Morgunblaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019 Félix Tshisekedi sór embættiseið sem forseti Austur-Kongó í gær. Mun þetta vera í fyrsta skipti í sögu landsins sem valdaskipti fara fram friðsamlega eftir óskipulegar og umdeildar kosningar. Joseph Ka- bila, fráfarandi forseti landsins, gaf Tshisekedi eintak af stjórnarskrá landsins og borða með þjóðfána landsins í embættisgjöf. Tshisekedi þurfti að yfirgefa svið- ið um stund í miðri embættistöku- ræðu sinni. Þegar hann kom aftur á sviðið 12 mínútum seinna sagði hann: „Frægur forseti okkar lands sagði á sínum tíma: „Skiljið tilfinn- ingar mínar.““ Hann vitnaði þar í fyrrverandi einræðisherra Austur-Kongó, Mo- butu Sese Seko, sem sagði þessi orð árið 1990 þegar hann tilkynnti endalok einsflokksstefnu landsins. Vonandi alvöru breyting „Við vonum að þetta verði alvöru breyting, sérstaklega þar sem hann hefur náð völdum án blóðsúthell- ingar,“ segir Saddam Kongolo, sam- flokksmaður Tshisekedi, í samtali við AFP-fréttaveituna. Eitt af fyrstu verkefnum hins nýja forseta er að skipa forsætisráðherra. Mun hann þurfa að vanda valið þar sem stuðningsmenn Kabila hafa enn mikinn meirihluta á þingi landsins. Endalok tveggja ára uppnáms Setningarathöfnin markaði lok tveggja ára stjórnmálalegs upp- náms en Kabila neitaði að víkja þótt stjórnskipunarlegu kjörtímabili hans hefði verið lokið. Síðustu tvennar kosningar, árin 2006 og 2011, sem Kabila vann, voru mark- aðar af blóðugum átökum. mhj@mbl.is Sögulegur dagur í Austur-Kongó  Fyrstu valdaskiptin án ofbeldis AFP Valdaskipti Kabila klæðir nýja for- setann í þjóðfána Austur- Kongó. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Nicolas Maduro, forseti Venesúela, hefur slitið öllum tengslum við Bandaríkin eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti, viðurkenndi Juan Guaido, þingforseta og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem forseta landsins. Maduro gaf bandarískum ríkiserindrekum 72 klukkutíma til að yfirgefa landið en Bandaríkin sögðu að „fyrrverandi forseti“ landsins hefði ekki vald til að skipa þeim úr landi, samkvæmt frétt breska ríkis- útvarpsins BBC. Á fjölmennum mótmælafundi í gær lýsti Guaido því yfir að hann væri forseti landsins. Bandaríkin hafa hvatt her Venesúela til að styðja við bakið á Guaido en hingað til hefur herinn stutt Maduro. Maduro sór embættiseið sem for- seti landsins árið 2013 eftir andlát Hugo Chavez. Hann hóf sitt annað kjörtímabil sem forseti í þessum mánuði eftir kosningar í maí á síðasta ári. Framkvæmd kosninganna var harðlega gagnrýnd af stjórnandstöð- unni og þá voru einnig háværar ásak- anir um kosningasvindl. Efnahags- ástand Venesúela er vægast sagt slæmt. Mikil verðbólga, rafmagns- leysi og skortur á nauðsynjavörum hefur leitt til þess að þrjár milljónir manna hafa yfirgefið landið. Mótmælin munu halda áfram Á miðvikudaginn komu þúsundir saman til að styðja við stjórnarand- stöðuna í Venesúela. Sagði Guaido á samkomunni að mótmælin myndu halda áfram þangað til „Venesúela yrði frelsuð“. Hann lyfti síðar upp hægri hönd sinni og sór formlega embættiseið sem forseti. Hann hét því að sitt fyrsta embættisverk væri að koma á kosningum að nýju. Guaido beitti þar tveimur ákvæðum úr stjórnarskrá Venesúela sem gerir forseta þingsins að staðgengil forseta í fjarveru hans. Röksemdarfærsla Guaido er að kosningarnar í maí séu ógildar og þar af leiðandi sé Maduro ekki forseti landsins. Hjálparsamtök í Venesúela segja að14 manns hafi verið skotnir til bana í átökum tengd- um mótmælunum í vikunni. Bandaríkin tengd andstöðunni Donald Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi Guaido sem staðgengil forseta einungis örfáum