Morgunblaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019
News from Nowhere er heiti sýn-
ingar sem Þorgerður Ólafsdóttir
opnar í Listamönnum galleríi á
Skúlagötu 32 í dag, föstudag,
klukkan 17. Á sýningunni sýnir
Þorgerður ný og eldri verk sem
fjalla um stað og staðleysu og það
þegar mörkin milli vísinda-
skáldskapar og
raunveruleika
skarast.
„Miðja sýning-
arinnar snýst í
raun um Surts-
ey,“ segir Þor-
gerður. „Ég hef
mikið velt tilurð
og sögu eyj-
unnar fyrir mér
og í Morgunblaði
frá því fyrir 55
árum rakst ég á grein um frönsku
garpana sem stigu fyrstir þar í
land 6. desember árið 1963. Það
vakti mjög mikil viðbrögð þegar
þeir stungu þar niður franska fán-
anum. Surtsey var ekki komin með
nafn á þessum tíma, þetta var stað-
ur í mótun, en þessir náungar voru
sendir af tímaritinu Paris Match,
sem greiddi fyrir leiðangurinn, og
ætluðu sér að skilgreina staðinn og
slá eign sinni á staðinn, þó það hafi
verið gert meira í gríni en af al-
vöru. Frakkar urðu á undan Ís-
lendingum til að nema þetta land.
Ég var mikið að hugsa um þetta
fyrir um fimm árum, þegar Surts-
ey var 50 ára, og hef verið að leita
að ljósmyndum og sérstaklega
filmu sem var tekin þegar land-
gangan átti sér stað. Hún fannst
eftir mikla leit á Kvikmyndasafni
Íslands en aðeins þriggja sekúndna
bútur, hluti af miklu lengri filmu,
en negatífan er glötuð.“
Þorgerður segir að þessi saga
hafi orðið efniviður sýningarinnar.
„Þegar eitthvað svona tekur annað
yfir hjá manni þá er mjög gott að
koma því frá sér,“ segir hún um
sýninguna. „Ég vil minna á þennan
atburð.“
Á sýingunni eru ljósmyndir,
prent og lágmyndir. Eitt verkið er
prent sem sýnir feril Surtseyjar
frá því hún varð að eyju og til árs-
ins 2130 þegar hún hefur breyst í
sker.
Þorgerður er með meistara-
gráðu í myndlist frá Glasgow
School of Art og lauk BA í mynd-
list frá LHÍ. Hún hefur meðal ann-
ars sýnt verk sín í Harbinger gall-
eríi, Listasafni Árnesinga, á
Stöðum / Places, í Verksmiðjunni
á Hjalteyri og í Listasafni Reykja-
víkur.
Landnám Frakkar tóku land í Surtsey og settu þar niður franska fánann.
Sýningin hverfist
um Surtsey
Þorgerður sýnir hjá Listamönnum
Þorgerður
Ólafsdóttir
Konulandslag er heiti gjörnings
sem danshöfundurinn Anna Kol-
finna Kuran fremur ásamt hópi
kvenna í Mengi við Óðinsgötu í
kvöld, föstudag, klukkan 21. Verður
það nýjasti gjörningurinn og tilraun
Önnu Kolfinnu í samnefndu lang-
tíma rannsóknarverkefni, þar sem
hún, samkvæmt tilkynningu, „skoð-
ar, skapar og ber kennsl á hin ýmsu
landslög kvenna í samfélaginu. Í
verkefninu vinnur hún með hug-
myndir um rými og kvenlíkamann,
hvar og hvernig hann birtist og
hvar hann er ósýnilegur. Hvar eru
konur velkomnar og öruggar og
hvar eru þær óvelkomnar? Hvar er
rými fyrir konur og hvar þurfa þær
að gera innrás til þess að vera með?
Að þessu sinni verður lögð sérstök
áhersla á sambönd og tengsl kvenna
gegnum kynslóðir og samstöðu.“
Blaðamaður varð fyrir tveimur
árum vitni að gjörningi Önnu Kol-
finnu í New York, þar sem hún
gekk ásamt hópi annarra kvenna
hægt og í hnapp um götur neðar-
lega á Manhattan og var þar um
þátt í mastersverkefni hennar að
ræða. Hún segist síðan hafa unnið
áfram með það verkefni á ýmsum
stöðum og er gjörningurinn í kvöld
hluti af því.
