í frekari lagfær-
ingar. Enn er unnið að innréttingum
í skipinu og uppsetningu búnaðar.
Vegagerðin hefur þær upplýs-
Ljósmynd/Svanur Gunnsteinsson
Grænn, hvítur, blár Landfestar Herjólfs verða leystar í Gdynia í þarnæstu viku vegna prófana á skipinu á sjó.
Herjólfur prófaður
á sjó í lok janúar
Ferjan afhent í febrúar og hefur siglingar 30. mars
Ljósmynd/Vegagerðin
Inni Enn er eftir að ganga frá ýms-
um hlutum um borð í skipinu.
Áhugi á fjallaverkefnum Ferða-
félags Íslands hefur undanfarið sleg-
ið fyrri met. Páll Guðmundsson,
framkvæmdastjóri FÍ, segir að met-
aðsókn hafi verið á kynningarkvöld
vegna þessara verkefna og í kjölfar-
ið sé orðið uppselt í nokkur þeirra.
Verkefnin eru af ýmsum toga og
fjöllin gera ólíkar kröfur um getu-
stig. Nöfn þeirra segja talsvert um
hvers er krafist en þau eru m.a.
Fyrsta skrefið, Alla leið, Þrautseig-
ur, Fótfrár og Léttfeti. Öll eru verk-
efnin að fara í gang núna í upphafi
árs, en sum þeirra taka nánast allt
árið.
Páll segir að fjölmennast sé í ald-
urshópnum 40-55 ára, en fólk sé
bæði eldra og yngra. Hann segir að
konur séu í greinilegum meirihluta.
„Við höfum ekki séð meiri áhuga í
fjallaverkefnum Ferðafélagsins frá
því að við fórum af stað fyrir um tíu
árum. Við teljum að þetta sé merki
um vaxandi áhuga fólks á útivist og
hreyfingu úti í náttúrunni. Fjórir
kynningarfundir hafa verið haldnir
og hafa um 1.200 manns sótt þá. Sal-
urinn okkar í Mörkinni tekur um 300
manns í sæti og þangað hafa komið
nokkuð á fjórða hundrað þegar mest
hefur verið, þannig að hvert sæti
hefur verið skipað og rúmlega það,“
segir Páll.
Hann segir að góð tíð að undan-
förnu eigi eflaust þátt í að fólk fari
almennt út að ganga, en á sama tíma
sakni ákveðinn hópur vetrarins á
fjöllum sárlega. aij@mbl.is
Metaðsókn er í
fjallaverkefni FÍ
Konur í greinilegum meirihluta
Morgunblaðið/RAX
Á fjöllum Glaðlegir göngumenn
á leið á Hvannadalshnúk.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við myndum með þessari breyt-
ingu fá meiri morgunbirtu sex vik-
um lengur en nú er, en hún er mik-
ilvægasti þátturinn í að stilla
líkamsklukkuna okkar,“ segir Erla
Björnsdóttir, sálfræðingur og dokt-
or við læknadeild Háskóla Íslands,
í samtali við Morgunblaðið.
Vísar hún í máli sínu til þess að
á samráðsgátt stjórnvalda má nú
skila umsögn um þá tillögu að færa
staðartíma Íslands nær sólartíma
miðað við hnattræna legu landsins.
Var opnað fyrir umsagnir í gær og
hafa nú þegar fjölmargar borist.
Starfshópur skipaður af heil-
brigðisráðherra skilaði í lok janúar
2018 greinargerð um ávinning fyrir
lýðheilsu og vellíðan landsmanna af
því að leiðrétta klukkuna til sam-
ræmis við gang sólar. Er í grein-
argerð bent á að niðurstöður vís-
indarannsókna
sýna fram á nei-
kvæðar heilsu-
farslegar afleið-
ingar þess að
miða við of fljóta
klukku, líkt og
nú er gert hér á
landi.
Ákvörðun um
of fljóta klukku á
Íslandi var á sín-
um tíma fyrst og fremst tekin með
efnahags- og viðskiptahagsmuni að
leiðarljósi. Neikvæðar heilsufars-
legar afleiðingar þessa eru margar
og tengjast meðal annars of stutt-
um svefni.
