Morgunblaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 31
árum hefur hann fjórum sinnum ver-
ið valinn ræktandi ársins í Dan-
mörku.
Jóhann hefur 16 sinnum orðið
heimsmeistari, 6 sinnum með því að
sýna kynbótahross og 10 sinnum í
íþróttakeppni, þar af 6 sinnum í tölti
og 4 sinnum í samanlögðum fjór-
gangsgreinum. Hann hefur þrisvar
hlotið titilinn knapi ársins á Íslandi.
Hann hlaut sinn fyrsta heims-
meistaratitil árið 1997, og var það
fyrir kynbótahross og sýndi hann
Feng frá Íbishóli.
Hann hefur komist í úrslit í tölti á
öllum heimsmeistaramótum frá 1999
ef undan er skilið mótið 2001. „Þá
voru reglurnar þær að ríkjandi
heimsmeistari þurfti að verja titil
sinn á sama hestinum og hann vann
á, en ég var búinn að selja hestinn
minn þá.“
Síðast varð Jóhann heimsmeistari
árið 2013. „Ég stefni á að gera eitt-
hvað í því næsta sumar, eigum við
ekki að segja að allt sé fimmtugum
fært,“ en hann situr núna í fjórða
sæti á heimslistanum í tölti. „Ég
keppti voða lítið síðasta sumar, ég
lánaði konunni minni hestinn minn,
Finnboga frá Minni-Reykjum, og
náði hún að verða Norðurlanda-
meistari í tölti og samanlögðum fjór-
gangsgreinum. En hesturinn sem ég
ætlaði að keppa á, Thor-Steinn frá
Kjartansstöðum, veiktist svo ég gat
lítið sem ekkert keppt. Ég stefni á
að fara með Finnboga á heimsmeist-
aramótið og Thor-Stein til vara en
svo er það náttúrlega ekki í mínum
höndum hvort ég komist á mótið
heldur liðsstjóra íslenska lands-
liðsins.“
Þótt hestarnir taki mestallan tíma
hjá Jóhanni þá hefur hann fleiri
áhugamál. „Mér finnst mjög gaman
að horfa á fótbolta og svo er ég með
mikla bíla- og tækjadellu, keypti
mér í fyrra Chevrolet Camarro ár-
gerð 69 svo við fögnum sameiginlegu
100 ára afmæli í dag.“
Fjölskylda
Jóhann er kvæntur Stínu Larsen,
hestakonu frá Kaupmannahöfn, f.
17.10. 1987.
Sonur þeirra er Jóhann Árni Jó-
hannsson, f. 12.3. 2013. Jóhann og
Stína eiga von á öðrum strák og er
fæðingin áætluð í dag. Sonur Jó-
hanns af fyrra sambandi er Skúli
Þór Jóhannsson, f. 28.8. 1992.
Systkini Jóhanns eru Sigurjón
Þór Skúlason, f. 21.7. 1971, lager-
starfsmaður, bús. í Álaborg, Dan-
mörku, Hulda Ingibjörg Skúladóttir,
f. 3.9. 1972, hjúkrunarfræðingur og
innanhússarkitekt, bús. í Reykjavík,
og Ágústa Dagmar Skúladóttir, f.
7.5. 1978, hárgreiðslukona, bús. í
Kópavogi.
Foreldrar Jóhanns eru hjónin
Skúli Skagfjörð Jóhannsson, f. 12.1.
1939, fv. sjómaður og vann í mjólk-
ursamlaginu á Sauðárkróki, og Íris
Dagmar Sigurjónsdóttir, f. 24.10.
1942, hárgreiðslumeistari. Þau eru
bús. á Sauðárkróki.
Úr frændgarði Jóhanns R. Skúlasonar
Jóhann R. Skúlason
Íris Sigurjónsdóttir
hárgreiðslumeistari á Sauðárkróki
Sigurjón Þóroddsson
húsgagnasmiður á Sauðárkróki
María Ólöf Bjarnadóttir
húsfreyja
Þóroddur Davíðsson
bóndi í Alviðru og Birnustöðum í Dýrafirði
ára Jóhannsdóttir
húsfreyja í Rvík
LBjarni Viðar Sigurðsson
leirlistamaður
Halldóra Jóhannsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jóhann Guðjónsson
kaupmaður í Kópavogi
Jóhanna Jóhannsdóttir húsfreyja á Hofsósi
Guðbjörg
Sigurjóns-
dóttir vann
hjá Pósti og
síma
Anna Björg
Níelsdóttir
bókari á
Selfossi
Glódís Rún
Sigurðardóttir
hestakona og
margfaldur
Landsmóts-
sigurvegari
Védís Huld
Sigurðardóttir
hestakona og vann
fimm gull á Norður
landamóti sl. sumar
Jónanna María Sigurjóns-
dóttir hestaræktandi á
Kjartansstöðum í Ölfusi
Jóhanna Jónsdóttir
húsfreyja
Sigurbjörn Tryggvason
bóndi á Þröm og í
Grófargili, Seyluhr., Skag.
