Morgunblaðið - 11.01.2019, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019
✝ Sólveig KatrínÓlafsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 6. nóvember
1956. Hún lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans
Hringbraut 31.
desember 2018.
Foreldrar Sól-
veigar eru Ólafur
Þorkell Júlíusson,
f. 16. október 1917
í Ólafsvík, d. 3. ágúst 2009, og
Sigrún Jónsdóttir, f. 7. júlí
1923 á Fáskrúðsfirði.
Systkini Sólveigar eru Júlíus
S., f. 31. október 1951, og Guð-
rún, f. 25. júní 1953.
Sólveig giftist Oddbirni
Friðvinssyni húsasmiði, f. 20.
september 1956, hinn 12. júlí
1980 í Kópavogskirkju. For-
Sóley Lóa, f. 26. ágúst 2017. 2)
Friðvin Logi, f. 6. nóvember
1982, fyrrverandi eiginkona
hans er Fanney Friðriksdóttir,
f. 25. febrúar 1984. 3) Dagný
Björk, f. 31. maí 1989, í sam-
búð með Alberti Má Scheel
Guðmundssyni, f. 1. febrúar
1991. Dóttir þeirra er Írena
Sólveig, f. 12. september 2015.
Sólveig ólst upp í austurbæ
Kópavogs þar sem hún gekk í
Kópavogsskóla og síðar meir
Víghólaskóla þaðan sem hún
lauk gagnfræðaprófi. Að námi
loknu vann hún stuttlega í fisk-
verkun og umönnunarstörfum
hjá Sjálfsbjörg, Arnarholti og
Sólborg á Akureyri. Lengstan
hluta starfsævinnar vann hún
við rannsóknarstörf, fyrst hjá
Matvælarannsóknum ríkisins,
þá Iðntæknistofnun – Líftækni,
Prokaria og að lokum Matís
þar sem hún starfaði fram að
andláti.
Útför Sólveigar Katrínar fer
fram frá Kópavogskirkju í
dag, 11. janúar 2019, klukkan
13.
eldrar hans voru
Friðvin Sigur-
tryggvi Þorbjörns-
son, f. 15. nóv-
ember 1923 á
Siglufirði, d. 2.
júní 1991, og Vig-
dís Ólafía Jóns-
dóttir, f. 8. janúar
1917 í Reykjavík,
d. 12. október
1996. Sólveig og
Oddbjörn bjuggu
alla tíð í Kópavogi, fyrst í
Furugrund, þá á Álfhólsvegi
77, þar sem þau byggðu sér
reisulegt heimili, og síðast í
Blásölum 7.
Börn þeirra Sólveigar og
Oddbjörns eru: 1) Ólafur, f. 31.
mars 1980, í sambúð með Guð-
laugu Stellu Jónsdóttur, f. 30.
janúar 1980. Dóttir þeirra er
Elsku hjartans ástin mín,
þakka þér fyrir öll yndislegu ár-
in okkar.
Þinn
Oddbjörn.
Ég trúi því ekki ennþá að
þetta sé raunverulegt, þetta
hlýtur að vera slæmur draumur,
martröð! Mamma mín, hvernig
geturðu verið farin frá okkur og
það rétt nýorðin 62 ára. Þú
varst alltaf svo sterk og sigr-
aðist á hverri raun. Þú varst bú-
in að vinna bug á meinvarpinu
einu sinni og svo aftur núna,
það eina sem var eftir var að
tryggja að það héldist niðri. Við
vissum að þetta var búið að vera
erfitt og ætti eftir að verða
ennþá erfiðara en þú lagðir allt
þetta á þig til að eiga gæða-
stundir með okkur um langa
framtíð. Elsku mamma mín,
hvernig gat þetta farið svona,
hvernig gat allt það sem þú
lagðir á þig verið til einskis.
Þú varst kletturinn í lífi okk-
ar allra, sú sem var alltaf hægt
að leita til með hvað sem var og
alltaf tilbúin að hjálpa eða miðla
af visku þinni, reynslu og þekk-
ingu. Það varst þú sem ég
hringdi í þegar Sóley Lóa var
með háan hita, slæm útbrot,
datt illa á hausinn eða var eitt-
hvað ólík sjálfri sér og alltaf
gastu hjálpað með fallegum orð-
um eða góðum ráðleggingum.
