Morgunblaðið - 11.01.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 11.01.2019, Síða 10
Svona er að vera í 10. bekk Heimild: Rannsóknin Heilsa og lífskjör skólanema á Íslandi 70,5% segjast finna fyrir nokkru eðamiklu álagi vegna skólanámsins 65,4% finnst kennurunumvera annt um sig 39,1% finnur fyrir depurð vikulega eða oftar 38% eiga í erfiðleik- um með svefn vikulega eða oftar 2,9% eru lagðir í eineltivikulega eða oftar 8,8% hafa neyttkannabisefna12% hafa tekiðtóbak í vörina 35,5% hafa reyktrafrettur 29,4%hafa drukkið áfengi SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Rúmur þriðjungur nemenda í 10. bekk grunnskólans hefur reykt rafrettur, 12% þeirra hafa notað tóbak í vörina, 30% hafa drukkið áfengi og 13% orðið mjög drukkin. Um 9% hafa reykt kannabis. Meirihluti krakkanna finnur fyrir væntumþykju frá kennurum sín- um og yfir 70% segjast finna fyrir tals- verðu álagi vegna skólanámsins. Þetta er meðal þess sem fram kem- ur í niðurstöðum nýrrar rannsóknar um heilsu og lífskjör skólanema á Ís- landi. Hún er gerð á vegum Rannsókn- arstofu í tómstundafræðum við Há- skóla Íslands og er íslenskur hluti al- þjóðlega verkefn- isins Health be- haviour in school-aged child- ren (HBSC) sem unnið er að til- stuðlan Alþjóða- heilbrigðisstofn- unarinnar, WHO. Rannsakaðir voru hagir grunnskóla- nemenda í 6., 8. og 10. bekk og spurt um þætti eins og vímuefnaneyslu, líð- an, mataræði, hreyfingu og kynlíf. Ársæll Már Arnarson, prófessor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, hafði umsjón með rannsókninni. Hann segir að margt standi upp úr þegar niðurstöðurnar séu skoðaðar. „Það er augljóst að líðan unglinga er verri núna en hún hefur nokkurn tímann verið áður. Þróunin er ekki í rétta átt.“ Svipuð vanlíðan hjá fullorðnum Ársæll segir að líklega séu margir þættir sem skýri þetta. „Hugsanlega er þetta streitan í samfélaginu, við sjáum mikil merki um vanlíðan hjá fullorðnu fólki sem kemur út sem kuln- un, kvíði, streita og þunglyndi. Líðan krakkanna er líklega svipuð, en birt- ingarmyndin er önnur. Í þessu sam- bandi skulum við líka hafa í huga að auðvitað voru líka til kvíðnir krakkar fyrir einhverjum áratugum. En það var lítið verið að skoða það og krakkar höfðu heldur ekki sömu tækifæri til að tjá sig um líðan sína og krakkar í dag. Í dag fá börn og unglingar meira svig- rúm til að tjá sig um líðan sína,“ segir Ársæll og bætir því við að það sé góð þróun. Í rannsókninni kemur m.a. í ljós að eftir því sem nemendurnir eldast borða þeir síður morgunmat. Næstum því einn af hverjum fimm 10. bekk- ingum borðar ekkert á morgnana, en hlutfallið er helmingi lægra í 6. bekk. Neysla á orkudrykkjum eykst talsvert með aldri unglinganna og um fjórð- ungur nemenda í 10. bekk drekkur slíka drykki einu sinni eða oftar í viku. Munur á milli landshluta Rúm 7% nemenda í 6. bekk hafa neytt áfengis, um 14% nemenda í 8. bekk og 29,4% í 10. bekk. Hærra hlut- fall 10. bekkinga á Reykjanesi hefur notað kannabisefni en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu, lands- meðaltalið er 8,8% en á Reykjanesi er það 11%. 2,3% segjast hafa notað efnin oftar en 30 sinnum. Um 4.200 nem- endur stunda nám í 10. bekk og því má álykta að hátt í 100 nemendur á síðasta ári grunnskóla séu í alvarlegri kanna- bisneyslu, sé staðan svipuð í ár og hún var í fyrra. Spurður um þann mun sem er á milli landshluta segir Ársæll ýmis- legt koma þar til. Sums staðar sé ástæðan einfaldlega eðlileg sveifla, þar séu færri krakkar á þessum tiltekna aldri og hver og einn vegi þá meira en í stærri landshlutum. „En við höfum séð tiltekna tilhneigingu til að höfuðborg- arsvæðið stendur betur en lands- byggðin að mörgu leyti,“ segir hann. Í niðurstöðunum kemur fram að nemendur í 10. bekk á Norðurlandi vestra eru fyrri til að hafa samfarir en jafnaldrar þeirra annars staðar á land- inu, hlutfall þeirra sem svöruðu játandi spurningunni um hvort þeir hefðu haft samfarir er 26,1% yfir landið allt en 35,8% á Norðvesturlandi. Tveir af hverjum þremur sögðust hafa notað smokka til getnaðarvarna og notkun þeirra var ekki mismunandi eftir landshlutum. Depurð og einmanaleiki Spurt var um hversu oft ungling- arnir hefðu fundið fyrir depurð á síð- ustu sex mánuðum. 