Morgunblaðið - 11.01.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.01.2019, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is ÚTSALAOkkar frábæra 50% AFSLÁTTUR af öllum vörum Ég hlakka til að eiga langa helgi með systrum mínum og mökumokkar í Glasgow en þangað ætlum við meðal annars til aðhalda upp á afmælið mitt. Það er alltaf gaman að skreppa öðru hverju út fyrir landsteinana, í sól eða borg, og skapa góðar minningar,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sem er 47 ára í dag. Íris tók við starfi bæjarstjóra síðasta sumar. Fyrstu mánuðina í starfi segir hún hafa verið annasama enda margt nýtt að læra. „Gerð fjárhagsáætlunar tók sinn tíma og eins er alhliða hagsmunagæsla fyr- ir bæinn gagnvart ríkisvaldinu stór hluti af starfinu. Þar vega heil- brigðis- og samgöngumálin þyngst. Svo styttist til dæmis í að hér verði opnað nýtt sjávardýrasafn þar sem tveir mjaldrar frá Kína verða í aðalhlutverki,“ segir Íris, sem var grunnskólakennari um langt árabil. Þá var hún formaður ÍBV 2015-2018. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum. Það er líka býsna merkilegt hvað við stöndum okkur vel í íþróttum í ekki stærra bæjar- félagi. ÍBV á lið í efstu deild karla og kvenna bæði í handbolta og fót- bolta og bæjarlífið í Eyjum snýst raunar talsvert um íþróttirnar og starfið sem þeim tengist. Störfin sem ég hef fyrst og fremst sinnt síð- ustu árin – kennslan, forysta í íþróttafélagi og nú stjórnmálin – eru allt verkefni sem ganga út á mikil samskipti við fólk og að reyna að finna góðar lausnir sem eru í þágu fjöldans,“ segir Íris sem er gift Ey- steini Gunnarssyni og eiga þau þrjú börn samtals. sbs@mbl.is Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Bæjarstjóri Bæjarlífið snýst talsvert um íþróttir, segir Íris. Finna góðar lausnir í þágu fjöldans Íris Róbertsdóttir er 47 ára í dag K ristín Einarsdóttir fæddist 11. janúar 1949 í húsi við Kára- stíg í Reykjavík en ólst upp í Keflavík. „Ég var í sveit í Efri-Hrepp í Skorradalshreppi hjá Guðmundi föðurbróður mínum og konu hans Gyðu Bergþórsdóttur en þau voru nýtekin við búinu af ömmu og afa.“ Kristín tók landspróf frá Gagn- fræðaskólanum í Keflavík, stúdents- próf frá Menntaskólanum á Laugar- vatni (1969), BS í líffræði frá HÍ (1975), cand. real. í lífeðlisfræði frá Háskólanum í Osló (1979) og MS í viðskiptafræði frá HÍ (2002 og 2017). Hún starfaði við kennslu og vís- indastörf í HÍ þangað til hún var kjörin á þing fyrir Kvennalistann (Reykjavíkurkjördæmi) árið 1987 og Kristín Einarsdóttir, lífeðlisfræðingur og fv. alþm. – 70 ára Fjölskyldan Kristín, Kristján Már, börn, tengdabörn og barnabörn stödd í Úthlíð 2014. Hefur alltaf verið í skemmtilegum störfum Að Kvíum í Jökulfjörðum Kristín ásamt félögum í gönguhópi sem hefur ferðast saman innanlands á hverju ári frá 1993. Hér í ferð frá 2017. Ísafjörður Auður Kristjánsdóttir fæddist 12. apríl 2018 kl. 7.58 á Ísafirði. Hún vó 3.885 g og var 52 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Hólmfríður Bóasdóttir og Krist- ján Óskar Ásvaldsson. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.