Morgunblaðið - 11.01.2019, Síða 11

Morgunblaðið - 11.01.2019, Síða 11
Myndu renna blint í sjóinn án rannsókna Nokkur stór samtök launþega og atvinnurekenda í sjávarútvegi hafa skorað á stjórnvöld að endurskoða hið fyrsta fyrirhugaðan niðurskurð á fjárframlagi til Hafrannsókna- stofnunar. Miklu meiri heildar- hagsmunir séu fólgnir í því að styðja við og efla rannsóknir en að stefna þeim í voða. Í áskorun frá Sjómanna- sambandi Íslands, VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Félagi skipstjórnarmanna og Sam- tökum fyrirtækja í sjávarútvegi er bent á að sá árangur sem náðst hefur í fiskveiðistjórnun á Íslands- miðum grundvallist á rannsóknum. „Án þeirra myndu menn renna blint í sjóinn, í bókstaflegri merk- ingu.“ Fylgi lögum um veiðigjald Í áskoruninni segir meðal ann- ars: „Skerðing fjármuna vekur ekki síst furðu í ljósi þess að ís- lenskur sjávarútvegur í heild sinni greiðir tugi milljarða til hins op- inbera á ári hverju. Veiðigjaldið, eitt og sér, nam hátt í 11,5 millj- örðum króna í fyrra. Lögum sam- kvæmt er gjaldinu meðal annars ætlað að standa undir kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eft- irlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu. Það er miður að lög- gjafinn fylgi ekki þeirri reglu sem hann sjálfur hefur sett.“ Þá er rifjað upp að á sérstökum hátíðarfundi Alþingis í sumar var samþykkt tillaga til þingsályktun- ar um að láta smíða hafrannsókna- skip. Tekið er undir það sem segir í greinargerð með ályktuninni: „Meginforsenda þess að Íslend- ingar geti tekist á við þær breyt- ingar sem eiga sér nú stað á um- hverfi hafsins og vistkerfi þess eru viðamiklar haf- og fiskirann- sóknir, þ.m.t. reglulegar stofn- mælingar á helstu nytjastofnum.“ aij@mbl.is  Áskorun á stjórnvöld frá samtökum í sjávarútvegi FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019 Verð frá 94.999 25% afsláttur af aukakönnum Vitamix blandararnir eiga sér engan jafningja. Mylja nánast hvað sem er. Búa til heita súpu og ís. Hraðastillir, prógrömm og pulse rofi sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Byrjaðu árið með stæl Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Ascent serían frá Vitamix Söfnum í neyðarmatarsjóð til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn Guð blessi ykkur öll www.apotekarinn.is - lægra verð REYKLAUS VERTU Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL MEÐ Nicotinell Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsog , p ín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. stöflur orða lástur. Inniheldur nikót * * 15% afsláttur af öllu lyfjatyggigúmmí, öllum styrkleikum og pakkningarstærðum. Afslátturinn gildir út janúar 2019. Ný vefsíða www.Nicotinell.is Skúli Halldórsson sh@mbl.is Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, seg- ist ekki enn hafa fengið á sitt borð tillögur forstjóra Hafrannsókna- stofnunar um hvernig stofnun- in muni bregðast við kröfu stjórn- valda um hag- ræðingu. Hann segist telja að koma megi í veg fyrir að tillögur um uppsagnir og að leggja þurfi öðru rannsókna- skipi stofnunarinnar nái fram að ganga. „Ég óskaði eftir hugmyndum forstjóra í desember, um mögu- legar leiðir til að mæta þeirri hag- ræðingarkröfu sem komið hefði fram,“ sagði Kristján Þór í samtali við 200 mílur í gær. „Það var skömmu fyrir jól og við höfum ein- faldlega ekki getað farið almenni- lega yfir málið ennþá. Ég hef ekki enn fengið þær inn á mitt borð.“ Aðspurður sagðist Kristján Þór ekki vilja tjá sig um væntanlegar uppsagnir stofnunarinnar. „Ekki fyrr en við höfum farið yfir þær hugmyndir sem forstjórinn leggur upp við ráðuneytið, og með hvaða hætti það verði gert. Þess vegna vil ég ekki tjá mig um það að sinni. Ég tel þó að við höfum alla mögu- leika á því að koma í veg fyrir að þessar ýtrustu hugmyndir gangi eftir,“ sagði hann og bætir við: „Það hefur verið unnið að lausn þessa máls síðastliðnar vikur og ég vonast eftir niðurstöðu í þeirri vinnu á allra næstu dögum.“ Ekki boðleg fjármögnunarleið Ráðherrann benti á að töluverð- ur hluti, eða nokkur hundruð millj- ónir króna, af fjármögnun Hafrannsóknastofnunar, hefði und- anfarin ár fengist með fjárframlagi úr Verkefnasjóði sjávarútvegsins. Stærstur hluti þess niðurskurðar sem blasi við stofnuninni nú sé vegna þess að tekjur úr sjóðnum hafi dregist verulega saman á síð- astliðnum árum. „Um er að ræða fjármuni sem fást vegna upptöku ólögmæts sjáv- arafla. Í mínum huga er það ekki boðlegt fyrirkomulag að stofnunin sé háð slíkri fjármögnun heldur þyrfti stofnunin að vera fjármögn- uð með allt öðrum og ábyrgari hætti. Það er meðal annars breyt- ing á því fyrirkomulagi sem orðið hefur núna og kallar á að við setj- umst yfir þetta og skoðum málið í stærra samhengi. Það er það sem við erum að gera og ég er vongóð- ur um að á næstu dögum munum við finna leiðir til að Hafrann- sóknastofnun geti áfram sinnt sínu mikilvæga hlutverki með forsvar- anlegum hætti. Annað kemur ekki til greina í mínum huga.“ Engin ákvörðun enn verið tekin Í sameiginlegri yfirlýsingu Sjó- mannasambands Íslands, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Félags skipstjórnarmanna og VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sem birt var í gær, var bent á að krafa um hagræðingu og niðurskurð hjá Hafrannsóknastofnun rímaði illa við þau sjónarmið sem fram hefðu komið í þingsályktun þeirri sem gerð var í sumar, í tengslum við smíði á nýju hafrannsóknaskipi. „Ég tek undir það sem þar kem- ur fram, um mikilvægi rannsókna. En ég ítreka það enn og aftur að það hefur engin ákvörðun enn þá verið tekin í þessum efnum. En þau sjónarmið sem fram koma í yf- irlýsingu félaganna – ég tek undir þau.“ Telur að ekki þurfi ýtrustu aðgerðir  Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, sagðist ekki hafa fengið tillögur forstjóra Hafró Kristján Þór Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.