Morgunblaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
kistufell.com
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
Veður víða um heim 24.1., kl. 18.00
Reykjavík 0 skýjað
Hólar í Dýrafirði -7 skýjað
Akureyri -4 skýjað
Egilsstaðir -3 þoka
Vatnsskarðshólar 2 skýjað
Nuuk -5 skúrir
Þórshöfn 4 léttskýjað
Ósló -3 þoka
Kaupmannahöfn -1 skýjað
Stokkhólmur -7 þoka
Helsinki -13 heiðskírt
Lúxemborg -3 þoka
Brussel 0 þoka
Dublin 9 skýjað
Glasgow 4 þoka
London 3 þoka
París 1 þoka
Amsterdam 0 þoka
Hamborg -3 alskýjað
Berlín -4 snjókoma
Vín -2 skýjað
Moskva -13 snjókoma
Algarve 20 léttskýjað
Madríd 14 léttskýjað
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 12 léttskýjað
Róm 8 rigning
Aþena 14 léttskýjað
Winnipeg -27 léttskýjað
Montreal 0 rigning
New York 13 rigning
Chicago -9 þoka
Orlando 19 alskýjað
25. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:30 16:52
ÍSAFJÖRÐUR 10:55 16:36
SIGLUFJÖRÐUR 10:38 16:18
DJÚPIVOGUR 10:04 16:16
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á laugardag Norðvestlæg átt, 5-13 m/s og stöku él
með austurströndinni. Mun hægari vindur annars
staðar og léttskýjað á S- og V-landi. Frost 3 til 12 stig
yfir daginn.
Norðaustan 5-13 m/s á morgun víða skýjað með köflum eða bjartviðri, en sums staðar dálítil él.
Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við ströndina. Kólnar annað kvöld.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins
voru kynntar fjárfestingar á vegum
hins opinbera fyrir um 130 milljarða í
innviðum á Íslandi í ár. Það er um 50
milljörðum króna
meira en í fyrra
sem er 60% aukn-
ing. Fjárfestingin
nemur hundruð-
um milljarða á
næstu árum.
Skiptist hún m.a. í
orkuinnviði,
hafnarmannvirki,
skóla, vegamann-
virki og stækkun
Leifsstöðvar.
Sigurður Hannesson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins, segir hið
opinbera verða að nýta það svigrúm
sem skapist þegar fjárfesting atvinnu-
veganna dregst saman og hægist á
gangi hagkerfisins. Hafa beri í huga að
mikil uppsöfnuð þörf sé fyrir fjárfest-
ingu í innviðum eftir fjársvelti síðustu
tíu ár.
„Með hliðsjón af því hvar við erum í
hagsveiflunni töldum við hjá SI að árið
2018 yrði nýtt til undirbúnings fyrir
framkvæmdaárið 2019. Þetta virðist
vera að ganga eftir. Það stefnir í gott
ár fyrir iðnaðinn,“ segir Sigurður.
Spáin sé heldur varfærin. Ætla megi
að fjárfestingin á árunum 2020-2022
verði jafnvel umfram þessa áætlun.
„Ég myndi ætla að framkvæmdir
yrðu jafnvel ívið meiri en þarna er
spáð. Það kom meðal annars fram í
máli Dags B. Eggertssonar borgar-
stjóra. Menn sjá betur styttra fram í
tímann,“ segir Sigurður og bendir svo
á að Landsvirkjun sé eini aðilinn á út-
boðsþinginu sem geri ráð fyrir sam-
drætti í umsvifum milli 2018 og 2019.
Orka náttúrunnar og Landsnet geri
ráð fyrir aukningu.
Uppbygging í fluginu
Jafnframt sé kröftug uppbygging á
Keflavíkurflugvelli áformuð í ár,
ásamt því sem framkvæmdir Fram-
kvæmdasýslu ríkisins aukist milli ára
2018 og 2019. Þar komi m.a. til nýr
meðferðarkjarni Landspítalans og
Hús íslenskra fræða.
