Morgunblaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ráðstefnansem kennder við skíðastaðinn Davos hefur dregið að sér ríkisbubba og frægðarfólk og stjórnmálaleiðtogar koma þar við þótt þeir stoppi flestir stutt. Fundirnir hafa stundum verið notaðir sem skjól fyrir fulltrúa andstæðra póla til að stinga saman nefjum svo lítið beri á. Það hefur verið gagnlegt þótt það hafi aldrei ráðið úrslitum. Nú um alllanga hríð hafa ríkisbubbarnir og ríkisleiðtog- arnir, og skiptir þá engu úr hvaða pólitísku áttum þeir síðar- nefndu koma, klórað hver ann- ars bak og brosað allan hring- inn. Í nafni alþjóðavæðingar höfðu vesírar stórfyrirtækjanna komist í óskastöðu. Það varð trúaratriði, sem leiðtogar eins- flokksins gleyptu hrátt, að landamæri einstakra þjóða mættu hvergi þvælast fyrir gull- gröfurum. Rétt eins og Evrópusam- bandið hefur verið hlaðið lofi og hlaðið lofi á sig sjálft fyrir að hafa komið í veg fyrir stríð (sem enginn fótur er fyrir) þá höfðu stórfurstarnir lært setninguna góðu um að þjóðir sem ættu greið viðskipti sín á milli færu síður í stríð. (Íslendingar lúta engum lögmálum og fóru því jafnan í landhelgisstríð við þá sem þeir höfðu mest viðskipti við). Setningin góða var látin af- saka það að risafyrirtæki lutu ekki lengur neinu þjóðríki og voru yfir þau öll hafin og allir vegir færir, líka þeir vegir sem ástæðulaust var, viðskiptanna vegna, að þeir færu um. Gullskrýddu snillingarnir lok- uðu fyrirtækjum hér og skildu eftir sig sviðna jörð og opnuðu annars staðar þar sem laun voru lægst og kröfur um hreinlæti og öryggi á vinnustað voru í skötu- líki, ef þær náðu því. Ef einhver í eymdinni ybbaði sig var hótað að loka öllu og fara annað. Skatta sína borguðu fyrirtækin svo í þriðja ríkinu þar sem þau voru skráð í skrifborðsskúffu með sína 100 þúsund starfs- menn. Í því landi borguðu þau aðeins brot af þeim sköttum sem öðrum er gert að borga og þau hefðu þurft að greiða í raun- verulegu heimalandi, eða raun- verulegu starfslandi. Ástæðan var sú að í því landi þurftu þau enga þjónustu og því hlaut skattgreiðslan að taka mið af því. Þetta var himnaríkissæla en ekki heilbrigður kapítalismi. Pilsfaldaleiðtogar í Evrópu og í Bandaríkjunum síðar þekktu ekki sinn vitjunartíma þegar óróa tók að gæta heima fyrir. Þeir litu á það fólk sem hreyfði andmælum sem undirmálsflokk sem fráleitt væri að taka nokk- urt mark á. Leiðtogi demó- krata og forseta- efni í kosningunum 2016 missti sinn innri mann út úr sér á kosningafundi í fjármálahverfinu í N.Y. við góðar undirtektir. Það væru aðeins „the deplorable“ (fordæmanlegu, útskúfuðu) sem styddu andstæðinginn. Einhver tók upp á símann sinn og það varð dýrkeypt. Fólk um þver og endilöng Bandaríkin setti upp húfur og svuntur og merkti sig sem einn af hinum „útskúfuðu“. Þeir sem nudduðu sér ætíð utan í þetta fólk fyrir kosningar og töldu sig eiga atkvæði þess gef- in höfðu sýnt á spilin sín. Í Evrópu var viðhorfið í eins- flokknum svipað til fólksins sem hafði ekki sömu skoðun og elítan. Uppnefnið var þó mild- ara. En þeir sem gerðu hosur sínar grænar fyrir „svona fólki“ voru