Morgunblaðið - 30.01.2019, Page 10

Morgunblaðið - 30.01.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 NOKIAN stígvélabúðin | Mjóddinni | Reykjavík I Sími 527 1519 | Nokian Stígvélabúðin Opið virka daga kl. 10.00-18.00 Loðfóðraður skófatnaður fyrir veturinn Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Eins og staðan er núna þá eru 19 manns á biðlista, þar af eru 12 sem bíða eftir hjúkrunarrými og sjö á biðlista eftir dvalarrými,“ segir Jón G. Guðbjörnsson, formaður stjórnar Brákarhlíðar í Borgarnesi. Jón vakti athygli á stöðu mála í Brákarhlíð í aðsendri grein sem birt var í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði hann meðal annars hægt með skjót- um hætti og ýmist með engum eða litlum stofnkostnaði að fjölga hjúkr- unarrýmum í Brákarhlíð um 10 til 14. „Það virðist ekki ná eyrum þeirra sem eiga að heyra. Um það vitnar nýlegt svar heilbrigðisráðuneytisins við tveggja ára gömlu erindi stjórnar Brákarhlíðar. Að beita því sem rök- um að ekki séu biðlistar eftir hjúkr- unarrýmum í fjarlægum héruðum eru léttvæg rök gegn því að verða við óskum um fjölgun hjúkrunarrýma í Brákarhlíð þar sem eru viðvarandi biðlistar,“ sagði Jón í áðurnefndri grein sinni í blaðinu. Af þeim 12 sem nú eru á biðlista eftir hjúkrunarrými segir Jón fimm vera á dvalarrými og eru þeir komn- ir með hjúkrunarrýmismat. „Það er ekki sjálfgefið að þeir ein- staklingar sem eru inni á dvalar- rými, komnir með hjúkrunarrýmis- mat, komist inn á undan einhverjum öðrum sem bíða fyrir utan því matið ræður. Þannig getur einhver með strangara mat komist fram fyrir þá sem bíða inni á dvalarrými,“ segir Jón og bætir við að þjónustusvæði Brákarhlíðar sé afar stórt. „Um er að ræða allt Vesturland, Strandasýslu og Húnaþing vestra,“ segir hann en íbúafjöldi svæðisins er rúmlega 18 þúsund. Þó finna megi fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili á þessu svæði segir Jón flesta íbúa að finna á syðri hluta svæðisins. „Þar eru um 70% íbúanna og alltaf biðlist- ar á Akranesi og í Borgarnesi.“ Alltaf biðlistar á Vesturlandi  19 manns á biðlista hjá Brákarhlíð Brákarhlíð Hægt er að fjölga rýmum á skömmum tíma fyrir lítinn kostnað. Ljósmynd/Theodór Kristinn Þórðarson Lögreglan tekur þrjú ný sérbúin BMW 1200 RT Police Special- lögreglumótorhjól í notkun með vorinu. Agnar Hannesson, rekstr- ar- og þjónustustjóri hjá Embætti ríkislögreglustjóra, sagði að hjólin komi tilbúin frá verksmiðjunni með forgangsljósum, sírenu, auka- ljósum, ratsjárbúnaði til hraða- mælinga og öðru sem lögreglan þarf. Lögreglan er einnig með sér- útbúin Yamaha-lögreglumótorhjól í flota sínum. Agnar segir að þeir ætli að gera samanburð á BMW- hjólunum og Yamaha-hjólunum. „Bæði BMW og Yamaha eru hörkulögregluhjól og vinsælustu mótorhjólin hjá lögregluliðum í dag,“ sagði Agnar. Vélin í BMW- hjólunum er með þverliggjandi strokka og 1,2 lítra rúmtak en 1,3 lítra í Yamaha-hjólunum. Báðar tegundirnar eru með drifsköft, en ekki keðju eða belti, ABS-bremsur og vatnskæld þannig að hægt er að skilja þau eftir í gangi á vettvangi. Þá eru hjólin létt og þægileg. Lögreglan hefur áður notað lög- reglumótorhjól frá BMW, meðal annars í kringum 1970 og svo aftur í kringum 1990. Harley-Davidson- lögreglumótorhjólin voru lengi ráð- andi en þau eru löngu farin úr um- ferð. Notkun þeirra var að mestu hætt þegar lögregluhjól frá Yamaha komu árið 2007. Lög- reglan notaði einnig mótorhjól frá Kawasaki um tíma. gudni@mbl.is Þrjú ný BMW-lögreglumótorhjól  Verða tekin í notk- un þegar fer að vora Lögreglumótorhjól Nýju BMW-lögregluhjólin eru af sömu gerð og eins útbúin og mótorhjólið á myndinni. