Morgunblaðið - 11.01.2019, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Hugmynd mín með þessunámskeiði er að skoðameð þátttakendum hvarkarlmaðurinn er kröftug-
astur og bjartastur. Til dæmis værum
við að skoða afann, spyrja okkur að
því hvað það er í afanum sem við elsk-
um. Afinn, þessi vitri maður sem er
laus við allt vesen, hann er víðsýnn,
tímalaus og slakur. Þessi afi sem hef-
ur áttað sig á lífinu, ekki afinn sem
hefur gefist upp og er reiður. Það er
hægt að sækja margt í þessa orku
hins aldna og vitra, en sem annað
dæmi er líka hægt að sækja margt í
kraftamikla orku hins viðkvæma ung-
lingsstráks,“ segir Ólafur Stefánsson,
fyrrverandi landsliðsmaður í hand-
bolta, sem verður með námskeið fyrir
karla sem hefst nú í janúar undir
heitinu Karlakakó.
Óli segir námskeiðið skiptast í
þrennt, fyrstu tveir tímarnir af sex
fari í að spyrja sig: Ert það þú sem
ert við stjórn í þínu lífi? Tekurðu
ábyrgð á öllu eða ertu ennþá að láta
fortíðina þyngja þig? Hvað er skilyrð-
ing? Ertu staddur í einni slíkri og ef
svo er, er til leið út úr því?
„Þá kemur að miðhluta nám-
skeiðsins sem gengur út á að staldra
við og kalla fram kannski sína eigin
rödd sem legið hefur í dvala. Að hefja
leitina að eigin rödd getur verið þján-
ingarfullt ferli hvort sem um karl eða
konu er að ræða, og krefst vissulega
hugrekkis. Ég nota oft líkinguna um
golfleikara sem ætlar að skipta um
sveiflu eða breyta um stíl, það er lík-
legt að hann verði lélegur í a.m.k.
þrjú ár. Þessi vinna krefst síaukins
sjálfstals óskasjálfsins og hins sjálfs-
ins sem telur eða telur ekki að breyt-
inga sé þörf. Fyndna þversögnin
þarna er að bara sú staðreynd að þér
finnist þú þurfa að breytast, er líklega
það sem tefur þig mest í átt að sjálfs-
sátt.
Og í síðustu tvö skiptin mun
verða spurt: Þegar þú veist að sá sem
þú vilt vera sem karlmaður, það fal-
legasta í karlmennskunni, er við
stjórn og tekur ákvarðanir, þá er
kannski vilji til að óska sér upp á nýtt.
Ég ætla að nota síðustu tvo tím-
ana á námskeiðinu til að gera æfingar
í að sjá sig fyrir sér í þeim aðstæðum
sem viðkomandi vill vera í. Djúp
sjálfsskoðun getur verið nokkuð
háskaleg ferð og margir hafa týnst á
leiðinni. Að finna óskasjálfið sitt er
svolítið eins og að reyna að finna gull-
ið á enda regnbogans. En það er auð-
vitað sá staður sem við ómeðvitað leit-
um öll að, því í því er falinn
leyndardómurinn að veruleikanum
sjálfum.“
Hin eilífa saga þjakaða pabba
Óli segir að leiðir í leitinni að
óskasjálfinu geti verið margar og
ólíkar, en á þessu tiltekna námskeiði
hjá honum verði notast við hreint
kakó frá indíánum.
„Það opnar hjarta fólks á mjúk-
an hátt. Oft er sagt að kaffið sé haus-
inn á okkur en hreint kakó sé hjartað.
Það er gott fyrir alla að reyna að hafa
jafnvægi þar á milli. Út frá sam-
félagslegum þrýstingi neyðast karl-
menn ómeðvitað til að dvelja meira í
höfðinu en hjartanu, og við ætlum á
þessu námskeiði að draga fram hið
ólógíska eðli hjartans og spila á
strengina þarna á milli.“ Óli segist
líka ætla að koma inn á það sem flest-
ir karlar þekkja þegar þeir komast á
fullorðinsár, hina miklu kröfu um að
þeir keyri af stað af krafti og fram-
kvæmi. „Það þarf að opna fyrir minni
dómhörku á vinnustöðum gagnvart
persónuleika hvers og eins karl-
manns. Það er svo sterkt í okkur að
halda að ef einhver fellur ekki alveg
inn í fyrirframhugmyndir okkar um
hvernig fólk á að haga sér í vinnunni,
þá sé viðkomandi að standa sig illa.
Mér tókst að halda því að fá að vera
svolítið skrýtinn í minni vinnu í 20 ár,
til dæmis að gera það sem ég vildi
gera við minn frítíma án þess að það
bitnaði á vinnuframlagi mínu. Það er
svo djúpt í okkur að efast um prakt-
íska hæfni þeirra sem gera hlutina
aðeins „öðruvísi“. En þetta er að
lagast, stjórnendur fyrirtækja eru
orðnir meðvitaðir um að fjölbreyti-
leiki í röðum starfsmanna er kostur.
