Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Blaðsíða 12
Heil kynslóð í skjáheimi
Þær kynslóðir sem nú eru að
vaxa úr grasi hafa tæki og tól til
leiks og starfs sem á margan hátt
bæta og auðvelda lífið en á sama
tíma hafa sérfræðingar, læknar
og sálfræðingar víða um heim
áhyggjur af því að sé farið yfir
ákveðin mörk í notkun hljótist
skaði af. Sunnudagsblað Morg-
unblaðsins mun nú og um næstu
helgi fjalla um skjánotkun í ís-
lensku samfélagi, ræða við sér-
fræðinga og ungt fólk og skoða
hvað er að gerast erlendis í rann-
sóknum á þessum fræðum.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
sem börn og unglingar eru, sér í lagi þar sem
nýjustu rannsóknir bendi til að það sé margt
að varast og líkamlegt og andlegt tjón geti orð-
ið af ofnotkun.
„Við erum svolítið í lausu lofti hvernig á að
takast á við þessa nýju tækni. Hún er frábær
út af fyrir sig, nýtist okkur vel þegar hún er
notuð skynsamlega, hóflega, og hún verður að
vera stýrð því börn hafa ekki þroska til að taka
sjálf ábyrgð á því. Þá stöndum við í rauninni
sem samfélag frammi fyrir því risastóra verk-
efni að siðvæða netið, til að verja börnin okkar
betur fyrir óæskilegum áhrifum. Þannig að um
leið og við þurfum að leyfa börnunum að njóta
ávaxta þessarar frábæru tækni þurfum við að
verja þau hættunum.“
Tímabært að taka spjaldtölvu-
væðingu skóla út
Meðan tækninni hefur fleygt hraðar fram en
hæfni okkar til að umgangast hana segir Björn
starfsfólk BUGL hafa mestar áhyggjur af við-
kvæmum skjólstæðingahópi sínum.
„Það virðist vera að í sterku fjölskyldunum,
þar sem er gott utanumhald og báðir foreldrar
til staðar, takist betur að stýra þessari notkun
og hafa áhrif á hana. Einstæðir foreldrar eða
foreldrar sem glíma við einhverja erfiðleika
eiga í meiri erfiðleikum með að ramma þessa
notkun inn. Mér finnst þó ákveðin vitundar-
vakning í gangi, og þakka þar meðal annars
fjölmiðlaumræðu sem mér finnst hafa verið í
jafnvægi, að fólki virðist það ljóst að þetta er
alvöruverkefni sem þarf að vinna.“
Björn gagnrýnir spjaldtölvuvæðingu skóla
og segir að nægilega góðar rannsóknir á gagn-
semi þess að spjaldtölvuvæða skóla skorti.
„Mér finnst kennarar í skólum sem eru
spjaldtölvuvæddir vera söðlaðir rosalega
stórri ábyrgð. Þeirra menntun miðaðist
kannski ekki við þessa kennsluhætti. Vandinn
við þessar spjaldtölvur er að það er hægt að
gera svo margt annað í þeim en að læra og
þetta er stöðug freisting fyrir barnið. Spjald-
tölvuvæðing gagnast sterkustu einstakling-
unum best og þeim sem hafa best utanumhald
en getur komið í bakið á öðrum. Mér finnst fyr-
ir löngu tímabært að taka spjaldtölvuvæðingu
skólanna út. Við getum ekki horft á þetta sem
gagnreynd vísindi að nota þessi tæki til
kennslu. Ég hef engar rannsóknir fundið sem
sýna að þessi tækni taki gömlu aðferðunum
Gæti orðið lýðheilsuvandamál
Björn Hjálmarsson, sérfræðilæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL segir vísindasamfélagið ekki hafa tekið
við sér og rannsakað til hlítar afleiðingar mikillar skjánotkunar. Góð umræða í samfélaginu sé þó komin á fleygiferð.
Þ
ungavigtarumræða um ofnotkun
ekki síst barna og unglinga á raf-
rænum skjátækjum; símum,
spjaldtölvum, tölvum og leikja-
tölvum, er ekki mjög gömul og
þarf ekki að undra – tækninni hefur fleygt
óvenju hratt fram síðustu árin og aðlaðandi
tæki þrýst sér inn í tilveru barna, hraðar en
hægt er að ræða það hverjir kostir þess og
gallar eru.
Ekki er langt síðan ákveðnar skilgreiningar
fóru að sjást á skaðlegum einkennum ofnotk-
unar á skjátækjum en til að mynda var það á
síðasta ári sem alþjóðaheilbrigðisstofnunin,
WHO, skilgreindi tölvuleikjafíkn (gaming dis-
order) sem nýja tegund af geðröskun í elleftu
útgáfu stofnunarinnar á alþjóðlegum skil-
greiningum sjúkdóma.
Þá er talað um rafrænt skjáheilkenni, sem
er nýyrði sem lýsir skaðlegum einkennum
ofnotkunar á snjalltækjum og er þá hugs-
anlegt forstig að því sem síðar getur þróast
út í fíkn.
Einn þeirra sem stigið hafa fram til að vekja
athygli á að samfélagið þurfi að eiga í alvöru-
samtali um þessi mál er Björn Hjálmarsson,
sérfræðilæknir á barna- og unglingageðdeild
Landspítalans, BUGL.
„Það er frumkvöðull vestanhafs, Victoria L.
Dunckley, geðlæknir í Los Angeles, sem kom
fyrst fram með þetta fyrirbæri; rafrænt skjá-
heilkenni eða Electronic Screen Syndrome,
sem er þegar börn og unglingar fara yfir þau
mörk í skjátækjum sem þau þola þannig að
það fer að koma niður á líðan þeirra, svefni og
hegðun og getur verið forstig að því sem við
getum farið að kalla skjáfíkn ef þetta fær að
ganga óáreitt,“ segir Björn.
„Þótt rafrænt skjáheilkenni sé ekki formlega
viðurkennd greining innan greiningarkerfanna
eru þau einkenni sem birtast hjá börnum ef þau
fara yfir þolmörk sín í skjátímanum og Victoria
Dunckley bendir á í skrifum sínum þó vel
þekkt. Vísindasamfélagið hefur bara í raun ekki
tekið við sér og rannsakað þetta fyrirbæri og
þetta ferli til hlítar. Þegar farið er yfir þessi þol-
mörk fer að bera á reiði, pirringi, kvíði getur
aukist og barnið staðið sig almennt verr í því að
mæta kröfum fullorðna fólksins.“
Björn segir að þar sem reynsla kynslóðanna
af áhrifum skjánotkunar sé ekki fyrir hendi sé
afar mikilvægt að hlúa að þeim viðkvæma hópi
SKJÁNOTKUN
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.1. 2019