Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Side 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2019 Í yfir tvo áratugi hefur Margrét Jónas- dóttir unnið að gerð heimildamynda en tilviljun réði því að ungi sagnfræðinem- inn leiddist út á þá braut. Hún var í meistaranámi í London en skrapp heim í frí jólin 1997 og hitti þá kunningja, Magnús Viðar Sigurðsson, á förnum vegi. Þau áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á þorskastríðunum en meistararitgerð Mar- grétar fjallaði einmitt um félagslegar afleið- ingar í Hull og Grimsby eftir þorskastríðin og líf breskra togarasjómanna á Íslandsmiðum. Mitt í jólagjafaleiðangrinum ákváðu þau að stilla saman strengi sína og gera saman heim- ildamynd. „Við byrjuðum strax þarna um jólin og um leið og ég kláraði MA-námið fórum við af stað í myndina okkar um þorskastríðin, Síðasta vals- inn. Ég ætlaði upphaflega í doktorsnám í London og var búin að leggja drög að því að stækka rannsóknina og taka inn hvaða áhrif hrun útgerðarinnar hafði á konur og börn sjó- mannanna líka. En það endaði í raun sem næsta heimildamynd sem hét því skemmtilega nafni Hafmeyjar á háum hælum, ástarsögur sjómannskvenna,“ segir hún. Á þessum dimma desemberdegi gleymum við tímanum því sögurnar hennar Margrétar eru svo margar og skemmtilegar. Það er af nógu að taka þegar horft er yfir farinn veg. En við byrjum á upphafinu. Fólkið og sögurnar Eftir gerð þessara þriggja þorskastríðsþátta ákvað Margrét að sækja föggur sínar til Lond- on og flytja heim. Doktorsnámið bíður enn því Margrét hafði fundið sína hillu í lífinu. Hún hóf sinn feril í heimildamyndagerð og vann í upp- hafi sjálfstætt með Storm, en hefur verið hjá Sagafilm síðan árið 2008 þar sem hún er yfir heimildamyndadeildinni. Aðspurð hvað það hafi verið við heimilda- myndagerð sem hafi heillað, segir Margrét að það hafi helst verið fólkið. „Í raun og veru voru það samskiptin við fólk. Það fylgir því alltaf ákveðin spenna að hitta nýtt fólk, hringja símtalið, taka svo viðtalið og storka sjálfri sér á nýjum stöðum. Það er rosa- lega mannlegt að vera í svona starfi og mjög gefandi. Ég er alltaf pínulítið stressuð þegar ég hringi dyrabjöllunni hjá ókunnugu fólki og veit ekki alveg hvað bíður. Eða hvað viðkom- andi ætlar að segja. En það er líka það skemmtilegasta við starfið,“ segir hún og bæt- ir við að oft sé vandasamt að taka viðtöl við fólk um erfið mál. „Ég hef alltaf allan minn feril borið mikla virðingu fyrir viðmælendum mínum. Þeir eru í raun að opna glugga inn í líf sitt fyrir sjónvarp og jafnvel fyrir alheiminn. Ég er alltaf jafn þakklát fyrir það. Ég reyni að undirbúa mig vel. Ég vil skilja við verkin þannig að allir séu sáttir. Oftast tekst það.“ Margrét á ekki í vandræðum með að tala við fólk og eignast nýja vini, enda félagslynd og opin. Hún segist oft hitta áhugavert fólk í ferð- um sínum. „Í sumar var ég veðurteppt á Grænlandi en ég var í ferð með skákfélaginu Hróknum sem við erum að vinna mynd um. Þar hittum við tvo af frægustu geimförum Rússlands, annar hef- ur verið lengst utan geimfars allra í heiminum. Þetta voru alveg pollrólegir karlar en þeir voru að fljúga með franskan ofurhuga hringinn í kringum heimskautsbaug, en sá glímir við MS- sjúkdóminn og rekur góðgerðarsamtökin PolarKid. Við erum nú að skoða verkefni sam- an. Þetta starf snýst um að hafa opinn hug og anda!