Skrýtni gaurinn er alveg jafn verð-
mætur og hinir sem falla meira að
viðteknum hugmyndum. Karlmenn
þurfa að þora að vera þeir sjálfir, en
nota bene, fyrst þurfa þeir að vita
hver „þessi sjálfur“ er. Öll þessi vax-
andi spenna í vinnu karlmanna sem
skapast af pressunni að standa sig, á
það til að blása út inni á heimilinu og
er hin eilífa saga hins þjakaða pabba
sem ber í sér hörku forfeðra sinna,
sem líka þurftu að standa undir ein-
hverri tegund af karlmennsku á tím-
um þar sem lífið var í alvöru salt-
fiskur. Sjáðu langafa þinn fyrir þér í
kundalini. Leiðin út úr þessum „synd-
um feðranna“, sem í raun voru
kannski aldrei syndir, er fyrir karl-
manninn að setjast niður, setja í hlut-
lausan, skoða sig í stærra samhengi
og ímynda sér aðra möguleika veru-
leiksins. Allt þjóðfélagið er að ýta
karlmanninum í ákveðinn hugsunar-
hátt.“
Hin grátlega, kosmíska fyndni
Óli segir karlmanninn ekki hafa
eðlislægt þann sjálfskoðara sem kon-
an hafi, sem geri honum vissulega
kleift að fara hraðar yfir í fram-
kvæmdum heldur en konan, en hann
skilji fyrir vikið stundum eftir sig
sviðna jörð. Og konan þarf oft að
koma í kjölfarið og laga til.
„Þetta er saga mannskepnunnar
í gegnum árhundruðin. Þetta er hin
grátlega kosmíska fyndni, leikur
hinna tveggja afla, karla og kvenna,
sem lífið hefur búið til. Afla sem eru
ólík en eru alltaf að reyna að skilja
hvort annað, breyta hvort öðru og
endalaust að vesenast hvort í öðru,“
segir Óli.
„Vegna einfaldleika og hraða
karlmannsins tekur hann oft miður
góðar ákvarðanir sem bitna á honum
sjálfum og samfélaginu öllu.
Við búum enn í mjög karllægu
samfélagi þó við höldum annað, allar
ákvarðanir eru karllægar og líka
menningin. Við sjáum þetta í kristn-
inni, dómskerfinu, bankakerfinu og
stjórnum landsins, þetta er allt enn
stútfullt af körlum. Þetta er það sem
stjórnar allri orkunni hjá okkur og við
erum hugsanlega miklu lengra frá því
en við höldum að fá inn kvenlæga
orku í ákvarðanatökur, fyrirtækja-
menningu, listsköpun, læknisfræðina
og annað sem er hluti af lífi okkar.“
Að setjast niður og setja í hlutlausan
„Út frá samfélagslegum
þrýstingi neyðast karl-
menn ómeðvitað til að
dvelja meira í höfðinu en
hjartanu, og við ætlum á
þessu námskeiði að
draga fram hið ólógíska
eðli hjartans og spila á
strengina þarna á milli,“
segir Ólafur Stefánsson
um Karlakakó sem hann
mun leiða.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Óli Karlmenn þurfa að þora að vera þeir sjálfir, en nota bene, fyrst þurfa þeir að vita hver „þessi sjálfur“ er.
Í auglýsingu námskeiðsins kemur
fram: Andagift býður upp á 6 vikna
námskeið fyrir karla sem saman-
stendur af sögum, léttleika, skýrleika
og „peppi“ sem miða að því marki að
birta karlmanninn í sinni kröftugustu
og fegurstu mynd. Gerðar verða æf-
ingar til að átta sig á stærð sinni nú
þegar, auk þess að draga draumsýn
sína (óskasjálfið) inn í veruleikinn.
Þar er notast við kakó, leidda hug-
leiðslu með tónslökun. Kennt er á
mánudögum frá 21. jan til 25. feb. frá
kl. 19.45 til 21.00.
Farið verður í ferðalag þar sem við
áttum okkur á persónunni, komum
auga á grímurnar okkar, leggjum þær
niður og setjum í hlutlausan. Njótum
slökunar og sköpum rými fyrir skýra
drauma og frjálsari huga. Súkkulaðið
sem notast er við er 100% hreint og
kemur frá Gvatemala. Það hefur þann
eiginleika að skerpa einbeitingu og
færa okkur dýpri hugleiðslu og slök-
un. Kennari er Ólafur Stefánsson.
Skráning á vefsíðu: andagift.is/vara/
karlakako. Eða senda tölvupóst á net-
fangið: andagift@andagift.is.
Námskeiðið Karlakakó á vegum Andagiftar
Samanstendur af sögum, létt-
leika, skýrleika og „peppi“
Tvö öfl Teikning frá Óla sem lýsir eilífum blekkingarleik kynjanna.