Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Síða 27
6.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
Steinn. Þeir segjast hafa með aldr-
inum áttað sig á því hversu hræðileg-
ar aðstæður flestir þarna búa við. „Þá
sér maður hvað við höfum það gott,“
segir Steinn.
„Já, það er endalaust að sjá. Þarna
sérðu fólk með geit eða sófa aftan á
mótorhjóli, kannski klætt í eitt stígvél
og einn strigaskó. Þetta er svo ólíkt
því sem maður sér hér heima,“ segir
Máni.
Spurðir hvort þeir verði aldrei leið-
ir á að fara sífellt til Kenýa, svarar
Máni: „Stundum þegar ég var yngri
hugsaði ég, af hverju förum við bara
ekki til Spánar í vatnsrennibrauta-
garð. En svo þegar maður er eldri
hugsar maður öðruvísi.“
Þeir segja að í Kenýa sé hægt að
stunda ýmis vatnasport og fleiri jað-
aríþróttir. „Við dveljum mest við
ströndina. Þar er hægt að vera mikið
í vatnsíþróttum; á jetski, í snorkli,
köfun og að „kitesurfa“. Það er líka
hægt að fara í fallhlífarstökk. Þarna
eru fullt af ungum krökkum frá öllum
heiminum sem eru þarna til að
stunda þessar íþróttir,“ segir Máni.
„Að „kitesurfa“ er með því skemmti-
legra sem ég hef gert,“ segir hann og
útskýrir að þá sé staðið á bretti og
flugdreki dragi mann áfram.
Land í Afríku
Foreldrar þeirra keyptu nýlega land
inni í þjóðgarði og bræðurnir fjár-
festu sjálfir í tveimur ekrum.
„Við ætlum að smíða hús þar og
þar sem þetta er inni í þjóðgarði má
enginn byggja fyrir framan okkur.
Við verðum með fíla og gíraffa í garð-
inum!“ segir Máni.
„Til að byrja með hjálpum við
pabba að byggja þeirra hús en seinna
byggjum við okkar eigið hús,“ segir
Steinn.
Þeir ætla ekki að láta þar við sitja
því þeir hafa hug á að feta í fótspor
foreldranna og bjóða upp á ævin-
týraferðir til Kenýa í framtíðinni.
Þeir fóru í nóvember með hóp vina í
eins konar prufuferð og gekk það
glimrandi vel.
„Við fórum með vini okkar út til að
sýna þeim hvað við höfum verið að
upplifa. Það er kjörið af því við þekkj-
um alla þarna og vitum alveg hvað við
eigum að gera. Þetta heppnaðist
rosalega vel. Við flugum fyrst til Eng-
lands og þaðan til Nairóbí þar sem við
skoðuðum munaðarlausa fíla og gáf-
um gíröffum að borða. Svo flugum við
til strandarinnar þar sem við fórum á
lúxushótel á einkaströnd. Þar var
kokkateymi sem eldaði ofan í okkur.
Við skoðuðum apahæli, fórum í safarí,
á jetski, snorkluðum og einhverjir
fóru í fallhlífarstökk,“ segir Máni.
„Svo var stanslaust djamm á kvöld-
in,“ segir hann og hlær.
„Já, þetta var aðeins yngri hópur
en mamma og pabbi eru vön að vera
með,“ bætir Steinn við og brosir.
Bræðurnir ætla að eyða páskum í
Kenýa og þá með öðrum hópi af ungu
fólki. Hægt er að fylgjast með ferð-
inni á instragram-síðum bræðranna,
maniborgars og steinnborgars.
Elín Þorgeirsdóttir heldur hér á syni sínum Mána í fyrstu Afríkuferð hans en hann var þá níu mánaða gamall.
Máni og Viktoría kærasta hans nutu lífsins á ströndinni í Kenýa í haust. ’Við ætlum að smíðahús þar og þar semþetta er inni í þjóðgarði máenginn byggja fyrir framan
okkur. Við verðum með fíla
og gíraffa í garðinum!
Máni og Steinn voru smápattar þegar foreldrar þeirra fóru að venja komur
sínar til Kenýa. Í hitanum var gott að fá að leika sér berrassaðir.
„Nú vakna ég útsofinn og hv
Skúli Sigurðsson
Minnkar óþægindi við þvaglá
Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna.
Brizo™ er fæðubótarefni sérhannað
fyrir karlmenn sem þjást af
einkennum góðkynja stækkunar á
blöðruhálskirtli.
Rannsóknir hafa sýnt að með
þriggja mánaða inntöku á Brizo™ hefur
blöðruhálskirtill minnkað töluvert.
™
t
íldur“
Fagnaðar–
fundir
af öllum
stærðum
og gerðum
Bókaðu 8–120 manna fundarými.
Nánar á harpa.is/fundir