Þegar við Gulla fórum í frí til
Spánar í vor tókstu ekki annað í
mál en að ömmugullið þitt Sóley
Lóa væri hjá ykkur pabba á
meðan þrátt fyrir að vera í
krabbameinsmeðferð. Í huga
mér lýsir það þér best að vik-
urnar áður en þú fórst í erfið-
ustu lokameðferðina varstu í
kappi við tímann að finna vel
valdar gjafir og pakka þeim fal-
lega inn svo allir aðrir gætu átt
sem best jól á meðan þú varst í
einangrun vegna meðferðar-
innar, alltaf svo hugulsöm og
vildir umfram allt gleðja aðra.
Ég þakka fyrir allar góðu
minningarnar og samverustund-
irnar sem við áttum. Síðustu
daga hafa margar minningar
skotist upp í hugann. Þær eru
svo margar góðar, eins og þegar
þið Ólafur afi kennduð mér að
hjóla uppi á Hávegi. Ég var
pínu smeykur án hjálpardekkja
en ég treysti ykkur afa full-
komlega og þið gripuð mig í
hvert skipti sem ég var við það
að detta. Ég man hvað ég var
leiður þegar pabbi þurfti að
vinna tímabundið í Noregi, en
mamma bætti það upp með því
að leyfa mér að sofa í pabba
holu á meðan. Ég man það svo
vel þegar þið pabbi komuð upp
á fæðingardeild að sjá Sóleyju
Lóu í fyrsta skiptið, þið einfald-
lega ljómuðuð, voruð svo ánægð
að sjá nýja ömmu- og afagullið
ykkar.
Elsku besta mamma mín, ég
elskaði þig svo mikið, þó að þú
hafir vitað það hefði ég viljað
segja það oftar. Þú varst ein-
stök, vildir allt fyrir alla gera,
ég er svo þakklátur fyrir að
hafa átt þig fyrir mömmu. Ég
veit að þú munt vaka yfir okkur
og vernda okkur um langa
framtíð eða allt þar til við
sjáumst aftur í eftirlífinu.
Þinn sonur,
Ólafur
Elsku fallega mamma mín.
Þú fórst svo fljótt frá okkur.
Raunin er sú að þú áttir ekkert
að fara. Þú áttir bara að vera
inni á sjúkrahúsinu í tæpar
þrjár vikur til að klára síðustu
meðferðina og koma svo heim, í
faðm fjölskyldunnar. Allir sem
þekkja þig lýsa þér sem yndis-
legri konu með góða nærveru.
Ótrúlegt hvað maður man
aldrei neitt þegar maður er að
reyna að rifja upp. Þessa sögu
heyrði ég frá þér. Þú, ég og Óli
fórum í Argos að sækja vörur
sem þið höfðuð pantað, ég fór í
krakkahornið á meðan vörurnar
voru afgreiddar. Svo lögðuð þið
Óli af stað heim á leið en átt-
uðuð ykkur á, þegar komið var
á Hafnarfjarðarveginn, að ég
var ekki með í bílnum og keyrð-
uð í geðshræringu til baka þar
sem ég sat ennþá hin rólegasta
og kubbaði í krakkahorninu og
hafði ekki hugmynd um að þið
hefðuð farið.
Elsku mamma, árið 2015
greindist þú með krabbamein.
Ég man það svo skýrt þegar þið
pabbi settust niður með okkur
og færðuð okkur fréttirnar. Ég
var ólétt að Írenu. Hún átti í
upphafi að heita Írena Vigdís en
okkur Alberti fannst Írena Sól-
veig fallegra og hafa meiri
merkingu fyrir okkur í ljósi að-
stæðna.
Þú varst yndisleg amma og
ljómaðir ávallt þegar þú fékkst
Sóleyju Lóu og Írenu Sólveigu í
heimsókn, enda fannst þeim
yndislegt að koma í heimsókn í
ömmu og afa kot.
Ég minnist þess hversu gott
var að faðma þig og hversu sjálf-
sagt þér fannst að leyfa mér að
koma upp í til þín og kúra hjá
þér, jafnvel þegar ég var komin á
fullorðinsár.
