Morgunblaðið - 11.01.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019
✝ Ölver ÞorleifurGuðnason
fæddist 1. septem-
ber 1925 í Kirkju-
bólshöfn í Vöðla-
vík. Hann lést á
Eskifirði 4. janúar
2019.
Foreldrar hans
voru María Tómas-
dóttir, f. 24. júní
1892, d. 27. októ-
ber 1954, og Guðni
Þorleifsson, f. 4. febrúar 1887.
Systkini hans voru Margrét
Lovísa Fanney, f. 5. júlí 1917, d.
29. desember 2002, Rósamunda
Sigurborg, f. 11. janúar 1921, d.
19. júní 2013, og Elís Hall-
freður, f. 13. júní 1929, d. 10.
apríl 2007.
Börn Ölvers eru 1) Sigurður
(ættleiddur), f. 2. febrúar 1951,
d. 19. ágúst 2001, börn Sig-
urðar: Sirrý, f. 26. júní 1971,
Eva María, f. 23. september
ber 1975, og á með henni And-
reu Caroline, f. 30. nóvember
1998, hennar dóttir er Camilla.
4) Vilborg, f. 19. ágúst 1955,
giftist Birni Axelssyni, f. 13 jan-
úar 1957, og á með honum Ax-
el, f. 3. janúar 1991, og Ágústu,
f. 24. febrúar 1993. Vilborg og
Björn slitu samvistum. 5) Unn-
ur, f. 9. september 1956, giftist
Viðari Júlí Ingólfssyni, f. 12.
maí 1957, og á með honum
Birki Fjalar, f. 18. febrúar 1978,
börn hans eru Emil Snorri og
Jón Þröstur, og Andra Frey, f.
21. maí 1980, barn hans er Unn-
ur Lóa og stjúpsonur Hrafnkell.
Seinni maður Unnar var Frið-
jón Óli Vigfússon, f. 12 janúar
1946, d. 30. október 2013. 6)
María Ölveig, fædd 22. mars
1958, átti Bóas 14. janúar 1980
með Hallgrími Bóassyni, f. 16.
janúar 1957. Börn Bóasar eru
Daníel Loki og Helga María.
Seinni maður Maríu er Hilmir
Ágústsson, f. 9. febrúar 1952.
Barnabarnabörnin eru 13.
Auk þess er eitt barnabarna-
barnabarn.
Útför Ölvers fer fram frá
Eskifjarðarkirkju í dag, 11. jan-
úar 2019, klukkan 14.
1976, d. 19. águst
2001 og Jón Stefán,
f. 10. ágúst 1980.
Ölver kvæntist
Eddu Snorradótt-
ur, f. 12. janúar
1934, og átti með
henni fimm börn:
2) Guðni Þorleif-
ur, f. 7. febrúar
1952. Guðni er
kvæntur Sigríði
Ingu Erlingsdóttur,
f. 21 október 1953, og eiga þau
soninn Ölver Árna, f. 18. maí
1971. Börn hans eru Alexs-
andra Inga, Elísa Erna og
Tinna Maren. 3) Snorri Lárus, f.
14. ágúst 1954, d. 7. júní 2004.
Snorri kvæntist Aðalheiði
Ingvadóttur, f. 13. október
1951, saman eiga þau Eddu, f.
30. nóvember 1976, hennar
börn eru Marías Aran og Mía
Arin. Síðar kvæntist Snorri
Michelle Dunjana, f. 25. septem-
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Unnur Ölversdóttir.
Elsku afi. Sumir segja að lífið
sé ferðalag. Þú varst ferðalangur
af guðs náð. Þannig mætti
kannski færa rök fyrir því að þú
hafir virkilega kunnað að lifa líf-
inu. Ferðalög detta mér fyrst í
hug þegar ég fer í gegnum minn-
ingarnar.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að ferðast um landið með
þér.
