Morgunblaðið - 11.01.2019, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Leitaðu ekki langt yfir skammt því
hin sanna gleði býr hið innra. Slakaðu á og
njóttu þess að gera ekki neitt, það er bráð-
hollt.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú færð óvænta athygli sem þú kærir
þig alls ekki um. Vertu góð/ur og indæl/l við
alla en ekki svo að einhver gangi á lagið. Þér
eru allir vegir færir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Taktu þér tak í peningamálunum.
Þú skalt ekki gefa tommu eftir þegar að
samningum kemur. Einhver vinur þinn er
áttavilltur í lífinu og þarfnast hjálpar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þótt það sé freistandi að leggja ým-
islegt á sig til þess að komast hjá rifrildi eru
þó takmörk fyrir því sem öðru. Ekki er víst að
allir vilji það sama og þú í lífinu, íhugaðu það.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Allir þurfa hvatningu endrum og sinnum
og nú er komið að þér. Samvinna er það sem
þarf þessa dagana á vinnustaðnum. Hvíldu
þig þegar þú ert þreytt/ur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Skoðaðu hjarta þitt áður en þú tekur
ákvörðun sem marka mun spor í líf þitt. Þú
nærð að toga svar við spurningu sem brenn-
ur á þér út með töngum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Veltu fyrir þér leiðum til þess að bæta
vinnumóralinn. Saklaus skemmtun er allra
meina bót. Sumir skilja ekki fyrr en skellur í
tönnum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Kannaðu tilboð áður en þú legg-
ur í verslunarferð. Þér finnst þú ung/ur í
annað sinn eftir fríið. Þú færð boð í brúðkaup
síðar á árinu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það færi best á því að þú héldir
þér til hlés í viðkvæmu vandamáli. Sýndu
vinum þínum að þú getir þagað yfir leynd-
armáli.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Vegna hæfileika þinna er leitað til
þín með sérstakt verkefni. Þú ert eitthvað
kvíðin/n vegna framtíðarinnar en slepptu
því, þú stendur þig vel í öllu sem þú gerir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þótt þú eigir auðvelt með að
smita aðra af jákvæðni þinni í dag ættirðu að
reyna að umgangast fólk sem er þegar í
góðu skapi. Forðastu loforð og skuldbind-
ingar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hvorki lærir né þroskast af mark-
miðum sem er of létt að ná. Reyndu að fara í
stutt frí, helst án félagsskapar. Réttu vinum
þínum hjálparhönd.
Það er ekki orðum aukið að svart-asta skammdegið ríki núna.
Þrátt fyrir að daginn hafi tekið að
lengja 21. desember er enn dimmt úti
þegar Víkverji leggur af stað til
vinnu. Þegar vinnudegi lýkur er
sama staðan. Víkverji hefur hingað
til ekki látið myrkrið hafa áhrif á sig,
en nú er breyting á og Víkverji finn-
ur meira fyrir myrkrinu en ella.
x x x
Eins og Víkverja er siður þá kafarhann ofan í málin og finnur út
hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir
eru. Hann reynir það að minnsta
kosti. Er möguleiki að myrkrið hafi
meiri áhrif eftir því sem aldurinn
færist yfir eða er það snjóleysið sem
læðir drunga myrkursins að?
x x x
Víkverji hallast nú meira að því síð-arnefnda. Veturinn hefur verið
með eindæmum snjóléttur og hlýr,
sem er fagnaðarefni fyrir Víkverja
sem finnur allt of vel fyrir kulda á
sínum þroskaða skrokki. En böggull
fyglir skammrifi og ríkjandi vetur, ef
hægt er að kalla hann vetur, er í raun
sá svartasti og eðli máls samkvæmt
sá fyrsti sem reynir á sálartetur Vík-
verja.
x x x
Lausnamiðuð hugsun Víkverja skil-ar alltaf árangri. Hann veit sem
er að ekki er hægt að breyta veðrinu
nema þá helst með loftslagsbreyt-
ingum en það tekur langan tíma ef
það er á annað borð hægt. Í svona að-
stæðum þarf plan B.