Sigurður segir aðspurður að ekki
verði vandamál að finna vinnuafl í öll
þessi verkefni. Til dæmis séu nú færri
starfandi í byggingariðnaði en árið
2007. Launþegar séu nú um 14 þúsund
en hafi verið 16 þúsund þegar mest lét
fyrir efnahagshrunið.
Sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu áforma að verja hundruðum
milljarða til framkvæmda á næstu
fjórum árum, 2019-2022. Samstæða
Reykjavíkurborgar hyggst fjárfesta
fyrir 164 milljarða þessi ár og hin
sveitarfélögin 48 milljarða. Það sam-
svarar um 4,4 milljörðum á mánuði.
Minna fé í vegaframkvæmdir
Framkvæmdasýsla ríkisins mun
bjóða út verk fyrir 19,7 milljarða í ár.
Vegagerðin áætlar að 12,2 milljörð-
um verði varið til nýframkvæmda í
vegamálum í ár, eða 1,6 milljörðum
minna en í fyrra. Þá verður 9,7 millj-
örðum varið til viðhalds í ár, eða um
800 milljónum minna en í fyrra (tölur
eru á verðlagi 2019). Fram kom í kynn-
ingu Isavia að félagið hyggst hefja
framkvæmdir við viðhald flugbrauta
og akbrautir á Keflavíkurflugvelli í
júní og ljúka þeim hluta í september.
Þá stendur til að endurnýja akbraut-
arljós og setja upp fjórar landgöngu-
brýr og byggja jafn mörg þjónustuhús.
Mun umfangsmeiri framkvæmdir
við völlinn eru svo áformaðar.
Fjárfestingar opinberra aðila 2019-2022
63 milljarðar króna eru fyrirhuguð fjárfesting A-hluta Reykjavíkur-
borgar árin 2019 til 2022
48 milljarðar króna eru fyrirhuguð fjárfesting sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu utan Reykjavíkur 2019-2022
128 milljarða króna fjárfesting 10 opinberra
aðila á árinu 2019 var kynnt á
Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins
A-hluti Utan A-hluta
Skíðasvæði Bláfjöllum og Skálafelli
Urriðaholtsskóli, Garðabæ
Helgafellsskóli, Mosfellsbæ
Skarðshlíðarskóli, Hafnarfirði
1.450 m.kr.
2019
1.835 m.kr.
2020-22
2020-22
3.600 m.kr.
670 m.kr.
2019
Nokkrar fyrirhugaðar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur
Fjárfestingar Reykjavíkurborgar
Fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir opinberra aðila 2019
Árið 2019 milljónir kr.
Skarðshlíðarskóli, Hafnarfirði 1.450
Nýr leikskóli, Seltjarnarnesi 1.000
Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu 3.600
Árið 2020-2022 milljónir kr.
Kársnesskóli, Kópavogi 2.000
Íþróttamannvirki Kaplakrika, Hfj. 1.430
Fjölnotaíþróttahús, Garðabæ 1.840
Helgafellsskóli, Mosfellsbæ 1.835
Skíðasv. Bláfjöllum og Skálafelli 3.600
20
18
16
12
8
6
4
2
0
Faxaflóa-
hafnir
Lands-
virkjun
Orka
náttúr-
unnar
Veitur Landsnet SSH* Framkv.
sýsla
ríkisins
Reykja-
víkur-
borg
Isavia Vega-
gerðin
2,7
4,4 4,4
8,7 9,2
16,4
19,7 20,0 20,5
21,9
Milljarðar króna
2019 2020 2021 2022
Milljarðar kr.
29 27 25
2120
16 14 13
*Samtök sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu
Fjárfesting í innviðum
eykst um 60% milli ára
Ný áætlun Samtaka iðnaðarins var kynnt á útboðsþingi
Sigurður
Hannesson
Freyr Bjarnason
freyr@mbl.is
Ásmundur Friðriksson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eft-
ir því að forsætisnefnd Alþingis taki
til skoðunar hvort Björn Leví Gunn-
arsson og Þórhild-
ur Sunna Ævars-
dóttir, þingmenn
Pírata, hafi gerst
brotleg við siða-
reglur fyrir al-
þingismenn með
ummælum sínum
opinberlega um
endurgreiðslu
þingsins á
aksturskostnaði
til Ásmundar.