Ég væri að fara með ósannindi
ef ég ætlaði að halda því fram að
það hefði alltaf verið gaman. Það
var það ekki. En einstakt var það
og þegar maður lítur yfir farinn
veg áttar maður sig á því hvað
þetta var oft dýrmætur tími.
Skröltandi um í bílnum þínum,
með útvarpið hálfvanstillt – ýlfr-
andi og brakandi. Sötrandi volga
kókómjólk úr hanskahólfinu og
kjamsandi á harðfiski.
Virðing þín og lotning fyrir
landinu var hreinlega smitandi.
Hvernig þú talaðir um landið, tal-
aðir við landið, það var einstakt.
Þú varst eitt með landinu þínu,
stóðst um það vörð eins og land-
vættirnar úr Heimskringlu.
Í huga mér ert þú og verður
alltaf barn náttúrunnar, því að
náttúran og þú eruð óaðskiljanleg
þegar ég hugsa um þig. Það er
hreinlega þannig að sögusvið
flestra þeirra minninga sem ég á
af okkur saman, af þér, er náttúr-
an.
Við Goðafoss, við Dettifoss, á
skíðum í Oddskarði, í göngum á
Héraði, á Hólmahálsi, Fáskrúðs-
firði, við Krossanes, með allaböll-
um uppi um allar sveitir skrölt-
andi í rútum þar sem áfangastaðir
voru oftar en ekki einhverjar
þústir og svo átum við flatkökur
með hangikjöti og kaldar kótelett-
ur í raspi. Alltaf er sögusvið minn-
inganna utandyra. Prílandi um
með græðlinga, stafi og áburð til
þess að rækta upp landið.
Ást þín á æskustöðvunum var
sannarlega einstök. Í Vöðlavík
varst þú fógetinn, allsherjargoði
og konungur, í huga mér í það
minnsta. Vöðlavík var landið þitt
og þar bauðstu okkur að taka þátt
í margvíslegum ævintýrum.
Sagðir okkur sögur, sýndir okkur
gamla bæjarstæðið og við supum
saman heimsins besta vatn úr
bæjarlæknum, lögðumst í upphit-
uð og sólböðuð lónin í sandinum.
Þessar minningar eru magnaðar
og eru mér sérstaklega kærar.
Það var alltaf svo ljúft þegar þú
komst og heimsóttir okkur í Mos-
fellssveitina, þú naust þess svo
innilega að sitja með viskítár í
glasi eftir góðan mat. Horfandi í
arininn á meðan ljúfir tónar
flæddu um stofuna. Þannig man
ég svo vel eftir þér, og alltaf ertu
brosandi í þessum minningum
mínum. Þú kunnir svo vel að lifa.
Eins er ég þakklátur fyrir það
að þú skyldir vera nægilega ern og
vaskur til þess að bjóða Dalí með
þér í flugferð til Ameríku. Þá var
ekki nema 80 ára aldursmunur á
ykkur. Þú varst 85 ára og hann
fimm. Mikið var hlegið að því um
borð, heyrðum við síðar, hvernig
Dalí æpti og kallaði á þig, hann
var ýmist svangur eða þurfti að
fara á klósettið. Þetta vissu nánast
allir í vélinni, nema þú. Raddsvið
hans var það sama tónsvið og eyru
þín voru hætt að nema. En allt
leystist þetta þó farsællega og þið
félagar fenguð aðstoð.
Þú varst syni mínum fyrir-
mynd, rétt eins og mér, og Helga
María fær að heyra sögurnar,
skoða myndirnar og heimsækja
söguslóðirnar þegar fram líða
stundir.
Takk, afi.
Bóas Hallgrímsson.
Fyrir fjórum árum skrifaði ég
afa bréf, einhvers konar þakkar-
bréf, hér kemur brot úr því:
Ég man eftir spennunni og
gleðinni sem fór um mann þegar
dyrnar opnuðust og afi Ölver var
mættur. Ég brunaði alltaf á móti
þér til að draga þig upp í herbergi
og til að monta mig af því hversu
vel væri tekið til. Þú kenndir mér
hversu gott það væri að hafa fínt
hjá sér, þannig liði manni betur.