Þú hafðir ávallt áhyggjur af
mér og sagðir alltaf hvað þér lá á
hjarta. Stundum kýttum við um
óþarfa hluti, en það er bara því
við erum svo líkar í skapi. Enda
er ég dóttir þín.
Þú sagðir við mig að þegar ég
var barn hefði ég alltaf sofið best
í tjaldi með lambhúshettu á mér
og vel pökkuð inn. Ég vil meina
að ég hafi sofið svona vel því mér
fannst ég umvafin í faðm þinn.
Mikið vildi ég að ég hefði haft
meiri tíma með þér. Við ætl-
uðum í skemmtisiglingu saman,
þið pabbi ætluðuð að koma í
mat til okkar í nýju íbúðina.
Ég vildi að þú værir hjá mér
þegar kemur að því að velja
brúðarkjólinn minn. Þú myndir
100% segja mér í hreinskilni ef
ég liti illa út í honum. Ég vildi
hafa þig mér við hlið og fylgjast
með Írenu vaxa og dafna.
Það er svo margt sem ég á
eftir að gera með þér. Þetta er
svo ósanngjarnt. Þetta er búið
að vera rosalega erfitt án þín.
Mig langar svo að hringja í þig
þegar mér líður illa. Hringja í
þig þegar Írena gerir eða segir
eitthvað nýtt.
Ég á erfitt með að hugsa til
þess að líf mitt haldi áfram án
þín.
Það var nógu erfitt að halda
þessi jól án þín, hvað þá öll
næstu jól, áramót og alla þá
stórviðburði sem eiga eftir að
verða í lífi okkar.
Mamma, þú barst mig í níu
mánuði, vafðir mig að þér og
elskaðir mig eins og ég er, með
alla mína galla.
„Ég elska þig alveg eins og
þú ert“, leyfi mér að vitna í
Bridget Jones’s Diary sem við
horfðum á saman.
Það er margt sem ég vildi að
væri öðruvísi við líf mitt, en að
eiga þig fyrir mömmu er ekki
eitt af því.
Ég mun ávallt elska þig.
Ég mun ávallt sakna þín.
Þín dóttir,
Dagný Björk (Dæja).
Elsku Solla. Það var mér
mikið áfall að heyra að þú værir
farin frá fólkinu þínu og það á
sjálfan gamlársdag þegar flestir
eru að fagna komandi ári.
Mér þykir svo vænt um tíma
okkar saman. Kanaæðið í fjöl-
skyldunni, siglingin um Karíba-
hafið, allar sumarbústaðaferð-
irnar og fleira.
Þú og veikindi þín kenndu
mér gildin: fjölskylda, núið,
æðruleysi og kærleikur. Æðru-
leysi þitt í veikindum þínum var
aðdáunarvert og þú ert mér fyr-
irmynd, hjartahlý og góð mann-
eskja með yndislega fjölskyldu í
kringum þig.
Þú varst besta tengdamamma
sem ég gat hugsað mér og
Bigga svo sannarlega sem
amma. Þó að leiðir okkar skildi
að mestu árið 2016 þykir mér
vænt um kynni okkar eftir það
og er ég glöð með að hafa talað
reglulega við þig þínar seinustu
vikur, síðast á aðfangadag.
Þú verður ætíð ofarlega í
huga okkar Bigga og hjarta.
Minningin er ljós í lífi okkar.
Fanney og Birgir Freyr.
Elsku mamma.
Ég trúi vart enn að þú sért
farin.
Þú sem hefur ávallt verið mér
innan handar og borið hag minn
og hamingju fyrir brjósti.
Ég verð þér ævinlega þakk-
látur fyrir allt það sem þú hefur
gert fyrir mig.
Nú þegar þú ert ekki lengur
hér finnst mér ég fullur eft-
irsjár.
Ég sé eftir því að hafa tekið
tilveru þinni sem vísri.
Sé eftir því að hafa ekki haft
samband oftar, þrátt fyrir þau
ófáu skipti sem þú kvartaðir yfir
því hve sjaldan ég léti heyra í
mér.
Sé eftir því að hafa ekki sagt
þér oftar að ég elskaði þig.
Sé eftir því að hafa ekki verið
betri sonur.
Ég mun sakna þín meir en
orð fá lýst.
Þinn sonur,
Friðvin Logi.