stimplaðir „lýðskrum- arar“. Í orðunum fólst að skammarlegt væri að koma til móts við þær áhyggjur sem slíkir hefðu af þróun þjóðfélags- ins. Og hversu mörg atkvæði sem „lýðskrumarar“ fengju þá ætti að líta á þau sem dauð at- kvæði. Þeir sem kæmust á þing fyrir atbeina dauðu atkvæðanna mættu ekki fá nein áhrif. Þeir þingmenn voru sem sagt „deplorable“ og ættu útskúfun skilið. Aðferðin virtist virka í fyrstu en hefur smám saman gert illt verra. Nú síðast var sænska krataflokknum veittur forsætisráðherrann í verðlaun fyrir að hafa fengið verstu úr- slit sögu sinnar. Þetta er í ann- að sinn sem flokkurinn fær verðlaunin. Fyrst fékk hann þau fyrir rúmum fjórum árum eftir næstverstu úrslit sögu sinnar. Allmörg viðtöl við erlend fyr- irmenni hafa verið sýnd frá fundinum í Davos. Þar virðast menn samstiga og sannfærðir um að veruleikafirring sé sterk- asta svar nútímans. Talsmaður OECD skar sig úr og vonandi fær hann ekki bágt fyrir. Hann sagði að staðan hefði gjör- breyst. Ræður um það hvort hagvöxtur yrði 0,2% minni á ný- byrjuðu ári eða 0,2% meiri væri einskis nýt speki núna. Sér virt- ist enginn á þessum fagra stað hafa heyrt eitt eða neitt af þeim tilfinningum sem væru að hrær- ast í brjósti fjöldans núna. Úr orðum hans mátti lesa að sjálfsupphafningin og firringin sem einkenndi Davos-talið núna kæmist sennilega langt með að kippa fótunum undan framhaldi þess. Þegar söfnuðurinn fíni sem þangað sækti áttaði sig á því að Davos væri tekið að virka sem tákn um hallæri og heyrnarleysi myndi hann ekki láta sjá sig þar aftur. Það væri sennilega bættur skaðinn. Þeir sem skynja ekki umhverfi sitt eru ekki efnilegir leið- sögumenn} Davos dagar uppi F rá því mér var úthlutaður rammi á tíu daga fresti á leiðarasíðu Morgunblaðsins, í aðdraganda þingkosninga 2017, hef ég iðulega verið spurð að því hvernig ég hafi geð í mér að skrifa í þennan fjölmiðil. Fyrir- spyrjendur segja allir ástæðu spurningarinnar þá sömu. Ritstjórinn sem stýrir þessu blaði hef- ur um áratugaskeið verið þess háttar gerandi í íslensku samfélagi að það er óásættanlegt að margra mati að kjörinn fulltrúi jafnaðarmanna á Íslandi, helsta óvinar ritstjórans fyrr og síðar, taki þátt í að fylla blað ritstjórans með orðum sínum. Mín skoðun til þessa dags hefur verið sú að það skipti máli að boðskapur og stefna okkar jafnaðarmanna í Samfylkingunni berist sem víðast. Að þrátt fyrir ritstjórann, sem augljós- lega hefur ekki það markmið að efla veg og virðingu Morgunblaðsins með setu sinni í ritstjórastól, sé það mikilvægt að þeir lesendur Morgunblaðsins sem eftir eru fái lesið það sem við höfum fram að færa. Þá hef ég einnig sagt í vörnum mínum fyrir skrif mín í blaðið að þrátt fyrir ritstjórann starfi við blaðið fjöldi góðra blaðamanna, jafnvel afbragðs blaðamanna, sem sinna mjög vel t.d. mannlífs- og menningarskrifum sem og fréttaskýringum og það megi ekki gleymast. Það fólk hef- ur á stundum átt alla mína samúð og á enn enda hlýtur starf þess og starfsaðstæður undanfarinn áratug á köflum að hafa verið afar flókin. Fjölmiðlar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki. Þeir