Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Page 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Page 25
6.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Önnur uppskrift úr Góð- borgurum eftir Ninu Olsson. Uppskriftin gerir fjóra borg- ara Þessi borgari er innblás- inn af Austurlöndum fjær og í honum er blandað saman svörtum hrís- grjónum, svartbaunum, bragðmiklum shiitake- sveppum og hoisin-sósu. Þið getið gert ykkar eigin hoisin-sósu eða keypt gæðasósu úr búð. Næring- arrík svört hrísgrjónin eru einnig kölluð „forboðnu hrísgrjónin“ því til forna voru þau aðeins ætluð keis- aranum í Kína. KRYDDAÐ SPERGILKÁL 200 g spergilkál, gufusoðið ½–1 tsk chilipipar Salt Skvetta af sesamolíu KLATTAR 100 g shiitake-sveppir 200 g soðin hrísgrjón 1 dós (400 g) svartbaunir, skol- aðar, sigtaðar og stappaðar með gaffli 2 hvítlauksgeirar, marðir 2 skalottlaukar, fínt skornir ½ tsk malaður svartur pipar, meira eftir smekk 50 ml hoisin-sósa 1 msk næringarger 75 g panko-raspur eða fínn brauðraspur 1 msk ólívuolía jurtaolía til steikingar 4 brauð ar og þið fáið kolsvart brauð. Koladuft hefur mjög dauft, nánast ómerkjanlegt bragð. HOISIN-SÓSA Kínversk hoisin-sósa er ein þekktasta sósa í heimi og það er lítið mál að búa hana til. Svolítil sæta með hnetu- bragði af sesamolíu og saltri sojasósu kallar fram himn- eskt bragð. Hoisin-sósa er mjög góð með sterkri sri- racha-sósu og er ekki bara frábær sósa á borgara heldur líka til að setja út á snögg- steikta rétti og asískar súp- ur. Þið viljið kannski gera aukaskammt til að eiga við höndina. 50 ml sojasósa eða tamari- sósa 3 msk kókossykur eða 45 g púðursykur 2 msk sesamolía 2 msk hrísgrjónaedik 2 msk tahini 2 hvítlauksgeirar, marðir 1 msk sriracha-sósa Örlítið af möluðum svörtum pipar Setjið öll hráefnin í lítinn pott við meðalhita og hitið uns sýður, þá skal lækka hitann og leyfa sósunni að malla í nokkrar mínútur þangað til hún þykknar. Gætið þess að hræra reglulega. Látið kólna og berið strax fram eða setj- ið í lokað ílát í kæli. Geymslu- þol er 1–2 vikur. Gerir u.þ.b. 100 ml. OFANÁLAG hoisin-sósa ferskar baunaspírur majónes Hitið pönnu á háum hita og snöggsteikið spergilkálið í eina mínútu. Sáldrið chili- flögum yfir og örlitlu salti, úðið ristaðri sesamolíu yfir. Takið af pönnunni og geym- ið undir loki þangað til þið berið réttinn fram. Hitið olíu á pönnu við meðalhita og steikið shii- take-sveppina í 8–10 mín- útur eða uns þeir eru gylltir og ilmandi. Saltið og piprið eftir smekk. Takið af hit- anum og setjið í stóra skál. Blandið sveppunum sam- an við hin hráefnin í klatt- ana. Smakkið til og bætið við salti og pipar eftir smekk. Kælið í hálftíma eða í allt að sólarhring undir loki. Skiptið deiginu í fernt og mótið fjóra klatta. Hitið olíu á meðalhita og steikið klatt- ana í 2–4 mínútur á hvorri hlið. Berið strax fram með og hafið nóg af hoisin-sósu, krydduðu spergilkáli, bauna- spírum og majónesi. KOLSVÖRT BORGARABRAUÐ Kallaðu fram dramatísk áhrif með því að bera borg- arann fram í svörtu brauði. Það er auðvelt að gera það. Bætið einfaldlega 1 msk af ætu koladufti út í hveitið í uppáhalds uppskriftinni ykk- Forboðni borgarinn Ljósmynd/Nina Olsson Uppskriftir að ýmsu meðlæti og sósum eru í bókinni Góð- borgarar eftir Ninu Olsson, þar á meðal eru þessir kartöflu- bátar. Uppskriftin dugar í fjóra skammta sem með- læti. 500 g sætar kartöflur, flysjaðar og skornar í olíu í stórri skál. Salt og pipar eftir smekk. Raðið bátunum á bökunarpappír á tvær ofngrindur. Bakið í hálftíma og gætið þess að snúa bátunum eftir kort- er. Berið fram með eftirlætisídýfunni ykkar. báta timjan, paprika og rósmarín eftir smekk skvetta af ólífuolíu salt og mulinn pipar eftir smekk Hitið ofninn í 200°C. Veltið bátunum uppúr timjani, papriku, rósmaríni og ólívu- Sætukartöflubátar Ljósmynd/Nina Olsson Þessi uppskrift er úr Góðborg- urum hennar Ninu Olsson. Chèvre er geitaostur frá Suður- Frakklandi sem fer einstaklega vel saman við sætt bragðið af bakaðri rauðrófu. Þessi borgari er ekki verri með valhnetu-pestói. Þessi uppskrift gerir fjóra borgara. KLATTAR 2 stórar rauðrófur, flysjaðar og skornar í u.þ.b. 1 cm þykkar sneiðar ólívuolía salt og malaður svartur pipar eftir smekk 1 msk ferskt timjan 2 tsk hunang eða agave-síróp 100 g ferskur chèvre-ostur eða mjúkur vegan-ostur 4 frönsk brauð, skorin til helminga OFANÁLAG saxaðar valhnetur 50 g klettasalat Hitið ofninn í 200°C. Setjið rauð- rófusneiðarnar í meðalstóra skál og veltið upp úr ólívuolíu, stráið salti, pipar og timjani yfir. Raðið rauð- rófusneiðunum í djúpa ofnskúffu og bakið í 30–35 mínútur eða þangað til þær eru bakaðar í gegn, snúið þegar um helmingur er eftir af bök- unartímanum. Þegar fimm mínútur eru eftir af tímanum skal setja sneið af chèvre-osti ofan á hvern klatta. Setjið klattana ofan á brauðið, síðan valhnetur og klettasalat og lokið síðan með hinum helm- ingnum af brauðinu. Bon appétit! VALHNETU-PESTÓ Pestó er dásamleg uppfinning – að fínsaxa kryddjurtir til að galdra fram höfugan keim þeirra og ilm og bæta svo við ólívuolíu og salti er algjör snilld. Einfalt en engu að síður bragðmikið pestó má útbúa úr örfáum hráefnum. En með því að bæta við hnetum, hvítlauk og sítrónusafa er hægt að lyfta því upp á æðra plan. Hér er notast við valhnetur og basilíku. Þetta er frá- bær viðbót í sósur og út á pasta og fullkomið á borgara í anda ítalskr- ar og franskrar eldamennsku. 1 stórt knippi af ferskri basilíku 100 g valhnetur eða furuhnetur 60 ml af jómfrúarolíu 1 msk rifinn parmesan-ostur eða næringarger 1½ tsk nýkreistur sítrónusafi, meira ef með þarf salt eftir smekk Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og blandið uns þau eru maukuð. Smakkið til og kryddið eftir smekk með salti eða sítrónusafa. Setjið í loftþétt ílát og kælið. Gerir u.þ.b. 150 g Niçoise-borgari með bökuðum rauðrófum og geitaosti Ljósmynd/Nina Olsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.