Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Blaðsíða 6
ERLENT 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.1. 2019 Lucia er ekki eina barn Sal- vatores Riina sem lent hefur milli tannanna á fólki vegna viðskiptahugmynda sinna. Innan við mánuði eftir and- lát föður þeirra komst systir hennar, Concetta, í frétt- irnar þegar hún opnaði vef- verslunina Totò frændi sem höndlaði með espresso- vörur. Kvaðst hún taka við pönt- unum fyrirfram til að afla fjár vegna bágrar stöðu fjöl- skyldunnar eftir að yf- irvöld frystu sparifé hennar. Verslunin hvarf af sjónarsvið- inu skömmu eftir að ítalskir fjöl- miðlar fjölluðu um málið. Uppgötvið alvöru ítalsk/sikileyska matargerð ánotalegum og heillandi stað,“ segir á Snjáldrusíðu veitinga- húss sem nýlega tók til starfa í hjarta Parísar, nærri Sigurbog- anum. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi bæri staðurinn ekki nafnið Corleone og væri í eigu dóttur hins alræmda mafíuforingja Salvatore „Totò“ Riina. Corleone er heimabær Riina-fjölskyldunnar á Sikiley en nafnið vísar um leið í frægustu mafíufjölskyldu allra tíma sem gerð var ódauðleg í skáldsögu Marios Puzos og kvikmyndum Francis Fords Coppolas um Guð- föðurinn. Til að taka af öll tvímæli um tenginguna er fullt nafn staðarins Corleone hjá Lucia Riina en það er yngsta dóttir mafíuforingjans en hann lést í fangelsi árið 2017, 87 ára að aldri. „Nýtt líf,“ sagði hún þegar hún birti fyrst ljósmynd af staðnum á samfélagsmiðlum sínum. Með öllu óásættanlegt Ekki er öllum skemmt yfir uppá- tækinu. „Þetta er með öllu óásætt- anlegt,“ sagði Nicolò Nicolosi, bæj- arstjóri Corleone, við breska blaðið The Guardian. „Það getur ekki ver- ið rétt að meðlimir fjölskyldu sem hefur dregið ímynd bæjarins okkar í svaðið og myrt tugi íbúa Corleone og Sikileyinga almennt geti notað nafn bæjarins í fjárhagsskyni og til að græða peninga.“ Lucia Riina er 39 ára og hefur fengist við listmálun. Hún hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um veitingastaðinn og þegar eftir því hefur verið leitað biður hún fólk að „hafa aðgát“ og „virða friðhelgi“. Blaðamaður ítölsku fréttaveitunnar Ansa tók upp símann og hringdi í veitingastaðinn en fékk þau svör hjá starfsmanni að hvorki Lucia Ri- ina né eiginmaður hennar, Vincenzo Bellomo, væru til viðtals. Fullyrti starfsmaðurinn raunar að staðurinn væri í eigu tveggja franskra rík- isborgara. Bellomo sætti sjálfur rannsókn um árið eftir að nafn hans, ellegar alnafna hans, fannst á minnisblaði mafíunnar, svokölluðu „pizzino“ sem samtökin nota til að koma skilaboðum og fyrirmælum milli manna. Ekkert kom út úr þeirri rannsókn. Synjað um barnabætur Hjónin, sem bæði eru frá Corleone, fluttu þaðan eftir að dóttir þeirra fæddist árið 2017. Kornið sem fyllti mælinn mun hafa verið að þeim var synjað um barnabætur, bæði af bæjaryfirvöldum í Corleone og ítalska ríkinu. „Ég mun biðja for- seta Ítalíu um að afturkalla ríkis- borgararétt okkar og dóttur okk- ar,“ skrifaði hún af því tilefni á Snjáldru, „svo heimurinn geti glöggvað sig á því hvernig stjórn- völd og fjölmiðlar á Ítalíu fara með börnin sín vegna þess að þau eru ófríð, óhrein og illa innrætt.