eru ekki kallaðir fjórða valdið fyrir ekki neitt, því hin þrjú, löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald þurfa svo sannarlega á aðhaldi að halda. Fjórða valdið á líka að bera fram staðreyndir, upplýsa al- menning og miðla áfram ýmiskonar fróðleik. En fjölmiðlar þurfa að fara vel með sitt vald og leita sannleikans í hvívetna. Því miður þá hefur ritstjórinn og þeir sem honum hlýða á ritstjórn blaðsins fallið ítrekað á fagmennskuprófinu. Vilji ritstjórans til að afvegaleiða umræðuna, fara fram með hálfsannindi og rógburð, dylgj- ur eða níð hefur því miður dregið fjölmiðilinn niður á slíkt plan að enn á ný stendur maður frammi fyrir þeirri spurningu til hvers í ósköp- unum maður er að taka þátt í pistlaskrifum í sama blað. Tímasetningin er engin tilviljun enda hefur ritstjórinn um áratugaskeið beitt nákvæmlega sömu tækni. Það vita þeir sem starfað hafa með honum í stjórnmálum og víðar. Ef þú fylgir honum ekki í einu og öllu ertu á móti honum. Það er enginn millivegur og þá skipta staðreyndir eða sannleikur engu máli. Tilgangurinn helgar meðalið, fjölmiðillinn Morgun- blaðið er dreginn niður í svaðið með ritstjóranum og fjórða valdið skaddast. Eftir stendur viðfangsefnið, stundum laskað, stundum fíleflt en fjölmiðillinn og þar af leiðandi hið upplýsta samfélag ber skaðann. Helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Af hverju að skrifa í Morgunblaðið Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samþykkt Orkustofnunar ákerfisáætlun Landsnetseyðir óvissu um framtíðar-verkefni fyrirtækisins. Hún er mikilvæg fyrir Landsnet sem framkvæmdaraðila en ekki síður fyrir sveitarfélög og fyrirtæki sem nú vita hvenær von er á fram- kvæmdum til að auka afhendingar- öryggi raforku eða tryggja næga orku til uppbyggingar atvinnulífs. Orkustofnun þarf að veita leyfi fyrir öllum framkvæmdum Lands- nets. Með samþykkt kerfisáætlunar fyrir tímabilið 2018 til 2027 er í raun veitt samþykki fyrir framkvæmdum fyrstu þrjú árin og sýn fyrirtækisins á uppbyggingu meginflutningskerf- isins til lengri tíma. Landsnet hefur lengi unnið að undirbúningi kerfisáætlunar. Hún hefur verið til umfjöllunar hjá Orku- stofnun frá því í lok ágúst. Stofnunin gerði athugasemdir við framlagða áætlun en hefur nú staðfest upp- færða áætlun. Veigamikið púsl Sverrir Jan Norðfjörð, fram- kvæmdastjóri þróunar- og tækni- sviðs Landsnets, segir að með stað- festri kerfisáætlun verði áætlanir fyrirtækisins um framkvæmdir næstu árin sýnilegri og skýrari. „Það þurfa mörg púsl að passa sam- an til þess að verkefnin gangi upp. Samþykki Orkustofnunar er veiga- mikið púsl, einn fjórði heildarinnar. Hin eru mat á umhverfisáhrifum, skipulag og framkvæmdaleyfi og samningar við landeigendur. Þar fyrir utan er vinna við fjármögnun framkvæmda og útboð.