Elsku Solla frænka.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér .
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Það er þyngra en tárum taki
að þurfa að kveðja þig á besta
aldri. En ég þakka fyrir þær
stundir sem við áttum. Hvíl í
friði, elsku frænka.
Elsku Oddbjörn, Óli, Fiffi,
Dæja, og fjölskyldur. Missir
ykkar er mikill. Megi allir góðir
andar vaka yfir ykkur og
styrkja ykkur á þessum erfiðu
tímum. Mínar dýpstu samúðar-
kveðjur til ykkar.
Sigrún Ásta.
Elsku Sólveig.
Það er stórt skarð höggvið í
fjölskylduna nú þegar þú ert
farin.
Allt of snögglega, allt of
snemma.
Ég dáðist alltaf að því hvað
allt sem þú gerðir var gert af
mikilli natni, alúð og vandvirkni,
hvort sem það var að bera fram
mat eða prjóna flík.
Það er erfitt að hugsa til þess
að þú missir af Sóleyju Lóu og
að Sóley Lóa missi af þér.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þér.
Það er huggun að finna í því
að þú vakir yfir okkur og vernd-
ir.
Þín tengdadóttir,
Guðlaug Stella.
Sólveigu kynntist ég fyrst
skömmu eftir að líftæknideild
Iðntæknistofnunar flutti í líf-
tæknihúsið um 1990. Þá hafði
starfsemi deildarinnar vaxið
talsvert og mikið að gera í
margvíslegum líftækniverkefn-
um, og mest í rannsóknum á
hveraörverum. Okkur vantaði
því fleira fólk en fannst vera
skortur á góðum aðstoðarmönn-
um í rannsóknunum. Því
ákváðum við að setja á fót sér-
stakt námskeið fyrir ófaglærða
rannsóknarmenn, þar sem ekki
væru gerðar forkröfur um
menntun en kennd yrðu öll
helstu grunnatriði, sem þyrfti til
að takast á við rannsóknarstofu-
vinnu í efna- og örverufræði.
Sólveig var í fyrsta hópnum sem
kom á slíkt námskeið hjá okkur
og kom strax í ljós hvílík af-
burðamanneskja var þar á ferð.
Það var því ekki spurning um
að bjóða henni strax vinnu og
þar með hófst okkar frábæra
samstarf og vinátta, sem staðið
hefur síðan og aldrei borið
skugga á.
En hvernig lýsir maður ein-
hverri bestu manneskju sem
maður hefur hitt um ævina?
Sólveig var hæglát en samt föst
fyrir og hún var einstaklega vel
gefin, sem sást best á því hvað
hún var fljót að læra á allt sem
til þurfti.
En það voru ekki bara þessar
góðu eðlisgáfur sem hún var bú-
in sem gerðu hana að svo dýr-
mætum starfskrafti, heldur til
viðbótar var hún líka nákvæm
og einstaklega vandvirk, þannig
að það var hægt að treysta
henni fyrir flóknustu verkefn-
um. Jafnframt var hún svo
vinnusöm og dugleg að ég sagði
stundum að hún væri þriggja
manna maki þegar kæmi að því
að framkvæma árangursríkar
tilraunir.
Samskipti okkar Sólveigar
voru alltaf einstaklega góð, sem
varð síðan einlæg vinátta, því
við náðum vel saman og þótti
gott að hittast og spjalla saman
þótt það hafi orðið lítið um slíkt
í seinni tíð.
Síðast þegar við hittumst töl-
uðum við um að við myndum
kannski hittast fljótlega í sveit-
inni, þar sem var komin á svo-
lítil óbein tenging okkar á milli,
en af því verður víst ekki að
sinni. Ég sendi Oddbirni og fjöl-
skyldu Sólveigar mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur og bið guð
að blessa minningu hennar.
Jakob K. Kristjánsson.
Í dag kveðjum við kæra vin-
konu, Sólveigu Ó. eins og hún
var jafnan nefnd í okkar hópi.
Við urðum þeirrar gæfu aðnjót-
andi að starfa með henni í lengri
eða skemmri tíma, sum okkar í
heil 25 ár eða frá því að hún hóf
störf sem rannsóknarmaður í
líftæknihúsi Iðntæknistofnunar.
