Morgunblaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019 ✝ Elsa Guð-mundsdóttir fæddist í Reykja- vík 25. september 1956. Hún andaðist á líknardeild Land- spítalans 10. jan- úar 2019. Foreldrar henn- ar voru Jóhanna M. Guðjónsdóttir (Magga), f. í Vest- mannaeyjum 6. september 1923, d. 9. júní 2018, og Guðmundur Pétursson vél- stjóri, f. í Hraundal 22. febrúar 1918, d. 16. maí 1960. Systir Elsu var Sigrún, f. 1947, d. 2003, háskólaprófessor í upp- eldisfræðum við háskólann í Þrándheimi. Móðir Elsu giftist Guðmundi Ingimundarsyni verslunarmanni 1963. Bróðir Elsu er Guðjón Ingi, verslunar- maður, f. 1966. Maki Elsu er Björgólfur Thorsteinsson, rekstrarhag- fræðingur, f. 1956. Elsa bjó um skeið í New York og lauk þar háskólagráðu í hagfræði frá Hunter College. Síðar bætti hún við meistara- gráðu frá Erasmus University í Hollandi. Hún réð sig sem at- vinnuráðgjafa hjá Atvinnuþró- unarfélagi Vestfjarða og bjó á Ísafirði í fjögur ár. Síðar starfaði hún sem fjármálastjóri, einkum hjá hug- búnaðarfyrirtækj- um og sem sér- fræðingur á sviði fjármála hjá Reykjavíkurborg. Elsa tók þátt í kvennahreyfing- unni á Íslandi, stofnun Kvenna- listans og var í stjórn UNIFEM í nokkur ár. Hún kenndi salsa í Kramhúsinu og var framkvæmdastýra um tíma. Hún lauk diplómagráðu í spænsku við Háskóla Íslands og hélt síðan spænskunámi áfram við háskólann í Sevilla í eitt ár. Fyrir nokkrum árum hóf Elsa doktorsnám í umhverfis- þróunarfræði við Háskólann í Greenwich, Bretlandi. Rann- sóknir fyrir doktorsverkefni sitt vann Elsa í Kosta Ríka. Hún varð að fresta námi fyrir rúmu ári vegna veikinda og hafði ekki lokið doktorsritgerð þegar hún lést. Útför Elsu fer fram frá Garðakirkju í dag, 25. janúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 15. Lífi Elsu systur minnar verða ekki gerð einföld skil í fáum línum af einum einstak- lingi, fyrir það var hún of stór persóna. Elsa, eins og Sigrún stóra systir okkar, fór snemma að heiman út í hinn stóra heim. Af þeim sökum var hún mér nokkuð framandi meðan ég var barn, hún gaf sér þó tíma til að fylgjast með mér og skrifa mér uppörvandi bréf þegar ég var að ströggla í skólanum. Hún hafði innsæi og hæfileika til að sjá eiginleika sem aðrir sáu ekki. Hún skrifað mér í bréfi þeg- ar ég var 11 ára að ég gæti gert hvaðeina sem ég vildi taka mér fyrir hendur. Elsa var ævintýrasystir mín. Þegar ég varð eldri passaði hún upp á að ég færðist ekki um of á hægri hlið pólitíkurinnar og las mér pistilinn þegar ég ákvað að fara í herskóla í Bandaríkjunum. Þegar ég lenti í New York tók hún þó vel á móti mér og lagði mér línurnar hvernig ég ætti að greiða þjórfé, 20-25% skyldi það vera fyrir góða þjónustu, enda byggðust laun hennar á þjórfé þegar hún var í námi. Seinna urðum við systkinin enn nánari og áttum margar góða stundir þar sem við ræddum fjölskylduna, menn og málefni. Elsa var víðsýn, vel lesin, fordómalaus og góð fyrirmynd. Það var ekki fyrr en á seinni árum sem hún ræddi veikindi sín við mig og þau áhrif sem þau höfðu á líf hennar frá 16 ára aldri. Systir mín var hetja sem braust til mennta þrátt fyrir erfiða sambúð með „endómet- ríósu“. Krabbameinið sem upp- götvaðist þegar við héldum að tími endómetríósunnar væri á enda var bitur endir á lífi henn- ar. Ég mun sakna Elsu systur en á síðustu árum höfum við séð á eftir Sigrúnu systur, föð- ur/stjúpa og mömmu. Í gegnum þann tíma var Elsa klettur og uppspretta hlýju og kærleika. Elsa var góður vinur og dóttir, hún var systir mín. Guðjón Ingi. „Vits er þörf þeim er víða ratar“ segir í Hávamálum, og nú er mín kæra vinkona