Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Qupperneq 18
Áramót í Grafar- vogi 2017-2018. Meðan við hin erum að sjóða hamborgarhrygginn eðasteikja kalkúninn á gamlársdag leggst Árni Sæberg ljós-myndari í njósnir fyrir kvöldið. Hvar ætli hann nái bestu myndinni af hinni tignarlegu flugeldasýningu höfuðborgarbúa? Hvar ætli sé besta skotlínan? „Ég byrjaði á þessum sið þegar ég hóf störf á Morgunblaðinu ár- ið 1984 og hef sinnt þessu óslitið síðan,“ svarar Árni þegar spurt er hvenær hann hafi byrjað að mynda flugelda við áramót. Mest hefur hann verið í miðbæ Reykjavíkur en einnig í Hafnar- firði, Breiðholti, Grafarvogi, vesturbæ Reykjavíkur og víðar. „Ég er alltaf að leita að nýjum stöðum, nýjum svölum,“ segir Árni en færa má fyrir því rök að hann sé að jafnaði „svalasti“ maðurinn í bænum um áramót. „Ég hef staðið á ófáum svölunum á gamlárskvöld og er alltaf jafn vel tekið. Ég hringi bara bjöllunni hjá húsráðendum, kynni mig og er boðið inn. Á sumum stöðum eru partí í gangi og mér boðið í glas sem ég verð auðvitað alltaf að afþakka – enda í vinnunni og á bíl.“ Annars gæti svalasamkvæmum farið fækkandi enda drónar komnir til sögunnar og ekki ólíklegt að Árni beiti þeirri tækni um næstu áramót. Af heppilegum stöðum til að mynda á nefnir Árni sem dæmi nýju háhýsin í Skuggahverfinu og turninn á Landakotsspítala, þar sem hann hefur verið í nokkur skipti. Raunar þarf hann nokkra vinkla í hverri lotu, bæði til birtingar strax á Mbl.is og síð- an um næstu áramót, framan á gamlársblaði Morgunblaðsins. „Og myndirnar hafa ratað víðar,“ segir Árni og dregur úr pússi sínu jólakort sem Landhelgisgæslan lét á sínum tíma gera. Eitt árið voru myndir Árna síðan sendar til breska ríkisútvarpsins, BBC, í Lundúnum sem varð til þess að lið var sent hingað til að fanga stemninguna við áramót. „Ég man ekki betur en að BBC hafi sent beint út frá Reykjavík, svo heillaðir voru menn af dýrð- Fjöldi fólks kemur að jafnaði saman til að fagna áramótum við Landakotskirkju. Myndin er tekin úr turni spítalans. Í 35 ár hefur Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, farið á stúfana á gamlárskvöld og myndað flugeldasýninguna á höfuðborgarsvæðinu við áramót. Árni er stöðugt að leita að nýju sjónarhorni og er iðulega vel tekið þegar hann knýr dyra og biður fólk að hleypa sér upp á svalirnar hjá sér. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ljósmyndir ÁRNI SÆBERG Við Árnamót inni. Tökuliðið fór í þyrluflug og hvaðeina,“ rifjar hann upp. Eins og svo margt annað í þessu lífi krefst þetta verkefni fórna og Árni hefur ekki séð Áramótaskaupið í heild sinni á gamlárskvöld síðustu 35 árin. „Ég næ stundum byrjuninni áður en ég legg af stað í myndatökuna. Mikilvægt er að vera snemma á ferðinni, þegar um- ferð er lítil, og ná að koma sér fyrir á góðum stað, þannig að hægt sé að byrja að mynda svona tuttugu mínútum fyrir miðnætti. Bestu myndirnar nást oftar en ekki þá enda er mengun gjarnan orðin mikil á slaginu tólf og dökkt ský yfir borginni.“ Eftirminnilegustu áramótin voru, að sögn Árna, rétt fyrir alda- mótin þegar tívolíbombur voru leyfðar. „Það var svakaleg sýning; tívolíbomburnar voru eins og vopn og borgin bara eins og Dresden í stríðinu.“ Fyrstu árin tók Árni myndirnar iðulega á 100 asa filmu, tveggja mínútna ljósop 16, og jafnvel á 4x5 tommu trémyndavél, með skikkju á herðunum, eins og þekktist í gamla daga. Um tíma tók hann myndir í panoramastíl á forláta Linhof-myndavél en seinustu árin hefur Árni alfarið myndað stafrænt. „Fyrstu stafrænu mynda- vélarnar náðu þessu ekki nógu vel, það verður að viðurkennast, en þetta er allt annað mál í dag; þær ná ljómandi góðum myndum. Ég næ meira að segja fínustu ljósmyndum á Samsung Note9-símann minn og vídeóum ef því er að skipta. Það kemur sér vel enda vill Mbl.is alltaf fá myndirnar strax til birtingar.“ Árni segir verkefnið alltaf jafnskemmtilegt og gaman sé að hafa skráð þetta mikla sjónarspil í allan þennan tíma. En tímarnir breyt- ast og bomburnar með og hann á alveg eins von á því að draga muni úr flugeldum við áramót í framtíðinni. „Svíar eru búnir að banna þetta af umhverfisástæðum og ekki ólíklegt að við förum sömu leið. Skipulagðar flugeldasýningar verða örugglega áfram en Pétur og Páll fá ekki mikið lengur að skjóta upp flugeldum heima í garðinum hjá sér. Þess vegna er gott að eiga þessa heimild.“ Í MYNDUM 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2019

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.