Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Page 2
Hvernig leggst nýja árið í þig? Nýtt ár er alltaf spennandi og ég veit að það eru góð- ir tímar framundan. Ég hlakka til að vinna með fólki sem vill bæta líf sitt, það er svo gefandi að sjá breytingarnar, andlega og líkamlega. Strengdir þú áramótaheit? Vera besta útgáfan af sjálfri mér og fara vel með það eintak sem ég er með í höndunum. Vera góð móðir og maki og elska skilyrðis- laust. Stunda mína líkamsrækt af lífi og sál. Næra líkama minn af öllu því holla sem hann kallar á. Sofa eins og engill. Vakna til vinnu alla daga með bros á vör. Ég ætla að lifa í núinu. Hvað er nýtt í líkamsrækt á nýju ári? Æfingatíminn á eftir að styttast, 60 mín. verður 30-45 mín. Það er hægt að ná jafn góðum árangri á styttri tíma með vel skipulögðum æfingum þar sem styrkur og sprengikraftur er notaður á víxl með stuttum pásum í bland við liðleika og jafnvægisæfingar. Fólk á einnig eftir að nota náttúruna meira, hugleiða og stunda jóga. Nú ætla margir að byrja árið á heilsuátaki. Hvaða ráð gefur þú fólki varðandi hreyfingu? Finndu þér hreyfingu sem þér finnst skemmti- leg, það getur tekið smátíma að prófa sig áfram. Það á að vera tilhlökkun að stökkva í æfingagallann og fá smá útrás. Mikilvægt er að hafa hreyfinguna fjölbreytta, og nota líka nátt- úruna, súrefnið og sólina. Ef þú ættir að gefa eitt gott ráð á nýju heilsusamlegra ári, hvaða ráð væri það? Lifa þolinmóð einn dag í einu með bros á vör og nota þau tækifæri sem við fáum til að gera það besta úr okkur. Árangurinn sannar það að litlu skrefin koma manni á end- anum í mark. Viltu segja eitthvað að lokum? Brostu og þér mun ganga betur. Elskaðu þig af öllu þínu hjarta og farðu vel með þitt eintak, það er bara til eitt! TELMA MATTHÍASDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Farðu vel með þitt eintak Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2019 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Almáttugur. Hér hefur verið framið morð!Þetta var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá Ólaf Darra Ólafs-son rölta í hægðum sínum út ganginn hér á ritstjórn Morgunblaðsins í vikunni. Sláandi tíðindi en samt fór ég ekki af hjörunum enda göngulag Ólafs Darra með afbrigðum sefandi. Þrátt fyrir aðsteðjandi hörmungar og eymd fær maður strax á tilfinninguna að allt komi til með að fara vel. Að lok- um. Hvers vegna hugsaði ég á þennan veg; það er gaf mér að morð hefði verið framið hér í fásinninu við Rauðavatn? A. Vegna þess að Ólafur Darri var í keimlíkum vetrarjakka og hann klæð- ist í annarri seríunni af Ófærð – ef ekki hreinlega þeim sama. B. Vegna þess að ég er endanlega hættur að gera greinarmun á veruleika og sjónvarpi. Þín ágiskun, lesandi góður, er örugglega ekkert verri en mín; ég átta mig hreinlega ekki á þessu. Hitt liggur þó fyrir að ég hef löngum haft jafnmikil ef ekki meiri samskipti við fólk sem heyrir til öðrum víddum en þeirri sem við dauðlegir menn búum í. Níu ára gömul sonardóttir mín minnti mig á þessa staðreynd á dög- unum. Þegar ég spurði hvort hún hefði heyrt söguna af John gamla Sorbitch gretti hún sig bara. Nú, trúirðu því ekki að hann sé til? spurði ég hvumsa. „Nei, afi. Þú ert alltaf að búa til einhverja menn?“ Það leiðir hugann að því hvort Ólafur Darri sé líka hugarfóstur mitt. Útilokað að útiloka það enda er gaur- inn mjög líklega of góður til að vera raunverulegur í þessum viðsjárverða heimi. Eða hvað? Og hvað var hann að gera hér í Hádegismóum í vikunni? Sáu einhverjir fleiri hann? Ófærð 2 þykir mér hafa farið vel af stað. Þjóðin er vonandi búin að jafna sig á því að þar geta menn farið inn í hús á Siglufirði og komið út á Seyðisfirði og getur fyrir vikið farið að einbeita sér að sjálfum söguþræðinum. Hann hef- ur verið þéttofinn í byrjun og ómögulegt að segja inn í hvaða skúmaskot sam- félagsins framvindan á eftir að skila okkur. Maður getur þó huggað sig við það að Ólafur Darri fer fyrir rannsókninni og mun alveg örugglega ekki fara á taugum – enda þótt heilu fjallshlíðarnar falli að fótum hans. Já, almáttugur. Morð hefur verið framið! Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir Morð framið í Hádegismóum Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Það leiðir hugann aðþví hvort ÓlafurDarri sé líka hugarfósturmitt. Útilokað að útiloka það enda er gaurinn mjög líklega of góður til að vera raunverulegur í þessum viðsjárverða heimi. Benedikt Arnar Þorvaldsson Nei, en ég hef alltaf sömu mark- miðin sem ég reyni að standa við. SPURNING DAGSINS Strengdir þú ára- mótaheit? Guðný Guðnadóttir Nei. Ég hef gert það en alltaf svikið þau þannig að ég sleppti því í ár. Rafn Magnús Jónsson Nei. Ég hef ekki gert það. Eyrún Magnúsdóttir Nei, en ég setti mér markmið. Að vera duglegri að hreyfa mig og hætta að henda fötum á stól. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Telma Matthíasdóttir er eigandi Fitubrennsla.is og rekur einnig Bætiefnabúlluna með unnusta sínum. Hún hefur þjálfað í HRESS í 18 ár og er vinsæl á snapchat undir nafninu fitubrennsla.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.