Morgunblaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 5. J A N Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  21. tölublað  107. árgangur  12 SÍÐNA SÉRBLAÐ UM NETVERSLUN FJÖL- BREYTNI Í FYRIRRÚMI HIN HVERS- DAGSLEGU LEIÐINDI MYRKIR MÚSÍKDAGAR 34 RÆKTAÐU ÓLUNDINA 12VAXANDI VERSLUNARGEIRI 60% aukning » SI áætluðu á útboðsþingi að fjárfest yrði fyrir 130 milljarða í innviðum á Íslandi í ár, á móti 80 milljörðum á síðasta ári. » Það eru rúmir 10 milljarðar á mánuði og 60% aukning. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI), segir áætl- aða fjárfestingu í innviðum fyrir 130 milljarða í ár munu vega á móti niðursveiflu í sumum greinum. At- vinnuleysi sé að aukast. „Fjárfesting í atvinnuvegum dróst saman í fyrra. Þá til dæmis í ferða- þjónustu og stóriðju. Mannvirkja- gerð og ferðaþjónustan hafa vegið langþyngst hvað starfasköpun varð- ar á síðustu árum,“ segir Ingólfur. Vinnumálastofnun (VMST) spáir 2.500 nýjum störfum í ár. Karl Sig- urðsson, sérfræðingur hjá VMST, segir gert ráð fyrir aukinni fjárfest- ingu í innviðum í þeirri spá. Fjölgun starfa í ár sé minni en fyrirsjáanleg fjölgun fólks á vinnu- markaði. Aukið atvinnuleysi skýrist að hluta af því að enn sé straumur innflytjenda umfram fjölgun starfa Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipu- lagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir verulega breytingu munu verða á innviðum svæðisins með þessum breytingum. Framkvæmdir við borgarlínu komi til viðbótar. Vegur upp niðursveifluna  Samtök iðnaðarins spá 130 milljarða króna fjárfestingu í innviðum á þessu ári  VMST telur fjölgun innflytjenda umfram fjölgun starfa auka atvinnuleysi í ár MFjárfesting í innviðum »4 Lögreglustjórar og sýslumenn eru margir hverjir ósáttir við nýtt mats- kerfi forstöðumanna ríkisstofnana sem tók gildi um síðustu áramót. Forstöðumenn heyrðu áður undir kjararáð en fjármálaráðuneytið met- ur núna laun hvers og eins og for- sendur grunnmats starfa þeirra. Í langflestum tilvikum lækka lög- reglustjórar í launum og hyggst Lögreglustjórafélag Íslands óska skýringa ráðuneytisins á nýrri launasetningu. Þetta staðfestir Úlfar Lúðvíksson, formaður félagins, í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins en hann er lögreglustjóri á Vestur- landi. Hann segir laun lögreglu- stjóra lækka mismikið, eftir stærð og umfangi viðkomandi embættis. Í bréfi ráðuneytisins er tekið fram að úrskurður kjararáðs um hærri heildarlaun haldi gildi sínu þar til launaákvörðun samkvæmt grunn- mati starfs, að teknu tilliti til al- mennra launahækkana, verður jöfn núverandi heildarlaunum. Líta lög- reglustjórar svo á að hér sé um launalækkun að ræða en ætla sem fyrr segir að kalla eftir frekari skýr- ingum frá ráðuneytinu. Lögreglustjórar eru ekki í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, sögðu sig úr því í desember 2017. Úlfar segir ráðuneytið ekkert samráð hafa haft við félagið áður en launaákvörð- unin var tekin, enda hafi því verið lýst yfir af hálfu ráðuneytisins þar sem lögreglustjórar séu ekki í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana. Lýsti félagið því yfir að það færi með samningsmál fyrir lögreglustjóra. Svarar Úlfar því neitandi að það hafi verið heppileg lagasetning að fela fjármálaráðherra að ákveða lög- reglustjórum laun. Ósáttir við launalækkun  Lögreglustjórar ætla að krefja ráðuneytið skýringa Þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason tóku sæti á Alþingi á ný í gær eftir að hafa verið í leyfi þaðan síðan Klaustur- málið svonefnda kom upp í lok nóvember. Urðu nokkur orðaskipti á þinginu í gær vegna endur- komu þeirra í þingsalinn. »6 Snúa aftur í þingsalinn eftir Klausturmálið Morgunblaðið/Hari Orðaskipti urðu á þingi vegna endurkomu Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar  Björgólfur Thor Björgólfs- son segir að stærstu tækni- fyrirtæki heims- ins, einkum Ama- zon, Facebook og Google, hafi í raun „hreðjatak“ á gagnanotkun heimsins í dag og að leita þurfi leiða til að „brjóta þau upp“. Þetta segir hann í samtali við Morgun- blaðið í dag sem náði tali af honum í kjölfar þátttöku hans á hinni árlegu ráðstefnu World Economic Forum í Davos í Sviss. Björgólfur hefur setið ráðstefn- una, að nokkrum árum undan- skildum, frá árinu 2005 þegar hann var valinn til þátttöku í Young Glo- bal Leaders-verkefninu sem hóf göngu sína það ár. »16 Segir að taka þurfi á tæknirisunum Björgólfur Thor Björgólfsson Stærstu sóknir þjóðkirkjunnar, sem eiga og reka höfuðkirkjur landsins, eru orðnar svo fjársveltar vegna langvarandi niðurskurðar sóknar- gjalda að Jöfnunarsjóður sókna hef- ur í raun breyst í neyðarstyrktarsjóð sókna. Þetta kemur fram í minnis- blaði Odds Einarssonar, fram- kvæmdastjóra Kirkjuráðs, um stöðu viðhalds fasteigna þjóðkirkjunnar og verkefni Jöfnunarsjóðsins. Upplýsingar úr ársreikningum sókna 2011-2017 og ályktun frá þeim tölum um árin 2009-2010 benda til þess að uppsöfnuð viðhaldsskuld fasteigna frá því að skerðing sóknar- gjalda hófst 2009 sé um þrír millj- arðar. Þá er miðað við að eðlilegt reglubundið viðhald þurfi að nema 1,75% af brunabótamati eignanna. Skrá um sóknir þjóðkirkjunnar sem sýna uppsafnaða viðhaldsskuld upp á 20 milljónir eða meira á ár- unum 2011-2017 fylgir minnis- blaðinu. Þar eru 37 sóknir taldar upp og er uppsöfnuð viðhaldsskuld þeirra samtals tæplega 1,7 milljarð- ar á tímabilinu. Þeirra á meðal eru allar sóknir Reykjavíkurprófasts- dæmanna nema Hallgrímssókn. »6 Sóknir fjársveltar vegna niðurskurðar  Bandaríkin, Bretland og nokkrar af helstu þjóðum Suður-Ameríku lýstu því yfir í gær að þær litu á Juan Guaido, leiðtoga stjórnarand- stöðunnar, sem starfandi forseta Venesúela, en hann sór embættiseið á miðvikudaginn með vísan í ákvæði stjórnarskrár landsins. Rússland og Kína hafa hins vegar ítrekað stuðning sinn við Nicolas Maduro, forseta landsins. Yfir- stjórn venesúelska hersins lýsti í gær yfir stuðningi sínum við Mad- uro og sakaði Guaido um tilraun til þess að ræna völdum í landinu. Al- gjört óvissuástand ríkir í Venesúela og er mótmælt á götum úti. »17 AFP Venesúela Fjölmenn mótmæli hafa verið á götum Caracas síðustu daga. Mótmælt á götum höfuðborgarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.