30,9% nemenda í 6. bekk höfðu fundið fyrir depurð viku- lega eða oftar, 29,8% í 8. bekk og 39,1% í 10. bekk. Þegar spurt var um einmanaleika sögðust um 13% 6. bekkinga vera oft eða mjög oft einmana, svipað hlutfall 8. bekkinga og rúm 17% 10. bekkinga. Einnig var spurt um svefn. Um 41% nemenda í 6. bekk sagðist finna fyrir svefnörðugleikum vikulega eða oftar, hlutfallið var 34% í 8. bekk og tæp 38% í 10. bekk. Ársæll segir sérstaka ástæðu til að hafa áhyggjur af svefnmynstri barna og unglinga. „Krakkar eru alltaf að sofa minna og minna. Þetta er einn af þessum stóru þáttum sem hafa verið að breytast mikið undanfarin ár og er orðið verulegt vandamál,“ segir Ár- sæll. Hann segir svefn skipta miklu máli varðandi líðan og að hann hafi áhrif á aðra þætti sem valda vanlíðan eins og t.d. óhóflega notkun samfélags- miðla, sjónvarpsáhorf og tölvunotkun. Besta kynslóð sögunnar Samkvæmt rannsókninni dregur úr tíðni eineltis með auknum aldri. 77,3% 6. bekkinga höfðu aldrei verið lögð í einelti undanfarna tvo mánuði. Hlut- fallið var 86,3% hjá 8. bekkingum og 88,9% hjá nemendum í 10. bekk. Rúm 6% nemenda í 6. bekk voru lögð í ein- elti einu sinni í viku eða oftar, 3,4% í 8. bekk og 2,9% í 10. bekk. Spurður hvort þetta hlutfall nemenda í 6. bekk sé ekki býsna hátt svarar Ársæll játandi. „Eitt tilvik væri of mikið. En tölurnar fyrir eineltið eru talsvert lægri hér á landi en í öðrum löndum sem taka þátt í rannsókninni, þannig að við komum vel út í alþjóðlegum samanburði. Við höfum líka verið með tiltölulega litla áfengisdrykkju unglinga miðað við önnur lönd. En rafretturnar eru að sækja í sig veðrið hérna og við erum orðin býsna há í þeim samanburði.“ Hvað segir rannsóknin okkur um það hvernig er að vera unglingur á Ís- landi í dag? „Hún sýnir okkur að því fylgja áskoranir, mikið álag og mikið áreiti. Hún sýnir okkur líka að það eru gerðar talsvert miklar kröfur til ung- linga. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé besta kynslóðin sem við höfum haft, þetta eru yfirhöfuð góðir og vel heppn- aðir krakkar og þau standa fyrri kyn- slóðum að mörgu leyti framar. En þau standa frammi fyrir miklum áskor- unum.“ Rannsóknin er gerð á fjögurra ára fresti, var fyrst gerð árið 2006 og síð- ast í fyrra og um 44 lönd tóku þá þátt í henni. WHO mun síðan gefa út skýrslu í vor þar sem niðurstöður allra land- anna verða bornar saman. Krefjandi að vera unglingur í dag  Ný rannsókn á heilsu og líðan grunnskólanemenda  Líðan unglinga mælist verri nú en áður  Þriðj- ungur 10. bekkinga hefur drukkið áfengi og reykt rafrettur, einn af hverjum tíu hefur neytt kannabisefna Morgunblaðið/ÞÖK Unglingar „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé besta kynslóðin sem við höf- um haft,“ segir Ársæll Már Arnarson, prófessor við HÍ, um ungmenni í dag.Ársæll Már Arnarson 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019 Regína Sjöfn Sveinsdóttir, nemandi í 10. bekk í Vatns- endaskóla í Kópavogi, segir að niðurstöður rannsókn- arinnar gefi að mörgu leyti rétta mynd af því hvernig sé að vera í 10. bekk í dag. Sumt komi þó á óvart, eins og t.d. að hátt í þriðjungur nemenda í 10. bekk hafi neytt áfeng- is. „Ég hefði haldið að það væru færri,“ segir Regína. „Mín tilfinning er að margir bíði með að drekka áfengi a.m.k. þangað til þeir klára grunnskólann.“ Hvað tölur um kannabisneyslu varðar segist Regína telja að þær gætu vel staðist og það sama gildi um álag í námi og svefnerfiðleika. Margir unglingar finni fyrir miklu álagi sem m.a. megi rekja til mikils heimanáms. „Margir vinir mínir tala um að þeir eigi erfitt með svefn. Svo tók ég eftir því að um 39% krakka í 10. bekk segjast finna fyrir depurð í hverri viku. Ég hefði haldið að þessi tala væri hærri, en auðvitað er gott að hún er það ekki,“ segir Regína. Að mörgu leyti rétt mynd NEMANDI Í 10. BEKK RÝNDI Í NIÐURSTÖÐURNAR Regína Sjöfn Sveinsdóttir 15% afsláttur 15% afsláttur ofnar ryksugur 20% afsláttur Gerið góð kaup! 15-50% afsláttur af gæðavörum ORMSSON janúar dagar lágmúla 8 SÍmI 530 2800 FYRIR HEIMILIN Í LANDINU 15% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.