Í bréfi sem Ásmundur sendi for-
sætisnefnd segir hann ummæli
þeirra beggja „bæði grófar aðdrótt-
anir og fullyrðingar um refsiverða
háttsemi mína“. Telur hann nauðsyn-
legt að fá úr því skorið hvort ummæl-
in samrýmist siðareglum.
„Þekkt er í pólitískri baráttu að
þingmenn láti miður falleg orð um
andstæðinginn falla í umræðu og
jafnvel mjög niðrandi. Hér er hins
vegar um miklu alvarlegri hluti að
ræða þar sem ég er sakaður um hegn-
ingarlagabrot. Gengið er svo langt í
sumum ummælum að fullyrt er að ég
hafi framið slík brot. Tel ég að með
þessum ummælum sé vegið alvarlega
að æru minni,“ skrifar hann í bréfinu.
Ósáttur við leka úr nefndinni
Mbl.is hafði spurnir af samskiptum
Ásmundar við forsætisnefnd vegna
málsins. Þegar haft var samband við
þingmanninn og hann spurður út í
það sagði hann það mjög miður að er-
indið skyldi hafa lekið út úr for-
sætisnefnd. Hann kvaðst vona að það
hefði engin áhrif á málsmeðferðina en
hann sagðist ekki hafa ætlað að ræða
málið opinberlega fyrr en niðurstaða
lægi fyrir.
„Það er mjög alvarlegt að for-
sætisnefnd þingsins sé ekki treyst
fyrir erindum sem á hennar borð
koma því í fyllingu tímans verða þau
öll opinber. Ég er mjög sorgmæddur
yfir því,“ sagði hann.
Nánar er fjallað um málið á mbl.is.
Vill láta skoða
ummæli Pírata
Hefur sent forsætisnefnd erindi
Ásmundur
Friðriksson
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Grímur Sigurðarson, verjandi Kjart-
ans Bergs Jónssonar, fór í gær fram á
að skjólstæðingur sinn yrði sýknaður
af kröfum ákæruvaldsins í innherja-
svikamálinu í Icelandair. Málið var
lagt í dóm í gær eftir tveggja daga að-
almeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Sagði Grímur m.a. að málatilbún-
aður ákæruvaldsins gegn skjólstæð-
ingi sínum hefði allur verið í skötulíki
og óskiljanlegur og að hann hefði
íhugað að láta reyna á frávísun máls-
ins. Sagði Grímur það vera lágmark
að ákæruvaldið sýndi fram á að annar
af þeim þremur sem ákærðir væru í
málinu, Kristján Georg Jósteinsson,
sem sagður er hafa ráðlagt Kjartani
Bergi að gera þessi viðskipti, hafi haft
aðgang að einhverjum innherjaupp-
lýsingum. Það hefði ekki verið gert.
Að loknum málflutningi Gríms
veitti Finnur Þór Vilhjálmsson sak-
sóknari andsvör við málflutningi verj-
endanna í málinu. Sagði hann meðal
annars þær upplýsingar sem Kjartan
Jónsson, þriðji ákærði, bjó yfir upp-
fylla öll hugtakaskilyrði innherjaupp-
lýsinga, að því leyti að þær væru
nægilegar til þess að hafa áhrif á
hlutabréfaverð.
Að loknum andsvörum saksóknara
og svo verjenda var málið lagt í dóm,
en málið er hið fyrsta sinnar tegundar
hér á landi.
Segir málatilbún-
aðinn í skötulíki
Málflutningi lokið í innherjamálinu
Morgunblaðið/Eggert
Innherjar Frá málflutningi í
Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.