Elsa farin í enn eitt ferðalagið. Við vissum hvert stefndi, en við- skilnaðurinn er jafn ótímabær þrátt fyrir það. Um leið og söknuðurinn gerir vart við sig þakka ég gefandi samræður og óteljandi samverustundir um árabil. „Hún Elsa okkar“, þessi fín- gerða, léttstíga, glæsilega heimskona, sem bar sig eilíf- lega eins og dansdrottning, verður ekki lengur miðpunktur umræðna í kvöldverðarboðum eða miðdegisverði vinkvenna á laugardögum. Þessi viljasterka, upplýsta, víðförla og vel lesna kona sem sífellt vakti athygli okkar hinna í hópnum sem fékk viðurnefnið „the feminist mafía“ og höfðum við flestar kynnst innan Kvennalistans á níunda ára- tugnum. Nú er það undir okkur sjálf- um komið að setja ástand heimsmálanna í efnahagslegt samhengi, koma auga á sjónar- hornin sem hún lagði okkur til og gæddu bæði einka- og opin- bert líf okkar frekari víðsýni og dýpri skilningi. Elsa var hámenntaður þró- unarfræðingur og vann síðustu árin að rannsóknum og ritun doktorsritgerðar um umhverf- ismál, sjálfbærni og hagfræði. Það er von mín að leiðbeinandi hennar við Greenwich-háskóla á Englandi sjái sóma sinn í að koma ritgerðinni í höfn – eða einhver á hans vegum. Rannsóknarvettvangur Elsu hverfðist um efnahagslegan ávinning sjálfbærrar ræktunar í Kosta Ríku, minni annarri fósturjörð, og á þessum tíma- mótum þakka ég samveru- stundir sem við áttum þar í landi fyrir þremur árum. Fyrst í „Bláa húsinu“ á Karíbahafs- ströndinni og síðar við rann- sóknarmiðstöðina CATIE í Turrialba-héraði. Hangs í hengirúmum og samræður fram eftir kvöldum við undir- spil engisprettna og óþekktra frosktegunda hljómar nú aftur fyrir eyrum mér. Á þeim tíma undraðist ég þróttleysi Elsu og orkuþurrð, en veit nú að meinið sem varð henni að aldurtila var þá þegar farið að búa um sig í iðrum hennar. Ég mun að eilífu búa að því sem ég lærði af Elsu og brosi í kampinn yfir uppátækjum sam- ferðaáranna. Ekki hvað síst kunni ég að meta hvernig hún virti fólk fyr- ir hvað það var frekar er hvað það gerði eða afrekaði. Á þessari stundu er hugur minn hjá bróður Elsu og fjöl- skyldu hans og samferðamanni hennar og sálufélaga, Björgólfi. Megi tíminn sefa sorgina og fylla tómarúmið – einn dag í einu. Hólmfríður Garðarsdóttir. Þegar ég var barn bauð Elsa mér á listasýningu á Kjarvals- stöðum. Við gengum inn og fór- um inn í listasal hægra megin í byggingunni. Inni í salnum gengum við um og Elsa út- skýrði fyrir mér mismunandi hluti tengda listinni og lista- fólkinu. Það voru fáir inni í salnum og við ræddum saman um verkin og fleira. Í dag man ég lítið eftir listamönnunum og verkunum sem voru á sýning- unni. Það sem ég man er þessi stund okkar Elsu saman. Hún sýndi mér áhuga og ég hafði svo innilega gaman af því að kynnast frænku minni betur og eyða tíma með henni. Elsa var dugleg að kynna mig fyrir heimi listarinnar og í dag hef ég enn áhuga á lista- söfnum og listafólki. Elsa var ævintýrafrænka sem ferðaðist mikið og var ótrúlega klár. Hún hefur verið stór þáttur í því að móta hver ég er í dag. Hún var og er fyrirmynd mín. Ég mun ávallt muna eftir stundunum okkar saman þar sem við spjölluðum og nutum nærveru hvor annarrar. Ég lærði af henni að ég get gert hvað sem ég vil sama hvað og ég á ekki að sætta mig við neitt minna. Rakel Hanna, bróðurdóttir. Það var mikil gæfa að fá að alast upp í nágrenni við Möggu og fjölskyldu í Bogahlíðinni. Guðmundur maður hennar var barngóður og hjálpsamur. Hann var gjarnan að stúss- ast í frímerkjum en þau og steinasafnið í stofunni vöktu forvitni barnsins. Magga var einstaklega góð kona. Á unglingsárunum urðum