„Í þessu rannsóknarverkefni
mínu er ég að skoða rými og kyn og
tengslin þar á milli. Sérstaklega
konur í því samhengi og hvar þær
upplifa að það sé ekki pláss fyrir
þær. Og í sögulegu samhengi hefur
oft ekki verið pláss fyrir konur; þó
að upp á síðkastið hafi mjög margt
breyst held ég að þetta sjáist ennþá,
til að mynda í atvinnulífinu. Sýni-
leiki kvenna er líka áhugaverður út
frá umræðu síðustu daga um mál-
verkin í Seðlabankanum – konur
hafa lengi verið til sýnis en ekki
endilega sýnilegar. Ég geri greinar-
mun þar á.“
Anna Kolfinna segir að í gjörn-
ingnum í kvöld langi hana til að
taka Mengi yfir og fylla rýmið af
konum. „Þetta er einföld hugmynd
og til að það náist hef ég fengið
stóran hóp af ótrúlegum konum til
að taka þátt. Ég vona að töfrarnir
felist að hluta í því hvað við verðum
margar. Mengi er tiltölulega lítið
rými svo ég vonast til að þetta verði
sterkt.“
Þurfa karlar þá að standa úti og
fylgjast með gegnum gluggann?
„Nei,“ svarar hún og hlær.
„Karlar eru mjög velkomnir sem
áhorfendur. Allir eru velkomnir. En
við flytjendurnir erum bara konur
og reynum að eigna okkur þetta
svæði í eina kvöldstund.“
Anna Kolfinna kýs að nota gjörn-
inginn sem miðil sinn í umfjöllun
um ákveðna kynjapólitík en hún
skilgreinir sig sem danshöfund.
„Einhverjum finnst ég kannski
ekki vera að gera dansverk og það
er allt í lagi. Ég er með dans-
bakgrunn og lít á þetta sem dans-
verk. Ég er að vinna með kóreó-
grafíu, er með marga líkama og
breyti hreyfingum hópsins inni í
Mengi við að fylla inn í rýmið og
búa til munstur.“ efi@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Konulandslag Danshöfundurinn Anna Kolfinna Kuran æfði gjörninginn í gærkvöldi með hópi kvenna.
Hyggst fylla Mengi af
konum í gjörningnum
Konulandslag Önnu Kolfinnu Kuran í Mengi í kvöld
Stan & Ollie
Sannsöguleg mynd um Stan Laurel
og Oliver Hardy, eða Steina og
Olla, eitt vinsælasta gríntvíeyki
kvikmyndasögunnar. Í kvikmynd-
inni er sjónum beint að ferli þeirra
undir lokin. Leikstjóri er Jon S.
Baird og með aðalhlutverk fara
Steve Coogan og John C. Reilly.
Metacritic: 75/100
Skýrsla 64
Nýjasta myndin um rannsóknarlög-
reglumennina Carl Mørk, Assad og
Rose hjá Deild Q. Þeir hefja á ný
rannsókn á 20 ára gömlu máli og
byrja að rekja óljósa slóð. Leik-
stjóri er Christoffer Boe og með
aðalhlutverk fara Fares Fares og
Nikolaj Lie Kaas. Meðaleinkunn
danskra miðla er 4 stjörnur af 6.
The Mule
Nýjasta kvikmynd Clints Eastwood
sem leikur í henni garðyrkjufræð-
ing í fjárhagskröggum sem grípur
til þess ráðs að smygla eiturlyfjum
inn fyrir mexíkóskan eiturlyfja-
hring. Sagan er byggð á sönnum at-
burðum og aðrir helstu leikarar eru
Bradley Cooper og Laurence Fish-
burne. Metacritic: 58/100
Mary Queen of Scots
Kvikmynd um Maríu Stuart Skota-
drottningu sem segir af þeirri fyrir-
ætlun hennar að steypa frænku
sinni, Elísabetu II. Englandsdrottn-
ingu, af stóli. Henni tókst það ekki
og hlaut hún dauðadóm fyrir. Leik-
stjóri er Josie Rourke og með aðal-
hlutverk fara Saoirse Ronan og
Margot Robbie. Metacritic: 60/100
The Favourite
Snemma á 18. öldinni á England í
stríði við Frakkland. Hin veik-
byggða drottning Anne er við völd
en náin vinkona hennar Sarah
stjórnar landinu í hennar stað. Þeg-
ar ný þjónustustúlka, Abigail, tekur
til starfa tekur Sarah hana undir
sinn verndarvæng. Leikstjóri er
Yorgos Lanthimos og í aðahlut-
verkum eru Olivia Colman, Emma
Stone og Rachel Weisz. Metacritic:
90/100
Damsel
Gamanvestri með Robert Pattinson
og Miu Wasikowska í aðalhlut-
verkum sem segir af auðugum
landnema sem ferðast þvert yfir
Bandaríkin til að geta kvænst ást-
inni í lífi sínu. Leikstjórar eru Dav-
id og Nathan Zellner.
Metacritic: 63/100
Gaman og drama
Spaugilegir Steve Coogan og John
C. Reilly í Steina og Olla.
Bíófrumsýningar
ICQC 2018-20
Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík
Sími 588 0488 | feldur.is
BELGINGUR
mokka hanskar
6.200
BÁRA
leðurhanskar
5.900
ÞYTUR
prjónahúfa
9.200
SKJÓL leðurhúfa
m/refaskinni
35.800
Velkomin í hlýjuna
EIR úlpa
m/refaskinni
158.000
ÞOKA ennisband
12.900