Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2019
FERÐALÖG
Þeir fengu sannarlega Afríku-bakteríuna með móðurmjólk-inni, bræðurnir Máni og
Steinn Borgarssynir en foreldrar
þeirra, Elín Þorgeirsdóttir og Borgar
Þorsteinsson hafa dvalið í Kenýa
langdvölum síðustu tuttugu árin, auk
þess að skipuleggja ferðir þangað
fyrir íslenska ferðalanga í gegnum
tíðina. Máni fór í sína fyrstu Afríku-
ferð þegar hann var aðeins korna-
barn, en foreldrar hans keyrðu þá
gamlan Land Rover frá Danmörku til
Kenýa. Mikið af bleium var með í
þeirri för! Síðan er mikið vatn runnið
til sjávar og Kenýa er orðið nánast
eins og annað heimili hjá fjölskyld-
unni.
Bræðurnir, sem eru 19 og 22 ára,
eru báðir á samningi að læra smíðar,
og feta þar með í fótspor föður síns.
Það kemur sér vel þar sem fjöl-
skyldan hefur keypt land inni í þjóð-
garði í Kenýa og þar hyggjast þeir
bræður byggja sér sitt eigið hús. Það
verður þó ekki þeirra fyrsta hús, því á
síðasta ári keyptu þeir gamalt ein-
býlishús í Hafnarfirði og gerðu það
sjálfir upp, með hjálp föðurins.
Kenýaferðum bræðranna er hvergi
nærri lokið og bæði verkefni og
ævintýri framundan.
Umkringdur litlum öpum
Bræðurnir segjast báðir heillaðir af
Kenýa.
„Það er bara allt öðruvísi en Ísland,
það er eins og að fara í annan heim og
stundum eins og að fara aftur í tím-
ann. Það gengur allt mjög hægt og
rólega fyrir sig þar,“ segir Steinn.
„Svo er heitt og þægilegt þarna og
góður og bragðmikill matur,“ segir
Máni.
Báðir eiga þeir ótal minningar frá
barnæsku frá ferðum sínum.
„Ég man eftir því þegar ég var lít-
ill var ég eitt sinn umkringdur litlum
öpum af því ég vildi ekki gefa þeim
samlokuna mína,“ segir Steinn og
hlær.
„Við höfum ekki lent í neinum
svakalegum háska en um daginn vor-
um við að skoða munaðarlausa fíla og
það ætlaði villisvín að ráðast á okk-
ur,“ segir Steinn og Máni bætir við
að eitt sinn hafi ljón verið um tuttugu
metra frá þeim og þeir ekki í bíl.
„Það voru fjögur ljón að horfa á
okkur en það var sem betur fer kona
þarna með vélbyssu,“ segir Máni.
„Svo höfum við stundum mætt
buffal á veginum, en þeir eru hættu-
legustu dýrin. Eitt sinn festum við
bílinn þvert yfir veginn fyrir framan
buffal og í annað sinn elti buffall bíl-
inn,“ segir Máni og bætir við að eitt
sinn hafi hlébarði stokkið upp á
húddið.
Geit á mótorhjóli
Hvað er skemmtilegast við að fara til
Kenýa?
„Það er bara öll upplifunin, að sjá
allt þarna. Maður sér svo margt þeg-
ar maður keyrir þarna í gegn,“ segir
Morgunblaðið/Ásdís
Steinn fékk koss frá myndarlegum gíraffa.
Fílar og gíraffar
í garðinum
Hafnfirsku bræðurnir Máni og Steinn Borgarssynir hafa farið um tuttugu
sinnum til Kenýa. Nú hafa þeir keypt þar landskika og hyggjast skipuleggja
ævintýraferðir fyrir ungt fólk, enda þar öllum hnútum kunnugir.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Máni og Steinn Borgarssynir fengu Afríku-
bakteríuna með móðurmjólkinni. Þeir fara
nánast árlega til Kenýa og stundum oftar. Í
framtíðinni hyggjast þeir byggja hús þar á
landskika sem þeir eiga þar inni í þjóðgarði.
Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600
Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 |
info@smyril-line.is | www.smyrilline.is
Taktu bílinn með
til Færeyja eða
Danmerkur
Bókaðu
núna og
tryggðu
þér pláss
FÆREYJAR
2 fullorðnir með fólksbíl
verð á mann frá
ÍSK 16.600
Vikulegar siglingar
allt árið til Færeyja
og Danmerkur
DANMÖRK
2 fullorðnir með fólksbíl
verð á mann frá
ÍSK 30.750