við Magnús Ari, barnabarn Möggu og systursonur Elsu, vinir og ferðafélagar. Um leið skapaðist tækifæri til að kynnast Elsu betur. Hún var konan sem hlustaði á óperur og hafði lifað lífinu. Ferðalög hennar opnuðu augun fyrir stærri veröld. Þegar við Magnús Ari sner- um heim úr lestarferð til Evr- ópu sagði Elsa að nú værum við orðnir heimsmenn. Hún sagði það á margræðan hátt, með dá- lítilli stríðni, sem gerði augna- blikið minnisstætt. Það leyndi sér ekki að Elsa var glæsileg kona. Það var yfir henni glæsileiki og fágun. Mikill harmur er kveðinn að fjölskyldu hennar. Daginn sem hún lést var eitt ár og einn dag- ur liðinn frá fráfalli Jóns Stein- ars Guðmundssonar, sem kvæntur var Sigrúnu, systur Elsu. Bæði kvöddu þau alltof snemma. Baldur Arnarson. „Elsa salsa“ – þannig var þessi álfkynjaða kona fyrst kynnt fyrir mér. Það glóði á rauða hárið og brosið var breitt og geislandi. Og svo var það hlébarðakápan sem gaf til kynna að sú sem hana átti væri ekki bara glæsileg heimskona heldur líka svolítið bóhem. Elsa var hláturmild, víðsýn og for- dómalaus og aldrei man ég eftir að af vörum hennar hryti styggðaryrði um menn eða mál- efni. Hún bjó til stórkostlegar veislur með framandi réttum og áhugaverðum gestum og aldrei datt botninn úr samræðunum því Elsa var fjölfróð, elskaði að rökræða, fræða, dansa, hlæja. Jafnvel hagfræði (sem ekki var ofarlega á mínu áhugasviði) gat hún útskýrt af lifandi eldmóði þannig að maður taldi sig skilja og var í lok samræðna jafnvel kominn á þá skoðun að hag- fræði væri ótrúlega spennandi. Ekki síst umhverfisþróunar- fræðin sem Elsa lagði stund á síðustu ár og fjallaði um hag- rænt mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika jurta og dýra fyrir mannkynið og heiminn all- an. En Elsa var ekki bara góð að miðla sinni eigin vitneskju og gera mann forvitinn um það sem hún var að sýsla við, held- ur var hún ávallt áhugasöm um viðfangsefni og skoðanir ann- arra. Hún var samræðusnilling- ur, gáfuð og greinandi, en gat svo snúið öllu efninu upp í grín, sett músíkina í botn og byrjað að dansa. Elsa mín salsa. Og hverjum öðrum hefði dottið í hug að mana vini sína í róðrar- keppni á sexæringi, sumar eftir sumar, og gefast ekki upp fyrr en gullið var í höfn? Þegar ég horfi í víðsjá tím- ans og leita að mynd Elsu í árafjöldanum síðan við hittumst fyrst þá er orðið sem kemur fyrst upp í hugann gleði. Hún sýndi okkur vinum sínum gleðina en hélt fyrir sig glím- unni við sársauka sjúkdómsins endómetríósu sem hún bar. Elsa ritaði magnaða grein í Kvennablaðið þar sem hún lýsir því hvernig er að lifa með þess- um króníska og sársaukafulla sjúkdómi. En hún bar ekki þrautir sínar á torg, dró sig í hlé meðan versti sársaukinn gekk yfir og þegar hún birtist aftur með sitt geislandi bros gat engan grunað hvað hún hafði kvalist. Á sama hátt bar hún af æðruleysi sjúkdóminn sem tók hana frá okkur, hún var meist- ari í sársauka. Elsa ritaði aðra grein um Gyðjurnar í Sevilla, Maríu- myndirnar sem kaþólikkar heita á í bænum sínum. Hún hreifst af því að sjá kvenímynd á altarinu í kirkjunum í Sevilla og tók tali konurnar sem þang- að komu til bæna og ræddi við þær um Maríutrúna. Maríu- gyðjurnar eru nefndar eftir ein- kennandi eiginleikum hverrar og einnar og bera nöfn eins og Sólarfrúin, Friðarfrúin, Eng- lafrúin, Tárafrúin, Hugsvölun- arfrúin, Vonarfrúin, Þján- ingafrúin. Allar eru þær heilög María og tilbeðnar á eigin for- sendum. Elsa heillaðist af þess- ari Maríutrú sem var mjög í takt við femínískar skoðanir hennar. Það útskýrir ef til vill hvers vegna hún kaus að vera í