x x x
Þar sem Víkverji er B-manneskjastyður hann á allan hátt að skoða
þá hugmynd að flýta klukkunni eins
og gert er í löndunum í kringum okk-
ur. Þetta er auðvitað persónuleg
skoðun föstudagsvíkverja og þarf
ekki á nokkurn hátt að endurspegla
vilja þjóðarinnar.
x x x
Víkverji gerir sér grein fyrir því aðekki eru allir á eitt sáttir um
hvort það sé rétt leið að flýta klukk-
unni, en mikið lifandis skelfing væri
gott að fara út í daginn í örlítið meiri
birtu. vikverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er
nafn þitt um alla jörðina. Þú breiðir
ljóma þinn yfir himininn.
(Sálm: 8.2)
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu
Fía á Sandi birtir á Leir nokkrarheilræðavísur sem hún fór
með í hagyrðingaþætti um helgina:
Lofa skalt þú landsins herra
lygara jafnt og kjánaskinn.
Það mun ekki vera verra
ef vel þeir styrkja fjárhag þinn.
Framhjá sönnu er fínt að smjúga
felist gróði þessu í.
en alveg gagnslaust er að ljúga
ef enginn maður trúir því.
Ef þú girnist annars maka
öruggast og best ég tel
áhættuna enga að taka
það á að leyna slíku vel.
Drífðu í að draga þér
dágott fé sem venja er.
Hvað höfðingjarnir hafast að
hinum ætti að leyfast það.
P.S.
Ef einhver tók mig upp á síma
ætla ég að kæra hann.
Við freistingar er gagnslaus glíma
gildin breytt í heimsins rann.
Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir
á bráðamóttöku Landspítala – Há-
skólasjúkrahúss:
Um LSH hún sködduð skreið
því skvísan datt á svelli.
Innlagnar hún beið og beið
og beið uns dó úr elli.
Ólafur Stefánsson heyrði skatt-
greiðanda í Reykjavík tauta fyrir
munni sér.
Þú sem ábyrgð berð á bragga
borga aftur mér.
Auralaus í sút og sagga
sit ég eftir hér.
Ármann Þorgrímsson segir að
Jón og séra Jón sé ekki það sama:
Skondið er SKAPARANS hjarta
skrýtið að fleiri ekki kvarta,
ef ÉG leyfði mér það
sem HANN leikur sér að
hann léti mig dúsa að eilífu í svartasta
svarta.
Fía á Sandi lét í sér heyra og gaf
upp netfangið „Himnaríki.com“:
Húsavíkur Jón fór neðar Neðra
nú á tímum þjónustan er betri.
Pantaðu bara vist í Efra Efra.
Imeilinn skal senda Lykla Pétri.
Og um borgarstjórann í
Reykjavík yrkir Ármann:
Hefur alltaf heillað mig
þó honum geðjist ekki að mér.
Hann endurskoðar sjálfan sig
og segir: „Allt í lagi hér.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Nokkrar heilræðavísur,
braggi og saggi
„HANN TRÚÐI Á DEILISKRÁR OG
OPIN HUGBÚNAÐ. HANN ELSKAÐI
SAMFÉLAGSMIÐLA OG LAS ALLA
TÖLVUPÓSTA AF TRÚFESTU.”
„ÉG FÆ ÚT AÐ ÉG SÉ MEÐ 357 OG ÞÚ MEÐ
358.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að segja henni að hún
sé jafn falleg ómáluð.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞETTA ER INNRÁS
BANHUNGRUÐU BJALLANNA!
ROP
EN ÞÚ ERT BARA
EINN
HVAÐ?!
HALTU BARA
ÁFRAM
HEY, STRÁKAR! ÞIÐ SÖGÐUST
VERA MEÐ MÉR Í ÞESSU!
VIÐ VORUM
AÐ BORÐA
ÉG VONA AÐ ÞÚ HAFIR
NÁÐ AÐ BÚA TIL
EFTIRRÉTT!
FYRIRGEFÐU, ÉG
STEINGLEYMDI ÞVÍ!
EN ÞAÐ ER EKKI OF
SEINT!
ÉG SKAL BARA STRÁ SMÁ SYKRI
YFIR NÆPURNAR ÞÍNAR!