“ segir Margrét og segir hugmyndir oft koma svona óvænt upp í hendurnar. Með frá upphafi til enda Margrét er titluð framleiðandi á myndum sín- um en segist ekki dæmigerður framleiðandi. „Ég er kannski öðruvísi framleiðandi en margir aðrir því ég skrifa yfirleitt grunninn af verkefnunum sjálf, vinn rannsóknina og sel svo hugmyndina. Svo tek ég oftast sjálf viðtölin, er oft handritshöfundur og sit svo yfir klippingu með leikstjóra og klippara líka. Svo sel ég verkið að lokum, þannig ég er nánast undan- tekningarlaust með frá upphafi til enda,“ segir hún. „Ég vinn yfirleitt þannig að ég skipti mér mikið af sögunni sem á að segja, mér finnst mest ögrandi að byggja upp frásagnarstrúkt- úrinn. Svo „þekja“ klippararnir og leikstjór- inn, eða myndvinna verkið,“ segir Margrét og nefnir að auðvitað sé heimildamynd blanda af frásögn, myndmáli, tónlist og grafískri vinnslu. „Í raun er ég mest að hugsa um einn af þess- um þráðum, frásögnina, sem mér finnst mikil- vægastur. Góð heimildamynd ætti í raun líka að geta verið útvarpsþáttur, og nú drepa mig örugglega margir,“ segir Margrét sposk á svip. „Sagan verður að geta staðið ein og sér.“ Oft er úr miklu efni að moða. Að klippa kannski þúsund mínútur niður í níutíu, er það ekki erfiðasti hlutinn? „Það er bara hræðilegt,“ segir hún og hlær. „Af því að það er svo mikið af góðu efni í hverju verki. Eins og þetta er skemmtilegt þá getur líka verið grátlegt að sjá á eftir góðu efni,“ seg- ir hún. Margrét segir að vinnsla hverrar heimilda- myndar taki oft tvö til þrjú ár og stundum lengur. Það þarf að afla fjár til verksins, sækja um styrki, ferðast víða um heiminn til að reyna að selja verkið fyrirfram og allt þetta þarf að gerast áður en ráðist er í gerð myndarinnar. „Heimildamyndir eru ofsalega þungar í fjár- mögnun og þó að maður sé búinn að selja á margar sjónvarpsstöðvar og fá úr mörgum sjóðum þá kemur í raun stærstur hluti fjár- magnsins þegar verkið er fullunnið. Kostn- aðurinn verður allur til á meðan verið er að mynda og klippa. Þetta er langhlaup og það er ekki gríðarlegur hagnaður í þessum geira, það verður bara að segjast,“ segir Margrét. „En við lítum líka á þetta hér í Sagafilm sem svo að við séum að skapa menningarverðmæti. Hráefnið fer á Kvikmyndasafn Íslands til varð- veislu til framtíðar. En þessi verkefni sem við í Sagafilm erum að framleiða eru flest að fara á erlendan markað, þau eru dýr og það er óger- legt að fjármagna þau eingöngu hér á landi miðað við það kerfi sem hér er,“ segir Margrét. „Kvikmyndasjóður er ekki blómlegur, aðal- Morgunblaðið/Ásdís Lífið er skipulagt kaos Margrét Jónasdóttir heillaðist af heimildamyndagerð vegna fólksins sem hún hittir og sagnanna þeirra. Í starfinu hefur hún kynnst togarasjómönnum, geimförum og rokkstjörnum og lent í ýmsum ævintýrum í leiðinni. Við vinnu næstu myndar þarf Margrét að hitta helstu stjörnur heims en eftir mörg ár í bransanum veit hún að sögurnar leynast á ólíklegustu stöðum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Ég tók viðtal við gamlakonu í Kanada sem var gifttogarasjómanni og hún sagðivið mig: „Mér fannst ég aldrei hafa átt merkilegt líf fyrr en þú komst.“ Þetta þótti mér vænt um og snerti mig. Það sýnir líka að það eiga allir merkilegt líf og það eiga allir sögur. „Ég hef alltaf allan minn feril borið mikla virðingu fyrir viðmælendum mínum. Þeir eru í raun að opna glugga inn í líf sitt fyrir sjónvarp og jafnvel fyrir alheiminn. Ég er alltaf jafn þakklát fyrir það,“ segir Margrét Jónasdóttir sem unnið hefur allan sinn starfsferil að gerð heimildamynda.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.