Hulda Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir
fiskverkunarkona og verkstjóri á Sauðárkróki
Ásta Kristín Sigur-
björnsdóttir húsfreyja á
Flugumýri
yrún Anna Sigurðar-
dóttir rekur ferða-
ónustu á Flugumýri
E
þj
Eyrún Ýr Pálsdóttir
hestakona og vann fyrst
kvenna Aflokk á Landsmóti
Guðrún Kristjánsdóttir
húsfreyja
Ágúst Baldvinsson
verkamaður á Hofsósi
Guðrún Ágústsdóttir
húsfreyja á Hofsósi
Guðrún
Jóhannsdóttir
húsfr. á
Siglufirði
Snorri
Þorláksson
húsgagna-
bólstrari og
verslunar-
maður í Rvík
Snorri
Snorrason
söngvari
Jóhann Skúlason
húsmaður í Ártúni og
verkamaður á Hofsósi
Skúli Þorsteinsson
bóndi á Möðruvöllum í Héðinsfirði
og Minna-Grindli í Fljótum
Skúli Skagfjörð Jóhannsson
fv. sjómaður og starfsm. Mjólkursamlags
Guðrún Pálsdóttir
húsfreyja
Hestamaðurinn Jóhann R. Skúla-
son og Finnbogi frá Minni-Reykjum.
ÍSLENDINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019
Hafsteinn Jónsson fæddist 25.janúar 1919 á Selbakka áMýrum, A-Skaft. Foreldrar
hans voru hjónin Jón Magnússon frá
Eskey á Mýrum, f. 1889, d. 1962,
bóndi á Höskuldsstöðum í Breiðdal,
og Jóhanna Kr. Guðmundsdóttir, frá
Skálafelli í Suðursveit, f. 1891, d.
1983, húsfreyja. Fjölskyldan fluttist
frá Selbakka vegna vatnaágangs að
Höskuldsstöðum og þar ólst
Hafsteinn upp, en hann átti fjögur
systkini.
Hafsteinn fór snemma á vertíð á
vetrum og eignaðist síðar trillubát.
Hann var ungur að árum þegar hann
keypti sinn fyrsta vörubíl og stund-
aði akstur með varning og fólk og við
vegagerð. Hann vann mikið við véla-
viðgerðir og setti á stofn og starf-
rækti vélaverkstæði á Breiðdalsvík
og stjórnaði húsbyggingum í þorp-
inu og víðar.
Árið 1962 var Hafsteinn ráðinn til
Vegagerðar ríkisins til að hafa um-
sjón með vegagerð á Suðausturlandi,
en hafði verið ráðinn verkstjóri þar
árið áður. Þar starfaði Hafsteinn til
1989 þegar hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir. Í tíð Hafsteins voru
brúuð stórfljót eins og Horna-
fjarðarfljót 1961, Jökulsá á Breiða-
merkursandi 1967 og árnar á
Skeiðarársandi 1974.
Hafsteinn sat í hreppsnefnd
Breiðdalshrepps 1950-1958 og í
hreppsnefnd Hafnarhrepps 1970-
1974. Hann var einn af stofnfélögum
Lionsklúbbs Hornafjarðar og Golf-
klúbbs Hornafjarðar, þar sem hann
vann ötult starf að uppbyggingu
golfvallarins.
Hinn 18.3. 1944 kvæntist Haf-
steinn Rósu Þorsteinsdóttur, f.
29.12. 1918, d. 7.5. 2005, matráðs-
konu og síðar skrifstofumanni hjá
Vegagerðinni. Þau stofnuðu sitt
fyrsta heimili á Breiðdalsvík 1942 og
bjuggu þar til ársins 1958 er þau
flytjast til Hafnar í Hornafirði þar
sem þau bjuggu til æviloka. Börn
þeirra: Bára, f. 1945, d. 2017, og
Steinþór, f. 1949.
