Morgunblaðið - 30.01.2019, Side 11

Morgunblaðið - 30.01.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 20% afsláttur af CHANEL vörum kynningardaga na KYNNING miðvikudag, fimmtudag og föstudag Gréta Boða verður á staðnum og kynnir nýju vorlitina í CHANEL Verið velkomin Nýtt Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. ERT ÞÚ MEÐ HÁLSBÓLGU? Bólgueyðandi og verkjastillandi munnúði við særindum í hálsi Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Magnús Árnason, framkvæmda- stjóri Skíðasvæðanna, segir það al- gjöra undantekningu að fólk sé ekki með hjálm í Bláfjöllum. Spurður hvort það hafi komið til skoðunar að setja á hjálma- skyldu segir hann að það hafi ver- ið rætt. „Já, það hefur komið til greina en við höfum bara ekki neitt vald til að setja á hjálma- skyldu. Skylda er nokkuð sem tengist lögum. Við fórum raun- verulega yfir það á tímabili hvort við gætum skyldað fólk í þetta. Það eru orðin nokkuð mörg ár síðan og þá var niðurstaðan sú að við gætum ekki verið að setja svona skilyrði,“ segir Magnús. Hann segir einnig að jákvæð hvatning geti verið betri lausn þar sem erfitt væri að framfylgja skyldunni. „Við höfum hvatt til þess að fólk sé með hjálm og við höfum skoðað það hvort við gæt- um sett einhverja skyldu í þessum málum. Ef settar eru svona reglur sem er ekki hægt að fylgja eftir þá eru þær alltaf tæpar.“ Á skíða- svæðinu eru bæði skilti og vegg- spjöld þar sem fólk er hvatt til þess að nota hjálm. Fimm einstaklingar voru fluttir á slysadeild frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum um síðustu helgi. Að minnsta kosti eitt beinbrot var til- kynnt og einn missti meðvitund eftir að hafa hlotið höfuðhögg, auk þess sem smávægileg meiðsli hafa orðið. Sá sem varð fyrir höfuðhögginu fékk aðhlynningu í sjúkraherbergi skíðaskálans í Blá- fjöllum og náði smám saman áttum. Magnús segist ekki vita til þess hvort skíðafólkið í þessum til- vikum hafi verið með hjálm eða ekki. Með betri opnunum seinni ára Aðspurður segir Magnús opnun- ina í vetur hafa gengið afar vel. „Þetta er með betri opnunum sem ég hef upplifað hér. Þetta er búið að ganga fyrirhafnarlaust, þótt eitthvað komi alltaf upp á þegar 5.000 manns eru í fjallinu og fullt af nýju starfsfólki eins og á fyrsta deginum. Þá er alltaf einhver hiksti en þetta hefur gengið betur en ég hef séð oft áður.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjör í lyftunni Vaskir skíðakappar á leið upp fjallið í skíðalyftunni í vetur. Hjálmleysi undantekning  Hjálmaskylda var skoðuð um tíma Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Frágengið er að starfsemi ung- mennabúða Ungmennafélags Ís- lands á Laugum í Sælingsdal í Dala- sýslu flyst á þessu ári á Laugarvatn. Verið er að ganga frá samningum milli UMFÍ og sveitarstjórnar Blá- skógabyggðar um leigu á bygg- ingum þar sem Íþróttakennaraskóli Íslands hafði aðsetur lengi. Þaðan eru aðeins nokkur hundruð metrar í íþróttahús og sundlaug og margvís- lega aðra þarfa aðstöðu. 2.l00 nemar úr 9. bekk Í vetur koma um 2.100 nemendur úr 9. bekk grunnskóla víða af land- inu í ungmennabúðirnar á Laugum, sem starfræktar eru í gamla heima- vistarskólanum þar. Dalabyggð hyggst nú selja þær eignir, að með- töldum íþróttamannvirkjum á staðn- um, og um nokkurt skeið hefur verið leitað að nýjum stað fyrir ung- mennadvölina. Niðurstaðan er Laugarvatn, en gerður verður lang- tímasamningur um húsnæði við Blá- skógabyggð aukinheldur sem starf- semi UMFÍ og Laugarvatn tvinnast saman á marga vísu. „Hugmyndafræði okkar er hreyf- ing, útivera og samvera og því hent- ar Laugarvatn okkur vel. Þar er góð íþróttaaðstaða og góð aðstaða til úti- veru við vatn, í skógi og fjalli. Einnig nálægð við sveitina, en allt þetta gef- ur okkur mikil tækifæri,“ segir Anna Margrét Tómasdóttir forstöðu- maður. Þau Jörgen Nilsson eigin- maður hennar komu starfseminni á Laugum á laggirnar árið 2005 og hafa staðið að rekstri búðanna síðan fyrir UMFÍ. Aðsóknin hefur aukist jafnt og þétt og aldrei verið meiri en nú í vetur. Pláss fyrir 75 á nýjum stað Á Laugum hefur verið hægt að taka á móti 90 ungmennum hverju sinni, en hóparnir dveljast þar jafn- an fimm virka daga í senn. Á Laugarvatni verður heldur þrengra um og miðað við núverandi húsa- kynni verður þar hægt að hýsa í mesta lagi 75 krakka á hverri vakt. „Við þurfum að breyta ýmsu á Laugarvatni áður en við hefjum starfsemi þar; koma upp leiksvæði og fleiru slíku. Það hefur líka verið eftirsótt meðal foreldra og skóla- fólks að krakkarnir komist í hvíld frá farsímum og tölvum, sem er mikils vert í nútímasamfélagi.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Laugarvatn Ungmennabúðirnar verða í byggingunum sem eru neðst til hægri á þessari mynd, þar sem Íþróttakennaraskóli Íslands var forðum. Ungmennabúðir á Laugarvatni  Fluttar frá Laugum eftir 14 ára starf Morgunblaðið/Eggert Forstöðumenn Jörgen Nilsson og Anna Margrét Tómasdóttir hafa rekið skólabúðirnar frá upphafi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.