Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2019 VETTVANGUR Undir lok nýliðins árs fór fram íMarrakesh í Marokkómerkileg ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um fólksflutn- inga – reyndar einnig fundahöld ým- issa annarra stofnana og félaga- samtaka sem nýttu tækifærið til að þinga um tengd málefni með sérfæð- inga og áhugafólk víðs vegar að úr heiminum þarna samankomið. Ástæðan fyrir því að ég var á staðnum var einmitt sú að ég hafði tekið að mér að stýra fundum á veg- um alþjóða verkalýðssamtaka innan almannaþjónustunnar, um málefni farandverkafólks. Þar voru á meðal annarra mættir á einum slíkum fundi fulltrúar Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar, WHO, rannsóknar- fræðimenn svo og fulltrúar ríkis- stjórna Þýskalands og Filippseyja auk að sjáfsögðu fulltrúa verkalýðs- félaga. Hvers vegna fulltrúar Þýskalands og Filippseyja? Það var vegna þess að ríkisstjórnir þessara landa hafa komist að samkomulagi um að reyna að koma málefnum farandverkafólks í skipulegri farveg en verið hefur. Sérstaklega er horft til starfsfólks á heilbrigðissviði sem á undanförnum árum og áratugum hefur flust í stórum hópum frá Filippseyjum til Þýskalands sem og reyndar frá mörgum öðrum þróunarríkjum til ríkari hluta heimsins. Þetta hefur haft í för með sér ýmis vandamál. Fil- ippseyjar hafa þannig misst mikil- vægt og verðmættt starfsfólk, sem menntað hefur verið með ærnum tilkostnaði; réttar- og réttindastaða fólksins hefur iðu- lega verið ótrygg og skuldbindingar móttökuríkisins hafa að sama skapi verið óljós- ar. Úr þessu vilja menn greiða með samkomulagi. Þetta þykir til fyrirmyndar og vill verkalýðs- hreyfingin styðja við þessa jákvæðu viðleitni. Sem dæmi um vandann má nefna að í Súdan eru starfandi um níutíu starfsmannaleigur sem reyna að ná til sín öllu tiltæku menntuðu heilbrigðisstarfsfólki og ráða það til starfa erlendis, einkum í olíu- ríkjunum við Persaflóa. Það segir sig sjálft hvaða afleiðingar þetta hefur á sjúkrahúsum í Súdan. Fyrrnefndri ríkjaráðstefnu í Marrakesh var ætlað að staðfesta Al- þjóðasáttmála um farendur (fólks- flutninga) en samhliða var annar samningur í burðarliðnum, Alþjóða- sáttmáli um flóttamenn. Ferli þessara tveggja sáttmála, sem ekki eru lagalega skuldbindandi – þótt að vísu sé um það deilt – er mismunandi; sá fyrri hlaut staðfest- ingu á ríkjaráðstefnunni í Marrakesh og síðan endanlega á Allsherjarþingi Sþ. Sá síðari fékk umfjöllun í hlutað- eigandi nefnd Sþ og fór í kjölfarið fyr- ir Allsherjarþingið til samþykktar. Þessir samningar eiga það sameig- inlegt að skapa grundvöll fyrir upp- lýsta umræðu um stöðu flóttamanna og síðan vonandi vettvang til aðgerða. Þannig er eitt af tuttugu og þremur markmiðum sem sett eru fram í sam- komulaginu um fólksflutninga, að unnið verði að því að greiða úr mjög ruglingslegri umræðu um málefnið sem oftar en ekki hefur byggst á til- finningum en ekki staðreyndum. Þannig verða fordómar til og er ágætt að hugleiða þýðingu þess hug- taks. Sem sagt allar upplýsingar upp á borðið. Síðan komist menn að niður- stöðu, ekki öfugt. Mér þótti tvennt standa upp úr af hálfu talsfólks fátækra ríkja á þeim fundum sem ég sótti. Í fyrsta lagi, að yfirleitt vill fólk alls ekki flytjast frá heimahögum sínum. Það hreinlega á ekki annarra kosta völ. Þessa hlið hefur að mínu mati verið van- rækt að ræða. Þar þurfa arðræn- ingjar og stríðs- mangarar þessa heims að íhuga sína ábyrgð, ekki síst gömul og ný nýlenduveldi. Að orsökum fólks- flótta er vikið í markmiði númer tvö í framan- greindum al- þjóðasáttmála um farendur. Markmið númer tvö mætti ræða á næsta NATÓ-fundi. Þegar samfélag leggur á flótta veikist enn staða þeirra sem veikir voru fyrir. Það er áhætta að vera ein- sömul kona á flótta. Um stöðu mun- aðarlausra barna þarf ekki að hafa mörg orð. En okkur ber hins vegar skylda til að hafa um þau orð mjög mörg, til dæmis spyrja hvað hafi orð- ið um tíu þúsund börn sem komu fylgdarlaus til Evrópu í fyrra – og ár- ið áður og þar áður líka, og eru nú horfin? Í markmiði númer átta í Alþjóða- sáttmála Sþ um farendur segir að al- þjóðasamfélaginu beri skylda til að stórefla leit að týndu fólki. Undir þennan lið flokkast því týnd börn. Væri kannski ráð að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu og spyrja hvort fólki þætti peningum sem við látum nú renna til að fjármagna hernaðar- bandalag ef til vill betur varið í aðstoð við munaðarlaus börn á flótta? Markmið númer tvö og átta ’Um stöðu munaðar-lausra barna þarfekki að hafa mörg orð.En okkur ber hins vegar skylda til að hafa um þau orð mjög mörg, til dæmis spyrja hvað hafi orðið um tíu þúsund börn sem komu fylgd- arlaus til Evrópu í fyrra – og árið áður og þar áð- ur líka, og eru nú horfin? Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is AFP Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is TILBOÐ á fako.is Klappstólar (4 litir) Áður 5.100 kr. nú 3.570 kr. atré með ljósum Áður 11.400 kr. Nú 1.990 kr. l Jólavörur 50% afsláttur Ármann Jakobsson tísti: „3. janúar er ekkert annað að horfa á en Hringadróttinssögu; eins vel og Christopher Lee stendur sig get ég ekki annað en dáðst að Tolk- ien sjálfum sem sýnir okkur ekki Sarúman sjálfan fyrr en eftir tæp- lega 800 blaðsíður. Hringadrótt- inssaga er meistaraverk frestunar og fjarlægðar.“ Jón Gnarr skrifaði á sama miðli: „Eins og ég er nú glaður að taka kredit fyrir það sem vel er gert þá vil ég benda á að ég var bara einn af SEX höfundum #skaup2018 og á þá um átta og hálfa mínútu af þættinum. Yfir- umsjón með handriti og leik- stjórn var í höndum @arnor- palmi“ Viktoría Hermanns- dóttir var ánægð með skaupið: „Djöfull var þetta gott skaup! Sprellikerlingin og eru hommar kannski menn. Takk fyr- ir mig og gleðilegt ár.“ Gerður Kristný skrifaði á Facbook um bókmenntir: „Árið 2018 las ég 71 bók. Þær sem standa upp úr eru m.a. Begynnel- ser eftir Carl Frode Tiller, Den der lever stille eftir Leonoru Christinu Skov, The Unwomanly Face of War eftir Svetlönu Alexi- evich, Gulag – A History eftir Anne Apple- baum, De eftir Helle Helle, Kinderwhore eftir Mariu Kjos Fonn og Byens spor eftir mitt uppáhald Lars Saabye Christensen. AF NETINU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.