“ Stærsta verkefnið sem nú er á döfinni hjá Landsneti er Kröflulína 3 sem liggur frá Kröflu í Fljótsdal og tengir saman stór orkuöflunar- og notkunarsvæði á Norðausturlandi og Austurlandi. Þetta er mikil fram- kvæmd og mikilvæg enda verður hún fyrsta skrefið í að styrkja byggðalínuna. Áætlað var að hefja framkvæmdir á nýliðnu ári en þær frestast til þessa árs. Sverrir segir að undirbúningur sé á lokastigi. Von er á framkvæmdaleyfum frá sveitar- félögunum þremur á næstu vikum. Landsnet hefur auglýst útboð á viss- um efniskaupum og verklegar fram- kvæmdir verða boðnar út þegar framkvæmdaleyfi fást. Vonast Sverrir til að hægt verði að hefja framkvæmdir með vorinu. Unnið er að fjölmörgum smærri verkefnum. Sumum er að ljúka, eins og tengingu Grundarfjarðar og Ólafsvíkur, en önnur eru að hefjast á þessu ári. Hólasandslína næst Upphaf tveggja verkefna eru sett á áætlun á árinu 2019, Hóla- sandslína 3 sem er framhald af Kröflulínu 3 og tengir Norðaustur- land við Eyjafjörð, og Suðurnesja- lína 2. Lyklafellslína sem leggja á of- an byggðar á höfuðborgarsvæðinu er síðan sett á áætlun 2020 en það verk frestaðist við það að úrskurðar- nefnd felldi úr gildi framkvæmda- leyfi. Mat á umhverfisáhrifum Hóla- sandslínu er langt komið. Suður- nesjalína kemur þar í kjölfarið en ákveðið var að hefja undirbúning frá grunni eftir að dómstólar ógiltu eignarnám og framkvæmdaleyfi. Framkvæmdir við Kröflulínu hefjast senn Kerfisáætlun Landsnets Framkvæmdir hefjast 2018 1 Grundarfjarðarlína 2 2 Dýrafjarðargöng, jarðstrengur 3 Kröfl ulína 3 4 Ólafsvík, tengivirki 5 Öræfi , nýr afhendingarstaður 6 Húsavík, tenging 7 Fitjar, stækkun tengivirkis 8 Austurland, spennuhækkun Framkvæmdir hefjast 2019 9 Hólasandslína 3 10 Suðurnesjalína 2 11 Fitjar-Stakkur, ný tenging 12 Sauðárkrókur, ný tenging 13 Korpulína 1, lögð í jarðstreng Framkvæmdir hefjast 2020 14 Lyklafell, tengivirki 15 Lyklafellslína 1 16 Straumsvík, nýr teinatengirofi Framkvæmdir hefjast 2021 17 Vopnafjarðarlína 1, endurbætur 14 5 6 7 8 2 39 11 12 13 14 15 16 10 17 Í langtímaáætlun kerfisáætlunar Landsnets er ekki tekið til umræðu hvort rétt sé að byggja á endurnýjuðum byggðalínuhring eða leggja línu yfir há- lendið. Lögð er áhersla á stórverkefnin í tengingu svæðanna á Norður- og Austurlandi og í kringum höfuðborgarsvæðið. Lagning Blöndulínu 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar er ekki á þriggja ára framkvæmdaáætlun en ætlunin er að ljúka henni á tíu ára tímabilinu. Einnig er nefnt að fyrir- sjáanlegt sé að auka þurfi flutningsgetu á milli höfuðborgarsvæðis og Vesturlands, annaðhvort með uppfærslu á Brennimelslínu 1 eða með byggingu nýrrar línu þar á milli. Það sama gildi um tengingu á milli Hellis- heiðar og höfuðborgarsvæðis en kerfisrannsóknir sýni að þar muni fljót- lega myndast flöskuháls í raforkuflutningi til höfuðborgarinnar. Sverrir Jan bendir á að þótt ráðist verði í allar þessar stórframkvæmdir verði meginflutningskerfi landsins ekki heildstætt, heldur tvö kerfi, annað á Norður- og Austurlandi og hitt á Suður- og Suðvesturlandi, með veikri tengingu þar á milli með gömlu byggðalínunni. Það bíður seinni tíma að taka afstöðu til þess hvort haldið verður áfram við styrkingu byggðalín- unnar eða „eyjarnar“ tengdar saman með hálendislínu. Flöskuháls á Hellisheiði LANGTÍMAÁÆTLUN UM RAFORKUFLUTNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.