“ Áður hafði komið fram að Luciu liði illa í Corleone, þar sem hún væri „kúguð og útskúfuð“ og að fjölskyldunni gengi illa að hafa í sig og á. Fyrir liggur að yfirvöld hafa gert margar af eigum Riina- fjölskyldunnar upptækar og í eitt skipti óskaði tengdasonur Salvato- res eftir ölmusu á netinu. Bar við sárri fátækt. Reikningur frá skattinum Ekki hefur það heldur kætt fjöl- skylduna að fá í vikunni reikning frá skattayfirvöldum á Sikiley fyrir kostnaði við það að halda gamla manninum í fangelsi í tæpan aldar- fjórðung en hann hljóðar upp á 2 milljónir evra, andvirði 270 milljóna króna. Þeim gjörningi hefur raunar verið andmælt. „Lögin taka af öll tvímæli um það að fjölskylda fang- ans sé ekki ábyrg fyrir kostnaði við vist hans. Hér hljóta einhver mistök að hafa átt sér stað,“ sagði lögmaður fjölskyldunnar, Luca Cianferoni, við fjölmiðla í vikunni. Salvatore Riina gekk ýmist undir nafninu „Skepnan“ eða „Stjóri stjór- anna“ og deildi og drottnaði í und- irheimum Sikileyjar á áttunda og níunda áratugi síðustu aldar. Hann sendi ekki aðeins aðra glæpamenn, sem ógnuðu veldi hans, á fund feðra sinna heldur ekki síður sak- sóknara, blaðamenn og dómara sem stóðu í vegi fyrir honum. Talið er að Riina hafi borið ábyrgð á dauða hundraða, karla og kvenna, og mestan óhug vakti morðið á þrettán ára gömlum dreng, sem var rænt, hann kyrktur og leystur upp í sýru. 26-faldur lífstíðardómur Það var eftir að tveir saksóknarar, Giovanni Falcone og Paolo Borsell- ino, urðu sprengjum að bráð árið 1992 að þrengja fór að Riina enda almenningur á Sikiley löngu búinn að fá sig fullsaddan af ódæðis- verkum foringjans og skósveina hans. Riina var handtekinn árið 1993 eftir 23 ár á flótta og dæmdur til að afplána 26 lífstíðardóma. Dómurinn var óvenjulega strangur í ljósi þess að Riina þótti ekki sýna vott af iðr- un fyrir dómi. Salvatore Riina sál- aðist síðla árs 2017. Banamein hans var krabbamein. Riina til (ó)gagns Dóttir mafíuforingjans illræmda Salvatore Riina hefur fengið bágt fyrir að opna veitingastað undir nafninu Corleone í París en hún hefur átt í stríði við fæðingarbæ sinn á Sikiley með sama nafni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Salvatore Riina Totò frændi á netinu Ljósmynd/Af Facebook Veitingastaðurinn umdeildi í París. Hann mun í senn vera heillandi og notalegur, samkvæmt lýsingu eigenda. NEPAL KATHMANDU Ram Bahadur Bomjan, betur þekktur sem „Búddadrengurinn” sætir nú rannsókn eftir að nokkrir af fylgjendum hans hurfu sporlaust, að því er lögregla hef- ur upplýst. Bomjan öðlaðist frægð fyrir rúmum áratug eftir að fylgjendur hans fullyrtu að hann gæti stundað hugleiðslu án matar, drykkjar og svefns svo mánuðum skipti í frumskógum landsins. KANADA TORONTO 35 ára gömul kona fannst látin í fatagámi í borginni í vikunni. Svo virðist sem hún hafi fest sig þar inni en þetta mun vera áttunda dauðsfallið af þessu tagi í landinu frá árinu 2015. Talsmenn heimilislausra hafa kallað gámana „dauðagildrur” og borgarstjóri Toronto, John Tory, segir að rannsókn á öryggi og hönnun þeirra standi nú yfi r. BANDARÍKIN WASHINGTON Alexandria Ocasio- Cortez fulltrúadeildarþingkona hefur sakað pólitíska andstæðinga sína í Repúblikanafl okknum um að dreifa af henni falsaðri nektarmynd á netinu. „Viðbjóðsleg hegðun,” sagði hún á Twitter. „Ekki að undra að þeir hafi varið Kavanaugh [nýskipaðan hæstaréttar- dómara] af slíkri hörku.” ÍTALÍA RÓM Matteo Salvini innanríkisráðherra segir að Ítalía og Pólland geti lagt drög að „evrópsku vori” sem gæti hnekkt hinum ráðandi öxli innan Evrópusambandsins, Þýskalandi og Frakklandi. Salvini, sem er leiðtogi hins hægrisinnaða Norðurbandalags, var í heimsókn í Póllandi í vikunni til skrafs og ráðgerða með þarlendum skoðanabræðrum sínum og -systrum, en kosið verður til Evrópuþingsins í vor.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.