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Lið Framhaldsskóla Austur- Skaftafellssýslu er Evrópumeistari í olíuleit eftir að hafa borið sigur úr býtum í alþjóðlegri keppni framhaldsskóla sem fram fór í Cambridge á Englandi í seinustu viku. Í keppninni er hermt eftir raunverulegum verkefnum sem olíuleitarfyrirtæki þurfa að leysa við sín störf. Fram kemur í um- fjöllun á vefsíðu Orkustofnunar, sem styrkir þátttöku íslenskra framhaldsskóla í keppninni, að lið- in vinna við svonefndan OilSlim olíuleitarhermi sem er hugbúnaður sem líkir eftir raunverulegum að- stæðum í olíuleit og eiga kepp- endur að finna olíu og markaðs- setja hana á sem hagkvæmastan hátt. Þetta er annað árið í röð sem ís- lenskt lið sigrar í þessari keppni. Haldin var undankeppni níu liða í Vestmannaeyjum fyrr í janúar og vann liðið „Olíuleit með pabba“ landskeppnina en liðið skipa þeir Björgvin Freyr Larsson, Júlíus Aron Larsson, Kristján Vilhelm Gunnarsson og Oddleifur Eiríks- son nemendur í Framhaldsskól- anum í Austur-Skaftafellssýslu. Unnu þeir sér þar með rétt til að taka þátt í úrslitakeppninni sem haldin var í Cambridge 25.-27. janúar. ,,Í úrslitum sigraði FAS örugg- lega fulltrúa Noregs, sem stendur einna fremst ríkja í olíuleit og -vinnslu með ábyrgum hætti og þar sem byggð hefur verið upp mikil þekking í þessum geira,“ segir í frétt Orkustofnunar. Í um- fjöllun um keppnina á vefsíðu skól- ans kemur fram að ,,olíufurstarnir snjöllu frá Höfn“ hafi unnið loka- keppnina með miklum yfirburðum. Lokakeppnin fór fram í Schlum- berger Cambridge Research (SCR) sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig m.a. í tæknilausnum fyrir olíuiðnað og er með starfsemi í 85 löndum. Evrópumeistarar í olíuleit Ljósmynd/Hjördís Skírnisdóttir Olíufurstarnir Sigurvegararnir frá FAS ásamt fulltrúum keppninnar.  Lið FAS sigraði fulltrúa Noregs í úrslitakeppninni Björn Zoëga hefur verið ráð- inn forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð, sem er með stærstu há- skólasjúkra- húsum í Evr- ópu. Björn, sem er sérfræðingur á sviði bækl- unarskurðlækninga, gegndi stöðu forstjóra Landspítalans ár- in 2008 til 2013. Hann hefur meðal annars gegnt stöðu for- stjóra bæklunarstofunnar GHP Stockholms Spine Center, sem hefur verið stærsta einingin í hryggskurðlækningum á Norður- löndum, en þar eru framkvæmd 25% allra hryggskurðaðgerða í Svíþjóð. Stoltur og spenntur „Ég er stoltur og spenntur yfir þessu krefjandi starfi,“ sagði Björn í samtali við mbl.is í gær. Við sjúkrahúsið starfa um 16 þúsund starfsmenn og þar eru um 1.400 rúm. Þá er velta spít- alans um 18 milljarðar sænskra króna, andvirði 239 milljarða ís- lenskra króna. Björn forstjóri Karólínska Björn Zoëga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.