Morgunblaðið - 30.01.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.01.2019, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 skrá. Þetta var hans „leitarvefur“ og hvítabirnirnir hlóðu af einhverjum ástæðum meira utan á sig en annað í þessari söfnun hans.“ Rósa segir að henni hafi komið á óvart hversu tíðar komur hvítabjarna hingað til lands voru. „Þegar ég var að alast upp voru landgöngur mjög fátíðar; 1974 kom bjarndýr í Fljótavík, 1975 var bjarn- dýr á sundi skotið við Grímsey og ár- in þar á eftir sást til bjarndýra á ís- jaðrinum norður af landinu. 1988 urðu menn varir við bjarndýr í fjör- unni í Haganesvík en svo komu engir birnir hingað á land í 30 ár þar til tveir slíkir komu í Skagafjörð árið 2008. Raunveruleikinn var allt annar á nítjándu öld, til dæmis komu 63 bjarndýr á land frostaveturinn mikla árið 1881, gríðarlegt frost var hér á landi það ár. Til samanburðar komu „aðeins“ 27 hvítabirnir hér á land „hinn“ frostaveturinn mikla sem flestir kannast við, árið 1918. Þessar algengu komur slíkra hættulegra dýra, og fyrir vikið hinn mikli ótti við hvítabirni, sýna okkur hversu raun- veruleiki fólks var víðsfjarri þeim sem nútíma Íslendingar tengja við hvítabirni.“ Jóhanna vann hetjudáð Rósa nálgaðist bókarskrifin að hluta til út frá sínu fagi, mannfræð- inni, enda hefur hún meiri áhuga á fólkinu sem mætti hvítabjörnum og tókst á við þá heldur en dýrunum sjálfum. Hún segir að það hafi komið henni mest á óvart hversu margar kvenhetjur komu þar við sögu. „Þær eru mun fleiri en ég bjóst við, enda er sagan af komu hvíta- bjarna og viðureigna við þá oft afar karllæg, því eins og svo oft skrifa karlar niður þessar sögur eftir öðrum körlum. Það var ánægjulegt að finna þó nokkuð marga kvenskörunga í þessum frásögnum, þannig að í raun er að finna heilmikinn femínisma í bókinni. Konur sem tókust á við hvítabirni náðu ýmist að fella björn- inn eða féllu fyrir honum. Í einni af uppáhaldssögunum mínum í þessari bók er aðalhetjan ung stúlka, Jó- hanna Aðalmundardóttir, sem bjó á Eldjárnsstöðum á Langanesi vetur- inn kalda 1918 þegar glorsoltinn hvítabjörn kom þar og fór alla leið inn í bæ. Þetta er rosaleg saga þar sem Jóhanna vinnur hetjudáð, hún tekur áhættuna og hleypur út úr bænum „þar sem hún gat búist við að ganga í kjaftinn á dýrinu“ til að sækja hjálp til manna í fjárhúsunum. En karl- maðurinn sem var inni með henni þorði ekki og ekki vildi hún senda gamalmennin eftir hjálp. Þetta er í fyrsta skipti sem frásögn er skrifuð strax daginn eftir að atburður um hvítabjörn á sér stað. Það sem gerðist var ritað nákvæmlega niður eftir heimafólki og það fékk að lesa yfir, svo allt væri rétt. Þetta er fyrir vikið Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við pabbi vorum miklir vinirog náin feðgin. Ég fór mik-ið með honum í göngutúraúti í náttúrunni þegar ég var stelpa. Hann vann verkefni fyrir Náttúrufræðistofnun á sumrin og við gengum til að mynda saman upp að jökli við Dalvík á hverju ári til að framkvæma mælingar, því hann sá um að fylgjast með jöklinum. Nokkur sumur fór hann að telja plöntur í Vesturdal og þar gengum við um í heila viku og töldum plöntur. Hann kenndi mér alla flóruna á íslensku og líka á latínu. Frá því ég man eftir mér var pabbi að viða að sér heimildum um komur hvítabjarna til Íslands en ég hafði engan sérstakan áhuga á hvítabjörnum, enda var pabbi ekkert að reyna að gera þennan mikla áhuga sinn á bjarndýrum að áhuga annarra í fjölskyldunni,“ segir Rósa Rut Þórisdóttir, sem sendi frá sér fyrir síðustu jól