Hafsteinn lést 23. september 2006.
Merkir Íslendingar
Hafsteinn
Jónsson
101 ára
Ásta J. Guðmundsdóttir
90 ára
Unnur Malmquist
Jónsdóttir
85 ára
Frida Olafsdottir Fulmer
Sigurmundur
Guðbjörnsson
80 ára
Gunnar Sigurðsson
Sigríður Pétursdóttir
75 ára
Kristín Sybil Walker
Markús Karl Torfason
Ólafur Auðunn Þórðarson
Páll Jónsson
Sigurþór Aðalsteinsson
Sonja Hansen
70 ára
Ásdís Ólafsdóttir
Björn Emil Sigurðsson
Björn Jónsson
Bryndís Helgadóttir
Gunnar Frímannsson
Snjólaug María
Dagsdóttir
60 ára
Björn Lúðvíksson
Gunnar E. Randversson
Halldóra Hreggviðsdóttir
Halldór Svanbergsson
Hannes Einarsson
Júlíus Sigmar Konráðsson
Luka Pavleka
Margrét Bjarndís Jensdóttir
Sigríður K. Stefánsdóttir
Sigrún Benediktsdóttir
Stefán Helgi Helgason
Steinunn Benediktsdóttir
Steinunn Ólafsdóttir
Viðar Pétursson
50 ára
Andri Snædal
Aðalsteinsson
Ásgeir Sigurðsson
Brynhildur Guðmundsdóttir
Danuta Serwatko
Hanna Guðmundsdóttir
Hugrún Rúnarsdóttir
Laufey Sigurðardóttir
Maja Siska
Rebekka María
Sigurðardóttir
Sólveig Halla
Hallgrímsdóttir
Tomasz Piekarski
40 ára
Bylgja Sjöfn Jónsdóttir
Eduard Costache
Elmar Jens Davíðsson
Heiðar Örn Ómarsson
Hermann Rúnar Helgason
Íris Halldórsdóttir
Jón Þorri Vilbergsson
Katarzyna Romanczuk
Marek Saniewski
Ólöf Vilbergsdóttir
Randi Holaker
Sigríður Eva Arngrímsdóttir
30 ára
Andrius Sabrinskas
Brian Johannessen
Bryndís Guðjónsdóttir
Elín Dalía Hjaltadóttir
Guðmundur Harðarson
Gunnar Ingi Guðlaugsson
Halldór Margeir Hönnuson
Hólmfríður Erna Kjartansd.
Jón Andri Hjaltason
Kamil Lenkiewicz
Óttar Friðbjörnsson
Pedro Filipe R. Machado
Radoslaw Bosak
Sverrir Hermannsson
Unnur Arna Þorsteinsdóttir
Vladimir Apostolov Stoykov
Til hamingju með daginn
40 ára Bylgja fæddist á
Selfossi en ólst upp á
Stokkseyri og í Hvera-
gerði. Hún býr á Selfossi
og er verslunarstjóri hjá
Guðna bakara.
Börn: Mikael Daníelsson,
f. 1997, Charlotta Ýr
Davíðsdóttir, f. 2000, og
Linda María Bylgjudóttir,
f. 2005.
Foreldrar: Ásta María
Hjaltadóttir, f. 1960, bók-
ari í Bröndby í Dan-
mörku.
Bylgja Sjöfn
Jónsdóttir
40 ára Randi er frá
Lørenskog sem er rétt
fyrir utan Ósló. Hún er
reiðkennari og tamninga-
maður á Skáney í Reyk-
holtsdal, og er auk þess
menntaður hjúkrunar-
fræðingur.
Maki: Haukur Bjarnason,
f. 1981, reiðkennari, tamn-
ingamaður og bóndi.
Börn: Kristín Eir, f. 2009,
og Sara Margrét, f. 2016.
Foreldrar: Karl og Greta
Holaker, bús. í Lørenskog.
Randi
Holaker
30 ára Bryndís er Reyk-
víkingur og er leiðsögu-
maður í Silfru hjá Advent-
ure Vikings.
Systkini: Þorgils Óttarr
Erlingsson, f. 1986, og
Magnús Guðjónsson, f.
1990.
Foreldrar: Guðjón
Magnússon, f. 1960, sér-
fræðingur hjá Ríkisendur-
skoðun, og Steingerður
Þorgilsdóttir, f. 1961,
rekur veitingastaðinn
Culiacan, bús. í Reykjavík.
Bryndís
Guðjónsdóttir