Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.1. 2019 HEILSA Fyrir þann sem finnst í grunninnskemmtilegra að lesa en aðhreyfa sig getur það verið ákveðin hvatning til frekari dáða á hlaupabrettinu eða í lyftingasalnum að lesa efni um heilsurækt. Af þeim sökum hef ég á síðustu mánuðum gluggað talsvert í tímarit um heilsu og skoðað ógrynnin öll af vefsíðum sem halda úti skrifum um sama efni. Það verður að segjast eins og er að fæst af því höfðar beinlínis til mín, annaðhvort vegna þess að ég sam- sama mig ekki þeim hugmyndum sem þar eru bornar á borð, eða vegna þess að efnið virðist óvandað eða höndunum kastað til við gerð þess. En öðru hvoru rekst maður sannar- lega á efni sem hefur jákvæð áhrif á mann, kveikir hjá manni hugmyndir eða er manni hvatning um að gera betur. Þar getur markmiðasetning m.a. hjálpað til. Og þessi markmið þurfa ekki alltaf að vera stór og mikil eða fela í sér grundvallarbreytingar á lífsstíl. En þau geta hins vegar haft talsverð áhrif, sérstaklega ef þau eru fleiri en eitt, og ef manni tekst að koma jákvæðum breytingum til leiðar. Nú í upphafi ársins rakst ég á fremur aðgengilegan pistil um átta ráð sem maður getur hagnýtt sér til að bæta heilsufarið. Er hann skrif- aður af manni að nafni Kevin Gray, sem skrifar reglulega pistla á Myfit- nesspal-bloggið. Ólíkt mörgum pistlum af þessu tagi leggur höfundur upp 8 reglur sem menn skyldu endilega hafa í heiðri ef þeir vilja endilega eyðileggja fyrir sér. Gagnályktun lesandans er því sú að með því að brjóta regluna sem sett er fram, geti maður þokast í rétta átt. En hverjar eru reglurnar sem best er að brjóta? 1 Slepptu morgunverðinum. Með því að fá sér morgunmat kemur maður líkamskerfinu í gang sem hægt hefur á yfir svefntímann. Með því að hefja næringarinntöku strax að morgni gefur maður líkamanum skilaboð um að næga næringu verði að fá yfir dag- inn og að því sé óhætt að ganga á orkubirgðirnar. 2 Borðaðu rangan morgunverð. Það er hægt að brjóta fyrstu regluna en samt taka ranga ákvörðun. Það er t.d. gert með því að grípa sér kleinuhring eða annað sykurjukk (reyndar en Dunkin farinn af landi brott!) Þess í stað er gott að brjóta regluna og fá sér góða hafra eða prótín sem nýtist sem jöfn og góð orkuþörf inn í daginn. 3 Sittu sem lengst og mest. Frá því að maður vaknar að morgni og rís úr rekkju situr maður að mestu, annað- hvort við morgunverðarborðið, í vinn- unni, bílnum eða sófanum um kvöldið. Miklar kyrrsetur draga úr brennslu lík- amans og auka á hættuna á stoðkerfis- vandamálum. Með því að fylgja reglu 3 dregur maður því sennilega úr lífs- gæðum sínum þótt hin neikvæðu áhrif komi fram yfir langan tíma. Best er því að standa meðan stætt er, ekki síst í vinnunni og hreyfa sig reglulega (t.d. með því að sækja sér góðan bolla af kaffi – er ekki tillaga í tilvitnuðum pistli heldur einföld ábending frá mér). 4 Slepptu styrktaræfingum. Það er rosalega gaman að brenna hitaein- ingum á hlaupum eða svitna í hama- ganginum á einhverju tækinu í rækt- inni. En með því að brjóta regluna og halda sig að styrktaræfingum lengir maður brennslutímann en auk þess byggir maður upp vöðva sem við- halda brennslu líkamans. 5 Ekki borða nægilega mikið af prótíni. Með því að brjóta þessa reglu tryggir maður vöðvum líkamans besta næringu, bæði til að viðhalda sér og einnig til að vaxa í tengslum við æfingar. Þá er einnig vitað að það krefst meiri orku fyrir líkamann að vinna prótín heldur en kolvetni og fitu og það hjálpar því til við að viðhalda eða draga úr líkamsþyngdinni. 6 Ekki sofa nóg. Með því að sofa eins lítið og maður kemst upp með dregur maður úr orkunni sem maður hefur til að komast í gegnum daginn. En með því að brjóta regluna undir- byggir maður góðan dag, fulla hugs- un og einbeitingu og dregur úr hætt- unni á því að meltingin fari úr skorðum eða að ójafnvægi komist á hormónastarfsemi líkamans. 7 Drekktu ekki nóg vatn. Rannsóknir hafa sýnt að með því að drekka hálfan lítra af vatni á dag getur maður eflt meltingar- og brennslustarfsemi lík- amans um allt að 30% og að sú aukn- ing geti haldist í meira en klukku- stund. Með því að brjóta reglu nr. 6 er því hægt að halda manni vel „vökv- uðum“ og auka brennslu líkamans. 8 Reyndu að viðhalda stressinu. Þeg- ar stressið eykst (eins og fjallað hefur verið um á þessum vettvangi áður) þá framleiðir líkaminn hormónið kortisól. Það hefur áhrif á líkamann og eykur lyst og dregur mann að óhollustu. Ef maður elskar óhollustu er best að blanda henni saman við stressið því þá kemst á vítahringur sem erfitt er að losna úr. Ef maður vill draga úr óholl- ustunni er hins vegar betra að byrja á því að losa sig við stressið. Þessi nálgun Kevins höfðar til mín. Þess vegna hef ég ákveðið að prenta út þessi viðmið og reyna að brjóta þau öll á hverjum degi næstu vikurnar. Ég er viss um að þau „afbrot“ muni, ólíkt flestum öðrum, hafa jákvæð áhrif. Átta góð ráð inn í nýja árið Stóru markmiðin skipta mestu máli og ráða því hvort maður telji sig hafa náð í mark eða ekki. En það má líka taka smærri atriði til skoðunar og yfir langt tímabil og takist manni að snúa þeim í rétt- an farveg getur það stutt við stærri markmiðin. Ég hef hins vegar engu lofað um að taka til á skrifborðinu hjá mér. En ég ætla að standa meira við það en áður og kannski fylgir tiltektin þá í kjölfarið. Það gæti orðið eitt af undirmarkmiðum ársins. Pistill Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR 92,9 kg 85,3 kg 84,7 kg Upphaf: Vika 16: Vika 17: 19.259 13.229 14.112 14.111 4 klst. 4 klst. HITAEININGAR Prótein 21,8% Kolvetni 42,3% Fita 35,9% Easy2Clean Mött málning sem létt er að þrífa Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Svansvottuð betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.