Fleiri bættust í hópinn hjá
Prokaria og nú síðast hjá Matís.
Nýir starfsmenn gerðu sér
grein fyrir því að Sólveig var
hjartað í hópnum. Hún hélt utan
um starfið á rannsóknarstof-
unni, vissi hvar hlutirnir voru,
mundi allt og var margra
manna maki í vinnu. Oft mátti
sjá þvögu af nemum í kringum
Sólveigu en hún tók öllu kvabbi
af ljúfmennsku og útskýrði hlut-
ina á einfaldan hátt og jafnvel
með leikrænum tilburðum. Svo
var hún rokin því verkefnin
biðu.
Hún var alltaf kát og sér-
stakur kraftur einkenndi hana.
Hún var ósérhlífin og alltaf
tilbúin að standa lengri vaktir í
krefjandi verkefnum, vakandi
yfir því sem betur mátti fara.
Hún bar mikla umhyggju fyrir
vinnustaðnum og hópnum. Við
vorum látin vita ef henni fannst
við ekki ætla að taka okkur
nægilega góð frí. Hún prjónaði
ef einhver var barnshafandi og
átti það til að koma með at-
hugasemdir ef henni fannst
verðandi mæður ekki velja sér
rétt á diskinn í hádeginu. Hún
var sannkölluð mamma og það
var einhvern veginn allt betra
þegar hún var á staðnum.
Sólveig náði einstakri færni í
starfi. Hún var skarpgreind og
áhugasöm og var treyst til að
leysa flókin og krefjandi verk-
efni. Hún einangraði margar ör-
verur af hverasvæðum og hélt
utan um stórt örverusafn af
mikilli fagmennsku. Hún klónaði
og tjáði gen og framkallaði
flóknar erfðabreytingar. Við
lögðum oft mikið á Sólveigu en
ef mikið lá við var öruggara að
hafa hana með. Það var alltaf
hægt að leita til Sólveigar og við
kunnum virkilega að meta henn-
ar framlag.
Við áttum margar ánægju-
stundir með Sólveigu utan
vinnu, m.a. í saumaklúbbum, á
veitingastöðum og á ferðalögum.
Hún var mikill matgæðingur og
bauð okkur oft heim og reiddi
þá fram miklar kræsingar. Í
sýnatökuferðum á hálendinu
voru bornar fram steikur og
rjómasósur þannig að eftir var
tekið og bakpokaferðalangar
horfðu á okkur sultaraugum.
Hún bauð síðast heim rétt
fyrir jól þrátt fyrir veikindin og
kannski var viðeigandi að hún
kveddi á þann hátt. Hún kom á
árshátíð Matís fyrir stuttu og
var dýrmætt fyrir marga að
hitta hana þar. Við trúðum því
að hún kæmi aftur. Það er svo
erfitt að hugsa sér veröldina án
Sólveigar.
Sólveig var mikil fjölskyldu-
kona. Hún var einstaklega stolt
af börnunum sínum og á milli
hennar og Oddbjörns var sterkt
og náið samband. Því miður
geta þau ekki lengur notið sam-
an afraksturs dugnaðar síns,
ferðalaga, stunda í nýja sum-
arhúsinu og samveru með börn-
um, barnabörnum og öðrum ást-
vinum. Þeirra missir er mestur.
Við sendum þeim öllum innileg-
ustu samúðarkveðjur á erfiðum
tímum.
Með fráfalli Sólveigar er stórt
skarð höggvið í okkar hóp en
minningin um einstaka konu
mun lifa með okkur. Við kveðj-
um í dag, full af sorg og söknuði
en einnig af djúpri virðingu og
þakklæti.
Fyrir hönd nánustu vinnu-
félaga,
Snædís H. Björnsdóttir.
Sólveig Katrín
Ólafsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
RÓBERT RÓBERTSSON,
vörubifreiðarstjóri,
frá Brún Biskupstungum,
Grænumörk 2, Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
8. janúar.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 17. janúar
klukkan 13:30.
Bryndís G. Róbertsdóttir
Anna Rósa Róbertsdóttir Tómas Luo Shunke
Róbert Sveinn Róbertsson Þórunn María Bjarkadóttir
Álfgeir A. Önnuson, Bjarki Fannar
og Birkir Róbert Róbertssynir