Þú kenndir mér að munda hníf,
tálga og hvernig ætti að rétta
hann öðrum. Þú kenndir mér líka
hversu bannað það væri að henda
rusli nema þá í ruslatunnur og að
maður ætti að taka upp rusl ef
maður sæi það á víðavangi. Ég tek
samt sjaldnast upp rusl eftir aðra
en ég hugsa alltaf til þín þegar ég
Ölver Þorleifur
Guðnason
✝ Magnús SvavarMagnússon
fæddist í Reykjavík
6. janúar 1954.
Hann lést á líknar-
deild LSH 2. janúar
2019. Magnús er
sonur hjónanna El-
ínar Svövu Sig-
urðardóttur hús-
móður, f. 7.8. 1920,
d. 31.1. 2010, og
Magnúsar Berg-
steinssonar húsasmíðameistara,
f. 14.1. 1915, d. 10.3. 1999.
Systkini Magnúsar eru drengur,
f. 7.11. 1939, d. 18.1. 1940, Berg-
steinn Ragnar, f. 31.3. 1941, d.
20.2. 2015, Marólína Arnheiður
f. 24.6. 1942, d. 6.11. 2006, Ragn-
hildur, f. 29.12. 1947, Sigrún, f.
4.2. 1950, og Margrét Halla, f.
9.12. 1954. Magnús átti einn
hálfbróður samfeðra, Ragnar, f.
1937, d. 2005, hann bjó alla tíð í
Noregi.
1976. Börn þeirra eru Andrea
Líf Ívarsdóttir, f. 20.10. 2005,
Stella Dís Jóhannesdóttir, f.
8.10. 2014, Jóhannes Örn Jó-
hannesson, f. 10.11. 2003, og Ar-
on Leó Jóhannesson, f. 5.10.
2006.
Magnús gekk í Austurbæjar-
skóla, síðar í Ármúlaskóla og
svo Iðnskólann í Reykjavík þar
sem hann lærði húsasmíði. Hann
þótti efnilegur knattspyrnu-
maður og iðkaði einnig hand-
bolta. Magnús starfaði í
byggingarvinnu hjá bróður sín-
um í Svíþjóð 1979-1981. Frá
árinu 1981 þar til hann lét af
störfum vegna veikinda starfaði
hann hjá Háskóla Íslands við
umsjón fasteigna.
Magnús var virkur meðlimur
í Kiwanisklúbbnum Eldey í
Kópavogi til marga ára og var
meðal annars forseti klúbbsins
2008-2009 og gegndi ýmsum
öðrum störfum fyrir klúbbinn.
Magnús var einnig meðlimur í
Oddfellowreglunni Gissur hvíti í
Hafnarfirði.
Útför Magnúsar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag, 11.
janúar 2019, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Magnús kvæntist
Önnu Dagnýju
Halldórsdóttur
20.7. 1979, þau
skildu. Dætur
þeirra eru Elín
Viola Magnús-
dóttir, f. 18.5. 1979,
og Elsa Annette
Magnúsdóttir, f.
18.5. 1979.
Magnús hóf sam-
búð með Guðnýju
Hólm Birgisdóttur 1985, þau
slitu samvistum. Sonur þeirra er
Ragnar Ingi Magnússon, f. 14.8.
1987. Sambýliskona hans er
Fatou N’dure Baboudóttir, f.
7.9. 1987.
Eftirlifandi eiginkona Magn-
úsar er Hafdís Magnúsdóttir, f.
12.9. 1955. Þau giftu sig 8.8.
1998, dóttir hennar er Helga
Bryndís Kristjánsdóttir f. 25.6.
