Morgunblaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Pappelina gólfmotta, 70 x 100 cm
Verð 12.500 kr.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Kuldinn í háloftunum að undan-
förnu hefur gert það að verkum að
starfsmenn Air Iceland Connect,
áður Flugfélags Íslands, hafa
nokkrum sinnum þurft að draga
fram afísingarbúnað áður en flug-
vélarnar fara í loftið frá Reykjavík-
urflugvelli.
Á meðfylgjandi mynd er verið að
gera eina af vélum félagsins klára
áður en hún lagði af stað vestur á
Ísafjörð. Afísingarvökva er spraut-
að á skrokkinn eftir að farangur og
farþegar eru komnir um borð og
tekur verkið skamma stund, allt
unnið eftir öryggisreglum þannig
að vélarnar haldi eiginleikum sín-
um í lofti.
Árni Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri flugfélagsins, segir flugið
hafa gengið vel að undanförnu þó
að veturinn hafi fyrir alvöru gengið
í garð núna í janúar. Ekki hafi þurft
að grípa oft til afísingarbúnaðar
fyrr en nú. Lægðagangur fyrr í
vetur hafi hins vegar gert félaginu
erfiðara fyrir og nokkrum ferðum
verið aflýst af þeim sökum.
Air Iceland Connect þarf oftar að grípa til afísingarbúnaðar vegna kulda í háloftunum
Allt gert
klárt fyrir
næsta flug
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Anna Sigríður Einarsdóttir
annaei@mbl.is
Konur gegna stærra hlutverki varð-
andi endurröðun litninga, en karlar
eiga stærri þátt í stökkbreytingum
sem geta leitt til
sjaldgæfra sjúk-
dóma í æsku.
Þetta er á meðal
þess sem kemur
fram í grein frá
vísindamönnum
Íslenskrar erfða-
greiningar sem
birtist á vef vís-
indatímaritsins
Science í gær.
Með greininni
er birt ítarlegt nýtt kort af erfða-
mengi mannsins, sem sýnir hvað
veldur erfðafræðilegri fjölbreytni.
Kortið er, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu ÍE, það ítarlegasta
til þessa til að sýna staðsetningu,
tíðni og tengingar tveggja lykilþátta
í þróun mannsins – endurröðun litn-
inga þegar kynfrumur verða til og
stökkbreytingar, svo nefndra „de
novo“, sem tengjast þeim en það eru
stökkbreytingar sem ekki er að finna
í frumum foreldranna, en sem verða
til vegna mistaka við fjölföldun eða
vegna umhverfisáhrifa. Hafa þær oft
slæm áhrif, en geta líka verið til bóta
og eru í raun forsenda allrar þróun-
ar. Er rannsókn ÍE sögð sýna „með
óyggjandi hætti“ fram á tengsl
stökkbreytinganna og endurröðun
litninga, en þegar einstaklingur
verður til erfir hann annan litninginn
af hverju litningapari frá hvoru for-
eldri og endurraðast þessir litningar
þegar kynfrumur verða til.
Mun nákvæmara en fyrri kort
Fyrsti vísir af kortlagningu erfða-
mengisins var gerður hjá ÍE árið
2002 og hafði það töluverð áhrif á
fyrstu raðgreiningu á erfðamengi
mannsins. Kortið nú er hins vegar
mun nákvæmara en fyrri kort og
segir ÍE að ólíklegt sé að hægt verði
að kortleggja þetta af öllu meiri ná-
kvæmni í framtíðinni.
Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar og einn
höfunda greinarinnar, segir í til-
kynningunni að vísindamenn fyrir-
tækisins hafi verið að skoða nýjar
stökkbreytingar og endurröðun
þeirra til að skilja áhrif þeirra á þró-
un mannsins og sjúkdóma undan-
farin 20 ár. „Við höfum gert þetta
bæði af áhuga á að vita meira um
hver við erum sem tegund og einnig
af því að hér á Íslandi höfum við ein-
stakt tækifæri til að taka á þessum
spurningum og þýðingu þeirra fyrir
heilsu og læknavísindin.“
Aldur móður hefur líka áhrif
Hin hefðbundna forsenda þróunar
sé að hún sé drifin áfram af tilvilj-
anakenndum erfðafræðilegum
breytingum. „Það sem við sjáum hér
í miklum smáatriðum er hvernig
ferlinu er í raun markvisst stjórnað
af litningunum sjálfum og þeirri
staðreynd að endurröðunin tengist
stökkbreytingunum. Við erum búin
að bera kennsl á 35 erfðasvæði sem
hafa áhrif á endurröðun, tíðni og
staðsetningu og sem sýna að „de
novo“ stökkbreytingarnar eru meira
en 50 sinnum líklegri til að eiga sér
stað þar sem endurraðanir eiga sér
stað en á öðrum svæðum erfða-
mengisins,“ sagði Kári.
Þá hafi rannsóknin enn fremur
sýnt að móðirin hafi meiri áhrif á
endurröðun litninganna en faðirinn á
„de novo“ stökkbreytinguna. Þá
breytist endurraðanir líka með
hækkandi aldri móður og það geti
hjálpað til við að skilja frávik, til að
mynda Downs og sjaldgæfa sjúk-
dóma sem leiða til fósturláta eða
dauða ungbarna. Segir Kári að þótt
tengsl endurröðunarinnar og „de
novo“ stökkbreytinganna gagnist
augljóslega mannkyninu sé kostnað-
ur hár fyrir þá einstaklinga sem
greinast með sjaldgæfa sjúkdóma.
„Þetta er því sameiginleg ábyrgð
okkar og nokkuð sem við verðum að
taka á.“ Nánar á mbl.is
Ferlinu markvisst stýrt af litningum
Morgunblaðið/Ásdís
Ungviði Íslensk erfðagreining hef-
ur kortlagt erfðamengi mannsins.
Ný grein eftir vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar birt á vef Science í gær Ítarlegt nýtt kort af
erfðamengi mannsins Höfum einstakt tækifæri hér á landi til þess að taka á þessum spurningum
Kári
Stefánsson
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Einstaklingar sem voru utangarðs
og/eða heimilislausir árið 2017 voru
349 og hafði fjölgað um 228 frá 2009.
Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu
Velferðarvaktarinnar.
Þar kemur fram að meðal tillagna
sem Velferðarvaktin leggur til í mál-
efnum þessa hóps er að koma upp
dagdvöl með snyrtiaðstöðu, sturtu,
mat, fataúthlutun, hvíldaraðstöðu,
virkni, launuðum verkefnum, fé-
lagsráðgjöf og heilbrigðisþjónustu.
Einstaklingar sem eru utangarðs
og/eða heimilislausir hafa í fá hús að
venda þegar gistiskýlin eru lokuð
yfir daginn. Regína Ásvaldsdóttir,
sviðstjóri velferðarsviðs Reykja-
víkurborgar, segir að við athugun
velferðarsviðs um áramótin hafi 50
einstaklingar í verulegum vímuefna-
vanda verið í forgangi fyrir bú-
setuúrræði.
Regína segir að fimmtungur gesta
sem gisti í gistiskýlinu við Lindar-
götu og í Konukoti sé með lögheimili
utan Reykjavíkur. Þeir gestir séu frá
Kópavogi, Hafnarfirði, Reykja-
nesbæ, Akureyri, Árborg og Garða-
bæ og 10 einstaklingar séu frá öðr-
um sveitarfélögum. Alls gistu 58
einstaklingar með lögheimili utan
Reykjavíkur í gistiskýlinu og í Konu-
koti í 624 nætur árið 2018.
Regína segir að þegar kaldast sé
úti sé dýnum bætt við í gistiskýlinu
við Lindargötu þannig að allir hafi í
einhver hús að venda.
Heimilislausum hefur
fjölgað um 228 á sex árum
50 húsnæðislausir eru í verulegum vímuefnavanda
Morgunblaðið/RAX
Skjól Konukot og gistiskýlið við
Lindargötu hýsa heimilislausa.