Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Blaðsíða 27
nótt ef óhapp verður eða hvaðeina sem upp kann að koma. Einnig eru meiri líkur á að hótel bjóði einhvers konar afþreyingu fyrir börn og þá eru þau einnig oft öruggari kostur, þar sem þau verða að uppfylla ákveðna öryggisstaðla. Hótel getur einnig verið tryggari kostur að mörgu leyti, því þau verða að telja nákvæmlega upp allt sem er innifalið og þjónustan fer eftir til- teknum stöðlum. Við ættum því að vita að hverju við göngum, svona nokkurn veginn allavega. Gallinn við hótel er að þau geta verið dýr, en með aukinni samkeppni við aðra gistimöguleika undanfarið hefur verð reyndar farið lækkandi á mörgum stöðum. Kynntu þér málin Það getur borgað sig að nýta heima- gistingu á borð við Airbnb þegar ferðast er í stærri hópum því þar er hægt að leigja heila íbúð eða hús. Ef þú ert að hugsa um þennan gistimöguleika margborgar sig að setja sig vel inn í málin, skoða ná- kvæmlega alla skilmála og rýna vel í það sem aðrir hafa skrifað um gest- gjafann. Umsagnir eru allt í þessum bransa. Heimagisting getur líka hentað vel fyrir einstaklinga, einkum ef ætlunin er að dvelja um einhvern tíma á sama stað. Ef fólk er til í deila baðherbergi og eldhúsi þá getur það verið góð hugmynd að leigja herbergi í heima- gistingu, þar sem gestgjafinn er heimamaður og er í íbúðinni sjálfur en þú leigir bara herbergi. Þannig er hægt að kynnast menningu staðarins og hafa beinan aðgang að heima- manni sem þekkir umhverfið vel. Þetta er skemmtilegur kostur fyrir einstakling eða jafnvel par. Fyrir bakpokaferðalanga sem hafa lítið milli handanna eru farfuglaheim- ili hinn augljósi kostur. Þar er yfirleitt hægt að kynnast öðrum ferðalöngum og kynnast fólki frá öllum heims- hornum sem hefur gaman af því að ferðast. En ef þú vilt ekki deila her- bergi er betra að spara aðeins lengur fyrir ferðinni og bóka hótel. Bókunarmöguleikar eru fjölmarg- ir. Algengt er að fara þá leið að bóka gegnum stórar bókunarsíður, en í mörgum tilvikum er hægt að fá betra verð með því að hringja á staðinn. Þetta er mjög misjafnt eftir löndum, en um að gera að láta á það reyna. Við viljum allavega aldrei borga meira en við þurfum, betra að eiga peninga til að gera eitthvað skemmtilegt í ferð- inni. Tvennt er gott að hafa í huga; í fyrsta lagi þarftu að vita hvað þú vilt fá út úr gistingunni og í öðru lagi vita hversu miklu þú vilt eyða í gistingu. Svo vinnurðu út frá þessu og finnur eitthvað sem hentar bæði andanum og buddunni. Hótel hafa þann kost að við eigum að vita nákvæmlega að hverju við göngum, þjónustan er stöðluð. Stjörnugjöf í bland við álit gesta hjálpar til við að velja það hótel sem hentar okkar þörfum best. ’Ef þú vilt vera út affyrir þig bókarðu hótel. ’Ef þú vilt kynnast nýjufólki ferðu á farfugla-heimili. ’Ef þú vilt kynnastheimafólki leigirðuherbergi inni á heimili. Heimagisting er jafnan einfaldari en hótelgisting en getur haft aðra kosti. 13.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Ef ætlunin er að spara borgar sig líklega frekar að gista í heimagistingu eða jafnvel á far- fuglaheimili, treysti fólk sér í það. Hótel veljum við aðallega vegna þeirrar þjónustu sem þeim fylgja, þannig að ef sparn- aðurinn leiðir til þess að við séum farin að skoða hótel sem eru jafnvel þannig að deila þarf baðherbergi eða slá verulega af kröfum um ýmsa þjónustu sem almennt er sjálfsögð á þess kon- ar gististöðum, þá er vissara að velja annað. Ef við ætlum hvort sem er að deila baðherbergi þá er alveg eins gott að bóka bara herbergi sem einhver vel liðinn gestgjafi á Airbnb leigir út frá sér. Hótel sem eru of ódýr standa í raun varla lengur undir því að vera hótel. Á hóteli á að vera hægt að fá þjónustu allan sólarhringinn. Thinkstock HÓTEL VERÐA AÐ VERA ALVÖRU HÓTEL Ekki of ódýrt hótel jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.