1986. Eiginmaður hennar er Jó-
hannes Kristjánsson, f. 21.2.
Margt er skrítið í tilveru okk-
ar. Þegar dauðinn bankar upp á
kemur það okkur ávallt að óvör-
um, þrátt fyrir að við getum átt
von á honum hvenær sem er.
Það er það eina sem við vitum
í lífinu að við eigum eftir að
deyja. En hvers vegna kemur
hann okkur ávallt að óvörum?
Það er vegna þess að við elskum
lífið, við viljum ekki að dauðinn
banki upp á, við sættum okkur
ekki við hann.
Þegar veikindi hafa verið
langvarandi þá fer maður að
hugsa að kannski sé best að fá
að fara.
En Maggi kvartaði aldrei,
allavega ekki við mig , hann var
ávallt jákvæður um að ná bata –
gafst aldrei upp.
En eftir átta ára baráttu var
þrekið búið.
Við Maggi kynnumst þegar
við vorum í Barnaskóla Austur-
bæjar. Ég bjó við Grettisgötu og
hann við Snorrabraut. Við urð-
um fljótt góðir vinir. Á unglings-
árum vorum við mjög samrýndir
og komum við ávallt saman allir
vinir okkar heim til mín í ca. átta
fermetra herbergi og ræddum
um framtíðina og hlustuðum á
tónlist og reyktum okkur í hel.
Ekki skrýtið að sumir veikist af
langvinnum sjúkdómi, mig minn-
ir að Maggi hafi ekki reykt þá,
hann byrjaði ekki reykja fyrr en
um tvítugt.
Þegar maður sest niður og
ætlar að minnast vinar og fatta
allt í einu að hann er ekki til
staðar er skrýtin tilfinning.
Hann er dáinn, kemur aldrei aft-
ur inn á verkstæði, eins og hann
gerði oft. Við förum aldrei aftur
saman til Spánar. Þetta er mjög
furðuleg tilfinning og sár. Ég á
eftir að sakna Magga.
Þann 2. janúar 2019 var bank-
að upp á hjá Magga og hann
beðinn um að koma því hans
tíma væri lokið hér á jörðu, hans
biðu önnur verkefni í faðmi
bróður, systur, móður og föður.
Mig langar að segja ykkur
smá sögu af okkur Magga. Hér
um árið fórum við saman tveir
einir til Spánar, sem er ekki í
frásögur færandi, en einn daginn
vorum við að koma neðan úr bæ.
Í lobbíinu var sölubás með alls-
konar glingri, hringir og háls-
festar með meiru. Stúlkan sem
var að selja þarna benti mér að
koma. Ég fór til hennar og hún
vildi endilega fá að selja mér
eitthvað af þessu fallega glingri.
Ég hafði engan áhuga og sagði
henni það. Allt í einu bendir hún
á Magga og segir: „What about
your boyfriend?“ Maggi heyrði
þetta og sá ég undir iljarnar á
honum beint inn í lyftu. Hann
passaði sig eftir þessa uppákomu
að vera ekki of nálægt mér. Við
vorum hvor í sínu herbergi!
Mig langar að birta hér eitt
lítið ljóð sem ég orti fyrir margt
löngu. Þetta ljóð segi hvað
hugurinn geymir sem aðrir ekki
vita.
Það er svo margt sem hugur öðrum
hylur
Hann heldur fast í mynd sem hann vill
geyma
það er svo margt sem maður ekki
skilur
en minning lætur gleðitárin streyma.
Mega góðir vættir vera með
ykkur, elsku vinir, og blessa.
Kveðja,
Jón Emil Kristinsson.
Magnús Svavar
Magnússon
Dista frænka.
Ein af Minna-
Hofs-fjölskyldunni
sem í æskuminn-
ingunni skipaði svo stóran og
mikilvægan sess í tilverunni.