bókina Hvítabirnir á Ís- landi, en bókin er að stofni til byggð á handskrifuðu riti föður hennar, Þóris Haraldssonar, líffræðikennara við Menntaskólann á Akureyri. Bókin geymir bæði sannar frásagnir af landgöngu bjarndýra sem og þjóð- sögur, en Rósa segir draum föður síns hafa verið að gera þessa áratuga söfnun aðgengilega fyrir almenning. Þórir lést 30. janúar fyrir sléttum fimm árum í dag og bókina vann Rósa í minningu föður síns. Árið 1881 komu 63 bjarndýr „Vissulega var mikil vinna að slá inn handskrifað handrit hans, en rit- hönd pabba var skýr og falleg svo það var auðvelt að lesa hana. Þetta var heilmikil handavinna því ég þurfti að leita uppi margar heimildir pabba og finna þær nákvæmar. En það var mikil nánd í því fyrir mig að vinna með handskrifuð plöggin hans eftir að hann var fallinn frá. Það gerði mér gott,“ segir Rósa og bætir við að vinir og kunningjar pabba hennar hafi ver- ið duglegir að gauka að honum sögum. „Einn vinur hans fékk til dæmis skriðusögur frá pabba í skipt- um fyrir hvítabjarnarsögur. Pabbi safnaði öllu að sér, enda var hann kennari áður en internetið kom til sögunnar. Allt sem hann las og hélt að hann gæti mögulega notað seinna skráði hann á blað og setti í spjald- Óvæntur fjöldi kvenhetja í sögum af hvítabjörnum Landganga hvítabjarna var algeng hér á landi fyrr á öldum og margar sagnir til af þeim og viðureignum mannfólksins við þessa stóru skepnu vetrarins. Þórir Haraldsson, líf fræðikennari við Menntaskólann á Akureyri, safnaði í áratugi sögum af hvítabjörnum, sönnum og skálduðum, og nú hefur Rósa dóttir hans að honum gengnum tekið hans mikla safn heimilda saman í bók. Bókin, sem heitir Hvítabirnir á Íslandi, var tilnefnd til Hagþenkisverðlauna nýverið í flokki fræðirita. Rósa er doktor í mannfræði og vísindafélagi við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri. Léku sér Nyholm með hina spöku Hansínu sem segir frá í bókinni. Góðir vinir Feðginin Rósa og Þórir nutu þess ævinlega að vera saman úti í náttúrunni. 1963 á Horni Trausti og Kjartan Sigmundssynir með björn. Safn Þóri bárust bréf víða af land- inu með sögum af hvítabjörnum. Lífið er leiksvið nefnist námskeiðið sem leiklistarskólinn Opnar dyr bíður uppá á og fer af stað í kvöld, fimmtu- dag 31. janúar, í Listdansskólanum við Engjateig. Leiklistarnámskeiðið er fyrir fullorðna, frá 17 ára aldri og upp úr. Leiklistarskólinn Opnar dyr varð 10 ára í fyrra og hefur fjöldi manns komið á námskeið. Í tilkynn- ingu kemur fram að á námskeiðunum sé áhersla á æfingar sem opna fyrir sköpunarflæði og leikgleði á sama tíma og nemendur læra leik- og spunaæfingar sem nýtast þeim jafnt í leiklist og lífinu sjálfu. Þau Ólöf Sverrisdóttir og Ólafur Guðmunds- son sjá um að leiðbeina á námskeið- unum en þau eru bæði lærðir leikarar og leiklistarkennarar. Ólöf segir að þeir sem langar í leiklistarskóla eða að snúa sér ennfrekar að því að leika hafi mikið gagn af námskeiðinu. Æf- ingar sem notaðar eru til að þjálfa leikara eru æfingar sem styrkja fólk og hjálpa til við einbeitingu og núvit- und. Námskeiðið er í 10 kvöld, upp- lýsingar og skráning í síma 845-8858 eða senda póst: iceolof@hotmail.com Leiklistarnámskeið fyrir 17 ára og eldri Námskeið þar sem opnað er fyrir sköpunarflæði og leikgleði Líf og fjör Það er aldrei leiðinlegt á leiklistarnámskeiðum hjá Opnum dyrum. ÁN TÓBAKS MEÐ NIKÓTÍNI Zonnic Mint munnholsduft í posa og Zonnic Pepparmint munnholsúði innihalda nicotin. Lyfin eru ætluð til meðferðar við tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.