„Fjölmargar nýlegar rannsóknir
sýna að stuttur svefn eykur líkur á
ýmsum sjúkdómum, svo sem offitu,
sykursýki og hjarta- og æðasjúk-
dómum en einnig lakari framleiðni,
m.a. námsárangri skólanemenda,“
segir í greinargerð, en rannsóknir
sýna að Íslendingar fara seinna að
sofa en margar aðrar þjóðir.
Ungmenni eru viðkvæmust
Erla segir það mikilvægt, eink-
um fyrir unglinga og þá sem yngri
eru, að stilla klukkuna rétt af.
„Þetta virðist bitna mest á þess-
um hópi, þau eru með seinkaða
dægursveiflu frá náttúrunnar
hendi. Og þessi hópur á oft mjög
erfitt með að vakna á veturna til að
sækja skóla og eru með mikið af
melatónín í blóðinu, sem kalla má
„myrkurhormón“ og veldur syfju
og stuðlar að svefni.“
Þeir valkostir sem til umræðu
eru á samráðsgáttinni eru þrír;
óbreytt staða, klukkunni seinkað
um eina klukkustund og óbreytt
klukka en að skólar og fyrirtæki
hefji starfsemi seinna á morgnana.
Hægt er að skila umsókn um til-
lögurnar til 10. mars næstkom-
andi.
Morgunbirtan er
okkur mikilvægust
Hægt að skila áliti sínu á breyttri klukku hér á landi
Erla
Björnsdóttir
Um helmingur
Íslendinga eða
51-52% eru
hlynnt því að
Ágúst Ólafur
Ágústsson, al-
þingismaður
Samfylkingarinn-
ar, segi af sér. 31-
32% eru í meðal-
lagi hlynnt/and-
víg afsögn hans
og um 17% andvíg. Þetta kemur
fram í niðurstöðum skoðanakönnun-
ar Maskínu (maskina.is).
Athygli vekur að í hópi stuðnings-
manna Samfylkingarinnar, sem tóku
þátt í könnuninni, voru 48,3% hlynnt
því að Ágúst Ólafur segði af sér,
25,2% voru í meðallagi hlynnt því en
26,5% voru því andvíg. Þannig voru
hlutfallslega fleiri Samfylkingar-
menn hlynntir því að hann segði af
sér en stuðningsmenn Miðflokksins
(36,8%), Viðreisnar (37,8%) og VG
(46%). Kjósendur Framsóknarflokks
og Pírata voru hlynntastir afsögn
Ágústs Ólafs (66-67%) en kjósendur
Miðflokksins andvígastir (45,8%). Af
stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokks
voru 50,4% hlynnt afsögn Ágústs.
Fram kemur í könnuninni að svo
virðist sem andstaða við afsögn þing-
mannsins aukist með hækkandi aldri
svarenda. Þeir sem lokið hafa fram-
haldsskólaprófi eða iðnmenntun
voru hlynntastir afsögn Ágústs Ólafs
(58,8%) og háskólamenntaðir and-
vígastir (19,3%). Íslendingar með
heimilistekjur lægri en 550 þúsund
voru hlynntastir því að hann segði af
sér eða um 60%. Tekjuhæsti hópur-
inn var andvígastur afsögn hans
(25,5%).
Ágúst Ólafur greindi frá því í byrj-
un desember að hann ætlaði í
tveggja mánaða leyfi eftir áminning-
ar sem hann fékk frá trúnaðarnefnd
Samfylkingarinnar vegna kynferðis-
legrar áreitni í garð konu í miðbæ
Reykjavíkur.
Svarendur voru 817 og komu úr
Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur
fólks dreginn með tilviljun úr þjóð-
skrá og svarar á netinu. Svarendur
eru af báðum kynjum, alls staðar að
af landinu og á 18 ára og eldri. Gögn-
in eru vegin með tilliti til kyns, ald-
urs og búsetu. Könnunin fór fram
14.-28. desember 2018. gudni@mbl.is
Helmingur vill af-
sögn Ágústs Ólafs
48,3% Samfylkingarfólks vilja afsögn
Ágúst Ólafur
Ágústsson