mínútum eftir að hann titlaði sig sem slíkur. Fréttastofa BBC telur ómögulegt annað en að um samráð hafi verið að ræða milli Bandaríkjanna og stjórnarandstöðunnar. Í yfirlýsingu Trumps segir hann Maduro ekki vera lögmætan forseta og bætir við að „íbúar Venesúela hafa talað gegn Maduro og stjórnarfari hans af hugrekki og krafist frelsis og réttarríkis“. Trump sagði við blaðamenn að hann væri ekki að íhuga hernaðar- íhlutun að hálfu Bandaríkjanna en bætti við „allir möguleikar eru á borðinu“. Hann hvatti önnur ríki til að fylgja fordæmi sínu og styðja Guaido. Alþjóðasamfélagið stígur inn Sjö þjóðir í Suður-Ameríku hafa opinberlega viðurkennt Guaido sem forseta landsins: Brasilía, Kólumbía, Síle, Perú, Ekvador, Argentína og Paragvæ. Emmanuel Macron, forseti Frakk- lands, styður einnig stjórnandstöð- una. Í yfirlýsingu í gær sagði hann að Evrópa styddi við „endurheimt lýð- ræðisins“ í landinu eftir ólögmætar kosningar í maí. Jeremy Hunt, utan- ríkisráðherra Bretlands, lýsti því einnig yfir í gær að Bretar teldu Guaido réttmætan forseta Venesúela. Anders Samuelsen, utanríkisráð- herra Danmerkur, segir í færslu á Twitter að ný von hafi kviknað í Venesúela og að Danir styðji stofn- anir sem hafi verið kosnar með lög- legum og lýðræðislegum hætti, ekki síst löggjafarþingið og þar með Juan Guaido. Rússnesk stjórnvöld styðja Mad- uro og saka Guaido um tilraun til valdaráns. Hringdi Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í Maduro í gær til að lýsa stuðningi við hann. Rússar hafa stutt við ríkisstjórn Maduros síðustu ár, meðal annars með lánveit- ingum og aukinni hernaðarsamvinnu. Mexíkó, Bólivía og Kúba hafa einn- ig opinberlega stutt Maduro. Þá tísti Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrk- lands, stuðningsyfirlýsingu til Mad- uro sem sagði: „Bróðir minn Maduro! Berðu höfuðið hátt, við stöndum með þér.“ Hvetur til stillingar Antonio Guterres, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í íbúa í Venesúela til að sýna stillingu og ræða saman til að koma í veg fyrir stjórnmálakrísu í landinu. „Við von- um að samtal geti átt sér stað og að hægt sé að forðast stigmögnun átaka sem gæti leitt til hörmungarástands fyrir þjóðina í Venesúela og löndin í kring,“ sagði Guterres á heimsvið- skiptaráðstefnunni í Davos í Sviss í gær. Pattstaða í valdatafli í Venesúela  Embættismönnum Bandaríkjanna skipað að yfirgefa landið innan 72 klukkutíma  Rússar lýsa yfir stuðningi við Nicolas Maduro  Emmanuel Macron kallar eftir „endurheimt lýðræðisins“ í landinu AFP Þingforseti Juan Guaido, forseti þingsins í Venesúela, lýsti því yfir að hann væri starfandi forseti landsins. Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Lang- vinsælastur hollusta í hverjum bita „Ástandið í Venesúela er algerlega ólíðandi og við höfum tjáð okkur um það á vettvangi mannréttinda- ráðs Sameinuðu þjóðanna. Stjórn- málaástandið hefur verið í ólestri um langa hríð og efnahagskerfi landsins er einfaldlega hrunið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um stöðu mála í Venesúela. Hann segir óstjórn, meingallaða hugmyndafræði og ofbeldi núver- andi forseta og stjórnvalda með stuðningi frá einstökum ríkjum, eins og Rússlandi og Kúbu, ein- kenna ástandið. „Maduro forseti hefur á undan- förnum miss- erum gerst nær einráður, svipt þingið völdum og komið á nýju ólöglegu stjórn- lagaþingi sem stjórnarliðar ein- ir sitja. Þá eru dómstólar einnig hliðhollir Maduro. Ég ræddi mál- efni Venesúela í ræðu minni í mannréttindaráðinu á síðasta ári og því hefur verið fylgt eftir af fólkinu okkar í Genf.“ Ástandið algerlega ólíðandi UTANRÍKISRÁÐHERRA ÍSLANDS Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.