Ása- trúarsöfnuðinum þar sem eru gyðjur jafnt og guðir, en er þó fyrst og fremst lýsandi fyrir víðsýni hennar í trúmálum sem öðru. Með söknuð í hjarta kveð ég Elsu. Samúðarkveðjur sendi ég Björgólfi, ástvini hennar í fjór- tán ár, og einnig Guðjóni bróð- ur hennar og hans fjölskyldu. Harpa Björnsdóttir. Elsa Guðmundsdóttir var yndisleg kvenvera, fáum lík. Við kynntumst á námsárum, í miðju alheimsins, Stóra eplinu, atorkusöm, áhyggjulaus og lífs- glöð í hjarta East Village, ærslafullra heimkynna okkar þá. Við urðum, mér til happs, mátar við fyrstu kynni. Elsa var ljúf, skörp, hrein- skiptin og glettinn, rökvís og með ríka réttlætiskennd. Hún var brött og áræðin, þótti gam- an að geisa fram og beita gáf- um sínum og þekkingu. Taka slaginn í gáskafullri umræðu á sviðum þjóðfélagsmála, hag- fræði – og allra mögulegra flók- inda og mótsagna hinnar mann- legrar tilveru. Hún var nett á fæti og létt í lund og með títt blik í augum. Í aðra röndina harðákveðin, sjálfsörugg og sjarmerandi. Ávallt stutt í dill- andi hástemmdan hlátur, tíst- andi jákvæðni og snjöll lokaorð en var jafnframt í eðli sínu sem viðkvæmt blóm; fíngerð bæði til lundar og líkama og sérlega til- finninganæm. Sannkölluð dama og öndvegiskona. Íslensk í húð og bylgjandi hár en jafnframt geislandi heimsborgari er dáði svo dátt hinn gjörvalla latneska menningarheim. Sem slík þeysti hún ótrauð um grundir veraldar. Eftir veru í HÍ sótti hún nám á hæstu stigum á Bretlandi, Hollandi, Spáni og Kosta Ríka. Sárþjáð sýndi hún mikinn kjark og æðruleysi gagnvart skugga langvarandi lasleika er óvæginn fylgdi lífshlaupi hennar. Þrátt fyrir þær hömlur lifði hún í ljósi lífi sínu ríkulega til fulls, efldi glöð dáð sína og hugsjónir, alltaf jafn fróðleiksfús og gef- andi. Fór með himinskautum og opnum hug sínar ævintýra- legu leiðir og stóð föst á sínu. Vinahópurinn frá árunum í New York og fleiri góðir, síðar meir, margir úr samfélagi fræða og fjölmenningar er bundust Elsu sterkum vina- böndum munu ávallt minnast tilvistar hennar með mikilli hlýju og kærleik; þeirrar glað- beittni, göfgi, dugnaði og virð- ingarríku nærveru sem ætíð fylgdi lífsferli hennar. Fyrir hönd þessa hóps votta ég að- standendum öllum okkar dýpstu hluttekningu, þá sér- staklega Erlu, hennar rauð- hærðu sálarsystur og lífsföru- nautarins góða, Björgólfs, sem ávallt var henni stoð og stytta. Við óskum enn öll elsku Elsu blessunar á sinni för. Guðjón Bjarnason. Hver er hún þessi kona sem gengur tíguleg niður á tanga? Við komumst fljótlega að því, við vorum nágrannar og vinir upp frá því. Hittumst svo til daglega árin sem hún Elsa bjó á Ísafirði. Börnin hændust strax að henni, hún kunni að uppfræða með sögum um allt milli himins og jarðar. Elsa tók ógleymanlegar ljósmyndir af ýmsum viðburðum í fjölskyld- unni. Hún gætti okkar í blíðu og stríðu, í næmni sinni vissi hún hver við vorum. Í mötu- neyti Stjórnsýsluhússins sat hún við borðið hans Gunnars. Þar sátu karlar með sterkar skoðanir sem hún fann sig með, rökræddi og jafnvel ögraði með víðáttumikilli þekkingu og visku. Allri ósvífni svaraði hún með dillandi hlátri. Elsa var kjarkmikil og fór sínar leiðir, hún réð sig vestur á firði til að stýra atvinnuupp- byggingu fjórðungsins sem þá var í djúpri lægð og afraksturs hennar vinnu gætir enn víða í fjórðungnum. Það var ekkert tiltökumál fyrir Elsu að halda ein, út af fyrir sig, jól í myrkr- inu í Þernuvík sambandslaus við umheiminn. Hún fór með Maríubæn áður en hún lagði í Kinnina og horfði á snjóflóðið falla fyrir framan sig. Vinirnir komu, haldin voru ótal matar- boð, ljósmyndasýningar