Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Page 20
Kendall Jenner er
hálfsystir Kim Kar-
dashian og varð
fyrst þekkt í raun-
veruleikaþættinum
Keeping Up with
the Kardashians.
gen er nú með sína eigin línu af
eldhúsvörum, var að gefa út aðra
matreiðslubók sína og er kynnir
sjónvarpsþáttarins Lip Sync
Battle. Huntington-Whitely er
ekki lengur aðeins með nærföt,
sundföt og snyrtiföt til sölu í sam-
vinnu við Marks & Spencer heldur
er hún með eigin vefsíðu og
snyrtivörur á vefnum Rose Inc.
„Samfélagsmiðlarnir endur-
spegla líf þitt svo það skiptir máli
í hvaða ljósi þú sýnir þig,“ sagði
Ivan Bart, forseti IMG Models,
sem er með flestar fyrirsæturnar
á listanum á skrá hjá sér, í samtali
við Forbes.
„Ef þú ætlar þér að fara yfir í
aðra bransa þarftu að hafa sýn á
hvað þú ætlar þér.“
Cara Delevingne (númer 5 á
listanum) er ein þeirra fyrirsæta
sem hafa ákveðið að reyna fyrir
sér í Hollywood. Fyrsta stórmynd
hennar, Valerian, gekk ekki sér-
lega vel í kvikmyndahúsum en
leikferill hennar heldur engu að
síður áfram og næst mun hún
sjást í þáttaröðinni Carnival Row
Amazon Prime.
Hin hollenska Doutzen Kroes
(númer 10) nær aftur á listann eft-
ir árshlé líkt og Joan Smalls (núm-
er 8) en Kroes fékk ábatasama
samninga við m.a. L’Oréal og Pia-
get á árinu.
Þær sem duttu út af listanum
þetta árið voru Adriana Lima,
Kendall Jenner er á toppnumyfir hæstlaunuðu fyrirsæt-urnar á árinu sem var að
líða, samkvæmt Forbes. Þessi 23
ára gamla fyrirsæta þénaði hátt í
þrjá milljarða á tímabilinu sem
Forbes notar til viðmiðunar, sem
er tólf mánaða tímabil fram til júní
2018. Tekjurnar koma m.a. frá
samningum sem hún hefur gert
við Estée Lauder, Adidas og Calv-
in Klein. Hún hefur góða forystu á
toppnum þótt Karlie Kloss, sem er
í öðru sæti, hafi ekki fyrr þénað
jafnmikið á tíu ára fyrirsætuferli.
Kloss, líkt og Jenner, hefur marga
fylgjendur á samfélagsmiðlum,
sem heillar auglýsendur en hún er
með samning m.a. við Swarovski,
Adidas og Estée Lauder. Kloss
hefur notað áhrif sín til góðs en
hún stofnaði Kode with Klossy,
góðgerðarstofnun sem kennir
stelpum að forrita.
Fyrirsæturnar á topp tíu þén-
uðu samtals um 13,4 milljarða
króna í fyrra sem er meira en 400
milljónum króna meira en árið
2017.
Fyrirsæturnar eiga það allar
sameiginlegt að hafa notað sam-
félagsmiðla til að afla sér áhrifa og
vekja á sér athygli. Þessi vel-
gengni á netinu hefur hjálpað fyr-
irsætum á borð við Chrissy Teigen
og Rosie Huntington-Whiteley,
sem eru jafnar í 3.-4. sæti, að
víkka út starfsvettvang sinn. Tei-
Fyrirsæturnar
á toppnum
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2019
HÖNNUN OG TÍSKA
Topp 10
Karlie Kloss
æfði ballett á
yngri árum og
hefur ástríðu
fyrir forritun.
AFP
Kendall Jenner, sem trónir
á toppi listans, tók þátt í
síðustu tískusýningu Vict-
oria’s Secret eins og fleiri
fyrirsætur á listanum.
Tíu tekjuhæstu fyrirsæturnar í heiminum þénuðu samtals 13,4 milljarða króna í fyrra. Samfélags-
miðlar skipta miklu máli fyrir fyrirsætur til að vekja athygli á sér og víkka út starfsvettvang sinn.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
1. Kendall Jenner
2.794 milljónir kr.
2. Karlie Kloss
1.614 milljónir kr.
3.-4. Chrissy Teigen og
Rosie Huntington-
Whitely
1.428 milljónir kr.
5.-6. Gisele Bündchen
og Cara
Delevingne
1.242 milljónir kr.
7. Gigi Hadid
1.179 milljónir kr.
8.-9. Bella Hadid og
Joan Smalls
1.055 milljónir kr.
10. Doutzen Kroes
994 milljónir kr.