Morgunblaðið - 25.01.2019, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur
samþykkt að veita Landsneti fram-
kvæmdaleyfi til að færa Hamranes-
línur frá íbúðarhúsum við Skarðshlíð
í Vallahverfi. Framkvæmdir geta þá
hafist þegar útboðum lýkur. Kostar
uppbygging nýrra mastra og lagning
lína um 330 milljónir króna, auk
kostnaðar við niðurrif gömlu lín-
unnar.
Landsnet hefur undirbúið lagn-
ingu Lyklafellslínu sem liggja á frá
nýju tengivirki við Lyklafell nálægt
Suðurlandsvegi að tengivirki við ál-
verið í Straumsvík. Sveitarfélögin
settu línuna inn á skipulag. Til-
gangurinn var að skapa möguleika á
niðurrifi Hamraneslína 1 og 2 og
Ísallína 1 og 2 en þær þrengja orðið
að byggð.
Millileikur í framkvæmdinni
Framkvæmdir áttu að vera
hafnar. Undirbúningur stöðvaðist
hins vegar þegar úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála ógilti
framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðar-
bæjar á þeirri forsendu að ekki hefði
verið hægt að gefa það út á grund-
velli umhverfismats sem gert hafði
verið.
Búið er að byggja íbúðarhús að
línunum í Hafnarfirði. Sverrir Jan
Norðfjörð, framkvæmdastjóri þró-
unar- og tæknisviðs Landsnets, seg-
ir að eftir viðræður við bæjaryfirvöld
hafi verið ákveðið að leika þann milli-
leik að færa línurnar frá hverfinu.
Hafnarfjarðarbær gerir ráð fyrir
að svæðið í heild, Skarðshlíð og
Hamranes, rúmi hátt í 2.000 íbúðir.
„Ég fagna því mjög að framkvæmda-
leyfin séu nú samþykkt og að við
sjáum loks fyrir endann á flutningi
Hamraneslínunnar. Við höfum um
langt skeið barist fyrir því að koma
þessum málum í réttan farveg.
Sannarlega hefði verið gott fyrir alla
hlutaðeigandi að hefja þessar fram-
kvæmdir fyrir nokkuð löngu og höf-
um við beðið lengi eftir þessum
degi,“ er haft eftir Rósu Guðbjarts-
dóttur bæjarstjóra á vef bæjarins.
Átta ný möstur
Reist verða 8 ný möstur á um rúm-
lega 2 km kafla. Línurnar eru tvær
og því þurfa þau að vera öflug. Í
staðinn verða 5 möstur tekin niður.
Áætlað er að hefja fram-
kvæmdir við varanlega Lykla-
fellslínu síðari hluta árs 2020,
samkvæmt kerfisáætlun
Landsnets, og ljúka verkinu í
byrjun árs 2022.
Teikning/Landsnet
Skarðshlíð Hús hafa verið byggð að núverandi legu Hamraneslína. Teikningin sýnir nýja legu línanna.
Kostar 330 milljónir að
færa Hamraneslínur
Rýmt fyrir byggingum í Skarðshlíð til bráðabirgða
Uppbygging á nýju hverfi í
Skarðshlíð skiptist í þrjá áfanga
og hefur öllum lóðum í áfanga 1,
sem stendur á flata undir
Skarðshlíðinni sjálfri og rýmir
fjölbýlishús, verið úthlutað,
samkvæmt upplýsingum Hafn-
arfjarðarbæjar. Lóðir í áfanga 2
eru nú til úthlutunar og hefur
nokkrum hluta þeirra þegar ver-
ið úthlutað.
Gert er ráð fyrir að opnað
verði fyrir úthlutun lóða í síð-
asta áfangann á vormán-
uðum en þar stendur nú
yfir undirbúningur og
deiliskipulagsvinna.
Strax í framhaldinu
mun Hamranesið í
heild sinni koma
til úthlutunar.
Bærinn út-
hlutar lóðum
SKARÐSHLÍÐ
Rósa
Guðbjartsdóttir
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Afgreiðslutími:
9-18:30 virka daga
10-16:00 laugardaga
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af
heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á
persónulega þjónustu og hagstætt verð.
• Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur
• Frí heimsendingarþjónusta
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Ertu klár fyrir
veturinn?
Við hreinsum úlpur, dúnúlpur,
kápur og frakka
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er rétt að við gerðum athuga-
semd við þessi nöfn,“ segir Sólveig
Sif Hreiðarsdóttir, þýðandi og útgef-
andi hjá bókaútgáfunni Kveri.
Morgunblaðið greindi í gær frá
því að Borgarleikhúsið ætlaði að
halda sig við nafnið Karítas Mín-
herfa á einni sögupersónu í söng-
leiknum Matthildi sem frumsýndur
verður um miðjan mars. Söngleikur-
inn er byggður á frægri bók Roalds
Dahls en um nýja þýðingu Gísla
Rúnars Jónssonar er að ræða. Þýð-
ing Sólveigar á bókinni Matthildi
kom út í nóvember 2017 og hefur
notið mikilla vinsælda. Bókin hefur
verið prentuð í sérstakri söngleikja-
útgáfu í tilefni af væntanlegri frum-
sýningu og er gott samstarf milli út-
gáfunnar og leikhússins, að sögn
Sólveigar. Í þýðingu Sólveigar heitir
umrædd persóna Krýsa.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Sólveig að hún hafi komið eintaki af
bókinni til Gísla Rúnars þegar upp-
lýst var að hann myndi þýða verkið.
Það séu því vonbrigði að hann hafi
kosið að notast við annað nafn.
„Það eru vonbrigði krakkanna
vegna enda getur þetta ruglað þá í
ríminu. Betra hefði verið ef það væri
samfella á milli,“ segir Sólveig sem,
kveðst deila þeirra skoðun að ill-
menni í barnabókum skuli ekki bera
hversdagsleg nöfn.
Sólveig kveðst engu að síður
spennt fyrir frumsýningu söngleiks-
ins. Hún hafi séð hann úti í London
og telur að von sé á góðu. „Ég vona
að allt gangi vel og krakkarnir átti
sig á þessu.“
Matthildur Söngleikur eftir sögu Roalds Dahls verður brátt frumsýndur í
Borgarleikhúsinu. Ein persónan mun heita Karítas Mínherfa en ekki Krýsa.
Nafnið vonbrigði
Þýðandi gerði athugasemd við nafn-
ið Karítas Mínherfa í Borgarleikhúsinu