Og var fyrir mér kjarni og
miðpunktur föðurfjölskyldu
minnar. Að Minna-Hofi voru
tíðar heimsóknir bræðranna
sem þar ólust upp um og upp
úr aldamótunum 1900, en sett-
ust fullorðnir að annars stað-
ar. Og síðan afkomenda
þeirra. Til Magnúsar, næst-
yngsta bróðurins, og Ingi-
bjargar konu hans, sem tóku
við búskapnum eftir andlát
föður þeirra bræðra, Ingvars
Ólafssonar, föðurafa okkar
Distu.
Að Minna-Hofi var gaman
að koma. Alltaf nóg pláss og
nægur matur, hversu margir
sem sóttu þau heim hverju
sinni. Glatt á hjalla alla jafna.
Og þar skipuðu börn Madda
og Innu, Ingvar, Dista, Guð-
rún og Sigurður, mikilvægan
sess í þeirri hlýju gleði sem
gestkomendur upplifðu á
Minna-Hofs-heimilinu.
Nokkur aldursmunur var á
Sigríður
Magnúsdóttir
✝ Sigríður Magn-úsdóttir fædd-
ist 13. september
1943. Hún lést 21.
desember 2018.
Útför Sigríðar
fór fram 8. janúar
2019.
okkur Distu sem
að líkindum hafði
áhrif á að sam-
skipti okkar gegn-
um tíðina voru
ekki mikil. En
vinskapur þeirra
Berglindar systur
minnar gerði að
verkum að ég
fann alltaf fyrir
áhuga hennar og
væntumþykju í
minn garð. Hún sýndi hann
einnig beint með því að bjóða
mér stuðning með ýmsum
hætti. Að samskiptin urðu
ekki meiri en raun ber vitni
skrifast fyrst og fremst á mig.
Undir lokin heimsótti ég
Distu nokkrum sinnum á
sjúkrabeð þar sem hún háði
sína hörðu glímu við krabba-
meinið. Þær stundir voru mér
mikils virði; þegar við Dista
töluðum um fjölskyldu okkar
og hún sagði mér margt af
fólkinu okkar sem ég hafði
hvorki tengst né kynnst af
ýmsum ástæðum.
M.a. vegna andláts föður
míns, föðurbróður hennar,
þegar ég var á ungum aldri.
Ég vona að ég hafi komið
þakklæti mínu fyrir nærveru
hennar, samtöl og umhyggju
fyrir mér og dætrum mínum
til skila við hana í þessum
samtölum okkar. En nefni aft-
ur hér. Takk elsku Dista. Hvíl
í friði.
Hanna G. Sigurðardóttir.
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og
útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
GISSURAR JENSEN
mjólkurfræðings.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyflækningadeildar
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi, fyrir góða umönnun.
Stefán Róbert Gissurarson Sigrún Sigurðardóttir
Axel Þór Gissurarson Andrea Ingimundardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓNATAN ÁRNI AÐALSTEINSSON,
Njarðarvöllum 2, Njarðvík,
lést á Hrafnistu Nesvöllum mánudaginn
31. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Aðalsteinn H. Jónatansson Kristín Richardsdóttir
Davíð Smári Jónatansson Vigdís Pétursdóttir
Eygló G. Jónatansdóttir
og fjölskyldur
Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem
sýndu okkur samúð, vináttu og umhyggju
við andlát og útför okkar ástkæru móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu, systir
og mágkona.
GUÐNÝJAR DEBÓRU ANTONSDÓTTUR
frá Sólheimum, Tálknafirði,
sem lést mánudaginn 10. desember 2018.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu, Reykjavík.
Sesselja B. Jónsdóttir Páll Eyþór Jóhannsson
Guðmundur Jónsson Margrét Kristbjörnsdóttir
Anton Halldór Jónsson
Jóhann Jónsson Hildur Ástþórsdóttir
Guðjón Jónsson Pia Söderlund
Vilhjálmur Gísli Antonsson Elísabet Pálsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn