Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Blaðsíða 20
Lady Gaga hefur löngum vakið mikla athygli fyrir klæðaburð sinn. Fötin sem hún er í á tónleikaferðalögum eru þó sýnu svakalegri heldur en þau sem hún er í á rauða dreglinum. Eitt er víst, alltaf vekur hún athygli. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Kvikmyndin A Star is Born hefur notið mikilla vinsælda en þarfer Lady Gaga með aðalhlutverk. Hún hefur því verið áber-andi á rauða dreglinum að undanförnu hvarvetna sem mynd- in hefur verið sýnd og á ýmsum hátíðum. Þar hefur hún skartað fjöl- breytilegum fatnaði, sem óhætt er að segja að sé ekki fyrir fólk sem vill læðast með veggjum. Hún er þó komin langan veg frá því þegar tilgangur kjóla hennar virtist ekki síður vera að hneyksla heldur en að vekja aðdáun, samanber kjötkjólinn fræga. Lady Gaga er stjarna endurfædd á rauða dreglinum. Til þess hefur hún fengið hjálp tveggja stílista, sem heita Sandra Amador og Tom Eerebout. Sandra hitti Lady Gaga fyrst baksviðs á Grammy- verðlaunahátíðinni 2011 þegar hún var um það bil að klifra ofan í egg eftir Hussein Chalayan. „Hver er þetta?“ spurði Amador sjálfa sig. „Ég var svo hrifin af því hversu óhrædd og djörf hún var. Það var enginn að blanda saman tónlist, list og tísku eins og hún gerði á þess- um tíma. Sem stílisti er ekki hægt að biðja um neitt meira,“ sagði Amador í samtali við Vogue. Hún vann bak við tjöldin með Lady Gaga í nokkur ár og aðstoðaði fyrrverandi stílista hennar Brandon Max- well, sem nú er önnum kafinn með eigin tískumerki. Amador og Ee- rebout tóku síðan við af Maxwell á síðustu Grammy-verðlaunahátíð. Eerebout segir gott að vinna með henni. „Það eru engin takmörk á því hvað er hægt að gera með henni. Það er hægt að setja fram hvaða hugmynd sem er því hún vill segja sögu. Það eru ekki margir sem komast upp með að gera það sem hún gerir.“ Hún klæddist dramatískum fjaðrakjól frá Valentino á frumsýningunni í Feneyjum. Hátískukjóllinn frá Valentino vakti verðskuldaða athygli á Golden Globe-verðlauna- hátíðinni í ár. Stjarna endurfædd FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is 60%AFSLÁTTUR ALLT AÐÚTSALA VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.1. 2019 HÖNNUN OG TÍSKA Kjóll frá Alexander McQueen þótti við hæfi í bresku höfuð- borginni. AFP Glæsileiki að hætti gömlu Hollywood á galahátíð í New York í vikunni. Kjólinn er sérsaumaður fyrir hana frá Ralph Lauren. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.