og heimsborgaralegt spjall sem tengdi mann við umheiminn. Dans langt fram á nætur, mikil gleði en það fór heldur ekki framhjá okkur að ákveðinn skuggi hvíldi yfir Elsu vegna veikinda hennar. Þegar hún svo hitti lífsförunaut sinn Björgólf lék lífið við hana og þeirra tími saman var gefandi og góður. Sorg og söknuður hennar nánustu er mikill en minning- arnar sterkar. Í hugum okkar tilheyrði Elsa þessum bæ og hélt tryggð við hann til dauða- dags. Fyrir hönd fjölskyldunnar kveð ég stórbrotinn persónu- leika og góða manneskju með söknuði. Björgólfi, Guðjóni Inga og fjölskyldu votta ég samúð mína. Margrét Gunnarsdóttir. Það er erfitt að hugsa til þess að Elsa sé farin og að við munum ekki hittast aftur. Þeg- ar ég hugsa um stundirnar sem við áttum saman gegnum árin þá fyllist hugur minn hlýju því hún hafði svo margt gott að gefa. Elstu minningarnar eru frá Vestmannaeyjum, þegar hún kom í heimsókn í Hlíðardalinn þar sem fjölskyldan okkar hafði búið um langa tíð. En eftir- minnilegasta samveran var heimsókn okkar Jóa með Andra, elsta syni okkar, til New York þar sem hún bjó um árabil. Við vorum á leið til Flórída en ákváðum að milli- lenda í New York og heilsa upp á Elsu frænku sem var þar í hagfræðinámi. Hún opnaði bæði hjarta sitt og húsnæði fyrir okkur, en sagði að við þyrftum að gæta að vinkonu hennar Lucy sem bjó með henni. Við komumst að því eftir stutt samtal að Lucy var ekki öll þar sem hún varð séð, þetta var nefnilega mús. Þessar fréttir settu að mér ugg, ekki síst í ljósi þess að engin hurð var á svefnherberginu okkar. Við hlóðum því varnar- múr úr ferðatöskum fyrir hurð- aropið og sömdum við Elsu um að setja músagildrur við tösk- urnar. Við komum með matar- pakka frá Möggu frænku, móð- ur Elsu, og það varð að samkomulagi að kindakæfan hennar Möggu yrði besta beit- an fyrir músina. Mér varð ekki svefnsamt um nóttina, heyrði alls konar hljóð en samt ekki smellina þegar gildrurnar festu þrjár mýs sem höfðu gert sig heimakomnar í íbúðinni án þess að greiða leigu fyrir. Elsa varð hissa á þessum fjölda gesta en þetta hafði ekki truflað hana mikið enda vön að umgangast menn og málleysingja af jafn- mikilli virðingu. Hún sýndi okkur borgina og sigldi með okkur á Hudson- ánni og við fengum leiðsögn um helstu kennimerki New York borgar frá heimamanni. Hún sagði að við þyrftum ekkert að óttast, horfa bara í augun á fólki og þá myndum við sjá að þetta væri allt gott fólk. Þannig viðhorf hafði hún til lífsins og leitaði að tækifærum til að gera gott og gefa af sér. Þetta var ógleymanlegur tími og gott tækifæri til að kynnast þessari skemmtilegu frænku minni betur. Síðasta sjómannadag hitti ég þau Björgólf við Hafnar- fjarðarhöfn því mig langaði að upplifa stemminguna sem ég var vön frá þessum degi í Vest- mannaeyjum þegar ég var barn. Andri, sem heimsótti hana með okkur til New York, var að sýna björgun á þyrlunni fyrir utan höfnina og svo gekk ég beint í flasið á Elsu. Það var svo gaman að rifja upp gamlar minningar með henni og ekki grunaði mig að hún væri þá þegar komin með þennan alvar- lega sjúkdóm sem sigraði hana að lokum. Ég er þakklát fyrir yndisleg- ar minningar og bið Guð að blessa minningu Elsu frænku og að styrkja Björgólf og ætt- ingja hennar alla. Inga Hrönn Þorvaldsdóttir. Í dag er kær vinkona okkar, Elsa Guðmundsdóttir, kvödd í Garðakirkju og er hennar sárt saknað. Minning hennar lifir svo sannarlega með okkur. Elsa var einstök, heillandi og klár, femínisti og jafnaðar- maður. Mikil heimskona enda búsett Elsa Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.